Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 51
I
I
I
)
'
f
)
é
I
;
j
f
:
)
I
i
i
i
Í
i
4
cj
I
I
j
BRÉF TIL BLAÐSINS
ÞAÐ getur verið skemmtilegt að fjalla um umferðina eins og
hópurinn á Selfossi fékk að reyna.
Hvernig væri að
brosa í umferðinni?
Frá hópum 42 á Selfossi og 43 í
Reykjavík:
ÞAÐ MÁ draga úr óhöppum í um-
ferðinni á ýmsan hátt. Það höfum
við fengið að sjá á námskeiði fyrir
unga ökumenn hjá Sjóvá-Almenn-
um. Við viljum deila okkar reynslu
með ykkur:
Aftanákeyrslur eru algengustu
óhöppin meðal ungra ökumanna. Við
teljum að koma megi í veg fyrir þau
með því að auka bil á milii bíla,
hafa athyglina í lagi og aka alltaf
miðað við aðstæður. Einnig þurfum
við að virða hámarkshraðareglur og
fylgjast með bílunum fyrir framan
næsta bíl á undan og líka þeim sem
fyrir aftan eru. Byrjum nógu
snemma að draga úr hraða.
Mjög algengt er að við erum að
bakka á. Með því að líta aftur fyrir
sig, jafnvel fara út úr bílnum og
huga að því hvort börn séu hugsan-
lega aftan við bílinn, nota speglana,
vanda sig við að meta aðstæður við
bílinn drögum við úr þessari hættu.
Þá er mikilvægt að hreinsa vel
óhreinindi af rúðum og snjó þegar
það á við. Horfum aftur fyrir okkur
þegar við bökkum og að nóg pláss
sé til þess. Við getum varað aðra
við með því að nota stefnuljós en
munum að hugsa fyrst og fram-
kvæma svo, það er málið.
Gatnamót eru erfið fyrir marga
unga ökumenn, því viljum við hvetja
ykkur til að vera vel vakandi og
sýna aðgæslu á gatnamótum, hægja
á ykkur í tæka tíð, líta vel til beggja
hliða og virða forgangsreglurnar,
hægri reglu, biðskyldu og stöðvunar-
skyldu. Það gerið þið með því að
fylgjast vel með umferðarmerkjum.
Ef þið þurfið að beygja munið að
gefa stefnuljós og nota spegla á
gatnamótum, enda séu þeir til stað-
ar.
Akreinaskipti geta vafist fyrir
okkur. En með því að minnka hrað-
ann, gefa stefnuljós í tíma, fylgjast
vel með umferðinni í kringum okkur
og nota speglana, drögum við úr
þeim. Einnig hvetjum við ykkur til
að virða hámarkshraðareglur, aka
eftir aðstæðum, vera tillitssöm og
hafa einbeitinguna í lagi.
Útafakstur er algengur meðal
ungra og óreyndra ökumanna. Við
hvetjum ykkur til að hafa hugann
meira við aksturinn, stilla hraða í
hóf og miða hann við aðstæður,
hafa hjólbarða í góðu lagi og rúður
og ljósabúnað hreinan. Þá er ekki
úr vegi að hugsa áður en við fram-
kvæmum til að bæta viðbrögðin.
Fylgjumst vel með hvað aðrir bíl-
stjórar eru að gera.
Að lokum viljum við benda ykkur
á að aka ekki þreytt, ekki undir
áhrifum áfengis eða annarra vímu-
efna, láta ekki turfla ykkur við akst-
urinn eða fikta í aukabúnaði s.s.
hljómflutningstækjum þegar þið
akið. Virðum umferðarlögin og ver-
um í góði skapi og brosum í umferð-
inni. Þá gengur allt betur.
F.h. hópanna á Selfossi og í
Reykjavík.
EINAR GUÐMUNDSSON,
fræðslustjóri Sjóvár-Almennra.
MENNTAFÉLAG BYGGINGARIÐNAÐARINS
Námskeið um gömul hús
Lýsing: Á námskeiðinu er lýst stuttlega íslenskri bygging-
arlistasögu. Fjallað er um undirstöður og burðarvirki eldri
timburhúsa. Kynntar eru aðferðir við endurnýjun á klæðn-
ingum utanhúss. Tekinn er fyrir frágangur við glugga og
hurðir. Kynntur er frágangur innanhúss, m.a. á veggjum,
gólfum og stigum. Fjallað er um brunavarnir og eldvarnar-
kröfur. í tengslum við námskeiðið eru skoðuð nokkur göm-
ul timburhús í þeim tilgangi að meta hvort rétt hafi verið
staðið að endurbótum á þeim.
Tfmi: Fim. 13. nóv. kl. 16.00-20.30
Fös. 14. nóv. kl. 16.00-20.30
Lau. 15. nóv. kl. 09.00-17.00
Leiðbeinendur m.a.:
Magnús Skúlason, arkitekt.
Jón Nordsteien, arkitekt.
Námskeiðsgjald:
Námskeiðsgjald fyrir félaga MB er kr. 4.000.
Aðrir greiða kr. 16.000.
Innritun og upplýsingar eru veittar hjá Mennta-
félagi byggingariðnaðarins i síma 552 1040.
Ein lítil hugleiðing á
degi áhugaleikhússins
Frá Hannesi Blandon:
ÞAÐ er orðið langt um liðið síðan
ég fylgdist með foreldrum mínum
og félögum þeirra taka fýrstu spor-
in í Leikfélagi Kópavogs forðum
daga. Það var ævintýralegt fyrir
ungan svein að fylgjast með því
hvernig einhver orð á blöðum urðu
að leiksýningu, furðulegt að sjá
hvernig spýtur og allskyns drasl og
dót varð að leiktjöldum og búnaði
og máski sérdeilis dularfullt að sjá
fólk sem maður taldi sig þekkja
býsna vel breytast í allt annað fólk.
Og ég smitaðist og hugsaði með
sjálfum mér: Þetta er gaman, þetta
er skemmtilegt, þetta ætla ég líka
að gera þegar ég verð stór. Og
bakterían blundaði um skeið, fékk
reyndar útrás í litlum hlutverkum
hér og þar en heltók mig reyndar
aldrei alveg. Síðan flutti ég út á
land og fór að vinna fyrir Guð. Og
það er stundum puð og tekur á
sálina því að þó að margir séu býsna
glaðir í Guði þá eru aðrir oft reiðir
við Hann eða út í Hann og vildu
hafa hlutina öðruvísi en Hann skip-
ar.
í þunglyndisköflunum á kvöldin
þegar ég var einn með sjálfum mér
og Guði átti ég til að röfla við
Hann og sagði: Heyrðu Guð. Hérna
er ég ósköp venjuleg, einföld mann-
eskja en mig grunar að þú sért að
láta mig leika hlutverk sem ég
passa ekkert í og að auki heyri ég
ekkert í leikstjóranum. Ekkert svar.
Og um leið rann upp fyrir mér að
Hann er auðvitað einn af þeim frá-
bæru leikstjórum sem krefjast þess
að allt sem þú segir eða gerir verði
að koma innan frá því öðruvísi er
það ekki ekta. Og það sem meira
er. Öðruvísi er leikarinn ekki frjáls.
Þá gerðist það að Hann fór að leiða
inn í líf mitt alls konar fólk af öllum
stærðum og gerðum sem fékkst við
það í tómstundum sínum að setja
upp leikrit og ég fékk tækifæri til
þess að taka þátt. Og ég skal viður-
kenna það að oft er óskaplega nota-
legt að labba út úr hinni daglegu
rútínu og sjálfum sér og vera ein-
hver allt annar um hríð, a.m.k.
reyna það. (Ég vil benda á að ég
er hvorki fyrsti né síðasti presturinn
til að reyna mig í öðrum hlutverk-
um. Kollegi minn sr. Geir Waage
hefur t.d. leikið hlutverk Advocatus
Diaboli (lesendur fletti því upp) í
Kirkjufarsanum og hefur verið
gerður rómur að frammistöðu
hans.) En ég verð og einnig að játa
að með köflum læddist að mér pínu-
lítið samviskubit í einstaka drykkju-
og astarsenum. En bara pínulítið.
Á síðari árum hafa aðrir þankar
sótt að mér. Hvað veldur því að
fjöldi fólks úti um allt land, og þetta
er víst eitt af heimsmetum Islend-
inga, hefur svona dæmalaust gam-
an að því að eyða tómstundum sín-
um og hvíldardögum í að færa upp
leikrit og leika sér til húðar og fram
í rauðan ár eftir ár? Er það athyglis-
sýki eða sýniþörf eða er eitthvað
að heima hjá því? Eða eru það frum-
sýningarpartíin? Svari hver fyrir
sig. Þetta hefur sennilega verið ár-
átta hjá mannskepnunni frá örófi
alda allt frá því að Davíð konungur
í ísrael dansaði nakinn í helgileiks-
göngunni á leið til musterisins
forðum og máski miklu fyrr því
ekki veit ég hve saga leikhússins
í Grikklandi er gömul. Hitt veit ég
að það er oft svo óskaplega gaman
og sérstaklega í undirbúnings-
vinnunni. Oft sagði ég, ekki alltaf.
Leikrit eru nefnilega misjafnlega
góð, skemmtileg eða áhugaverð eft-
ir atvikum. Og annað er hitt að
áhugaleikssýningar vilja stundum
verða örlítið skakkar vegna þess
að náðargjöfum listarinnar er mis-
jafnlega útdeilt. Það er skoðun mín
að það er með leiklist eins og blús-
inn að annaðhvort hefurðu það eða
ekki. Menn geta svo sem farið í
skóla og lært tæknibrögð, skylm-
ingar og grip en það gerir þig hvorki
að góðum leikara né blúsmanni. Því
heiti ég á áhugaleikfélög að þegar
tjl starfa koma einstaklingar sem
hafa hlotið þessa náðargjöf í ríkum
mæli þá beri að hlú að þeim með
öllum þeim ráðum sem tii eru. Og
þú, leikari góður, áhuga eður ei sem
lest þetta, vittu að ef þú hefur hlot-
ið þessa hæfileika í vöggugjöf þá
eru þeir náðargjöf frá skapara þín-
um og þér ber að sinna henni því
annað er synd. Nú finnst lesandan-
um eflaust að hér hafi verið ritað
af hroka nokkrum og stærilæti hins
sjálfumglaða sérfræðings. En hon-
um til huggunar og fróðleiks hefur
ritari bréfsins hvorki fengið leik-
hæfileika né blússnilli í vöggugjöf,
aðeins kærleikann til hvorutveggja.
Að lokum beini ég þeirri ósk
minni og bæn til BÍL að leikfélagið
SÝNIR verði að veruleika.
Ég óska áhugafélögum og elsk-
hugum (amatörum) leikhúsanna um
allt land til hamingju með daginn
og vil um leið fá að þakka mörgum
hinna sömu fyrir ýmsar ánægju-
og gleðistundir sem þau hafa veitt
mér í gegnum tíðina.
HANNESBLANDON,
sóknarprestur og áhugaleikari.
RÆS TIVAGNAR
RÆSTIÁHÖLD
Arnarberg ehf.
Fossháls 27, Draghálsmegin
Sími 567 7557 • Fax 567 7559
glæsilega verslun
Ármúla 23
000
: Pokiston og vetrarleðurflíkur, ekta
0, borðstofuhúsgögn á kr. 131.000.
Opið frá kl. 11-18 virka daga og kl. 11-16 laugardaga.
Verið velkomin.
ANTIK-UPPBOÐ
SUNNUDAGSKVÖLD KL. 2030
Húsgögn - Teppi - Postulín - Smávara - Listmunir
Sýning uppboðsmuna í dag kl. 12-18.
Á morgun, sunnudag, kl. 14-18.
Næg
bílastæði.
BORG
Kaffi á
könnunni.
Síðumúla 34, sími 581 1000
Höfum hafið móttöku fyrir næsta máiverkauj