Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Þorkell
VINNUSTÖÐVUNIN var samþykkt á félagsfundi
Starfsmannafélags SI í gær.
Vinnustöðvun
samþykkt hjá
Sinfóníunni
HLJÓÐFÆRALEIKARAR í
Sinfóníuhljómsveit íslands
samþykktu með yfirgnæfandi meiri-
hluta atkvæða á félagsfundi í gær
að boða til tímabundinnar vinn-
ustöðvunar í lok þessa mánaðar.
Ástæðan er staða mála í
kjaraviðræðum þeirra við samn-
inganefnd ríkisins og framkvæmda-
stjóm SÍ sem staðið hafa í tæpt ár.
63 hljóðfæraleikarar greiddu at-
kvæði á fundinum, sextíu voru vinn-
ustöðvun fylgjandi, einn á móti og
tveir skiluðu auðu.
Hlíf Sigurjónsdóttir formaður
Starfsmannafélags SÍ, sem er deild
innan Félags íslenskra hljómlistar-
manna, segir að engum ætti að
dyljast að mikið hljóti að vera að
þegar samstaða hljóðfæraleikara er
orðin svo afdráttarlaus en Starfs-
mannafélag SÍ hefur ekki í annan
tíma samþykkt að efna til jafn
róttækra aðgerða. „Við höfum alltaf
látið vinnuna ganga fyrir en nú er-
um við einfaldlega búin að fá nóg!“
Að sögn Hlífar er krafa
hljóðfæraleikaranna einföld: Að
geta framfleytt sér og sínum en
flestir liðsmenn SÍ drýgja tekjurnar
með kennslu eða öðrum tónlistar-
tengdum störfum. Byrjunarlaun
hljóðfæraleikara í SÍ, með BA-
gráðu og fjögurra ára
háskólamenntun erlendis að auki,
eru 85.569 krónur á mánuði, sem
eru að áliti Hlífar „einfaldlega of lág
laun“. „Pað hefur verið reiknað út
að launin okkar halda ekki einu
sinni í við Verðbólguna í þjóðfélag-
inu síðustu átta árin - hvað þá
meira."
I skýrslu sem Hagfræðistofnun
Háskóla íslands vann fyrir Félag ís-
lenskra hljómlistarmanna fyrr á ár-
inu kemur fram að mánaðarlaun
hljóðfæraleikara í SI liggi á bilinu
85.000-125.000 krónur.
Bjöm Árnason, formaður FÍH,
metur launakröfu hljóðfæraleikar-
anna til um 50% hækkunar, sem sé
alls ekki óraunhæft sé mið tekið af
starfi, menntun og starfsaukningu.
Að sögn Bjöms er á hinn bóginn
lítið farið að ræða um peninga og
prósentur ennþá, mestu púðri hafi
verið eytt í umræður um vinnutíma.
Vinnuálagið hefur verið helsta bit-
beinið en Bjöm fullyrðir að
tónleikahald hljómsveitarinnar hafi
aukist um 40-50% síðustu átta árin.
Ennfremur segja Bjöm og Hlíf
að hljóðfæraleikuram í SÍ þyki
vinnuaðstaðan í Háskólabíói, sem sé
fyrst og síðast kvikmyndahús,
óviðunandi.
Æskilegt að hækka launin
Runólfur Birgir Leifsson fram-
kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar
íslands kveðst hafa samúð með
launakröfum hljóðfæraleikaranna -
launin séu of lág. „Ég tel æskilegt
að hægt væri að hækka laun þeirra.
Því miður skilur hins vegar mikið á
milli ennþá varðandi launatöluna en
hljóðfæraleikaramir fara fram á
töluvert hærri laun en samninga-
nefnd ríkisins hefur lagt til.“
Að áliti Runólfs er það jafnframt
rétt að aðstaða hljóðfæraleikara
Sinfóníuhljómsveitar íslands er
ekki nægilega góð. „Hljómsveitin er
komin á það stig að við eram að
bera okkur saman við alvöm
hljómsveitir erlendis, sem búa ef-
laust allar við miklu betri aðstöðu
en við í húsnæðismálum."
Runólfur staðfestir að vinnuálagið
hafi aukist eitthvað á undanfömum
árum. Á móti komi hins vegar að
vinnuskyldan, samkvæmt kjara-
samningi, hafi dregist saman á sama
tíma. „Kjarasamningurinn er með
öðmm orðum nýttur miklu betur í
dag en hér áður fyrr.“
ISLANDSFLUG
gerír fleirum fært ad fljúga
Sigurður T. Magnússon héraðsdómari á domsmálaþingi
Rannsóknir og fagleg
gagnrýni nauðsynleg
ERU refsingar of vægar á Islandi?
var yfirskrift erinda og umræðu á
dómsmálaþingi sem lauk í Reykja-
vík í gær. Þar kom m.a. fram í
framsöguerindum að gagnrýni sem
oft kæmi fram á dóma þótti ekki vel
rökstudd og að nauðsynlegt væri að
fram fæm meiri rannsóknir á
dómum.
Sigurður T. Magnússon héraðs-
dómari gerði m.a. gagnrýni al-
mennings og fjölmiðla að umtals-
efni. Taldi hann að umfjöllun
fjölmiðla um dómsmál væri ekki
nógu vönduð og sagði að ef til vill
mætti kenna um skorti á
sérhæfingu á fjölmiðlum. Sagði
hann dómsvaldið vissulega þurfa
aðhald og hvatti til varfærni í um-
fjöllun þessara mála. Þá kvaðst
hann vilja sjá oftar rökstudda
gagnrýni um dómsmál frá
háskólaprófessomm, stundum væri
talað um fjölmiðla og háskóla sem
fjórða og fimmta valdið í þjóðfé-
laginu og sagði hann of sjaldgæft
að fram kæmi fagleg gagnrýni frá
lagadeild á dómsniðurstöður. Slík
gagnrýni gæti bæði veitt dóm-
stólum aðhald og almenningi gagn-
legar og nauðsynlegar upplýsing-
ar.
Þyngri refsingar
fyrir þjófnað
Þá sagði hann afbrotafræðilegar
rannsóknar fáar hérlendis og að
samanburð vantaði við önnur lönd.
Sigurður greindi frá athugun sinni
og Ingveldar Einarsdóttur dómara-
fulltrúa á ákvörðun refsinga fyrir
brot á 218. og 244. grein almennra
hegningarlaga nr. 19/1940 sam-
kvæmt dómum Hæstaréttar á
tveimur tímabilum, 1950-1959 og
1994-1995. Var markmið athugun-
arinnar að finna hvort þyngd refs-
inga hefði breyst með því að bera
saman refsingar fyrir sambærileg
brot en hann sagði varlegt að draga
almennar ályktanir af þessari at-
hugun þar sem um svo fáa dóma
væri að ræða.
Niðurstöðuna sagði hann þá að
refsing við þjófnaðarbrotum hefði
að meðaltali verið þremur mán-
uðum og 21 degi lengri á síðara
tímabilinu en hinu fyrra. Sagði hann
skýringuna ekki að refsingar hefðu
verið þyngri á síðara tímabilinu
heldur meðal annars þá að brotafer-
ill dæmdra manna hefði verið lengri
og meiri verðmætum stolið.
Varðandi refsingar fyrir líkams-
árásir sagði hann að dæmd fang-
elsisrefsing hefði að meðaltali verið
þremur áram lengri á fyrra tíma-
bilinu og sagði hann að tæplega
mætti draga þá ályktun að refsing-
ar fyrir sambærileg brot hefðu
verið vægari á síðara tímabilinu. Á
því fyrra sé um að ræða fremur
milda dóma en nokkur alvarleg
brot þar sem þungum refsingum
hafi verið beitt.
Byggðastofnun segir að byggð sé í hættu á tíu svæðum
SVEITARFÉLÖG SEM SÝNA HÆTTUMERKI í BÚSETUÞRÓUN
O SAMFELLD HÆTTUSVÆÐI
haKUuœeria:
mcfi fáksí«|*un :gs6 Ö1Q06.
efla oða »eki kcWtwn 1532 m I3SS
o
þ.HftíyliÁ syw c-Jinjg h.T.V3irTJtön.
6.500 úr sveitum og
þorpum á 10 árum
ÞRÓUNARSVIÐ Byggðastofnun-
ar hefur skilgreint tíu svæði á land-
inu þar sem byggð er í hættu.
Þessi skilgreining nær til svæða
þar sem fólki hefur fækkað um
meira en 10% á síðustu 10 ámnum
eða meira en 6% á síðustu fjórum
áram. Á þessum svæðum búa 32
þúsund manns í dag eða 13%
þjóðarinnar. Mest hefur fækkað í
sveitum og þorpum á síðustu tíu
áram eða um liðlega 6.500 manns.
Skýrslan tekur til byggðaþróunar
á árunum 1986-1996. Að mati
skýrsluhöfúnda er byggð í hættu í
Dalasýslu og A-Barðastrandarsýslu,
en þar búa 1.162 manns. íbúum hef-
ur fækkað á svæðinu í heild um 23%.
í V-Barðastrandarsýslu búa 1.625
íbúar og þar hefur íbúm fækkað um
18%. Ibúum í Vestur- og Norður-
ísafjarðarsýslu hefur fækkað um
10% á tímabilinu og þar búa í dag
5.910 íbúar. í N-ísafjarðarsýslu hef-
ur íbúum fækkað um 44% á tímabil-
inu, sem er hæsta hlutfall í nokkurri
sýslu á landinu. í Strandasýslu
bjuggu 1. desember sl. 987 íbúar og
heildarfækkun er 18%.
í V-Húnavatnssýslu fækkaði fólki
um 15% í heild, en fækkun í
stijálbýli í sýslunni var 25%. íbúar
þar eru 1.338. I A-Húnavatnssýslu
fækkaði íbúum um 11% og fækkun í
stijálbýli var 20%. íbúafjöldinn er
núna 2.379. Sjöunda hættusvæðið er
Siglufjörður, Fljóta- og Hofshrepp-
ur, en þar fækkaði fólki um 16% á
tímabilinu. Þar búa núna 2.153.
Tekjur íbúa á hættusvæðum
undir landsmeðaltali
Seyðisfjörður og Neskaupstaður
er skilgreint hættusvæði. Fækkun
á Neskaupstað var 13% á tímabil-
inu og 17% á Seyðisfirði og í
bæjunum búa núna samtals 2.437
íbúar. í syðsta hluta S-Múlasýslu
fækkaði fólki um 15% og 23% í
strjálbýli. íbúafjöldi er 1.935. Tí-
unda hættusvæðið er V-Skafta-
fellssýsla, en þar fækkaði íbúum
um 14% á tímabilinu. 1.304 íbúar
búa í sýslunni.
Skýrslan leiðir í ljós hversu
gríðarleg fækkun hefur átt sér stað
í sveitum landsins á síðustu 10 ár-
um. Árið 1986 bjuggu 21.338 íbúar
í strjálbýli, en 1996 er íbúafjöldinn
kominn niður í 18.080. Samdráttur-
inn er 15%. Á sama tíma hefur
landsmönnum fjölgað um 11%.
Mest fækkar í sveitum á Vest-
fjörðum 32%, Austurlandi 20% og
Norðurlandi vestra 19%.
Mikil fækkun hefur einnig orðið í
litlum þorpum. Árið 1986 bjuggu
24.602 í bæjarfélögum með færri
en 200 íbúa, en árið 1996 var fjöld-
inn kominn niður í 21.401. Sam-
drátturinn er 13%. í bæjarfélögum
með yfir 200 íbúa hefur að
meðaltali orðið fjölgun í öllum
kjördæmum nema Vestfjörðum,
Vesturlandi og Norðurlandi vestra.