Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell VINNUSTÖÐVUNIN var samþykkt á félagsfundi Starfsmannafélags SI í gær. Vinnustöðvun samþykkt hjá Sinfóníunni HLJÓÐFÆRALEIKARAR í Sinfóníuhljómsveit íslands samþykktu með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða á félagsfundi í gær að boða til tímabundinnar vinn- ustöðvunar í lok þessa mánaðar. Ástæðan er staða mála í kjaraviðræðum þeirra við samn- inganefnd ríkisins og framkvæmda- stjóm SÍ sem staðið hafa í tæpt ár. 63 hljóðfæraleikarar greiddu at- kvæði á fundinum, sextíu voru vinn- ustöðvun fylgjandi, einn á móti og tveir skiluðu auðu. Hlíf Sigurjónsdóttir formaður Starfsmannafélags SÍ, sem er deild innan Félags íslenskra hljómlistar- manna, segir að engum ætti að dyljast að mikið hljóti að vera að þegar samstaða hljóðfæraleikara er orðin svo afdráttarlaus en Starfs- mannafélag SÍ hefur ekki í annan tíma samþykkt að efna til jafn róttækra aðgerða. „Við höfum alltaf látið vinnuna ganga fyrir en nú er- um við einfaldlega búin að fá nóg!“ Að sögn Hlífar er krafa hljóðfæraleikaranna einföld: Að geta framfleytt sér og sínum en flestir liðsmenn SÍ drýgja tekjurnar með kennslu eða öðrum tónlistar- tengdum störfum. Byrjunarlaun hljóðfæraleikara í SÍ, með BA- gráðu og fjögurra ára háskólamenntun erlendis að auki, eru 85.569 krónur á mánuði, sem eru að áliti Hlífar „einfaldlega of lág laun“. „Pað hefur verið reiknað út að launin okkar halda ekki einu sinni í við Verðbólguna í þjóðfélag- inu síðustu átta árin - hvað þá meira." I skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla íslands vann fyrir Félag ís- lenskra hljómlistarmanna fyrr á ár- inu kemur fram að mánaðarlaun hljóðfæraleikara í SI liggi á bilinu 85.000-125.000 krónur. Bjöm Árnason, formaður FÍH, metur launakröfu hljóðfæraleikar- anna til um 50% hækkunar, sem sé alls ekki óraunhæft sé mið tekið af starfi, menntun og starfsaukningu. Að sögn Bjöms er á hinn bóginn lítið farið að ræða um peninga og prósentur ennþá, mestu púðri hafi verið eytt í umræður um vinnutíma. Vinnuálagið hefur verið helsta bit- beinið en Bjöm fullyrðir að tónleikahald hljómsveitarinnar hafi aukist um 40-50% síðustu átta árin. Ennfremur segja Bjöm og Hlíf að hljóðfæraleikuram í SÍ þyki vinnuaðstaðan í Háskólabíói, sem sé fyrst og síðast kvikmyndahús, óviðunandi. Æskilegt að hækka launin Runólfur Birgir Leifsson fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands kveðst hafa samúð með launakröfum hljóðfæraleikaranna - launin séu of lág. „Ég tel æskilegt að hægt væri að hækka laun þeirra. Því miður skilur hins vegar mikið á milli ennþá varðandi launatöluna en hljóðfæraleikaramir fara fram á töluvert hærri laun en samninga- nefnd ríkisins hefur lagt til.“ Að áliti Runólfs er það jafnframt rétt að aðstaða hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitar íslands er ekki nægilega góð. „Hljómsveitin er komin á það stig að við eram að bera okkur saman við alvöm hljómsveitir erlendis, sem búa ef- laust allar við miklu betri aðstöðu en við í húsnæðismálum." Runólfur staðfestir að vinnuálagið hafi aukist eitthvað á undanfömum árum. Á móti komi hins vegar að vinnuskyldan, samkvæmt kjara- samningi, hafi dregist saman á sama tíma. „Kjarasamningurinn er með öðmm orðum nýttur miklu betur í dag en hér áður fyrr.“ ISLANDSFLUG gerír fleirum fært ad fljúga Sigurður T. Magnússon héraðsdómari á domsmálaþingi Rannsóknir og fagleg gagnrýni nauðsynleg ERU refsingar of vægar á Islandi? var yfirskrift erinda og umræðu á dómsmálaþingi sem lauk í Reykja- vík í gær. Þar kom m.a. fram í framsöguerindum að gagnrýni sem oft kæmi fram á dóma þótti ekki vel rökstudd og að nauðsynlegt væri að fram fæm meiri rannsóknir á dómum. Sigurður T. Magnússon héraðs- dómari gerði m.a. gagnrýni al- mennings og fjölmiðla að umtals- efni. Taldi hann að umfjöllun fjölmiðla um dómsmál væri ekki nógu vönduð og sagði að ef til vill mætti kenna um skorti á sérhæfingu á fjölmiðlum. Sagði hann dómsvaldið vissulega þurfa aðhald og hvatti til varfærni í um- fjöllun þessara mála. Þá kvaðst hann vilja sjá oftar rökstudda gagnrýni um dómsmál frá háskólaprófessomm, stundum væri talað um fjölmiðla og háskóla sem fjórða og fimmta valdið í þjóðfé- laginu og sagði hann of sjaldgæft að fram kæmi fagleg gagnrýni frá lagadeild á dómsniðurstöður. Slík gagnrýni gæti bæði veitt dóm- stólum aðhald og almenningi gagn- legar og nauðsynlegar upplýsing- ar. Þyngri refsingar fyrir þjófnað Þá sagði hann afbrotafræðilegar rannsóknar fáar hérlendis og að samanburð vantaði við önnur lönd. Sigurður greindi frá athugun sinni og Ingveldar Einarsdóttur dómara- fulltrúa á ákvörðun refsinga fyrir brot á 218. og 244. grein almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sam- kvæmt dómum Hæstaréttar á tveimur tímabilum, 1950-1959 og 1994-1995. Var markmið athugun- arinnar að finna hvort þyngd refs- inga hefði breyst með því að bera saman refsingar fyrir sambærileg brot en hann sagði varlegt að draga almennar ályktanir af þessari at- hugun þar sem um svo fáa dóma væri að ræða. Niðurstöðuna sagði hann þá að refsing við þjófnaðarbrotum hefði að meðaltali verið þremur mán- uðum og 21 degi lengri á síðara tímabilinu en hinu fyrra. Sagði hann skýringuna ekki að refsingar hefðu verið þyngri á síðara tímabilinu heldur meðal annars þá að brotafer- ill dæmdra manna hefði verið lengri og meiri verðmætum stolið. Varðandi refsingar fyrir líkams- árásir sagði hann að dæmd fang- elsisrefsing hefði að meðaltali verið þremur áram lengri á fyrra tíma- bilinu og sagði hann að tæplega mætti draga þá ályktun að refsing- ar fyrir sambærileg brot hefðu verið vægari á síðara tímabilinu. Á því fyrra sé um að ræða fremur milda dóma en nokkur alvarleg brot þar sem þungum refsingum hafi verið beitt. Byggðastofnun segir að byggð sé í hættu á tíu svæðum SVEITARFÉLÖG SEM SÝNA HÆTTUMERKI í BÚSETUÞRÓUN O SAMFELLD HÆTTUSVÆÐI haKUuœeria: mcfi fáksí«|*un :gs6 Ö1Q06. efla oða »eki kcWtwn 1532 m I3SS o þ.HftíyliÁ syw c-Jinjg h.T.V3irTJtön. 6.500 úr sveitum og þorpum á 10 árum ÞRÓUNARSVIÐ Byggðastofnun- ar hefur skilgreint tíu svæði á land- inu þar sem byggð er í hættu. Þessi skilgreining nær til svæða þar sem fólki hefur fækkað um meira en 10% á síðustu 10 ámnum eða meira en 6% á síðustu fjórum áram. Á þessum svæðum búa 32 þúsund manns í dag eða 13% þjóðarinnar. Mest hefur fækkað í sveitum og þorpum á síðustu tíu áram eða um liðlega 6.500 manns. Skýrslan tekur til byggðaþróunar á árunum 1986-1996. Að mati skýrsluhöfúnda er byggð í hættu í Dalasýslu og A-Barðastrandarsýslu, en þar búa 1.162 manns. íbúum hef- ur fækkað á svæðinu í heild um 23%. í V-Barðastrandarsýslu búa 1.625 íbúar og þar hefur íbúm fækkað um 18%. Ibúum í Vestur- og Norður- ísafjarðarsýslu hefur fækkað um 10% á tímabilinu og þar búa í dag 5.910 íbúar. í N-ísafjarðarsýslu hef- ur íbúum fækkað um 44% á tímabil- inu, sem er hæsta hlutfall í nokkurri sýslu á landinu. í Strandasýslu bjuggu 1. desember sl. 987 íbúar og heildarfækkun er 18%. í V-Húnavatnssýslu fækkaði fólki um 15% í heild, en fækkun í stijálbýli í sýslunni var 25%. íbúar þar eru 1.338. I A-Húnavatnssýslu fækkaði íbúum um 11% og fækkun í stijálbýli var 20%. íbúafjöldinn er núna 2.379. Sjöunda hættusvæðið er Siglufjörður, Fljóta- og Hofshrepp- ur, en þar fækkaði fólki um 16% á tímabilinu. Þar búa núna 2.153. Tekjur íbúa á hættusvæðum undir landsmeðaltali Seyðisfjörður og Neskaupstaður er skilgreint hættusvæði. Fækkun á Neskaupstað var 13% á tímabil- inu og 17% á Seyðisfirði og í bæjunum búa núna samtals 2.437 íbúar. í syðsta hluta S-Múlasýslu fækkaði fólki um 15% og 23% í strjálbýli. íbúafjöldi er 1.935. Tí- unda hættusvæðið er V-Skafta- fellssýsla, en þar fækkaði íbúum um 14% á tímabilinu. 1.304 íbúar búa í sýslunni. Skýrslan leiðir í ljós hversu gríðarleg fækkun hefur átt sér stað í sveitum landsins á síðustu 10 ár- um. Árið 1986 bjuggu 21.338 íbúar í strjálbýli, en 1996 er íbúafjöldinn kominn niður í 18.080. Samdráttur- inn er 15%. Á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað um 11%. Mest fækkar í sveitum á Vest- fjörðum 32%, Austurlandi 20% og Norðurlandi vestra 19%. Mikil fækkun hefur einnig orðið í litlum þorpum. Árið 1986 bjuggu 24.602 í bæjarfélögum með færri en 200 íbúa, en árið 1996 var fjöld- inn kominn niður í 21.401. Sam- drátturinn er 13%. í bæjarfélögum með yfir 200 íbúa hefur að meðaltali orðið fjölgun í öllum kjördæmum nema Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðurlandi vestra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.