Morgunblaðið - 08.11.1997, Page 25

Morgunblaðið - 08.11.1997, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 25 NEYTENDUR Matvælasendingar til útlanda fyrir jólin Bannað að senda hangi- kjöt til ESB-landa ÞEIR sem hyggjast senda íslensk- an mat til útlanda fyrir jólin kunna að reka sig á að ekki er heimilt að flytja til ESB-landa hangikjöt, skyr eða slátur svo dæmi séu tek- in. Síðastliðin tvö ár hefur eftirlit á landamærum ESB með innflutn- ingi á dýraafurðum frá svokölluð- um þriðju ríkjum verið hert. Ein- stök ríki sem áður framkvæmdu eftirlit með innflutningi á liðlegan hátt eru nú hætt því. Brynjólfur Sandholt, fyrrver- andi yfirdýralæknir, segir að á íslandi hafi einungis fjögur sauðfjársláturhús verið viður- kennd fyrir ESB-markað en ekk- ert kjötvinnsluhús. „Það þýðir að einungis er heimilt að flytja inn ferskt eða fryst lambakjöt til ESB frá ofangreindum fjórum slátur- húsum en engar unnar afurðir. Þessar reglur gilda einnig um sendingar til Noregs." Hann segir að varðandi fiskaf- urðir sé staðan allt önnur, lang- flestum íslenskum fiskvinnsluhús- um er heimilt að flytja afurðir sín- ar til ESB-landa. íslendingum er heimilt að senda lax, síld, harðfisk og hákarl frá viðurkenndum fískvinnsluhúsum til ESB-landa svo og óunnið kjöt frá viðurkenndum sláturhúsum. Þá er einnig heimilt að senda héðan rúgbrauð og flatkökur. Óheimilt er að senda til ESB-landa svið, innmat, eða aðrar sláturafurðir og allar unnar kjötvörur svo og mjólk- urafurðir og þar með talið skyr. Brynjólfur segir að flestum sendingum hafí verið hægt að koma á áfangastað í fyrra en hann býst við að í ár verði reglunum framfylgt. „Einstaklingar hafa haft heimild til að taka með sér um eitt og hálft kíló af kjötvörum eða senda á einstaklinga sem gjöf. „Þetta breytir engu fyrir þann sem sendir héðan kjöt svo framarlega sem það er ekki hangikjöt eða annað unnið kjöt.“ Brynjólfur segir að vandamálið hafi komið upp þegar kjötsending- um var safnað saman hjá skipafé- lögum til að ná niður sendingar- kostnaði. „Tollayfírvöld í Svíþjóð og Danmörku gerðu athugasemdir við þessar gámasendingar en leyfðu einstaklingum að koma og sækja vörurnar." DHL sendir ekki kjötvörur Þórður Hermann Kolbeinsson þjónustustjóri hjá DHL hraðflutn- ingum segir að þar sem erfitt sé að koma unnum kjötvörum eins og unnu hangikjöti til ESB-landa svo og Bandaríkjanna hafi fyrir- tækið ákveðið að senda ekki kjöt til útlanda fyrir jólin. „Við munum senda til útlanda alla aðra matvöru en unnið kjöt fyrir viðskiptavini okkar. Fyrir jólin í fyrra áttum við í erfiðleikum með að koma kjöt- vöru á áfangastaði og í Danmörku voru t.d. allar kjötsendingar stopp- aðar. Við náðum þó í það skipti að koma kjötinu á áfangastað eft- ir miklar tafír." Einar Jónsson hjá Nóatúni segir að staðan sé þannig að fólk sé að taka áhættu með því að senda hangikjöt til útlanda. Við vitum ekki hvort einhveijar breytingar verða fram að jólum en að öllu óbreyttu munum við mæla með því við viðskiptavini okkar að fólk hugsi sig tvisvar um.“ Ný fiskbúð hefur starfsemi á Seltjarnarnesi * Ahersla lögð á tilbúna fiskrétti NÝLEGA var opnuð fiskbúð, Fiskbúðin okkar, við Nesveg á Seltjarnarnesi. „Eftir því sem ég kemst næst er þetta fyrsta sjálfstæða fiskbúðin sem rekin er á Seltjarnarnesi," segir Pálmi Karlsson, eigandi Fiskbúðarinn- ar okkar, en þetta er þriðja fisk- búðin með því nafni á höfuð- borgarsvæðinu. Pálmi segist vera að breyta um áherslur í rekstrinum, nú bjóði hann í auknum mæli upp á fullunna fiskrétti. „Við höfum fundið að fólk sækist eftir því að fá réttina tilbúna í ofninn og ætlum að verða við þessum ósk- um.“ Auk úrvals af ferskum fiski verða á boðstólum hjá Pálma tilbúnar fiskibollur, ýsa í mismunandi sósum, fiskibökur, réttir með hrísgrjónum, saltfisk- ur í smjördeigi og sem tilbúinn plokkfiskur, franskar sælkera- bökur og svo framvegis. „Þessa rétti þurfa viðskipta- vinirnir einungis að hita í um korter við 200 °C hita og því þarf fólk ekki að eyða nema innan við hálftíma í að hafa matinn tilbúinn", segir Pálmi. Réttirnir eru allir unnir hjá Fiskbúðinni okkar og hannaðir af fjölskyldu Pálma en vinnsla Morgunblaðið/Kristinn PÁLMI Karlsson, eigandi Fiskbúðarinnar okkar við Nesveg á Seltjarnarnesi. Verðkönnun hjá hársnyrtistofum Könnunin nær yfir 192 hárgreiðslu- og rakarstofur á höfuðborgarsvæðinu. Lægsta verð Hæsta verð Mis- munur Meðalverð nóv. nóv. 1996 1997 Breyt- ingar Karlar Klipping V 850 2.280 168% 1.448 1.498 3,5% Klipping, ný lína X Konur 850 2.500 194% 1.492 1.547 3,7% Klipping 800 3.470 334% 1.626 1.715 5,5% Klipping, ný lína 800 3.470 334% 1.782 1.884 5,7% Lagning 995 2.510 152% 1.414 1.483 4,9% Stífur blástur 500 2.500 400% 1.479 1.554 5,1% Konur og karlar Hárþvottur 150 550 267% 308 327 6,2% Hárþvottur m/hárnær. 150 700 367% 365 385 5,5% Litun, stutt hár 1.390 3.500 152% 2.269 2.353 3,7% Permanent, stutt hár 1.900 5.000 163% 3.556 3.640 2,4% Strípur, stutt hár he. 1.200 3.510 193% 2.300 2.405 4,6% Strípur, stutt hár ál 1.400 4.600 229% 3.046 3.263 7,1% Drengir og stúlkur Klipping 800 1.900 138% 1.120 1.171 4,6% Verðkönnun Samkeppnisstofnunar á hársnyrtistofum Mikill verðmun- ur milli stofa MIKILL munur er á verði milli ein- stakra hársnyrtistofa og allt að 400% verðmunur á hæsta og lægsta verði stífs hárblásturs. Þetta kemur fram í nýlegri könnun Samkeppnisstofn- unar á þjónustu 192 hárgreiðslu- og rakarastofa á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Kristínar Færseth deild- arstjóra hjá Samkeppnisstofun voru kannaðir fjórtán þjónustuliðir, þ. á m. klipping karla, kvenna og barna, lagning, hárþvottur, litun, permanent og strípur. Sambærileg könnun var gerð fyrir einu ári. Kristín segir að þegar verðbreyt- ingar hjá stofunum eru athugaðar komi í ljós að þjónustuliðirnir hafi að meðaltali hækkað um 4,8% á einu ári. 4 hársnyrtistofur hækkuðu verðið um meira en 20% „Meðalverðbreyting hjá einstök- um stofum var mjög mismunandi. Hjá 54 stofum var verðið óbreytt eða hafði lækkað lítillega frá fyrra ári. Hjá 90 stofum hafði verðið hækkað um 1-10%. Verð á 29 stof- um hækkaði frá 11 til 20%. Hjá fjór- um hárgreiðslustofum var um meira en 20% verðhækkun að ræða.“ 82% með verðskrá við kassa Kristín bendir á að samkvæmt reglum eigi skýrar verðskrár yfír al- gengustu þjónustu hárgreiðslustofa að vera við inngöngudyr, auk þess sem verðskrá á að liggja frammi við afgreiðslukassa. Við athugun á fram- kvæmd þessara reglna kom í Ijós að á 44% hárgreiðslustofa eru verðskrár við inngöngudyr en á á 82% þeirra eru verðskrár við afgreiðslukassa. ÖIl efni innifalin Kristín telur rétt að taka fram nokkur atriði í sambandi við könnun á þessari þjónustu. „Á mörgum stof- um er ellilífeyrisþegum veittur af- sláttur og dæmi eru um að veittur sé staðgreiðsluafsláttur. Þá skal neyt- endum bent á að í uppgefnu verði á þjónustu í verðskrá skulu öll efni sem notuð eru vera innifalin. Einnig er vert að minna neytendur á að kynna sér verð á þjónustu áður en hún er veitt til að koma í veg fyrir misskiln- ing.“ fyrirtækisins er á Smiðjuvegi. - Hver er vinsælasti rétturinn hjá þér núna? „Fiskur í sælkerasósu og okk- ar sósu eru vinsælir réttir og indverskar og austurlenskar sósur seljast líka vel. Við erum með yfir 100 sósutegundir sem við bjóðum upp á með reglulegu millibili." - Er fólk farið að panta skötu fyrir Þorláksmessu? „Viðskiptavinirnir eru famir að spyrja um hana og ég verð með hana frá sama fyrirtæki og í fyrra.“ Fiskbúðin okkar á Seltjarnar- nesi er opin frá kl. 10-19 alla virka daga og á laugardögum frá 10-17. Ný dagskort í Mætti FARIÐ er að selja dagskort hjá heilsuræktarstöðinni Mætti. í fréttatilkynningu frá íyrirtækinu segir að annasamasti tími dagsins sé á snemma á morgnana og seinni hluta dags. Þetta þýðir að færri nýta sér stöðvamar yfir miðjan daginn. Því hefur verið ákveðið að bjóða ný dagskort sem gilda í allar Máttar-stöðvar sem eru í Skipholti, Faxafeni og í Grafarvogi. Kortin gilda frá opnun og til klukkan 16. virka daga og ótakmarkað um helg- ar. Dagskortin kosta 3.500 krónur fyrsta mánuðinn og 8.500 krónur fyrir þriggja mánaða kort. Borðstofuhúsgögn Voldug og virðuleg eikarhúsgögn. húsgögn Ármúla 44 sími 553 2035

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.