Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERIIMU
ERLENT
Skipstjórar 14 síldveiðiskipa
Kommúnistar minnast 80 ára afmælis byltingar bolsévíka
Vilja rannsókna-
skip á miðin
Ottast að síldarstofninn sé ekki eins
sterkur og talið hefur verið
SKIPSTJÓRAR á 14 síldveiðiskip-
um hafa nú skorað á stjórnvöld og
Hafrannsóknastofnun að senda
rannsóknaskip á síldarmiðin fyrir
Austurlandi. Síldveiðar í nót hafa
gengið mjög illa í haust og óttast
skipstjórarnir að síldarstofninn sé
ekki eins sterkur og talið hefur
venð.
í áskorun skipstjóranna fjórtán
segir m.a.: „Við undirritaðir skip-
stjórar á eftirtöldum síldveiðiskip-
um óttumst að íslenski sumargots-
síldarstofninn sé ekki í jafn góðu
ástandi og af er látið.
Við skipstjórar teljum okkur sjá
mjög breytta hegðun síldarinnar á
undangengnum árum. Nú er svo
komið að það magn sem á að vera
til samkvæmt mælingum fiskifræð-
inga hefur ekki skilað sér á þekkt
veiðisvæði að okkar mati og það
litla magn sem hefur fundist er ill-
veiðanlegt að auki.“
Óskynsamlegt að stunda
veiðar í flotvörpu
Ennfremur segir: „Þeirri já-
kvæðu uppbyggingu sem átt hefur
sér stað á íslensku sumargotssíld-
inni og nýtingu hennar má ekki
stefna í voða vegna stundarhags-
muna með notkun flotvörpu i til-
raunaskyni. Tilraunaveiðar með
flotvörpu hafa verið stundaðar und-
anfarin ijögur til fimm ár, án þess
að úr skugga hafi verið gengið um
hvort þær eru síldarstofninum skað-
legar eður ei. Þess vegna teljum
við óskynsamlegt að halda áfram
tilraunaveiðum með flotvörpu að
svo stöddu. Til upplýsinga má geta
þess að samtök skipstjórnarmanna
hafa ítrekað farið fram á við stjórn-
völd að veiðar uppsjávarfiska með
flotvörpu verði rannsakaðar."
Þá segir: „Með hliðsjón af fram-
angreindu skorum við á stjórnvöld
og Hafrannsóknastofnun að senda
rannsóknaskip hið fyrsta til að
leggja okkur lið við að leita að síld-
inni.
Ef ekkert viðbótarmagn af síld
finnst til viðbótar við það sem þeg-
ar hefur fundist, teljum við það
áleitna spurningu hvort óhætt sé
að halda síldveiðum áfram.“
Bjarni Sæmundsson
fer líklega austur
Jakob Jakobsson, forstjóri Ha-
frannsóknastofnunarinnar, segir að
líklega verði Bjami Sæmundsson
sendur austur á allra næstu dögum,
en undanfarið hefur skipið verið við
loðnuathuganir út af Vestfjörðum í
leiðindaveðri.
Jakob sagðist auðvitað vona að
síldarstofninn væri jafn sterkur og
talið hafí verið, en frekari rannsókn-
ir yrðu að skera úr um það. „Mér
fínnst líklegt að síldin sé dreifð og
ekki veiðanleg í hringnót enda hefur
t.d. Venus verið að físka mjög vel
í flotvörpu og er að koma með full-
fermi til Hafnaríjarðar í dag eftir
tiltölulega stutta veiðiferð. Um borð
í Venusi erum við með mann á okk-
ar vegum sem er að reyna að gera
sér grein fyrir því t.d. hvað mikið
sleppur út og fáum við skýrslu um
það í næstu viku. í stuttu máli held
ég að það sé aðallega tvennt sem
valdi mönnum áhyggjum vegna flot-
vörpunar. Annars vegar tala menn
um að sfldartorfumar tvístrist þegar
flotvarpan er dregin í gegnum torf-
umar og hinsvegar óttast menn að
sfld, sem fer út í gegnum möskvana
á vörpunni, tapi hreystri og drep-
ist,“ sagði Jakob í samtali við Verið
i gær.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
GUÐJÓN Stefánson, Óskar Óskarsson, Rúnar Þór Stefánsson
og Sören Hansen, sem er frá Camiteeh í Danmörku.
Marel yfirtekur sölu
á Carnitech-búnaði
MAREL hf. mun taka yfír sölu á
Camiteeh-búnaði á Íslandi, en eins
og kunnugt er hefur Marel hf. keypt
öll hlutabréf í danska fyrirtækinu
Camitech. Fyrirtækin eru rekin
óháð hvort öðm, en samstarf í
markaðssetningu á ákveðnum
svæðum hefur verið ákveðið. Til-
gangur þessa er að bæta enn frek-
ar þjónustu við núverandi og fram-
tíðar viðskiptavini Marel hf. með
söluskrifstofu í Reykjavík sem þjón-
ar Suður- og Vesturlandi og á Akur-
eyri sem þjónar Norður- og Austur-
Iandi. Óskar Óskarsson mun sjá um
Carnitech frá Reykjavíkurskrifstofu
og Guðjón Stefánson frá Akureyri.
Fulltrúi Camitech á íslandi und-
anfarin ár hefur verið Torfí Guð-
mundsson, sem er nú markaðsstjóri
Sæplasts hf. á Dalvík. Þjónusta hef-
ur verið í hönum Rúnars Þórs Stef-
ánssonar hjá Skipa- og vélaeftirlit-
inu ehf. og mun Marel hf. hafa náið
samstarf við hann er varðar þjón-
ustu á Camitech-búnaði. Camitech
hf. er leiðandi fyrirtæki á sviði físk-
vinnslubúnaðar og á íslandi er lögð
sérstök áhersla á að bjóða búnað
fyrir rælq'uvinnslu, frá stökum tækj-
um upp í heilar rækjuvinnslulínur,
segir í fréttatilkynningu.
Heita baráttu gegn
umbótastefnu Jeltsíns
Moskvu, Kíev. Reuters.
KOMMÚNISTAR gengu um götur
helstu borga Rússlands í gær til
að minnast þess að 80 ár eru liðin
frá byltingu bolsévíka. Göngu-
mennirnir héldu á rauðum fánum,
sungu gamla baráttusöngva og
hétu því að beijast gegn umbóta-
stefnu stjórnar Borís Jeltsíns for-
seta.
„Hugsjónir októberbyltingarinn-
ar miklu eru ódauðlegar," sagði
Gennadí Zjúganov, leiðtogi rúss-
neska kommúnistaflokksins, í
ræðu sem hann flutti við byggingu
sem hýsti áður höfuðstöðvar so-
vésku leyniþjónustunnar fyrrver-
andi, KGB, í miðborg Moskvu.
„Rússland verður stórveldi og sós-
íalískt land.“
Borís Jeltsín, sem bar sigurorð
af Zjúganov í forsetakosningunum
á liðnu ári, flutti sjónvarpsávarp í
tilefni dagsins og minntist þeirra
sem létu lífíð í borgarastríðinu eftir
byltinguna. Hann lagði áherslu á
að koma þyrfti á sáttum meðal
Rússa og kvaðst kvaðst hafa ákveð-
ið að láta reisa minnismerki um þá
sem biðu bana í borgarastríðinu.
Forsetinn ræddi ýmsar afleiðing-
ar byltingarinnar í ávarpinu. Hann
sagði að byltingin hefði annars veg-
ar stuðlað að stórveldi, sem hefði
sigrað nasista í seinni heimsstyij-
öldinni og unnið afrek á sviði geim-
ferða, og hins vegar leitt til borg-
arastyijaldar og „pólitísks ofstæk-
is“ á valdatíma Jósefs Stalíns.
Kommúnistar fordæmdu þá
ákvörðun Jeltsíns að breyta nafni
hátíðisdagsins 7. nóvember, sem
hét áður „byltingardagurinn", í
„dag sátta og samlyndis".
„Hefur Jeltsín rætt sættir við
fjórar milljónir heimilislausra
bama, sem búa i köldum kjöllurum
og lestastöðvum?“ spurði Zjúganov.
Reuters
GAMALL rússneskur komm-
únisti mundar hamar og sigð.
„Ráðfærði hann sig við 20 milljónir
hámenntaðra manna sem eru án
atvinnu?"
Deilt um afleiðingar
byltingarinnar
Rússar deila enn um afleiðingar
byltingarinnar og hluti þeirra, eink-
um aldrað fólk, leggur áherslu á að
kommúnistar hafí tryggt þjóðinni
ódýr matvæli og gert Sovétríkin að
stórveldi. Aðrir líta hins vegar á
byltinguna sem upphaf kúgunar sem
kostaði milljónir manna lífíð.
„Ef Stalín væri enn við völd vær-
um við ekki á heljarþröm eins og
nú,“ sagði verkfræðingurinn Valent-
ín Alexandrovítsj, sem hélt á mynd
af sovéska einræðisherranum.
Ganga kommúnistanna í Moskvu
hófst við síðustu stóru styttuna af
Vladímír Lenín og göngumennimir
héldu einnig á myndum af suður-
ameríska byltingarleiðtoganum Che
Guevara og Jesú Kristi. Endurspegl-
ar þetta ólík sjónarmið andstæðinga
Jeltsíns.
Flestir göngumannanna voru
aldraðir eða miðaldra. „Unga fólkið
vill frekar horfa á bandarískar kvik-
myndir, það skilur ekki stjórnmál,"
sagði 18 ára námsmaður, einn fárra
ungmenna sem tóku þátt í göngunni.
Göngumennirnir tóku ofan húfur
sínar og hatta þegar þeir hlýddu á
þjóðsöng Sovétríkjanna og minntust
milljóna manna sem létu lífíð fyrir
kommúnismann og Sovétríkin í
borgarastríðinu og síðari heimsstyij-
öld. Þeir fögnuðu síðan ákaft þegar
flutt var gömul upptaka af ræðu
Leníns.
Kommúnistar sögðu að í nokkrum
borgum hefðu göngumar verið fá-
mennari en búist var við vegna kulda
og hvassviðris. Lögreglan var með
allmikinn viðbúnað í helstu borgun-
um en ekki kom til átaka.
Hungxirsneyðar minnst
í Ukraínu
Byltingarafmælisins var einnig
minnst í öðrum fyrrverandi sovétlýð-
veldum, svo sem Úkraínu og Hvíta-
Rússlandi.
Um 3.000 þjóðernissinnar gengu
um götur Kíev til að minnast millj-
óna manna sem sultu í hel í hungurs-
neyðinni í Úkraínu á valdatíma Stal-
íns á fjórða áratugnum. Ganga
þeirra minnti á útför en álíka marg-
ir kommúnistar gengu einnig um
miðborgina til að fagna afmælinu
og héldu á myndum af Lenín og
Stalín. Ekki kom þó til átaka milli
hópanna.
Fjórir kommúnistar urðu hins
vegar fyrir meiðslum þegar þjóðem-
issinnar réðust á hóp kommúnista á
göngu í borginni Lviv skammt frá
landamærunum við Pólland til að
hrifsa rauða fána úr höndum þeirra.
Undirbúningur Kyoto-loftslagsráðstefnunnar
ESB hyggst hvergi
hvika frá settu marki
Tókýó. Reuters.
IÐNRÍKI heimsins verða að komast
að samkomulagi, um leiðir til að
draga úr losun svokallaðra gróður-
húsalofttegunda út í andrúmsloftið,
á alþjóðlegri ráðstefnu sem hefst í
Japan í byijun desember og mega
ekki láta það henda að ákvörðun
um bindandi mörk á hámarkslosun
slíkra efna verði skotið á frest. Þessu
lýsti Ritt Bjerregaard, sem fer með
umhverfísmál í framkvæmdastjóm
Evrópusambandsins, yfír í gær.
„Ég tel að meiri tími sé ekki það
sem okkur vantar núna,“ sagði Bjer-
regaard á blaðamannafundi í Tókýó.
„Við höfum setið margar ráðstefnur
og átt langar viðræður en það sem
við þurfum á að halda núna er
ákvörðun um framkvæmdir," sagði
hún og bætti við að hún teldi ráða-
menn iðnvæddu landanna vita á
hveiju væri þörf og hvemig hægt
væri að framkvæma það. „Það sem
við þurfum er pólitískur vilji".
í japönsku höfuðborginni em nú
saman komnir ráðherrar úr ríkis-
stjómum yfír 20 landa til að ljúka
við lokahnykk undirbúnings að ráð-
stefnu um loftslagsbreytingar, sem
á að fara fram í Kyoto dagana 1.
til 10. desember. Þar stendur til að
fulltrúar nærri 170 ríkja, sem undir-
rituðu Ríó-sáttmálann svokallaða
1992, reyni að semja um bindandi
mörk á losun lofttegunda, sem tald-
ar em stuðla að upphitun lofthjúps-
ins.
Rannsóknir vísindamanna benda
til að uppsöfnun koltvísýrings og
fleiri lofttegunda í lofthjúpnum hafí
í för með sér breytingar á veður-
fari, þannig að fellibyljir, þurrkar
og flóð verði algengari
og sjávarborð hækki
vegna bráðnunar jökla.
Vilja telja alla aðra
á að fylgja
ESB-tillögunni
Embættismenn Evr-
ópusambandsins segjast
ekki ætla að hopa af
hólmi í baráttu sinni
fyrir því að önnur ríki
en þau 15 sem eiga að-
ild að ESB samþykki að
tileinka sér sömu metn-
aðarfullu niðurskurð-
artakmörk á losun gróð-
urhúsalofttegunda.
„Evrópa er tilbúin í
slaginn, til að fylgja settu marki
eftir alla leið,“ sagði Jörgen Henn-
ingsen, jrfirmaður þeirrar stjórnar-
deildar framkvæmdastjórnar ESB
sem sér um eftirlit með umhverfínu
og náttúraauðlindum.
Tillaga ESB, miðar að því að
minnka losun umræddra loftteg-
unda um 15% fram til ársins 2010,
miðað við það magn sem fór út í
andrúmsloftið 1990. Tillagan hefur
verið gagnrýnd harkalega í Japan,
Ástralíu og Bandaríkjunum, en full-
trúar þessara ríkja halda því fram
að ESB-tillagan sé óraunhæf og
muni skaða efnahagsþróun heims-
ins.
Bjerregaard varði ESB-tillöguna
og sagði hana metn-
aðarfulla og fram-
kvæmanlega í senn.
„Það er hægt að ná
15%-markinu án þess
að hamla efnahags-
þróuninni, hún er
pólitískt raunhæf og
tæknilega fram-
kvæmanleg. Við telj-
um að þetta gildi um
önnur iðnvædd lönd
ekki síður."
Ennfremur sagði
Bjerregaard að krafa
Bandaríkjamanna um
að þróunarríkjum
verði gert að taka
þátt í þeim skuldbind-
ingum sem til stendur að semja um
í Kyoto muni gera „mjög erfitt" að
ná samkomulagi þar.
Ritt Bjerregaard
I
>
I
i
>
i
!
>
t
i
í
i
L