Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 36
^86 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Áhugi er nóg ER blómstrandi leik- list bundin við atvinnu- leikara í atvinnuleik- húsum? Nei, svo er nú ekki. Það er ekki aðeins nóg að hafa áhuga til þess að geta stundað leiklist, heldur er áhugi einnig nóg til þess að fara í leiklistarskóla. Það eru ekki lengur aðeins atvinnuleikarar framtíðarinnar sem fara í leiklistarskóla því að nú hefur Leiklistar- skóli Bandaiags ís- lenskra leikfélaga verið stofnaður. Skólinn tók til starfa síðastliðið vor og þar kom einkar vel í ljós hvað áhugaleiklistin blómstrar í landinu. í rúma viku kom saman til náms fólk úr áhugafélögum vítt og breitt um landið. Listin að leika er nefni- lega ekki bundin þéttbýlinu frekar en atvinnufólki heldur er hún afar stór þáttur í menning- arlífi dreifbýlisins. Á fyrstu starfsönn skól- ans voru haldin þrenns konar námskeið með hæfum kennurum og þar varð til ótrúleg sköpun, fijósemi og listræn samvinna. Til þess að virkja þessa sköpun var svo í haust stofnað splunkunýtt leikfélag sem er félag áhugaleikara af öllu landinu. Það eru nokkur ár síðan hugmyndin að leiklistarskóla kviknaði. Stjórn, starfsfólk og skólanefnd Bandalagsins hafa unnið mikið og gott starf við að koma skólanum á laggirnar. Félagar í Leikfélagi Dalvíkur og nokkrir kraftmiklir Svarfdælir tóku að sér að hýsa skólann þessa fyrstu önn og stóðu að öllu saman með glæsi- Gæfuspor var stigið fyrir áhug-aleikhúsið, segir Hrund Olafsdótt- ir, með stofnun Leik- listarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga. brag í heimavistarskólanum að Húsabakka í Svarfaðardai. Það stendur svo til að hafa skólann næsta ár í allt öðrum landshluta og síðan að hann verði árlega á nýjum stað. Námskeiðin á Húsabakka voru grunnnámskeið í leiklist og leikstjórn og einnig var þar starfrækt leik- textasmiðja þar sem þátttakendur komu með drög að leikverkum með sér. Næstu árin er fyrirhugað að jafnframt grunnnámskeiðum verði boðið upp á framhaldsnámskeið, en Hrund Ólafsdóttir ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 926. þáttur „Þorri manna segir: Ég flutti í nýja húsið fyrir sex árum síð- an. Hann dó fyrir ári síðan. Enn segja margir: fyrir sex árum . .. fyrir ári... Þeir sleppa síðan. Er mál þeirra fymt? Nú segja flestir: vinka ein- hveijum. Má þá fuliyrða að orða- lagið sé fymt þegar sagt er: veifa einhveijum? Börn væra reiðubúin að veifa einhveijum ef fullorðnir hefðu það fyrir þeim. Ég man nú ekki lengur í hvaða fy'ölmiðli það var, en hinn 14. mars 1997 sagði fréttamaður: Umsvifamesti eiturlyfjasmyg'ari landsins til fjölda ára ... Margir segðu: Umsvifamesti eiturlyfjasmyglari landsins áram saman. Er mál þeirra fymt? Næstum daglega heyri ég í útvarpi eða sjónvarpi að menn fari í búð til að versla í matinn. Margir segðu: til að kaupa í matinn. Er mál þeirra fyrnt? Fyrir nokkrum dögum heyrð- ist í sjónvarpi: í þessum töluðum orðum er verið að undirrita samninga. Margir segðu: í þessari andrá, eða biátt áfram: núna. Er mál þeirra fymt? Varla heyrist annað en að þessi eða hinn hafí misst 10 kíló. Veslings maðurinn! Vonandi ekki ofan á tærnar á sér. Margir segðu að hann hefði lést um 10 kíló. Er mál þeirra fymt? Æ oftar segja þulir eða við- . mælendur í útvarpi/sjónvarpi eitthvað þessu líkt: Við ókum einhveija tugi kílómetra. Ef ég skil manninn rétt held ég að ég segði: Við ókum nokkra tugi kílómetra. Er mál mitt fyrnt? Ef til vill þykir hlægilegt að spyija svona. Én dokið við! Ef svo heldur fram sem horfir kemur að því að svarað verður játandi. Nema upp rísi hrópandi sem þor- ir að láta í sér heyra. Á íslandi vora til menn sem þorðu, þess vegna er íslenska mál okkar nú í lok tuttugustu aldar. Verður það síðasta öldin? Ekki er fráleitt að gera ráð fyrir að hópurinn sem nú talar um að hitt og þetta sé fymt fari að gefa í skyn að ís- lensk tunga sé fymd og sjálfsagt að taka upp ensku í hennar stað. (Hér að framan tek ég nokkur neikvæð dæmi, séð eða heyrð í fjölmiðlum, en gæti alveg eins nefnt hin jákvæðu því tungutak margra fréttamanna (kona er maður) er afbragðsgott. Það eru hinir skeytingarlausu sem koma óorði á málfarið.“ (Jón Dan í Lesbók 27. sept.) ★ Skilríkir menn skrifa mér sem stundum áður, og nú á þessa leið: „Maður nokkur skrifar um orðsifjar hér í blaðinu laugardag- inn 11. okt. sl., vafalaust af íþrótt mikilli. Skilríkum mönnum þótti sem þar lægi óbætt hjá garði latneska sögnin scindo, scindi, scissum, scindere (3. beyging). Hún þýðir að kljúfa og má glöggt sjá af þriðju kennimynd fyrir- myndina að enska orðinu sciss- ors = skæri. Sjá einnig lat. scindula = þakspónn, og sciss- ura = klofningur, rifa. Vafalítið er þetta skylt ísl. skíð(i) = klof- inn viður og líklega ennfr. so. skera og nafnorðunum skári og skæri. S-ið í upphafi orðanna hindrar germönsku hljóðfærsl- una. Etymologia er merkileg fræði- grein og sorglega lítið stunduð. Floreas.“ Umsjónarmaður þakkar bréfið og ekki síst heillakveðjuna í lok- in. ★ Óskar Þór Kristinsson (stund- um nefndur Óðinsheitinu Óski eða stöðuheitinu Sailor í hópi vina og góðkunningja) spyr um orðið andakt, uppruna þess og frummerkingu, og kom á um- sjónarmann flatan. Þá er að leita til blessaðra bókanna. Andakt eða andagt er töku- orð í íslensku, ekki yngra en frá 17. öld, og merkir upphaflega = guðrækni, fjálgleikur. Þetta er komið til okkar úr dönsku, en ættað úr þýsku Andacht = at- hygli, umhugsun. Það nafnorð kemur af sögninni an-dcnken, svo að þetta á ekkert skylt við andi eða þvílíkt. Þýska sögnin ósamsett beygist: denken, denkt, dachte, gedacht, og er stundum höfð í máli okkar þenkja. Skylt er að geta þess, að í nútímaþýsku merkir nafnorðið Andenken = endurminning, það að minnast einhvers, hugsa um það, en Andacht merkir guð- hræðsla, fjálgleikur; húslestur, guðsþjónusta. Vel má rifja upp að til er í þýsku: der Mensch denkt, Gott lenkt. Það er í okk- ar tali: mennimir áforma, en guð ræður. (Á latínu: Nam homo proponit, sed Deus disponit, og eignað Tómasi af Kempis.) ★ Úr prófunum. Hver var síðasti landshöfðingi yfir íslandi? Svar: Það var nú einn af Fjölnismönnum. En það var ekki Jónas Hallgrímsson, ekki Konráð Gíslason og ekki Tómas Sæmundsson - heldur Hinn. ★ Nikulás norðan kvað: Þeir segja við Finnu að hún fögur sé, þá fýsir að gista hennar ögurvé, en hún segir: „Pass; ég vil hafa minn rass í friði á Harðarstíg 4C. ★ Dimmir í hlíðum, dökkir skuggar falla, dáin er sóley, horfinn fuglakliður. Haustblærinn að sér vefur veröld alla, visnandi laufblöð hrynja af greinum niður. (Kristján H. Benediktsson.) ★ Til leiðréttingar. „Það sem ég er sko að hugsa um er sem sagt það að reyna að fá sem flesta aðila þú veist til að koma að málinu í dag, eða ókei að kíkja á það. Best að fá sem flesta einstaklinga til að taka þátt.“ Lagfæringar væru vel þegnar. ★ Aldrei þessu vant, urðu gallar á frágangi síðasta þáttar. „Óskeikul er aðeins dauð vélin,“ sagði próf. Einar Ól. Sveinsson. Verst var að orðið smáglepsur skiptist skakkt milli lína og aftan á þáttinn vantaði orðin „og skráða málstefnu Ríkisútvarps- ins.“ Beðist er velvirðingar á þessu. Auk þess verð ég að biðja góða bréfritara og aðra, sem óskað hafa tiltekins efnis, að sýna mér biðlund, því að mjög mikið efni bíður, það sem ég vil vissulega birta. En Sigmundur E. Rúnarsson og fleiri á Stöð 2 fá prik fyrir þá góðu tilbreytingu að segja deilendur í stað „deiluaðilar". einnig mun Bandalagið standa fyrir námskeiðum í tæknivinnu, leik- myndasmíði, búningahönnun og förðun. Mikilvægj: er að skólinn er opinn öllum sem áhugann hafa, að það er ekki nauðsynlegt að vera í leikfélagi og innan Bandalagsins til þess að komast inn. Það voru ólíkar manngerðir með ölíkan bakgrunn og mismikla reynslu sem mættu til leiks í Svarf- aðardalnum. Áður en námskeiðin voru hálfnuð voru þó öll hjörtu farin að slá í takt og allar sálir samein- aðar í eina. Tækifærið til þess að sinna aðaláhugamálinu var hér og nú. í hópunum þremur var unnið liðlangan daginn og þegar komið var að kvöldi tímdi enginn að hætta. Samt sem áður hélt vinnan áfram á kvöldin þegar hóparnir hristust sam- an í alls kyns uppákomum þar sem leikgleðin var áfram í aðalhlutverki. Gestgjafarnir létu ekki sitt eftir liggja og svo dæmi sé tekið sýndu þeir ákaflega vönduð skemmtiatriði í lokahófí síðasta kvöldið. Sannaðist þar enn og aftur hvað mikið er til af hæfileikafólki um allt land. Síðasta dag námskeiðsins hristu kennararnir dæmalaust skipulag fram úr erminni. Hópunum var biandað saman í sex leikhópa sem æfðu hver með sínum leikstjóranema fram eftir degi og sýndu þeir síðan hver fyrir annan í sex litlum áhuga- leikhúsum. Meðal þess sem sett var upp var einþáttungur sem hafði orð- ið til hjá einu skáldaefnanna í leik- textasmiðjunni. Þennan dag varð til stórkostlega fijó leiklistarsmiðja í látlausri sköpun og fólk er enn að velta vöngum yfir hinum ólgandi krafti sem iðaði og brann í samvinnu hópsins. Þennan sama kraft voru allir ákveðnir í að flytja með sér heim í leikfélögin sín og margir hafa þegar komið nokkru af lærdómnum til skila. Eitt af því merkilegra sem varð til í framhaldi af fyrstu skólavikunni er nýja leikfélagið. í haust var stofn- að Leikfélagið Sýnir sem er félag allra þeirra sem ljúka skólanum en líka annarra áhugaleikara sem æskja inngöngu. Leikfélagið hefur á stefnuskránni að setja upp leikrit að minnsta kosti einu sinni á ári í mismunandi landshlutum og að ferð- ast um landið með verkin eins og kostur er. Nú er í bígerð að leik- skáld úr leiktextasmiðjunni skrifi einþáttunga og leikstjórar af leik- stjórnarnámskeiðinu setji upp með leikurunum. Að minnsta kosti einn þáttur verði æfður í sunnandeildinni og annar í þeirri fyrir norðan. Síðan er ætlunin að sýna þættina á einþátt- ungahátíð Bandalagsins í Stykkis- hólmi í maí og ennfremur að gefa almenningi kost á að sjá þá. Það hlýtur að teljast vítamínsprauta fyr- ir allt starf í leikfélögunum að hafa á landsvísu félag eins og Leikfélagið Sýni, ekki síður en sú hvatning að eiga árlega kost á leikhúsmenntun. Það er deginum ljósara að þótt leiklistin hafi blómstrað um allt land í langan tíma, þá hefur gæfuspor verið stigið fyrir áhugaleikhúsið með því að stofna Leiklistarskóla Banda- lags íslenskra leikfélaga. Það er óskandi að skólinn eflist og dafni á næstu árum og að margir fleiri fái að njóta þeirrar reynslu að fá að sinna áhugamálinu sínu á skólabekk. Leiklistarskólinn er nefnilega kom- inn til að vera. Höfundur er kennari og áhugaleikari í Reykholtsdal í Borgarfirði. Dagur áhuga- leikhússins ÞAÐ ERU ekki margir sem vita að á íslandi er starfrækt nokkuð sem heitir Bandalag íslenskra áhugaleikfélga (BÍL), oftast kallað Bandalag- ið meðal félagsmanna. Hreyfingin saman- stendur af áhugaleikfé- lögum um landið og eru nú 70 félög aðilar að því. Bandalagið var stofnað árið 1950 og voru aðalhvatamenn að stofnun þess Ævar R. Kvaran og Lárus Sigur- björnsson og hefur Bandalagið starfað óslitið síðan. Bandalagið rekur skrif- stofu að Laugavegi 96 sem þjónust- ar m.a. skóla, leikfélögin o.fl. Síð- asta sumar hóf svo bandalagið að starfrækja leiklistarskóla á sumar- tíma og eru þá ýmis námskeið í boði s.s. leiktextasmiðja, leikstjórn og leikaranámskeið. Þá sér skrifstof- an um sölu á leihússminki fyrir leik- félög í landinu þ.á m. önnur leikfélög s.s. í framhaldsskólum. Skrifstofa Bandalagsins leigir út hárkollur og heldur leikritasafn en í því eru nú um 2000 titlar. Bandalagið sér einnig um samn- inga við leikstjóra og leikritahöf- unda. Bandalagið hefur líka séð um útgáfu á Leiklistarblaðinu sem er eina leiklistartímaritið á landinu. Síðasta leikár, 1996-1997, var áhorfendafjöldi áhugaleikhúsa um 40.000 og sýningar voru 603. Fjöldi þátttakenda í þessum sýningum var um 2000. Þá eru ótaldir þeir fjöl- mörgu áhugaleikarar sem koma að áhugaleiklist í skólum landsins. Eins og sjá má hér að framan er í land- inu rekið öflugt leiklistarstarf utan atvinnuleikhúsanna en fer oftast. nær hljóðlega um þennan mikla flölda sem kemur á einn eða annan hátt að áhugaleiklist. Oft er talað um gildi íþrótta í uppeldi og er það orð að sönnu en ekki má gleyma öðrum uppbyggileg- um áhugamálum eins og t.d. að starfa að áhugaleiklist. Margir ef ekki flestir geta litið í eigin barm og rifjað upp þegar hann/hún lék í leikriti í fyrsta sinn í skólanum eða hjá ein- hveiju áhugaleikfélagi. Sú reynsla er fiestum mjög minnisstæð og mjög dýrmæt. Veröldin er leiksvið og við erum leikararnir stendur ein- hvers staðar. Hveijum manni er því hollt og gott að geta æft sig og sett sig í spor annarra á aðeins minna sviði, sviði áhugaleiklistar- innar. Ekki má heldur gleyma því að það hafa ekki allir sömu áhugamál og mikil- vægt er að t.d. börn hafi fleiri val- kosti en einn. Til gamans má geta þess að margir frægustu leikarar landsins tóku sín fyrstu skref í áhugaleikhúsi. Hér á landi eru starf- rækt mörg áhugaleik- hús. Örn Alexanders- son óskar þeim til ham- ingju með daginn. Ég horfi með stolti til margra sveitarfélaga sem hlúð hafa að áhugaleikfélögum sínum eins og Dalvík, Selfoss, Keflavík og Mos- fellsbær sem öll hafa látið sínum leikfélögum í té húsnæði til rekstrar og eflaust eru fleiri sveitarfélög sem gera slíkt. I áhugaleiklistinni vinna saman ungir og gamlir og er það kannski einn uppbyggilegasti þáttur starfs- ins, þar mæta allir jafnir til leiks og þeir reyndari miðla af reynslu sinni. Til hamingju með daginn áhugaleikarar. Höfundur er form. leikfélags Kópavogs. Örn Alexandersson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.