Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samgönguráðherra og Póstur og sfmi hf. ákveða að endurskoða jqaldskrá
ÞIÐ verðið að skila einhverju af þessu aftur. Það er alveg bannað að ræna svona miklu
í einu, Dóri minn ...
Háskól-
ann vant-
ar 181
milljón kr.
HÁSKÓLI íslands hefur farið
þess á leit við fjárlaganefnd
Alþingis að framlög til skólans
á næsta ári verði aukin um 131
milljón króna frá því sem gert
er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi
ríkisstjómarinnar, og auk þess
verði launaliður frumvarpsins
fyrir skólann hækkaður um
6%.
Háskólinn fór fram á að fjár-
veitingar til skólans yrðu aukn-
ar um 250 milljónir króna milli
ára, en samkvæmt ijárlaga-
frumvarpinu hækkar raungildi
framlaga til skólans um 60
milljónir króna. í ósk skólans
til fjárlaganefndar er farið
fram á 73 milljónir króna í við-
bót til rannsókna og þar af 43
milijónir til rannsóknanáms.
Þá er óskað eftir 25 milljónum
til viðbótar vegna tölvuvæðing-
ar og fimm milljónum vegna
samskipta við erlenda háskóla.
Loks er óskað eftir 20 milljóna
króna viðbótarfjárveitingu til
kaupa á bókum og tímaritum
og í gagnagrunn, og fjórum
milljónum til viðbótar í rekstur
fasteigna og fjórum milljónum
til alþjóðaskrifstofu háskóla-
stigsins
Háskólinn telur nýgerða kja-
rasamninga mjög mikilsverða
fyrir skólann ef honum verður
gert kleift að nýta það svigrúm
sem þeir gefa til að bæta kjör
starfsmanna Háskólans og
tryggja þannig að hann geti
ráðið til sín hæft starfsfólk
hverju sinni. Til þess að svo
megi verða og til að mæta
kostnaði af nýlegum breyting-
um á lífeyrissjóði starfsmanna
rikisins er nauðsynlegt fyrir
framtíð Háskóla íslands að
launaliðir frumvarpsins verði
hækkaðir um að minnsta kosti
6%. Þessi tala sé þó að nokkru
háð úrskurði kjaranefndar um
laun prófessora.
Virkir notendur
Netsins hér á
landi um 28.000
HÁTT í tvö þúsund
manns hafa skráð sig í
nýstofnuð hagsmuna-
samtök fólks sem notar
Netið, Félag íslenskra
netveija. Þar með er
loksins kominn sameig-
inlegur vettvangur fyrir
notendur Netsins hér á
landi, að sögn formanns
félagsins, Eyþórs Arn-
alds.
Mikil reiði braust út
meðal netveija nýverið
þegar, Póstur og sími
tilkynnti _ gjaldskrár-
hækkanir. í kjölfar fjöl-
menns útifundar á Ing-
ólfstorgi sl. föstudag,
þar sem samgönguráðherra og for-
stjóra Pósts og síma voru afhentir
undirskriftalistar með mótmælum
rúmlega sex þúsund einstaklinga,
kom upp sú hugmynd að stofna fé-
lag netveija. „Með því erum við að
beina þessari reiði í ákveðinn farveg,
jákvæðan farveg. Þessi hópur hefur
hingað til ekki átt sér neinn mál-
svara en nú er loksins kominn sam-
eiginlegur vettvangur," segir
Eyþór. Hann bendir á að um 40%
íslensku þjóðarinnar hafi nú ein-
hvem aðgang að Netinu en að virk-
ir notendur séu um 28 þúsund tals-
ins.
Stefnuskrá kynnt eftir helgi
Þessa dagana er verið að vinna
að stefnuskrá hins nýja félags og
segir Eyþór stefnt að því að kynna
hana eftir helgina. „Meginmarkmiðið
er að tryggja vöxt og vaxtarskilyrði
Netsins á Islandi, að breyta ímynd
netnotenda í augum almennings og
virkja hagsmunaaðila sem hafa verið
minna áberandi í umræðunni svo sem
eins og samtök kennara, öryrkja og
svo allan menningargeirann, en allir
þessir aðilar eru mjög áhugasamir
um Netið. Við viljum líka örva sam-
keppni um netmál og ætlum að fylgj-
ast með verðlagningu,
vera einskonar Net-
neytendasamtök. En
fyrsta skrefið verður
skráningarherferð,"
segir formaðurinn. Þeg-
ar hafa nálægt 2.000
manns skráð sig í félag-
ið en ef svo heldur fram
sem horfir býst hann
við að félagar verði
orðnir um 20.000 að ári
liðnu.
Helmingur nýrra
starfa í
Bandaríkjunum
tengist Netinu
I umræðunni að und-
anförnu hefur oftlega borið á þeirri
ímynd netnotenda að þar fari aðal-
lega unglingar að leika sér. Þetta
viðhorf hefur m.a. heyrst hjá for-
svarsmönnum Pósts og síma hf.
„Það er dapurlegt fyrir þá að sjá
ekki möguleikana í framtíðinni betur
en svo vegna þess að þessi hópur
er það sem framtíð símafyrirtækj-
anna byggist á. Ef þetta lýsir þeirra
framtíðarsýn þá eru þeir einfaldlega
ekki hæfir,“ segir Eyþór og bendir
á að um helmingur allra nýrra starfa
í Bandaríkjunum nú tengist Netinu.
Hann telur að stefni í svipað hlut-
fall hér á landi, þó að sú sé ekki
raunin ennþá. „Það fer auðvitað
töluvert eftir því hvernig málin þró-
ast með Póst og síma,“ segir hann.
Eyþór segir að Halldór Blöndal
samgönguráðherra hafi komið inn á
merkilegan punkt í þingræðu á
þriðjudaginn, sem hafi að mestu
farið fyrir ofan garð og neðan vegna
frægra mismæla ráðherrans við
sama tækifæri. „Þar talaði hann um
möguleika á að taka upp öðruvísi
gjaldtöku eftir áramót og að hann
hefði áhuga á að vinna að slíkri
endurskoðun í samráði við netveija.
Við hlökkum mikið til að sjá þær
hugmyndir."
Eyþór Arnalds
Málþing um fullorðinsfræðsiu kirkjunnar
Það er sárs-
aukafullt fyrir
fólk að breytast
Hróbjartur Árnason
Safnaðaruppbygging-
arnefnd efnir til mál-
þings um fullorðins-
fræðslu kirkjunnar í safn-
aðarheimili Háteigskirkju
mánudaginn 10. nóvember
klukkan 17-22. Málþingið
er ætlað prestum, djákn-
um, starfsmönnum safn-
aða, sóknarnefndarfólki og
öðru áhugafólki um full-
orðinsfræðslu kirkjunnar.
Frummælendur verða
dr. Arnfríður Guðmunds-
dóttir, Halla Jónsdóttir,
Hróbjartur Árnason, Jón-
anna Björnsdóttir, Ragnar
Gunnarsson, sr. Sigurður
Pálsson, dr. Sigurður Árni
Þórðarson, sr. Yrsa Þórðar-
dóttir, sr. Þórhallur Hei-
misson, sr. Örn Bárður
Jónsson, Helga Margrét
Guðmundsdóttir og sr.
Helga Soffía Konráðsdóttir.
Meðal þess sem íjallað verður
um er fullorðinsfræðslan sem nýtt
form í kirkjulegu starfi, um það
að þora að breytast og þora að
hjáipa öðrum til að breytast, að-
ferðir fullorðinsfræðslunnar og
hvernig á að ná til fólksins með
fulltingi markaðsfræðinnar.
- Hvíið er fullorðinsfræðsla?
„Fullorðinsfræðsla er fuliorðið
fólk að læra saman hvað sem er.
Flestum dettur í hug kennari að
fræða fullorðið fólk þegar það
heyrir hugtakið en fullorðins-
fræðslan er meira að færast í þá
átt að leiðbeinandinn hjálpi full-
orðnu fólki að læra. Við viljum
taka tillit til þess að verið er að
fást við fullorðið fólk, ekki börn.“
- Hver er tilgangurinn með
málþinginu?
„Hann er sá að hjálpa söfnuðum
til þess að auka og bæta fullorð-
insfræðsluna. Svotil allir söfnuðir
eru með einhveija fræðslu af því
tagi og margir hafa áhuga á því
að fræðast meira um trúna og
hittast til þess að ræða vitsmuna-
lega um kristna trú.“
- Hver er munurinn á því að
kenna fullorðnum og börnum?
„Ýmsir halda því fram að full-
orðnir læri öðruvísi og á þeirri
fullyrðingu varð fullorðinsfræðsl-
an að sjálfstæðri vísindagrein.
Fyrir 25 árum voru engir prófess-
orar í því fagi í Þýskalandi en eru
nú í kringum 50. Það má segja
að fullorðinsfræðsla hafi verið
stunduð í kirkjunni frá upphafi,
en hét þá skírnarfræðsla. Hún var
fyrir fólk sem viidi skírast og þá
voru kennd grundvallaratriði trú-
arinnar. Síðan hefur starfið verið
að þróast en grundvöll-
urinn er sá að fólk hitt-
ist til þess að tala sam-
an um hluti sem skipta
máli. Fullorðinsfræðsl-
an eins og við tölum
um hana í dag er í raun
barn upplýsingastefnunnar."
- Hvaða möguleika veitir full-
orðinsfræðsla?
„Kirkjan nálgast fólk mikið í
kringum tímamót og fólk nálgast
kirkjuna líka mikið á tímamótum,
til dæmis þegar börn fæðast,
fermast, fólk gengur í hjónaband
eða deyr. Þetta eru hefðbundin
tækifæri þegar kirkjan og ein-
staklingurinn mætast sérstaklega.
Þar hefur kirkjan heilmikið að
bjóða og margir hafa veitt fræðslu
í kringum þessi tlmamót, til dæm-
is um það hvernig foreldri getur
mætt unglingnum, stundað trúar-
legt uppeldi barns sem á að fara
að skíra eða tekist betur á við
► Hróbjartur Árnason fæddist
í Reykjavík árið 1960 og lauk
stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Hamrahlíð árið 1979.
Hann lauk embættisprófi í guð-
fræði árið 1987 og hóf næsta
ár að leggja stund á framhalds-
nám í Gamla testamentisfræð-
um og kennslufræði fullorðinna
í Þýskalandi og ísrael og stund-
aði bæði nám og störf á báðum
stöðum til þessa árs. Hróbjartur
hefur tekið að sér verkefni og
ráðgjöf í lausamennsku í tengsl-
um við fullorðinsfræðslu. Hann
er kvæntur Sveinbjörgu Páls-
dóttur guðfræðingi og eiga þau
tvo syni.
hjónabandið. Einnig er reynt að
nálgast einstaklinginn almennt í
starfi kirkjunnar. Við erum ekki
bara foreldrar og viljum gjarnan
hitta annað fullorðið fólk og ræða
tilgang lífsins.
Smám saman er verið að þróa
hvernig hægt er að mæta fólki
betur á þessum augnablikum, þess
vegna hittist fólk á málþingi til
þess að sjá hvað aðrir eru að gera
og fá hugmyndir."
- Það er talað um vanda í
kynningu á fullorðinsfræðslu
kirkjunnar, hvað er átt við?
„Við undirbúning málstefnunn-
ar hringdi ég víða til þess að fá
upplýsingar um hvað væri verið
að gera hér og þar og hvernig
starfið gengi. Þá kom meðal ann-
ars í ljós að erfitt getur verið að
ná til fólksins, ýmsir halda til
dæmis að það sem tiltekin kirkja
býður upp á sé ekki
endilega ætlað þeim
því þeir búi ekki í um-
ræddri sókn.“
- Hvers vegna þor-
ir fólk oft ekki að
breyta sjálfu sér?
„Þeir sem fást við nám og lær-
dóm hafa rekist á að það er ákaf-
lega sársaukafullt fýrir fólk að
breytast. Hver manneskja kemur
sér upp ákveðnum vana og þegar
honum á að breyta kemur upp
óvissan um hvað tekur við. Sárs-
aukinn kemur upp þegar mann-
eskjan spyr sjálfa sig hvort hún
ætli að breytast eða ekki. Skýr-
inga er einnig að leita í starfsemi
heilans sem í eðli sínu er mjög
latur. Hugsanir eru samtengingar,
ein taug tengist annarri og boðin
fara ákveðna leið á milli. Þegar
það hefur gerst einu sinni rúllar
hugsunin ósjálfrátt inn í þá braut
sem hún hefur farið áður.“
Heili manns-
ins er laturog
vill ekki breyt-
ingar