Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 33" STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÖRYGGISHAGS- MUNIR EINGÖNGU UMMÆLUM Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra, um að atvinnumál, flugstöðvarrekstur og verktaka eigi ekki að ráða ferðinni í umræðum um varn- armál íslands, ber að fagna. Morgunblaðið hefur ítrekað bent á að vera bandarísks varnarliðs hér sé ekki einn af atvinnuvegum þjóðarinnar og að mikilvægt sé, að Islendingar séu efnahagslega óháðir varnarliðinu. íslenzk stjórnvöld hafa nú þegar stuðlað að því, í samstarfi við varnarliðið, að lækka kostnað við rekstur varnarstöðvarinnar. Hins vegar er ljóst að enn niður- greiðir varnarliðið ýmsa starfsemi, sem með réttu ætti að vera á hendi íslendinga. Þar ber sennilega hæst kostn- að vegna borgaralegs flugs um Keflavíkurflugvöll. Þótt borgaralegt flug sé nú orðið meirihluti umferðar um völlinn greiða íslendingar enn minnihluta kostnaðar við rekstur hans og viðhald. Sparnaður og aukin kostnaðarþátttaka íslendinga sjálfra stuðla auðvitað að því að_ Bandaríkin sjái sér fært, til lengri tíma litið, að veita íslandi þá vernd, sem landið þarf á að halda. Æskilegast er að togstreita um tekjur af varnarliðinu skyggi sem minnst á það, sem máli skiptir, sem eru öryggishagsmunir íslands. Það er því jafnframt ánægjuefni að utanríkisráðherra lýsir því yfir að íslendingar verði að leggja sjálfstætt mat á varnarþarfir íslands til lengri tíma litið. Sennilegt er að niðurstaðan af því mati verði sú að talsverður viðbúnaður sé áfram nauðsynlegur í Keflavíkurstöðinni, að minnsta kosti þannig að auðvelt verði að koma hing- að liðsauka ef þörf krefur. En eins og utanríkisráðherra vék að í ræðu sinm á Alþingi verður einnig að gefa gaum að því hvernig ís- land getur tekið frumkvæði í þessum efnum, með öflugri þátttöku í friðargæzlu og friðarsamstarfi og með mál- efnalegu framlagi til uppbyggingar nýs öryggiskerfis Evrópu á vettvangi þeirra alþjóðlegu stofnana, sem við eigum aðild að. Við getum ekki lengur treyst eingöngu á hernaðar- legt mikilvægi íslands til að tryggja okkur áhrif og velvilja í vestrænu varnarsamstarfi. Við verðum að leggja meira af mörkum til eigin öryggis, sem er óaðskiljanleg- ur hluti sameiginlegs öryggis Vesturlanda. DJÚPSTÆÐUR ÁGREININGUR Landsfundur Alþýðubandalagsins, sem stendur yfir þessa dagana, hefur leitt í ljós, að innan flokksins er djúpstæður ágreiningur um afstöðu til þess, hvort Alþýðubandalagið eigi að taka þátt í sameiningu vinstri flokkanna. Áhrifamiklir þingmenn flokksins á borð við Ragnar Arnalds, Hjörleif Guttormsson og Steingrím J. Sigfússon eru því bersýnilega andvígir, þótt blæbrigða- munur geti verið á afstöðu þeirra. Hins vegar fer ekki á milli mála, að Margrét Frímanns- dóttir, formaður flokksins, leggur mikla áherzlu á, að fá umboð frá landsfundinum til þess að halda áfram viðleitni til að ná samstarfi við aðra flokka á vinstri vængnum. Ljóst er, að formaður Alþýðubandalagsins nýtur stuðnings áhrifaafla innan flokksins, svo sem for- ystumanna úr verkalýðshreyfingunni. Það er alls ekki óhugsandi, að hinn djúpstæði ágrein- ingur sé svo mikill, að hann leiði til klofnings í Alþýðu- bandalaginu og að einhver hluti flokksins standi að sjálf- stæðu framboði í næstu þingkosningum. Hið sama gæti gerzt innan Kvennalistans, þar sem einnig er djúpstæð- ur ágreiningur um þátttöku í hugsanlegu samstarfi vinstri flokkanna. Þess vegna fer því fjarri, að á þessari stundu sé ljóst til hversu sú geijun, sem nú er á vinstri væng stjórnmál- anna leiðir. Líklegast er, að það skýrist ekki fyrr en seinni hluta næsta árs, eftir að í ljós kemur hvernig sameiginlegum framboðum vinstri manna reiðir af í sveitarstjórnarkosningum. Kosið um sameiningu miðfjarða Austurlands Aukin og bætt þjón- usta við íbúana Stórt og fjárhagslega öflugt bæjarfélag verð- ur til á miðfjörðum Austurlands ef íbúar Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar samþykkja sameiningu sveitarfélaganna í atkvæðagreiðslu laugardaginn 15. nóvember. Helgi Bjamason ræddi við forystumenn sveitarfélaganna. Kosið verður um sameiningu sveitar- félaganna þriggja laugardaginn 15. nóv. kl. 9.00-22.00 upstaður Fjöldi íbúa: 3,345 1. des. 1996 Peningalegar eignir og skuldir á hver n íbúa 1996 Sveitarsjóðír og stofnanir þeirra Neskaupstaður 1.606 fjörður 698. 1.041 Neskaup- staður Eski- fjörður Reyðar- fjörður Samtals Sameinað sveitarfélag Morgunblaðið/Halldór Kolbeins JARÐGÖNGIN í Oddsskarði tengja Norðfjörð við Eskifjörð og Reyðarfjörð. Hér er undirbúningsráð vegna sameiningar, Smári Geirsson, Þorvaldur Aðalsteinsson og Sigurður Hólm Freysson við göngin. IBÚUM á miðfjörðum Austur- lands hefur fækkað um liðlega 300 manns síðustu tíu árin. Um síðustu áramót bjuggu 3.345 manns í þessum þremur sveitarfélög- um. Flestir búa í Norðfirði, liðlega 1.600 manns, 1.040 á Eskifirði og rétt innan við 700 manns á Reyðar- firði. Síðan hefur fækkað á svæðinu, einkum á Eskifirði þar sem um 50 fluttu í burtu á fyrstu atta mánuðum ársins umfram þá sem fluttust í bæ- inn. Svæðið hefur því verið í vörn, þrátt fyrir að skortur hafi verið á vinnuafli í fiskvinnslu. „Hér hefur fækkað um 300 störf i fiskvinnslu á tíu árum. Við þurfum eitthvað annað í staðinn og teljum að störf við þjónustu geti bætt það upp. Á svæðið vantar sérhæfð störf og fjöl- breyttari. Við teljum að með því að stækka eininguna eigum við meiri við- spyrnumöguleika, til lengri tíma litið,“ segir Smári Geirsson, forseti bæjar- stjórnar í Neskaupstað. Hann er í undirbúningsráði sameiningarkosn- inganna 15. nóvember ásamt Sigurði Hólm Freyssyni bæjarfulltrúa á Eski- fírði og Þorvaldi Aðalsteinssyni odd- vita Reyðarfjarðarhrepps. 5 nefndir í stað 50 Undirbúningsráðið hefur sett upp tillögur að skipulagi nýs sameinaðs sveitarfélags í grófum dráttum. Það forðast að fara ofan í einstaka liði og segir að bæjarstjórn verði að taka ákvarðanir í einstökum málum. Þannig verður síðar tekin afstaða til þess hvar skrifstofur bæjarstjóra verða og nafn sveitarfélagsins bíður ákvörðunar nýrrar bæjarstjórnar. Undirbúningsráðið segir að stjóm sveitarfélagsins verði skipt í fímm meginsvið sem hvert hafí sinn for- stöðumann. Einn bæjarstjóri verður í stað þriggja en áfram verða bæjar- skrifstofur á öllum stöðunum. Fimm fagnefndir munu starfa á vegum bæj- arstjórnar í stað fimmtíu til sextíu í dag. Smári segir að stjómsýslan verði betri og stjórnun skilvirkari. Undir- búningsráðið telur að sparnaður vegna sameiningar sveitarfélaganna geti numið allt að 20 milljónum kr. á ári og segir að stjómsýslan verði betri og stjómun skilvirkari. Sigurður Hólm leggur á það áherslu að með sameiningu verði hægt að bæta og auka þjónustu við íbúa svæð- isins. Hægt verði að koma við verka- skiptingu á ýmsum sviðum og nýta betur starfsmenn bæjarfélagsins. Reynt verði að tryggja góða grunn- þjónustu fyrir alla íbúana og það verði meðal annars gert með því að bæjar- stjóri og aðrir yfirmenn verði reglulega til viðtals utan höfuðstöðva sinna. Grunnskólar verða reknir áfram í öllum byggðakjörnunum. Fyrir und- irbúningsráðið var lögð tillaga um að miðskóli fyrir allt svæðið yrði rekinn í tengslum við Verkmenntaskólann í Neskaupstað en því var alfarið hafnað enda mæltist hugmyndin illa fyrir. Hugmyndir era uppi um að styrkja heilsugæslustöðvarnar á Eskifirði og Reyðarfirði með því að tengja þær betur við Fjórðungssjúkrahúsið í Nes- kaupstað. Með því vonast þeir félagar eftir því að betra verði að fá lækna til starfa en það hefur verið vandamál á þessum stöðum. Framkvæmdafé sveitarfélaganna á miðfjörðum Austurlands hefur verið að minnka eins og hjá flestum öðrum sveitarfélögum. Þorvaldur Aðalsteins- son segir að sá sparnaður sem verði í rekstri sameinaðs sveitarfélags þegar frá líður muni auka framkvæmdafé þess. Hann bendir á að sameinuð höfn sveitarfélaganna verði sú fimmta stærsta á landinu og framlegð hennar á árinu 1996 hefði verið sú þriðja mesta á landinu, aðeins hafnimar í Reykjavík og Hafnarfírði gert betur. „Eg tel að með samrana sveitarfélag- anna verði til mjög öflugt sveitarfélag sem er vel í stakk búið að takast á við stærri mál, til dæmis átak í at- vinnumálum," segir hann. í þessu sambandi er bent á hugsanleg kaup á kvóta eða iðnaði og minnt á hugmynd- ir um álver í Reyðarfirði. Verkefni frá ríkinu Smári minnir á þá stefnu stjórn- valda á íslandi og raunar um allan hinn vestræna heim að flytja valdið nær fólkinu. Hér sé verið að flytja verkefni frá ríkinu til sveitarfélag- anna. „Til þess að sveitarfélögin geti tekið við nýjum verkefnum þurfa þau að vera sæmilega öflug. Ég tel að sameinað sveitarfélag verði vel í stakk búið til að taka við slíkum verkefn- um.“ Segir Smári að mörg sveitarfé- laganna séu ekki hæf til að taka við auknum verkefnum og þá verði þau neydd til að sameinast. „Ég tel að það skipti máli hvenær ákveðið er að sam- einast en ekki bara hvort. Með því að fresta sameiningu tapast dýrmætur tími,“ segir hann. Sameiningarsinnar horfa nokkuð til samskipta við ríkið og önnur sveitarfé- lög þegar þeir rökstyðja skoðanir sín- ar. Undirbúningsráðið telur að mið- firðir Austurlands hafí meira afl í sam- skiptum við ríkisvaldið ef þeir komi fram sameinaðir, meðal annars við að halda opinberri þjónustu á svæðinu og fá nýja þjónustuþætti. Þá telja þeir að betra sé að rökstyðja og fylgja eft- ir kröfu um jarðgöng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar og betri veg milli Reyð- arfjarðar og Eskifjarðar ef þessir stað- ir eru innan saman sveitarfélags. Samkeppni við önnur svæði Smári bendir á að sveitarfélög hafl verið að sameinast um allt land á undanförnum áram, meðal annars á Austurlandi, og miðfirðir Austurlands geti ekki setið og horft aðgerðarlausir á. „Þetta raskar áhrifastöðu sveitarfé- laganna og fólkið fínnur fyrir því ef ekkert verður aðhafst," segir Smári. Hér er greinilega horft til sameining- arinnar á Héraði og í Hornafírði og þeirra öflugu eininga sem við það myndast. Sameinaður Eskifjörður, Neskaupstaður og Reyðarfjörður yrði hins vegar stærsta sveitarfélagið á Austurlandi. Sveitarfélögin þijú hafa verið í inn- byrðis samkeppni á undanförnum árum og þeir félagarnir í undirbún- ingsráðinu telja að það hafí leitt til þess að þeir hafi misst frá sér starf- semi. Sigurður Hólm bendir á skrif- stofu vinnumiðlunar í þessu sambandi en hún var sett upp á Egilsstöðum. Þegar Eimskip ákvað að koma við í einni höfn á Áusturlandi á leiðinni til Evrópu tókust þessi þijú sveitarfélög hart á um að fá starfsemina til sín. Búið var að byggja upp vörahöfn á Reyðarfirði en Eimskip ákvað að gera Eskifjörð að útflutningshöfn vegna þrýstings viðskiptavina sinna þar og hefur sveitarfélagið þurft að ráðast í töluverðar framkvæmdir vegna þess. Þeir félagar telja að ef sveitarfélögin hefðu verið sameinuð á þessum tíma hefði þetta mál ekki komið upp. Sveit- arstjórnin hefði boðið fram eina höfn, væntanlega Reyðarfjörð vegna aðstöð- unnar þar, og ekki byggt upp aðra vöruhöfn á Eskifirði. Einstök tilraun Neskaupstaður, Eskifjörður og Reyðarfjörður era allt ágætlega fjár- hagslega stæð sveitarfélög. Peningaleg staða þeirra er betri en flestra sambæri- legra staða. Peningaleg staða bæjar- sjóðs Neskaupstaðar og stofnana hans var jákvæð um 130 milljónir kr. í lok síðasta árs. Peningaleg staða Eskiíjarð- ar var neikvæð um 16 milljónir og Reyðarfjarðar um 130 milljónir kr. Tilraun til að sameina þessa staði er einstök, eins og Smári Geirsson út- skýrir: „Það hefur ekki gerst áður að lögð hafí verið fram tillaga um samein- ingu þriggja þetta fjölmennra þéttbýli- skjama og ekki heldur þetta vel stæðra sveitarfélaga," segir hann. Kvótaverðmæti raðsmíðaskipanna hefur fjórfaldast Kvóti skipanna í dag 5,2 milljarðar króna RAÐSMIÐASKIPIN Smíöastaöir, eigendur og eigandaskipti Skipa- smiða- stöð Upphafl. eigandi Nýr eigandi Nýr eigandi Núver- andl elgandi Veiðiheimildir skipanna: Núver- andi kvúti Gjssur AR 6 Þorgeir & Ellert, Akranesi Ljúsavík hf., Þorláksh. Ljúsavík hf., Þorláksh. 2.453 þorskíg.tonn Jöfur IS172 Stálvík hf., Garðabæ Stálvík hf, og Jarlhf., Keflavík Apr.1989: Muggur hf., Hvammst. Jan.1993: Lpiti hf., Isafirði Sept. 1996: Þorm.r.- Sæb. hf. Siglufirði 2.086 þorskíg.tonn Nökkvi HU 15 Slippstöðin hf., ureyri Nökkvi hf., Blönduósi Nökkvi hf., Blönduósi 2.127 þorskíg.tonn Oddeyrin EA210/ Hamrasvanur SH201 Slippstöðlnhf., Aki kureyri Samherji hf, Akureyrarbær K. Jónsson hf. 1991: Samherji hf Akureyri ,1996: Sig. Agústss. hf., Stykkishólmi , Sigurður Ágústss. hf., Stykkishólmi 1.929 þorskíg.tonn Upphaflega fengu skipin leyfi til veiða á úthafsrækju án aflatakmarkana og að auki á 80 þorskígildistonna meðafla 1987: Úthafsrækja án aflatakmarkana og að auki á 200þorskígildistonna meðafli 1988: Úthafsrækja, 500 tonna aflamark eða 260 sóknardagar m. 900 tonna þaki, og 200 þorskígildistonna meðafli 1989: Úthafsrækjukvóti, 500 tonna aflamark, en meðafli minnkar í 180 þorskígildistonn 1990: Úthafsrækjukvótinn 550 tonn, en meðafli minnkar niður í 165 þorskígildistonn Kvóta- úthlutun, tonn: Gissur ÁR 6 Jöfur ÍS172 Nökkvi HU15 Oddeyrin EA 210 Úthafs- rækja Þorsk- kvóti Atrar tegundir Úthafs- rækja Þorsk- kvóti Aðrar tegundir Úthafs- rækja Þorsk- kvóti Grálúða /og annað Úthafs- rækja Þorsk- kvóti Aðrar tegundir 1991: 553,8 70,2 86,0 553,8 117,0 0 553,8 29,1 166,6 553,8 314,2 112,0 1991/1992: 880,3 129,9 131,8 770,6 136,2 0 770,6 . 33,8 127,7 770,6 369,8 140,5 1992/1993: 1006,0 92,9 165,6 880,7 97,4 0 880,7 24,2 144,3 880,7 264,4 161,1 1993/1994: 1307,8 69,2 149,5 1144,9 72,6 0 1144,9 18,0 143,8 1144,9 197,1 152,2 1994/1995: 1584,5 58,6 133,4 1387,1 61,4 0 1387,1 15,2 143,5 1387,1 166,7 137,3 1995/1996: 1584,5 56,4 111,8 1387,1 59,4 0 1387,1 14,7 95,9 1387,1 160,5 125,8 1996/1997: 1509,1 76,2 106,7 1321,0 80,0 0 1321,0 19,9 74,9 888,4 365,4 81,8 1996/1998: 1886,3 94,3 140,6 1651,2 98,7 191,0 1651,2 24,6 192,7 1110,5 522,4 116,6 Samanlagt verðmæti aflaheimilda raðsmíða- skipanna svokölluðu er í dag áætlað um 5,2 millj- arðar króna, en við smíði skipanna voru engin fyr- irheit gefin um að þau fengju þær aflaheimildir sem þyrfti til að reka þau. í samantekt Halls Þorsteínssonar kemur fram að árið 1990 voru aflaheimildir skipanna samanlagt 1,3 milljarðar að núvirði og hefur verð- mæti þeirra aflaheimilda sem skráðar eru á skipin því fjórfaldast á 17 árum. Iskýrslu fjármálaráðherra um raðsmíðaskipin sem lögð var fram á alþingi í vikunni að beiðni Einars K. Guðfinns- sonar alþingismanns kemur fram að Ríkisábyrgðarsjóður tapaði 857 milljónum króna á byggingu skip- anna, en þau voru byggð á árunum 1982-1987. Hjörleifur Guttorms- son alþingismaður var iðnaðarráð- herra þegar ákvörðun um smíði raðsmíðaskipanna var tekin og sagði hann í samtali við Morgun- blaðið að frumkvæðið að smíði skipanna hefði komið frá Sam- bandi skipasmíðastöðva og til- gangurinn verið sá að ná niður kostnaði við skipasmíðar hérlendis með því að smíða nokkur skip eft- ir sömu hönnun og gera stöðvarnar þannig samkeppnisfærari við er- lendar skipasmíðastöðvar. „Þetta var kynnt í ríkisstjórn og sj ávarútvegsráðherra, Steingrímur Hermannsson, vann í þessu með iðnaðarráðuneytinu. Um þetta var svo gerð ríkisstjórnarsamþykkt að sameiginlegri tillögu beggja þess- ara ráðuneyta ef ég man rétt um að þessi tilraun yrði gerð. Það sem hins vegar breytir síðan grundvell- inum er breytt stjórnun fiskveiða,“ sagði Hjörleifur. Hann sagði það mjög merkilegt að mál raðsmíðaskipanna hefði þvælst í stjórnkerfinu jafnlengi og raun ber vitni og þörf hefði verið að taka á málinu strax þegar breyt- ingar voru gerðar á stjórnun fisk- veiða 1984 með því að taka upp kvótakerfi. „Ég hafði ekki og hef ekkert slæma samvisku af því að hafa staðið fyrir þessari tilraun miðað við hvemig staðið var að málinu á þessum tíma. Mér fannst hún vera að mörgu leyti eðlileg, enda var um hana samkomulag við sjávarút- vegsráðuneytið á þessum tíma. Þetta var spurningin um að gera innlendu skipasmíðinni kleift að spreyta sig, ná upp meiri fram- leiðni og keppa við það sem var niðurgreiddur iðnaður frá útlönd- um á þessum tíma. Ef þetta hefði fengið kaupendur sem hefðu ráðið við útgerðina og annað þess háttar þá hefði þetta ekki þurft að ger- ast, en þessi skip lenda þarna á milli stafs og hurðar og það er vissulega merkileg saga að það skuli líða þarna 15 ár milli þessa upphafs og uppgjörsins," sagði Hjörleifur. Veiði á úthafsrækju átti að skapa rekstrargrundvöll Á alþingi veturinn 1990-1991 beindi Ragnar Arnalds alþingis- maður m._a. þeirri spurningu til Halldórs Ásgrímssonar þáverandi sjávarútvegsráðherra hvernig hefði verið staðið að úthlutun kvóta til raðsmíðaskipanna fjögurra. í svari Halldórs kom m.a. fram að á grundvelli laga um stjórn botnfiskveiða 1986-1987 hefði raðsmíðaskipunum verið veitt leyfi til veiða á úthafsrækju sem á þeim tíma var talinn vannýttur stofn. Með þessu móti hefði verið leitast við að skapa skipunum rekstrar- grundvöll og skerða þannig afla- hluta annarra skipa sem minnst, en jafnframt hefði þótt nauðsyn- legt að úthluta skipunum aflaheim- ild í botnfiski þar sem óhjákvæmi- legt væri að botnfiskur kæmi í rækjuvörpurnar við veiðar. Þannig var meðafli skipanna ákveðinn 80 þorskígildistonn sem miðaðist við afla þess rækjuskips sem mestan meðafla hafði árið 1985. Á árinu 1987 var raðsmíðaskip- um veitt heimild til úthafsrækju- veiða og úthlutað 200 þorskígildis- tonnum sem meðafla. Með lögum um stjórn fískveiða 1988-1990 var ráðherra veitt heimild til að skipta úthafsrækjuveiðiheimildum milli einstakra skipa og var sú heimild nýtt þegar á árinu 1988. Rað- smíðaskipunum gafst þá kostur á að velja á milli þess að stunda rækjuveiðar með aflamarki að há- marki 500 lestir og hins vegar að stunda veiðarnar með sóknarmarki í 260 daga með 900 lesta há- marki. Jafnframt var veitt heimild til að skipin kæmu með 200 lestir af botnfiski sem meðafla reiknað í þorskígildum. Völdu þijú skip- anna sóknarmark en eitt þeirra valdi aflamark. Á árinu 1989 var leyfilegur heildarafli úthafsrækju lækkaður og á því ári fengu rað- smíðaskipin heimild til að veiða 500 lestir af rækju og 180 lestir af botnfiski. Engin fyrirheit um aflaheimildir Árið 1990 voru veiðiheimildir skipanna þær sömu í rækju að við- bættum 10% síðla árs þegar leyfi- legur heildarafli var aukinn. Botn- fiskveiðiheimildirnar lækkuðu hins vegar milli ára úr 185 lestum í 165 vegna samdráttar í heildarveiði á þorski. Á núvirði er áætlað verðmæti þessara veiðiheimilda um 320 millj- ónir króna á hvert skip eða sam- tals tæplega 1,3 milljarðar króna. Þær veiðiheimildir sem rað- smíðaskipin fengu úthlutað árið 1991 urðu síðan grunnur að fram- tíðaraflahlutdeild skipanna (sjá meðfylgjandi töflu). Við síðustu úthlutun fengu skipin samtals afla- hlutdeild sem nemur 8.595 þorskí- gildistonnum, en áætlað verðmæti þess er tæplega 5,2 milljarðar króna. Halldór sagði í svari sínu á Al- þingi á sínum tíma að af hálfu sjáv- arútvegsráðuneytisins hefði aldrei verið gefið það fyrirheit að rað- smíðaskipin myndu fá þær afla- heimildir sem þyrfti til að reka slík skip. „Það hljóta allir að sjá hversu fráíeitt er að gefa slík loforð. Við skiptingu á takmarkaðri auðlind þar sem leyfilegur heildarafli er breytilegur milli ára verða aðilar því miður að sætta sig við ýmsar sveiflur. Á það er rétt að benda að frjáls aðgangur að úthafsrækju ásamt meðafla í botnfiski var á sínum tíma vænlegur kostur," sagði Halldór. Tvö skipanna í eigu upphaflegra kaupenda Tvö raðsmíðaskipanna eru enii,. í eigu upphaflegra kaupenda, en það eru Gissur ÁR-6 sem Ljósavík hf. í Þorlákshöfn keypti og Nökkvi HU-15 sem Nökkvi hf. á Blöndu- ósi keypti. Jöfur ÍS-172 var upp- haflega í eigu Stálvíkur hf. og gerði Jarl hf. í Keflavík skipið út, en í apríl 1989 keypti Muggur hf. á Hvammstanga skipið. Það var svo selt til Leitis hf. á ísafírði í janúar 1993, en Leiti sameinaðist Þormóði ramma á síðasta ári og er skipið nú skráð í eigu Þormóðs ramma - Sæbergs hf. á Siglufirðu Oddeyrina EA-210 keyptu Sam- heiji hf. og K.Jónsson hf. á Akur- eyri ásamt Akureyrarbæ, en skipið var alfarið komið í eigu Samheija árið 1991. Samheiji seldi það svo til Sigurðar Ágústssonar hf. í Stykkishólmi árið 1996 og var nafni þess þá breytt í Hamrasvan SH-201.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.