Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 31 Af Rauðar- árholti í Höfðabakka Dlur bifur á uppistöðulónum ÞEGAR litið er til hlutverks menntamálaráðuneytisins við yfir- stjórn menntamála, felst einn þátt- ur þess í því að búa skólastofnun- um hæfilegan starfsramma. Ráðu- neytið gerir tillögur um íjárveit- ingar og tekur einnig ákvarðanir um tækja- búnað og húsakost skóla. Að því er fram- haldsskóla varðar skal ríkið bera 60% stofn- kostnaðar en viðkom- andi sveitarfélag 40%. Viðhaldskostnaður fellur hins vegar al- farið á ríkissjóð, eigi hann skólahúsnæðið einn eða með sveit- arfélagi. í umræðum um að- stöðu fyrir skipstjórn- ar- og vélstjóranám í Reykjavík hefur verið látið að því liggja, að Sjómannaskólahúsið á Rauðarárholti sé eign sjómanna- stéttarinnar og þess vegna geti menntamálaráðuneytið ekki tekið einhliða ákvörðun um að flytja sjó- mannanám úr húsinu. Þetta sjónar- mið stangast á við áralanga kröfu á hendur ríkisvaldinu um, að það annist viðhald og endurbætur á húsinu. Skólasvæði á Rauðarárholti Gert hefur verið deiliskipulag á Rauðarárholti, sem byggist á því, að þar verði sambýli Kennarahá- skóla íslands, Stýrimannaskólans og Vélskólans. Fyrir um það bil ári fól ég nefnd að gera tillögur um nýbyggingar og húsnæðismál annarra háskóla en Háskóla ís- lands. Leit nefndin til þess, að nú hefur verið lagt fram frumvarp til laga um að sameina Kennarahá- skólann, Þroskaþjálfaskólann, Fósturskólann og íþróttakennara- skólann í einn skóla: Kennara- og uppeldisháskóla íslands. A hann að starfa í Reykjavík og á Laugar- vatni. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu að kanna ætti til hlítar, hvort nýta mætti allt skólarými á Rauðarárholti fyrir Kennara- og uppeldisháskólann. Taldi nefndin unnt að ná því markmiði með því að flytja Stýrimannaskólann og Vélskólann í nábýli við Tækni- skóla íslands að Höfðabakka. Framkvæmdasýsla ríkisins lagði mat á þessa tillögu og taldi, að hún sparaði ríkissjóði allt að 750 milljónum króna og var þá reiknað með 25 ára leigukostnaði Stýri- mannaskóla og Vélskóla í nýju húsnæði. Kynningarfundir í sumarbyijun kynnti ég þessar hugmyndir fyrir forráðamönnum útgerða, skipstjórnarmanna og vél- stjóra auk formanna skólanefnda Stýrimannaskólans og Vélskólans. Töldu þeir ógerlegt að taka endan- lega afstöðu til þeirra án frekari útfærslu. Varð að ráði, að fela Framkvæmdasýslu ríkisins að vinna að henni með aðstoð arki- tekta. Þegar því starfi var lokið um miðjan október boðaði ég til fundar með skólastjórnendum, nemendum, forystumönnum sjó- manna og útgerða og öðrum, sem létu sig málið sérstaklega varða á því stigi. Á þessum fundi lagði ég áherslu á, að um væri að ræða kynningu á hugmyndum en ekki tilkynningu um ákvörðun ráðuneytisins. Væri mikilvægt, að menn tækju sér nokkrar vikur til að fara yfir alla þætti málsins Veglegt stórhýsi Sjómannaskólahúsið er að stofni veglegt og gott hús. Nú er svo komið, að húsið þarfnast ekki að- eins mikilla viðgerða heldur einnig gagngerðrar endur- skipulagningar. Er ljóst, að hvorki verður staðið vel að því verki né á hagkvæmasta hátt nema hlé verði á öllu skólastarfi í hús- inu á verktíma. Húsið var byggt á árunum 1944 til 1946. Viðbótarhúsnæði kom til sögunnar 1959, 1965 og 1973. Alls eru þessi hús um 6700 fer- metrar að flatarmáli, þar af eru 600 fer- metrar nýttir af Sam- skiptamiðstöð heyrn- arlausra, sem flutti í húsið á síðasta ári. Flestir voru nemendur í Sjó- mannaskólahúsinu um og eftir 1970. Matsveina- og veitingaskól- inn var þá einnig þar til húsa og Við ráðstöfun takmark- aðra gármuna til skóla- mála, segir Björn Bjarnason, er mennta- málaráðuneytinu skylt að kynna hina hag- kvæmustu kosti. nemendur _ alls á sjötta hundrað. Vélskóli Islands var lengst af stærstur þessara skóla og fór nem- endaijöldi hans nokkuð á fjórða hundrað þegar flest var. Mat- sveina- og veitingaskólinn flutti árið 1980 og hefur honum nú verið búin glæsileg aðstaða í Mennta- skólanum í Kópavogi. Um þessar mundir eru um 200 nemendur í Vélskólanum og um 80 í Stýrimannaskólanum. Af þessu má ráða, að rúmt er um hvern nemanda eða um það bil 21 fm. brúttó. í bóknámi er almennt gert ráð fyrir 8 fm. á nemanda en allt að 15 fm. í plássfrekustu greinum verknáms. Viðunandi kostur Séu þær forsendur notaðar, sem hér er lýst, má auðveldiega rökstyðja hagkvæmni þess að flytja Stýrimannaskólann og Vélskólann í nýtt húsnæði. Forráðamenn Tækniskóla íslands hafa ekki kvartað undan starfsaðstöðu í hús- inu við Höfðabakka. Hátæknifyrir- tækið Marel hefur starfað þar und- anfarin ár og náð glæsilegum ár- angri. Skipstjórnar- og vélstjóranám verður sífellt hátæknilegra. Er ekki óeðlilegt, að frá faglegum sjónar- hóli líti menn til þess, að innra starf allra skólanna þriggja styrkist við nábýlið. Fé til skólamála á íslandi er tak- markað. Menntamálaráðuneytinu er skylt að tryggja sem besta nýt- ingu þess og má ekki láta undir höfuð leggjast að kynna kosti í því skyni. Það er ekki gert til að ögra neinum eða móðga, heldur í von um, að með málefnalegum hætti komist menn að skynsamlegri nið- urstöðu. Höfundur er menntamálaráðherra. SIGLAUGUR Brynleifsson gæti seint talist framfara- sinnaður fræðimaður, þótt ritfærni hans sé óumdeilanleg. Hann skaut illilega yfir markið í greinarkorni í Morgunblaðinu hinn 23. ágúst síðastliðinn. Þar ræðst hann harka- lega á verkfræðinga og „tæknikrata" Landsvirkjunar, sem voga sér að hafa at- vinnu af stíflugerð. Slíkan gjöming vill hann eftirláta frum- stæðu nagdýri, bifrin- um, sem af náttúrunnar hendi er best fallinn fyrir slíkan gjörning. Uppistöðulón, sem aldrei fékk að rísa við Þjórsárver, iliu heilli, af- greiðir Siglaugur sem vafasama framkvæmd runna undan rifjum verkefnasnauðra, vinnuglaðra verkfræðinga. Ef bifurinn hefðist við í ísköldum jökulám á gróður- snauðum óbyggðarsvæðum á hjara veraldar, þá efa ég ekki eitt andar- tak að Þjórsárver kæmu vel til greina. Bifurkauðinn myndi láta sér í léttu rúmi liggja þá röskun á varpi heiðargæsarinnar, sem stí- flugerð við jökulrætur myndi hafa haft. Síðast þegar talning á fjölda heiðargæsa á Islandi átti sér stað töldust 260.000 gæsir, þannig að ljóst er að stofninn má við grisjun. Náttúrulegar aðstæður eru óvíða betri fyrir uppistöðulón og út- færsla stíflunnar það einföld og ódýr, að ólíklegt má telja að marga verkfræðinga þyrfti til að yfirfara þijátíu ára gamlar teikningar af stíflu, sem ætlað var að stemma stigu við jökulárframburði og klakamyndun í Þjórsá. Þetta var skólabókardæmi um snjalla ráð- stjórn verkfræðinga Landsvirkjun- ar, sem hefði lengt líftíma uppi- stöðulóna neðar í Þjórsá og komið í veg fyrir ótímabært slit og eyði- leggingu rándýrra, innfluttra túrb- ína. Upphlaup sjálfskipaðra nátt- úruverndarsinna, sem slógu skjald- borg um einn margra varpstaða heiðargæsanna, sem skoskir skot- veiðimenn hakka í sig á tyllidögum, hefur nú þegar haft mikinn kostn- aðarauka í för með sér fyrir ís- lenska rafmagnskaupendur. Það þarf að taka túrbínurnar á Búr- felli í gegn á tveggja ára fresti og skipta um þær á 7 ára fresti, eink- um og sér í lagi vegna þess að leirburður og gijótmulningur fær ekki að halda kyrru fyrir í Þjórsár- verum, þar sem hann væri best kominn. Misvitrir stjórnmálamenn létu argan nóbelsverðlaunahöfund og sjálfhverfa fuglafræðinga villa sér sýn við ákvörðanatökur um nýt- ingu Þjórsárvera í þágu allra lands- manna. Gæsin er löngu hætt að halda sig þar vegna offjölgunar stofnsins, með tilheyrandi ofbeit. Það er aumkunarvert þegar örg- ustu íhöld landsins til hægri og vinstri, beija sér á bijóst vegna heimskulegra áróðursherferða fortíðarinnar, sem hafa kostað landsmenn skuldafen og áratuga rafmagnstruflanir. Á köldum klaka Þeir sem eru komnir til vits og ára muna eftir árstíðarbundnum rafmagnstruflunum víða um land vegna ísamyndunar í Þjórsá með tilheyrandi vatnsskorti í uppistöðu- lónum við Búrfell, Sigöldu og Hrauneyjarfoss. Uppistöðulón við Þórisósa bætti að vísu úr skák, en það var ekki fyrr en stærðar stíflu- garður var reistur við Sultartanga 1982-83 sem vatnsbúskapur Landsvirkjunar á Þjórsársvæðinu tók verulegum stakka- skiptum. Starfsmenn Landsvirkjunar gátu varpað öndinni léttar og hætt að nýta dýn- amít til að losa gríðar- miklar klakamyndanir við inntaksmannvirki virkjananna. Ódýrari og áhrifameiri lausn ísavandamálsins hefði falist í umdeildum stíflugarði í hálendinu, vatnsforðabúri í dal- verpi við Þjórsárver. Á þetta máttu náttúruverndarsinnar ekki heyra minnst vegna ástar sinnar á heiðargæsinni og skotheld rök- semdafærsla innlendra, norskra og bandarískra virkjunarsérfræðinga hrinu ekki á ráðamönnum, sem kærðu sig ekki um að skilja vís- indaleg rök fyrir forgangsröðun frarnkvæmda. íslenskir stjórnmálamenn eftir daga Ingólfs á Hellu og Bjarna Benediktssonar höfðu meiri áhuga á gnótt inntaksmannvirkja raf- orkuvera, dreifðum um lands- byggðina, með sem flestum eyrna- merktum gígawattstundum á landsfjórðung ráðherra, en á lausn tæknilegra vandamála, sem upp koma á ísaköldu landi við raforku- öflun almannaveitna og stóriðju- vera. Olíukreppan ruglaði þá enn frekar i ríminu og sáu þeir í hilling- um rosalega prósentuhækkun á raforkuverði í heiminum, jafnvel þó vandlega unnin gögn Jóhannes- ar Nordal, fyrrverandi stjórnar- formanns Landsvirkjunar sýndu svart á hvítu, að óraunhæft væri að vænta meiri hækkunar raforku- verðs til iðnaðar en fjögurra pró- senta á milli aldarfjórðunga. Þar við bættist að tæknilegar framfar- ir við framleiðslu áls gerðu það að verkum að mun minni orku þurfti 1970, til framleiðslu eins áltonns, en það hafði gert 1920, þegar Ein- ar Benediktsson og Títanfélagið hugðust reisa virkjun við Búrfell, álver í Rangárvallasýslu og járn- braut til næstu hafnar. Deilur bænda um spillt veiðiréttindi settu strik í áætlanir Títanfélagsins og því töfðust framkvæmdir á Þjórsársvæðinu um 50 ár. Má segja að íslendingar hafi þar með, vegna ricROPRIMT STIMPILKLUKKUR Sala og þjónusta Otto B. Arnar ehf. ÁRMÚLA 29 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 588 4699 • FAX 588 4696 Björn Bjarnason Gísli Þór Gunnarsson Það er okkar sjálfra, segir Gísli Þór Gunn- arsson, að samhæfa náttúruvemd, þjóðleg gildi og hagkvæma nýt- ingu á hreinni orku fall- vatna og jarðvarma. flónsku og heimóttarskapar nokk- urra bænda fyrir austan fjall, misst af lestinni við þátttöku í fram- leiðsluferli efna- og lyfjaiðnaðar í heiminum, sem tók stórstígum framförum á þessum árum. Aðrar norrænar þjóðir komu tánum inn fyrir þröskuld hátækni- og lyfja- iðnaðar og lögðu grundvöllinn að stofnun iðnvæddra velferðarríkja. Bifrarnir geta kennt ýmislegt um virkjanir. Veiðar þeirra stýrast af eigin neyslu. Stíflugerð þeirra stenst jarðskjálfta og afrakstur hennar renna ekki til bifra í fjar- lægum heimsálfum. Þeir halda sig við sömu vatnasvæðin sína stuttu ævi og láta mannabörnin um allt flangs um fjöll og firnindi í fram- andi heimsálfum. Eina stíflan, sem þeim stendur ekki nákvæmlega á sama um, er heimkynni þeirra. Íslendingar búa á og við þær orku- lindir sem erlendir auðhringar ásælast. Það er undir okkur komið hvernig til tekst við að samhæfa viðhorf náttúruverndarsinna, þjóð- leg gildi og hagkvæma nýtingu á hreinni orku fallvatnanna og hitans úr iðrum jarðar. Umræða, undir- búningur og vinna við orkuver og stóriðju er ekki einkamál ríkis- stjórnarinnar, þingsins og Lands- virkjunar. Allar stærri ákvarðanir um virkjunarval og væntanlega ríkisábyrgð á erlendum lánum vegna fyrirhugaðra framkvæmda ber að leggja undir alla landsmenn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig væri brýnt að útdeila hlutabréfum í Landsvirkjun til allra landsmanna og að sjálfsögðu væri sanngjarnt, að núverandi og fyrrverandi starfs- menn fyrirtækisins og afkomendur þeirra fengju ívið stærri hlut í kök- unni vegna framlags þeirra, sem ávallt hefur verið vanmetið og lastað. Höfundur er sálfræðingur. C — N AFMÆLISTILBOÐ Otto B. Arnar ehf. ÁRMÚLA 29 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 588 4699 • FAX 588 4696 V_______ I---------
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.