Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5091100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Halldór Blöndal segir að Landssíminn hf. verði seldur Dreifð innlend og erlend eignaraðild HALLDÓR Blöndal samgöngu- ráðherra segir ekki vafa á að Landssíminn hf., hlutafélagið sem mun annast símrekstur Pósts og síma frá áramótum, fari á hluta- bréfamarkað. „Spurningin er bara hvenær það verður,“ segir Halldór Blöndal í viðtali við Morgunblaðið í dag. Halldór segist sjá fyrir sér að eignaraðild að Landssímanum hf. '’verði mjög dreifð. Ekkert íslenskt fyrirtæki sé svo sterkt að geta keypt ráðandi hlut í Landssíman- um. Hann telur ekki eftirsóknarvert „að Landssíminn verði í framtíðinni rekinn af lífeyrissjóðum. Fremur sé ég fyrir mér að erlend símafyr- irtæki muni sjá sér hag í að fjár- festa í Landssímanum, annaðhvort beinlínis eða með mjög nánu sam- starfi. Eftir sem áður sé ég það fyr- ir mér að eigendur Landssímans verði að meginstofni íslenskur al- menningur," segir Halldór í viðtal- inu. Þá segist hann hafa lagt áherslu á að Landssíminn eigi í framtíðinni að sækjast eftir samvinnu við símafyr- irtæki í öðrum löndum. I viðtalinu við ráðherra kemur m.a. einnig fram, að hann telji, eftir á að hyggja, að það hafi ekki verið rétt ákvörðun að láta tekjutap Pósts og síma vegna lækkunar á símtölum við útlönd koma inn í innlendu símtölin, eins og gert var í þeirri gjaldskrá Pósts og síma sem tók gildi um mánaðamót en hefur verið dregin til baka. Hann segir að ef í ljós komi að tekjur Pósts og síma af þeirri gjald- skrá sem stjóm fyrirtækisins staðfesti í gær verði meiri en búist var við verði hægt að lækka sím- gjöldin meir. Þá segist Halldór Blöndal ekki hafa trú á öðm en að endurvarp og flutningur úrvarps- og sjónvarps- efnis um breiðbandið muni færast á hendur annarra en Landssímans þar sem útvarps- og sjónvarps- rekstur hafi ekki verið á dagskrá fyrirtækisins. ■ Síminn verður seldur/12 ■ Ráðherrar lögðust gegn/2 Fjórtán skip og bátar úrelt fyrir eitt rækjuskip GLÆSILEGT rækjuveiðiskip bættist í íslenzka fiskiskipaflot- ann í gærkvöldi er Pétur Jónsson RE kom til hafnar í Reykjavík. Skipið er nýsmíði frá Noregi, 2.139 brúttótonn að stærð, tæpir 64 metrar að lengd og 13,5 að breidd. Skipið kemur í stað eldra rækjuveiðiskips með sama nafni en það hefur verið selt til Húsavíkur. AIls þarf að úrelda allt að 14 bátum og skipum á móti því nýja. Rækjuverksmiðjan um borð er frá Camitech í Danmörku og annar hún um 80 tonnum á sólarhring. Hægt er að vinna hráa skelrækju fyrir Japans- markað um borð, soðna skelrækju fyrir aðra markaði og loks svokallaða iðnaðarrækju. Kaupverð skipsins er 116 milljónir norskra króna, um 1.173 milljónir íslenzkra króna. „Þetta er glæsilegt skip og ég er sannfærður um að útgerð þess mun ganga vel,“ segir eigandi skipsins, Pétur Stefánsson, útgerðarmaður og skipstjóri. Veiðiheimildir skipsins innan lögsögu svara til um 4.000 tonna af þorski og hlutdeild þess í rækjuveiðinni á Flæmska hattin- um var rúm 300 tonn á þessu ári. Morgunblaðið/Snorri Snorrason TOGARINN Pétur Jónsson RE utan við Grindavík á Ieið sinni til Reykjavíkur siðdegis í gær. Morgunblaðið/Asdís SVAVAR Benediktsson í Nóatúni raðar hangikjöti í kassa. Ekkert jólahangi- kjöt til útlanda? ÞEIR sem hyggjast senda hangikjöt, skyr, slátur eða svið til ESB-landanna fyrir jólin ættu að hugsa sig tvisvar um því óvíst er hvort sendingin kemst til skila. Einar Jónsson hjá Nóatúni segir að staðan sé þannig að fólk sé að taka áhættu með því að senda hangikjöt til útlanda. „Við vitum ekki hvort einhveijar breytingar verða fram að jólum en að öllu óbreyttu munum við mæla með því við viðskiptavini okkar að fólk hugsi sig tvisvar um,“ segir hann. fslendingum er heimilt að senda lax, sfld, harðfisk og há- karl frá viðurkenndum fisk- vinnsluhúsum til ESB-Ianda svo og óunnið kjöt frá viðurkenndum sláturhúsum. Einnig er heimilt að senda héðan rúgbrauð og flatkökur. Óheimilt er að senda til ESB- landa svið, innmat, eða aðrar sláturafurðir og allar unnar kjötvörur svo og mjólkurafurðir, þar með talið skyr. ■ Bannað að senda/25 Sjö bátar sviptir veiðileyfum FISKISTOFA svipti í september og október sjö báta leyfum tímabundið til veiða í atvinnuskyni á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Samkvæmt lögum þessum ber Fiskistofu nú að birta veiðileyfasvipt- ingar. Að sögn Þórðar Ásgeirssonar fiskistofustjóra er algengasta orsökin fyrir því að bátar og skip eru svipt veiðileyfi sú að farið er fram yfir í kvóta. „Ef menn halda áfram að veiða eftir að kvótinn er búinn, sviptum við þá leyfi. Og ef þeir eru ekki búnir að laga sína kvótastöðu fyrir lok fisk- veiðiársins, kemur til viðbótar álagn- ing gjalds vegna þess sem fram yfir fer. Til viðbótar koma til ýmiss konar brot, eins og til dæmis þegar menn eru að svindla fiski fram hjá vigt.“ Emma VE 219 var svipt veiðileyfi 6.-19. nóvember þar sem vigtarmanni á hafnarvog voru gefnar rangar upplýsingar um afla er barst á hafn- arvogina og þar sem Fiskistofu voru gefnar rangar og misvísandi upplýsingar um afla skipsins, sem settur var í gáma og sendur til Eng- lands þar sem hann var seldur á fisk- markaði. Kambanes SU 34 missti veiðileyfi 25. september til 8. október þar sem grásleppunet höfðu ekki verið dregin úr sjó fyrir lok veiðitímabfls. Sædís EA 26 missti veiðileyfi yfir sama tímabfl þar sem hluta af afla skips- ins hafði verið skotið undan vigt. Maron AK 94 var sviptur veiðileyfi 11. september til 8. október þar sem hluti af þorskafla sem iandað var úr skipinu var falinn undir ufsa í fiskk- ari og fluttur þannig á hafnarvog og vigtaður og skráður þar sem ufsi. Hafnarberg RE 404 var svipt leyfi til veiða frá 8.-21. september þar sem hluta af humarafla skipsins var skotið undan vigt. Aðalvík KE 95 var svipt veiðileyfi hinn 8. október vegna aifla umfram veiðiheimildir og gildir leyfissvipt- ingin þar til aflaheimfldastaða skips- ins verður lagfærð, en eins og fram hefur komið í fréttum hefur UA nú fest kaup á þessu skipi. Eldhamar GK 13 var einnig sviptur leyfi til veiða þann 19. september sl. vegna afla umfram aflaheimildir, en fékk það að nýju sama dag þar sem afla- heimildir skipsins voru auknar þann sama dag. Sterk viðbrögð vegna gruns um fíkniefni FORELDRAR á Seltjamar- nesi hafa sýnt snör viðbrögð vegna gruns um fíkniefna- neyslu unglinga í Valhúsaskóla og hefur komið fram þrýsting- ur um að forvarnir verði efldar. Grunurinn vaknaði þegar starfsmaður í Heflsugæslustöð Seltjamamess heyrði á tal ungl- ingahóps, þar sem vom á ferð núverandi og fyrrverandi nem- endur skólans og vora þeir eldri að segja að hægt væri að nálgast fíkniefni. Foreldrafé- lagið í Valhúsaskóla hélt fundi með foreldrum barna í 8., 9. og 10. bekk skólans og sagði Eirík- ur Örn Amarson, sem er í for- eldrafélaginu, að nú þyrfti að leggja áherslu á að koma í veg fyrir vandann með svokölluðum fyrsta stigs forvörnum. Sigrún Magnúsdóttir félags- ráðgjafi, sem starfar að þessum málum á vegum Seltjarnarnes- kaupstaðar, ræddi við foreldra á fundunum og sagði að þeim hefði verið mjög bragðið. Hún kvaðst ekki vita hvað eiturlyfja- neysla væri útbreidd meðal krakkanna, en ekki mætti horfa framhjá þætti áfengis í málinu. Lögreglan á Seltjarnarnesi hefur rannsakað þetta mál und- anfarnar þrjár vikur og er það enn til rannsóknar. ■ Leggja áherslu/14 Atkvæðagreiðslu kennara lokið BÚIST er við að talningu í at- kvæðagreiðslu kennara um nýgerða kjarasamninga verði lokið næst- komandi föstudag. Atkvæði máttu hafa póststimpil frá 7. nóvember en ekki síðar. Felli kennarar samningana mun verkfall samstundis skella á eða frá og með mánudegi 17. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.