Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 37 AÐSENDAR GREINAR Miðhálendi íslands Svæðisskipulag í uppnámi? FRESTUR til að koma að athugasemd- um vegna tillögu að svæðisskipulagi miðhá- lendisins hefur verið framlengdur um tvo mánuði, þ.e. til 10. des. n.k. Formleg beiðni um frestun barst frá Nátt- úruverndarsamtökum íslands, Ferðamálaráði íslands og Landvarða- félagi íslands. Náttúru- verndarsamtökin fóru fram á að fresturinn til að skila inn athuga- semdum yrði fram- lengdur um a.m.k. sex Brynja mánuði. Rökin fyrir Valsdóttir frestun í málinu, sem samtökin telja eitt þýðingarmesta framtíðarmálefni allrar þjóðarinnar, voru aðallega að tillagan hafi ekki verið kynnt með viðunandi hætti; hvorki almenningi né fj'ölda samtaka og félaga sem eiga ýmissa beinna og óbeinna hagsmuna að gæta. Að- eins einn kynningarfundur á endan- legri tillögu hefur verið haldinn á vegum samvinnunefndarinnar um svæðisskipulagið, 30. maí s.l. á Hót- el Loftleiðum í Reykjavík. Það er víðs íjarri að vera viðunandi. Fundur- inn var að auki haldinn á föstudegi á háannatíma milli kl. 16 og 18:30 þegar flest fólk er í vinnu, að sinna heimilisinnkaupum eða öðrum ámóta erindum. Almennilega kynningu - takk Kynningin á tillögunni í vor var einnig þannig að fólk, vant að rýna í kort og töflur, og hvað þá heldur óvanur almenningur, getur vart hafa áttað sig á því með góðu móti hvað felst í henni. Það er ekki hægt að gera sér raunhæfa grein fyrir svo viðamiklu máli með því að skoða flók- in kort sem varpað er á vegg skamma stund í stórum sal. Vissulega getur verið erfitt að standa vel að kynn- ingu á jafn umfangsmiklu efni og hér um ræðir. Engu að síður má gagnrýna ýmisiegt í framsetningunni sem frekar auðvelt hefði verið að bæta úr. Ágætt dæmi um þetta er að hvergi í tillögunni, sem þó er um 600 bls., er birt ein einasta ljósmynd eða teikning sem sýnir í þrívíðu rúmi hvernig tiltekið svæði eða staður lít- ur út í dag og hvemig umhverfið kann að breytast í kjölfar fram- kvæmdar. Sjón er sögu ríkari og myndræn framsetning hjálpar mikið til við að fá a.m.k. nasasjón af hugs- anlegum landslagsbreytingum. Það hefði verið mjög upplýsandi og frek- ar einfalt mál að búa til myndir í tölvu sem sýndu t.d. hvemig upp- byggður „aðalfjallvegur" ásamt 400 kV háspennulínum meðfram honum féllu að landslaginu þvert yfir Sprengisand, eða hvernig Stafns- vatnavirkjun með 39 km2 lóni, tekur sig út á svokölluðu „verndarsvæði“ við náttúruminjarnar í Orravatnsr- ústum, rétt neðan Laugafells. Náttúruverndarsamtökin telja að stjórnvöldum beri lýðræðisleg skylda til að beita sér fyrir því að staðið verði mun betur að kynningu á tillög- unni um svæðisskipulagið heldur en gert hefur verið hingað til. Samtökin beina því einnig til Stöðvar 2 og ekki síður Ríkissjónvarpsins að not- færa sér eiginleika myndmiðilsins í þessu máli. Það er kjörið að efna til vandaðra kynningar- og umræðu- þátta um málefnið, en e.t.v. er of seint í rassinn gripið þar á bæ því skammur tími er til stefnu. Ónothæf tillaga? Náttúmverndarsamtökin hafa lagt töluverða vinnu í að kynna sér tillöguna og stendur það verk enn yfir. Það er ekki áhlaupaverk að bijótast í gegnum 600 blaðsíðna rit, rýna í línurit, töflur og texta og bera saman margvíslegar efnislegar, tæknilegar og tölulegar forsendur sem liggja til grundvallar tillögunni. Hilmar J. Malmquist Málefni miðhálendisins eru í uppnámi, segja Brynja Valsdóttir og Hilmar J. Malmquist. Alþingi þarf að koma strax að málinu. Og þrátt fyrir að fresturinn til að skila athugasemdum, sem því miður bar uppá sumarið, aðalfrítíma lands- manna, hafi verið lengri en venja er til um svæðisskipulag, var hann ekki nógu langur. Þetta sést best á því að einungis 10 athugasemdir bárust áður en upphaflegi fresturinn rann út 10. október. Það veldur Náttúruverndarsam- tökunum einnig verulegum áhyggj- um að fram hefur komið mjög hörð gagnrýni á verklag og vinnutilhögun þeirra sem unnu tillöguna að svæðis- skipulaginu. Gagnrýnin birtist í nýrri bók undir heitinu „ísland hið nýja“, eftir dr. Trausta Valsson skipulags- fræðing og kennara við Háskóla Is- lands og Birgi Jónsson jarðverkfræð- ing. Bókin, sem er styrkt af forsætis- ráðuneytinu, var gefín út um tveimur vikum áður en skilafresturinn rann út. Eðlilegt er að ýmsar spurningar vakni þegar jafn mikilsmetnir fræði- menn á sviði skipulagsmála og land- nýtingar eyða dtjúgum hluta bókar, sem að auki er styrkt af forsætis- ráðuneytinu, í svo vægðarlausa gagnrýni á svæðisskipulag miðhá- lendisins að ætla má að tillagan sé í raun ónothæf og vart hægt að reiða sig á varanleika hennar yfir skipu- lagstímabilið. Alvarlegar aðfinnslur í gagnrýni Trausta og Birgis á þá sem unnu svæðisskipulagið eru eftirfarandi fullyrðingar (bls. 148, 162 og 166) e.t.v. alvarlegastar: Ekki eru sýnd svæði til aukningar eftir skipulagstímabilið, t.d. orku- vinnslusvæði, eins og kveðið er á um í skipulagsreglugerð; ekki er fylgt skilgreiningum á landnýtingarflokk- um eins og þeim er lýst í skipulags- lögum og reglugerð; vikið er frá skýr- um reglum um hvemig eigi að auð- kenna vegi sem áætlaðir eru á skipu- lagstímanum sem og vegi sem koma eigi eftir skipulagstímabilið; brotin er skipulagsregla um að birta á grunnkortum allar fyrirliggjandi hugmyndir um nýtingu, t.d. nýtingu á jarðhitasvæðum og jarðefnum, og allar frumstaðreyndir, eins og núver- andi vegi og slóða; og hvorki notkun skipulagshöfunda á hugtökunum „náttúruverndarsvæði" og „vemdar- svæði“ né litanotkun yfir þessa land- flokka er skilgreind í skipulagslögun- um eða reglugerðinni. Augljóst er að ef hinar alvarlegu aðfinnslur Trausta og Birgis eru reistar á rökum er tillagan um svæð- isskipulag miðhálendisins nær ónýtur pappír, sem gagnast engum, hver sem afstaða viðkomandi kann að vera til tillögunnar. Ef framangreind upptalning skýrir þetta ekki nógu vel, ætti eftirfarandi í bók Trausta og Birgis að útskýra kjarna málsins: á fundum hafa höfundar skipu- lagsins ítrekað haldið því fram, að það sé lítið mál að breyta verndunar- svæðum í virkjanasvæði síðar, ef menn vilja það.“ Náttúruvemdar- samtök íslands telja einsýnt að Al- þingi þurfí að kanna þetta mál strax og fá botn í hvort tillagan um svæðis- skipulag miðhálendisins sé eitthvað sem þjóðin getur reitt sig á varðandi framtíðarumgengni við þessa miklu náttúrugersemi þjóðarinnar. Þetta er þeim mun brýnna í ljósi þess órétt- ar sem að er stefnt með frumvarpi félagsmálaráðherra til sveitar- stjómarlaga, þar sem gert er ráð fyrir að lögsaga og skipulagsréttur yfir miðhálendinu færist á hendur liðlega 40 sveitarfélaga sem land eiga að miðhálendinu. Verði frum- varpið samþykkt óbreytt munu póli- tískir fulltrúar tæpra 4% landsmanna fara með lögsögu- og skipulagsyfír- ráð á um 40% af flatarmáli Islands. Hér er um svo hróplegt óréttlæti að ræða að Alþingi hlýtur að hafna frumvarpinu óbreyttu. Höfundar eru í sijórn Náttúruverndarsnmtaka íslands. Hver á kvótann? Hver ætti að eig’ann? Sjávarútvegsstofnun Háskóla íslands varpar Ijósi á spurningarnar: Hver á kvótann? Hver ætti að eig’ann? Á almennum fundi í stofu 101, Odda (hús Háskóla íslands, ofan við Norræna húsið) í dag 8. nóvember klukkan 14-18. Rektor H.Í., Páll Skúlason, setur fundinn. Frummælendur verða: Þorgeir Örlygsson, prófessor í kröfurétti. Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði. Birgir Þór Runólfsson, dósent í hagfræði. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði. Þórólfur Matthíasson, dósent í hagfræði. Umræður með takmörkuðum ræðutíma. Aðgangseyrir 2000 kr. en 1000 kr. gegn framvísun stúdentaskírteinis. Sjávarútvegsstofnun Háskóla íslands f ( \ Umsjónarféiags einhverfra um fötlunina og fjöiskylduna í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 9. nóvember kl.13-17. í tilefni 20 ára afmælis Umsjónarfélags einhverfra verður á morgun haldið málþing á vegum félagsins í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar stendur einnig yfir sýning um líf fólks með einhverfu og á verkum þess. Umsjónarfélag einhverfra býður alla velkomna til málþingsins og vonasttil þess að semflestir sjái sérfærtað mæta. Dagskrá: Kl. 13:00 Setning: Ástrós Sverrisdóttir formaður Umsjónarfélags einhverfra. Ávarp: Herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands. Saga mín: Ungur maður, Árni Ragnar Georgsson sem er með Asperger heilkenni, segir frá fötlun sinni, flóknu eðli hennar og einstæðum áhugamálum sínum. Bróðir minn, systir mín: Jakobína Agnes Valsdóttir, Edda Björk Jónsdóttir og Hafsteinn Helgi Halldórsson, systkini barna með einhverfu, gefa innsýn í fjölskyldulífið. Barnið mitt Gunnsteinn Sigurðsson faðir barns sem greindist með einhverfu á þessu ári skýrirfrá reynslu sinni. Sonur minn: Bjarnveig Bjarnadóttir segir sögu sína og einhverfs sonar sem nú er fluttur úr foreldrahúsum. Kl. 14:30 Kaffihlé. Veitingar í boði Félagsmálaráðuneytis. Kl. 15:00 Tónlistarflutningur: KK flytur nokkur vel valin lög. „Hér leynist drengur." Sean Barron sem er með einhverfu og Judy Barron móðir hans flytja erindi á ensku og svara fyrirspurnum. Þau eru höfundar bókarinnar „Hér leynist drengur" sem er nýkomin út hjá Máli og menningu. Áður mun Páll Ásgeirsson geðlæknir, þýðandi bókarinnar, bjóða þau velkomin. Bókin „Hér leynist drengur" verður til sölu á staðnum og munu Sean og Judy árita hana að málþinginu loknu. \f Áætluð þingslit eru kl. 17:00. Fundarstjóri: Halldór Gunnarsson formaður Svæðisráðs málefna fatlaðra í Reykjavík. ')• UMSJONARFELAG EINHVERFRA Laugavegi 26 • 101 Reykjavík* Sími 562 1590 MYNDSKREYTING: BRAG11987 • HIÐ OPINBERAI HAGKAUP HF. STYRKTI BIBTINGUI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.