Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 45 ) ) I I 5 I i I I J I I I I I í i i i i í i MARIA S. JÖNSDÓTTIR PÁLL E. ASMUNDSSON að koma til þeirra þangað þar sem alltaf var heitt á könnunni. Amma mín var einstaklega ljúf kona og glettin í tilsvörum, enda lifa enn innan fjölskyldunnar ýmis tilsvör sem amma lét út úr sér við ýmis tækifæri. Palli var okkur barnabörnunum hennar ömmu allt- af hinn besti afi og var alltaf boð- inn og búinn til að aðstoða okkur með hvaðeina sem við þurftum að- stoð við. Þær eru ófáar minningarnar sem eru bundnar ömmu og Palla í gegn- um tíðina, og fylgir þeim öllum sól- skin og gott veður. Til dæmis að fara í beijaferð vestur í Dali á haust- in þar sm Palli fyllti hveija fötuna á fætur annarri af blábeijum, og að fara í ferðalag með þeim á sumr- in, þar sem amma hafði alltaf með- ferðis kóngabijóstsykur og Palli keypti pylsu og kók fyrir alla ferða- + Páll E. Ás- mundsson fæddist á Hríshóli í Reykhólasveit, Austur-Barða- strandarsýslu 13. febrúar 1912. Hann lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 20. janúar 1997. Maria Sigriður Jónsdóttir fædd- ist fædd í Belgsd- al, Saurbæjar- hreppi, Dala- sýslu, 18. apríl 1916. Hún lést á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund 20. októ- ber síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pét.) Amma og Palli eru bæði dáin. Palli afí lést í janúar á þessu ári eftir stutta sjúkdómslegu, en amma fékk hægt andlát að morgni 20. október og þar með hafði hennar hinsta ósk ræst. Amma og Palli bjuggu lengst af á Grundarstíg 11 og var alltaf gott BENEDIKT SIG VALDASON + Benedikt Sigvaldason var fæddur að Ausu í Andakíl 18. apríl 1925. Hann lést á heim- ili sínu 10. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 23. október. Miðja vegu eða upp úr því í Menntaskólanum í Reykjavík, lágu leiðir okkar Benedikts fyrst saman. Við fylgdumst síðan að í B-bekkjum máladeildar allt til stúdentsprófs 1949. Vegna langrar dvalar á sjúkrahúsi gat ég ekki verið við útför míns ógleymanlega bekkjar- bróður og góða vinar. En núna lang- ar mig að minnast hans lítillega. Þegar sorgin og söknuðurinn dynja á, sér maður hvernig ýmis lögmál og speki í jarðlífinu eru þeg- ar grundvölluð í heilagri ritningu. Nefni ég 126. Davíðssálminn, 5. og 6. vers: Þeir sem sá með tárum, munu uppskera með gleðisöng. Grátandi fara menn og bera sæðið til sáningar, með gleðisöng koma þeir aftur og bera kornbindin heim. Hér erum við minnt á þá huggun og þann kraft, sem Drottinn veitir í staðfastri bæn. Persónuleiki Bene- dikts Sigvaldasonar var sterkur og heilsteyptur. Gáfurnar voru leiftr- andi og því ánægjulegt að ræða um hvaðeina við hann. Hann varð síðan hámenntaður í tungumálum og fleiru. Það var hrein og bein unun, þegar hann fékk að sýna afburða kunnáttu sína og þekkingu t.d. í latínutímum í 6. bekk B. Annars má segja að hann hafi leikið sér að hinum ýmsu námsgreinum, svo opnar voru þær hinum gáfaða manni. Það sópaði að Benedikt. Glæsileiki hans og ýmsir yfirburðir urðu til þess. En engu að síður var hann hinn hógværi, lítilláti og kurt- eisi maður, sem réð yfir sannri menntun og menningu. Þess vegna bar hann öll þessi andlegu verð- mæti með mikilli reisn. Hann var maður aga og stjómsemi. Hann gat verið hinn alvarlegi maður út á við og í starfi, en var hinn léttlyndi og skemmtilegi félagi í heimahúsum og á góðra vina fundi. Gamansemi hans og kímnigáfa hittu ætíð í mark enda var hvort tveggja vel fágað eins og höfundur- inn. Það átti vel við Benedikt og fór honum harla vel, að geta alltaf gengið að réttum hlutum á réttum stað. Hann var vandvirkur og hon- um vannst vel og hin góða regla hans á öllu spillti þar ekki fyrir. Þetta sást bæði í námi hans og síð- ar í starfí. Benedikt var tvíkvæntur og síðari eiginkona hans er mín góða frænka, Adda Geirsdóttir. Til fyrri hjúskaparmála hans þekki ég ekkert, en veit þó að þar eignaðist hann einn son. Heimili Benedikts og Öddu var frábært að gestrisni, bæði að Laugarvatni og síðar í Hamrahlíð 31 í Reykjavík. Á Laug- arvatni var helsti starfsvettvangur þeirra hjóna, bæði skólastjórn og kennsla eins og víða er kunnugt. Á heimili þeirra ríkti líka hið hlýlega og glaðlega viðmót. Það var bæði menntandi og gefandi að ræða við Benedikt um hin ýmsu mál og þá ekkert síður við Öddu, konu hans. Fannst mér mikið til koma að heyra hina staðföstu ættfræðiþekkingu hennar og vita af frændrækni henn- ar. Trygglyndið var þeim báðum sameiginlegt og því fagnaði ég ævinlega þeim ógleymanlegu stundum, er við hittumst og ég og fjölskylda mín fengum að njóta þessara andlegu verðmæta. En því miður lágu leiðirnar allt of sjaldan saman enda störf og starfsvett- vangur með þónokkurri vegalengd á milli. Samt náðum við því þó, nokkum veginn, að koma á heimili ANDRÉS SIGURÐUR SIG URJÓNSSON langana í næstum hverri sjoppu. Seinustu árin bjuggu amma og Palli á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund og þar lumaði Palli allt'af á mola fyrir langafabörnin og amma átti alltaf til fallegt bros handa þeim sem komu í heimsókn. Okkur langar til að þakka ömmu og Palla fyrir samfylgdina og erum sannfærð um að nú líður þeim vel. Brynhildur og fjölskylda. Þá er María amma aftur komin heim í heiðardalinn sinn, Saurbæ- inn. Loksins fékk hún hvíldina sem hún hefur óskað eftir í hvert skipti sem við komum í heimsókn til henn- ar núna síðustu árin. Þó svo að hún hafi verið að mestu leyti minnislaus núna síðustu árin, þá var hún alltaf hress, kát og gerði að gamni sínu fram á síðasta dag. Alltaf fannst henni jafn gaman að fá langömmugaurana í heimsókn og alltaf fannst þeim jafn gaman þegar langamma potaði í þá með stafnum sínum. Það fyrsta sem Böðvari varð að orði þegar honum var sagt frá and- láti ömmu sinnar var: „Það var ekki gott á hana, og þá getum við aldrei heimsótt hana aftur,“ og það næsta sem honum varð að orði var: „En þá er hún komin upp til Guðs til Palla langafa og Magnúsar afa.“ Minningarnar streyma um hug- ann en erfítt er að rita þær á papp- írinn. Ekki munum við fara fleiri heimsóknir á Grundina í bráð og aldrei munum við aftur heyra vina- legu spurninguna: „Hver eruð þið?“ sem við vorum alltaf spurð þegar við komum í heimsókn til Maríu ömmu. Já, minnisleysið háði henni mikið síðustu árin en núna situr hún þarna uppi og brosir til okkar og þekkir okkur öll aftur. Elsku amma, við sjáumst ein- hvern tíma seinna á öðru tilveru- stigi. Guðmundur og fjölskylda. þeirra að Laugarvatni og i Reykja- vík og þau að koma á heimili okkar að Bergþórshvoli. Benedikt var eins og fyrr kom fram hámenntaður og víðfróður maður og sá vel skilin á milli „klassískrar“ menntunar fyrri tíma og alls konar skyndiyfírborðs- ítroðslu, er síðari tímar hafa sýnt okkur. Benedikt var heill og sann- ur, hreinskiptinn og ógleymanlegur. Og hann gleymdi ekki í kennslu sinni, að brýna fyrir nemendum sín- um tillitssemina í annarra garð. Yfír heimili hans og Öddu skein vissulega hin sanna menntastjarna. En þegar dauðinn hefur nú fært Benedikt brott af heimili sínu til betri og fegri heima, vil ég minna frænku mína elskulega og íieiri á eftirfarandi orð úr bókinni: „I mold- inni glitrar gullið“: Tindra tár, titra hjörtu, bresti hin göfga brú. Slík eru harmalög hreinnar ástar, bautasteinum betri. Áður hef ég vikið að starfí og hinum skörpu gáfum Benedikts. En þessu má líka lýsa með þekktum ljóðlínum: Tími og eilífð út og saman renna, enginn deyr, ef vitar andans brenna. Þitt var hlutverk það, að lýsa og kenna, þitt var starf á akri göfugmenna. Nú bið ég Guð að veita þeim huggun og styrk, sem sakna Bene- dikts mest og hins sama bið ég þeim, er honum þótti vænst um. Síðan þakka ég drengskap Bene- dikts og þá órofa vináttu hans, sem aldrei bar skugga á. Fágætan heið- ursmann, sem í engu mátti vamm sitt vita, kveð ég svo að leiðarlok- um. Þá lýsa orðin hans Davíðs Stef- ánssonar vel hugsunum mínum: Hveiju sem ár og ðkomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini sem aldrei svíkja. Séra Páll Pálsson á Bergþórshvoli. + Andrés Sigurður Sigurjóns- son fæddist á Sveinseyri í Dýrafirði 15. júní 1953. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 15. október siðastliðinn og fór útför hans fram frá Þingeyrar- kirkju 25. október. Elsku frændi, ekki óraði mig fyr- ir því að kvöldið 14. október yrði það síðasta sem við hittumst í þessu lífí. Mér fínnst það einkennileg og tregablandin tilhugsun að við eigum ekki eftir að hittast nær því á hveij- um degi, eins og raunin var á, eftir að þú fluttir aftur hingað vestur. Ég geri mér fulla grein fyrir því að lífíð er ekki alltaf dans á rósum, og þú varst búinn að ganga í gegnum marga erfíðleika. Verst finnst mér að þegar lífíð var farið að brosa við þér á ný, skyldir þú hverfa á braut. Það fer ekki hjá því að á stundu, sem þessari rifjast margt upp, þá sérstaklega minnist ég góðra stunda á Brekkugötu 6, þar sem ég var alltaf með annan fótinn, og var nán- ast mitt annað heimili. Oft var spilaður „Marías" við ömmu þína og margt gert til gam- ans. Það var lítið mál að hlaupa yfír götuna. Einnig minnist ég góðra stunda, sem við áttum saman félagarnir þrír, ég, þú og Sigþór í mörg ár. Aldrei bar skuggann í milli og ekki minnist ég þess að BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Stórmót Bridsfélagsins Munins og Sam vinnuferða-Landsýnar STÓRMÓT Bridsfélagsins Munins í Sandgerði og Samvinnuferða- Landsýnar fer fram laugardaginn 15. nóvember nk. í húsi félagsins við Sandgerðisveg. Heildarverðlaun verða 166 þús- und krónur. Fyrstu verðlaun eru 70 þúsund kr., önnur verðlaun 50 þúsund, þriðju verðlaun S/L-vinn- ingur að verðmæti 30 þúsund, 10 þúsund krónur eru fyrir 4. sætið og 6 þúsund kr. fyrir 5. sætið. styggðaryrði félli nokkurn tíma okkar í millum. Svo skildu leiðir, eins og eðlilegt er. Þú hefur alltaf verið góður drengur og hlédrægur og stundum um of. Eftir að þú komst aftur hingað vestur gerði ég mér grein fyrir að þú hafðir lítið breyst hvað varðar hógværðina. Gerðir aldrei flugu mein. Það gladdi mig mjög í sumar er yngri syni þínum og syni mínum varð vel til vina, þó töluverður aldursmunur sé á þeim. Þetta minnti mig á okkar góðu vináttu, sem ég þakka af ein- lægni. Ég bið góðan guð að varð- veita börnin þín þau Kristrúnu Klöru, Guðrúnu Björgu, Ástu Krist- ínu, Guðmund Pál, Sigrúnu Berg- lindi og Siguijón Hákon, og hjálpa ,þeim í sorgum þeirra. Megi minn- ingin um góðan föður lifa um eilífð. Einnig bið ég guð að blessa og styrkja alla vini og ættingja, og þá sérstaklega systur þínar þijár sem hafa þurft að sjá á eftir foreldrum ykkar og ykkur bræðrunum á stutt- um tíma. Ekki skil ég tilganginn, en vegir guðs eru órannsakanlegir. „... Flýt þér, vinur! í fegra heim,“ kijúptu að fótum friðarboðans. Og fljúgðu á vængjum morgunroðans. Meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrimsson.) Sigmundur Fríðar Þórðarson. Auk þess er boðið upp á léttar veitingar í mótslok. Keppnisgjald er 6000 krónur á parið. Bridsdeild Barðstrendinga og bridsfélag kvenna NÚ STENDUR yfífr Hraðsveita- keppni, 15 sveitir spila. Staða efstu sveita eftir 2 kvöld er eftirfarandi: Sveit Nicolai Þorsteinssonar 1122 Jóns Stefánssonar 1089 Halldórs Þorvaldssonar 1087 Gísla Sveinssonar 1082 Besta skor 3. nóv. sl. Halldórs Þorvaldssonar 573 Nicolai Þorsteinssonar 570 Ólínu Kjartansdóttur 551 Öldu Hansen 537 + Móðurbróðir minn, MAGNÚS BJARNASON skipasmiður, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Svöluhrauni 6, Hafnarfirði, andaðist að morgni fimmtudagsins 6. nóvember. Fyrir hönd annarra vandamanna, Gunnur Friðriksdóttir. t Kærar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug við fráfall bróður okkar, JÓNS PÉTURSSONAR, Gautlöndum. Við þökkum öllum þeim, er veittu honum gleði á liðnum árum. Þorgerður, Ásta og Sigurgeir. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur einstaka samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, TRAUSTA BJARNASONAR, Höfðaholti 6, Borgarnesi. Guð blessi ykkur öll. Arngerður Sigtryggsdóttir, börn, tengdasynir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.