Morgunblaðið - 08.11.1997, Side 39

Morgunblaðið - 08.11.1997, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 39 AÐSEIMDAR GREINAR Stefnumótun um landnotkun Á UNDANGENGN- UM misseram hefur verið bryddað á þeirri skoðun að náttúran, landið sjálft, sé eitt mikilvægasta tákn þjóðernisvitundar nú- tíma íslendinga. Kem- ur þar eflaust margt til, aukin umræða um umhverfismál, jafnt á erlendum sem innlend- um vettvangi, minni áhersla á aðra þætti þjóðernisvitundar s.s. sjálfstæðisbaráttu og auknir möguleikar al- mennings til ferðalaga um landið, svo eitthvað sé nefnt. Að undanförnu hefur einnig verið nokkuð rætt og ritað um skipulags- mál á íslandi, einkum þau er varða miðhálendi þess. Eftir því sem land- ið skipar stærri sess í þjóðernisvit- undinni verður skipulag landnotk- unar æ mikilvægara. Skipulag er aðferð til að draga upp heiidstæða mynd af landnotkun í framtíðinni. Skipulag er jafnframt lýðræðislegt stjómtæki yfirvalda, til að ákveða landnotkun. Við þær ákvarðanir ber að taka tillit til þarfa og óska íbú- anna, en jafnframt hagsmuna heild- arinnar og komandi kynslóða, m.a. þannig að ekki hljótist af umhverf- isspjöll. Vel unnið skipulag samræmir mismunandi áætlanir og sjónarmið. Þannig er skipulag eins konar vett- vangur fyrir samræmingu stefnu- mótana sem varða notljun lands, s.s. hvað varðar orkumál, ferðamál, landgræðslu, skógrækt, verndun, samgöngur, landbúnað og fleira. Nauðsynlegt er að stjórna um- gengni við auðlindir, láð og lög, - og það verður að gera af skynsemi og með lýðræðislegum vinnubrögðum. Fyrrnefnda atriðið í stjórn auðlinda, skyn- semi, má túlka á marg- an veg. Hugtakið teng- ist uppeldi, menntun, reynslu og hugargerð einstaklinga; og þekk- ingu, viðhorfi og tíðar- anda í samfélaginu hveiju sinni. Þessi atr- iði sameinast síðan í túlkun þeirra sem stjórna nýtingu auð- lindanna. Þeim til ráð- gjafar eru sérfróðir sem væntanlega byggja sín ráð einnig á fyrrnefndum atriðum. Hugsanlegt er líka að þeir sem stjórna nýting- unni verði fyrir áhrifum frá þeim sem láta sig málið varða, án þess að vera ráðnir til þess sérstaklega. Lokaákvörðun um nýtingu auðlind- anna er síðan á valdi stjómenda og verður að sjálfsögðu ávallt pólitísk - ákvörðunina má síðan meta; sem góða eða illa. Við getum fundið dæmi um slaka stjóm á nýtingu auðlinda víðsvegar um vesturhvel jarðar - rýrnun land- gæða, mengun grannvatns og haf- svæða era sorgleg dæmi um afleið- ingar óstjórnar af því tagi. Við höf- um einnig dæmi um styrka stjóm á nýtingu auðlinda - hertar reglur um mengunarvarnir, hvatningu og styrki til endurheimtar lands- og vatnsgæða, umræðu og áróður um bætta og breytta umgengnishætti við hið eðlisræna umhverfí. Pólitísk- an vilja þarf til að hrinda þessum atriðuni í framkvæmd. Síðarnefnda atriðið í stjórn á nýtingu auðlinda, lýðræðisleg vinnubrögð, má einnig túlka á mis- munandi hátt. Samt sem áður er Nokkuð virðist skorta á skýra stefnumörkun, segir Salvör Jónsdótt- ir, í mörgum þeirra fjölmörgu málaflokka sem snerta landnotkun á íslandi. hugsanlegt að setja um þau leik- reglur sem flestir geta vonandi sætt sig við. Leikreglurnar eru sett- ar af löggjafanum og lýðnum ber síðan að vinna samkvæmt þeim. Ein af þeim reglum sem settar hafa verið til að stjórna notkun landsins er skipulagslög. Samkvæmt þeim fer umhverfisráðherra með yfir- stjórn skipulagsmála en sveitarfé- lög annast gerð skipulagsáætlana (lög 73/1997 sem öðlast gildi 1.1.1998). Við gerð skipulagsáætl- unar ber að leita eftir sjónarmiðum og tillögum íbúa og þeirra sem hagsmuna eiga að gæta. Sam- kvæmt þessu skiptir allnokkru hvernig mörk sveitarfélaga liggja - og einnig að ljóst sé hveijir eiga hagsmuna að gæta - og að þeir hagsmunir séu skýrt fram settir. Kveikjan að þessum hugleiðing- um er ályktun Ferðamálaráðs frá 15. sept. sl. um að skipulag miðhá- lendisins taki ekki tillit til stefnu- mótunar í ferðamálum sem unnið hefur verið að og ólokið er (leturbr. höf). Vinna höfunda svæðisskipu- lags miðhálendisins hefur sætt tölu- verðri gagnrýni, sem ekki er nema eðlilegt, þar sem um er að ræða stærsta og merkilegasta skipulags- verkefni á íslandi til þessa. Þeir Salvör Jónsdóttir hafa unnið mikið starf og að miklu leyti sem brautryðjendur. Brautin sem þeir hafa þurft að ryðja hefur ekki alstaðar verið vörðuð. Skipu- lagsverkefnið fjallar um landsvæði sem ekki hefur ávallt verið gengið um af virðingu. Allir era sammála um að svæðið er viðkvæmt, en lög- gjafinn hefur hingað til ekki hirt um að um það liggi skýr stjómsýslu- mörk: Einstaklingar og félög hafa byggt þar fjallaskála svo hundruð- um skiptir; stjórnendur orkumála, bændur og aðilar í ferðaþjónustu hafa nýtt það nokkurn veginn eins og þeim sýnist. Höfundum svæðis- skipulagsins var síðan ætlað að sameina hagsmuni allra þessara aðila. Svæðisskipulagsvinnan við miðhálendið hefur þannig, hvað eft- ir annað, kallað á að áætlanir væru gerðar um mismunandi málaflokka sem varða landnotkun. Til að vel takist til við gerð land- notkunarskipulags er nauðsynlegt að stefnumótanir hlutaðeigandi geira séu fyrir hendi og óskir og þarfir þeirra séu vel skilgreindar. Nokkuð virðist skorta á skýra stefnumörkun í mörgum þeirra fjöl- mörgu málaflokka sem snerta land- notkun á íslandi. Sem dæmi má nefna umræðu í Mbl. á síðasta ári um einn þátt landbúnaðarmála, stefnu í uppgræðslu og skógræktar- málum. Umræðan snerist hins veg- ar nær eingöngu um ágreining varðandi útbreiðslu lúpínu. Vissu- lega þarf að taka ákvarðanir um útbreiðslu lúpínunnar en þær ákvarðanir þurfa að vera byggðar á stefnumörkun í landgræðslu og skógrækt. Orkumál hafa verið vinsælt um- ræðuefni að undanförnu og fregnir verið okkur færðar um að viðræður séu í gangi við erlend fyrirtæki um stóriðju á íslandi. En á hvaða stefnumótun eru þessar viðræður byggðar? í viðtali í Morgunblaðinu 31. ágúst sl. um orkumál og stór- iðju segir iðnaðaráðherra: Nú þarf að huga að næstu skrefum og við það þarf mjög að vanda sig.“ Fá ummæli úr iðnaðar- og orkugejr- anum hafa glatt mig jafnmikið. ís- lendingum öllum hlýtur að vera mikilvægt að fá að vita hver þessi vandlega umhugsuðu skref verða. Ekki einungis vegna yfírstandandi skipulagsvinnu á miðhálendinu - heldur einnig vegna ferðamála, landbúnaðarmála og menningar- mála í landinu öllu - okkur fýsir að vita hvað er verið að bjóða er- , lendum aðilum af sameiginlegum' auði okkar, á hvaða kjöram og á hvaða forsendum. Greinilegt er þó að stefnumótun- um vex fiskur um hrygg. S_em dæmi má taka ferðaþjónustu. Á undan- förnum 20 árum hafa verið unnar fjórar tillögur að ferðamálastefnu og kom sú síðasta út í maí 1996. Engin hinna fyrri tillagna náði að vera samþykkt eða framkvæmd, og Ferðamálaráð biður enn um frest til stefnumótunar, eins og fram kemur í grein Þórhalls Jósepssonar í Mbl. 9. október sl. um skipulag miðhálendisins. Vonandi eiga fleiri eftir að tjá sig um skipulag miðhálendisins. Ef^ skipulagstillagan verður til þess að skýrari áætlanir verða unnar í framtíðinni um þá mörgu og mikil- vægu málaflokka sem varða nýt- ingu hálendisins, er nokkuð að gjört. Höfundur er land- og skipulagsfræðingur. Barnainniskór margar gerðir og stærðir Verð kr. 1.490 Smáskór í blau húsi víð Faxafen Simi 568 3919 SíNfNb y.s; Opið laugardag kl. 10 -16 sunnudag kl. 13 -17 Persía Opið laugardag og sunnudag. Suðurlandsbraut 46 v/Faxafen -Siml: S68 6999.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.