Morgunblaðið - 14.11.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.11.1997, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 55% kennara samþykktn nýgerðan kjarasamning Minnsti munur sem verið hefur í slíkri atkvæðagreiðslu grunnskólakennara EIRÍKUR Jónsson, Þórir Einarsson, ríkissáttasemjari, og Jón Krist- jánsson, formaður Launanefndar sveitarfélaga, við undirskrift kjarasamnings grunnskólakennara. GRUNNSKÓLAKENNARAR samþykktu nýgerðan kjarasamning með 55% atkvæða, en 40% greiddu atkvæði gegn samningnum. Þetta er minnsti munur sem hefur verið í atkvæðagreiðslu um kjarasamninga grunnskólakennara þó að kjarabæt- urnar sem felast í samningnum hafi ekki oft verið meiri. Hjá Kennarasambandinu greiddu 3.407 kennarai- atkvæði eða 93% þeirra sem voni á kjörskrá. 1.875 sögðu já eða 55%, en 1.336 nei eða 39,2%. Auðir og ógildir seðlar voru 196 eða 5,8%. Hjá Hinu íslenska kennarafélagi greiddu 125 atkvæði eða 66,5% af þeim sem voru á kjör- skrá. 68 sögðu já eða 54,4%, en 50 sögðu nei eða 40%. 5,6% skiluðu auðu. Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambandsins, sagði að þessi úr- slit væru í takt við það sem hann hefði átt von á. „Þetta er sennilega minnsti munur sem hefur verið í at- kvæðagreiðslu um samning hjá okk- ur. Það eru að vísu um 540 fleiri sem segja já en nei. í þessu felast margþætt skilaboð. Það er stór hóp- ur sem er óánægður og það vissum við. Við þurfum að huga að því til framtíðar að taka enn betur til í kjaramálum.“ Umdeildur samningur Eiríkur sagði að samninganefnd- in hefði gert sér grein fyrir því þeg- ar samningurinn var undirritaður, að hann yrði umdeildur. Ekki síst þess vegna hefði nefndin talið að það væri rétt að félagið sem heild skæri úr um framhaldið. Eiríkur sagði að þetta væri ekki í fyrsta skiptið sem skiptar skoðanir væru innan Kennarasambandsins um samninga eða boðun verkfalls. Hann sagðist vera sannfærður um að KÍ hefði þann styrk til að bera til að vinna úr þessari stöðu. Þetta væri lýðræðislegt félag með mjög virka félagsmenn sem sæist best á þátttökunni í atkvæðagreiðslunni. Hann sagði að það gengi ekki að forystan treysti sér ekki til að taka ákvörðun af ótta við að um hana væri ekki einhugur. „Það er ljóst að það er meirihlut- inn sem ræður, en það er ekki þar með sagt að það eigi ekki að taka tillit til minnihlutans. Ég lít svo á að 40% þeirra sem taka þátt í atkvæða- greiðslunni séu stór hópur og að það verði að taka tillit til hans til framtíðar," sagði Eiríkur. Eiríkur sagðist ekki vita hvaða ákvörðun kennarar sem sögðu upp störfum í haust tækju. Hver og einn einstaklingur yrði að taka þá ákvörðun með sama hætti og það var ákvörðun einstaklinganna að segja upp. Þessir kennarar hefðu sjálfsagt margir verið að bíða eftir úrslitum í atkvæðagreiðslunni. Friður um skólastarf Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagðist vera mjög ánægð með að kennarar skyldu samþykkja samninginn. Með þessu hefði verið tryggt að ekki yrði trufl- un á skólastarfi á næstu þremur ár- um. Hún sagði að þó að sumum kennurum finnist þeir ekki fá mikið í launaumslagið þá sé hér um að ræða talsvert miklar launahækkan- ir. Þar að auki komi kennarai- til með að njóta góðs af þeim almennu skattalækkunum sem samdist um í almennu kjarasamningunum í vor.' „Það er einnig verið að bæta alla aðstöðu í skólum borgarinnar með einsetningu og fleiri aðgerðum. Vinnuaðstaða þeirra kemur því til með að batna. Ég vona því að þetta hjálpist allt að á næstu þremur ár- um til að gera kennara sáttari við sín kjör og sinn aðbúnað en þeir hafa verið,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, sagði að þessi niðurstaða væri eins og hann hefði reiknað með. Hann sagðist vera ánægður með að samningurinn hefði verið samþykktur og tekist hefði að forða langvinnu og hörðu verkfalli, sem hefði skollið á ef samningurinn hefði verið felldur. „Nú er mikilvægt að ná upp því góða samstarfi og trausti sem ríkja þarf í samskiptum milli kennara og sveitarstjómarmanna. Það reyndi auðvitað mikið á þetta traust í kjaraviðræðunum, en ég er sann- færður um að við getum bætt sam- skiptin. Við þurfum einnig að halda áfram að vinna að því að byggja upp innra starf grunnskólans," sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur sagðist vona að kenn- arar, sem sögðu upp störfum í haust, endurskoðuðu afstöðu sína og héldu áfram störfum. Hann sagðist vita að um þetta væm skipt- ar skoðanir meðal þessa hóps kenn- ara, en taldi að meirihlutinn væri þó tilbúinn til að endurskoða afstöðu sína. • • Okumaður olíubfls Ekki við stjórn er hann steig út úr bíl HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær að ökumaður olíubíls, sem slasaðist þegar hann datt við að stíga út úr bílnum, hefði ekki slasast vegna vélknúins ökutækis í notkun. Maðurinn fær því ekki bætur frá trygg- ingafélagi bílsins. Vísað til fordæmis Hæstaréttar í málinu var vísað til for- dæmis Hæstaréttar, um að ökumannstrygging sé háð því að ökumaður hafi orðið fyrir slysinu við stjórnun ökutækis- ins og að slysið verði rakið til notkunar ökutækisins í skiln- ingi umferðarlaga. „Gagnáfrýjandi var að fara út úr bifreiðinni án þess að sú fór hans væri tengd nokkru því sem varðaði stjórnun hennar,“ segir Hæstiréttur og sýknar tryggingafélagið. Var að sinna veiyu- legu erindi Einn dómara vildi dæma manninum bætur með vísan til þess, að hann „var að stíga út úr stýrishúsi olíubifreiðarinnar til að sinna venjulegu erindi ökumanns á ferð hennar“ þeg- ar hann féll og slasaðist. ' Mttl 'i \Wv ] —»jíii mm 1 i V z — i MorgunblaðiS/Ásdis ÞESSI Persi brá sér út úr búri sinu þegar Hlíðaskólakrakkar komu í heimsókn í Kattholt. ‘ Vestmannaeyjar, Siglufjörður, t Vesturbyggð, ísafjörður, ° Sauðárkrókur & Egilsstaðir. Bókanir: 570 8090 ISLANDSFLUG gerir fleirum fært ad fljúga Kátir krakk- ar í Kattholti NEMENDUR i sex ára bekk Hlíðaskóla brugðu undir sig betri fætinum í vikunni og heimsóttu Kattholt, þar sem Kattavinafélag íslands veitir óskilaköttum húsa- skjól, auk þess sem það rekur kattahótel. Ekki var annað að sjá en að bæði krakkar og kettir kynnu til- breytingunni vel en Sigríður Heiðberg í Kattholti, formaður Kattavinafélagsins, segir það einmitt mjög mikilvægt að börn kynnist snemma dýrum og aðbún- aði þeirra. í Kattholti eru nú á áttunda tug óskilakatta, sem er að sögn Sigríðar óvenjumargt. Lífeyrissjóðir tæknifræðinga og arkitekta sameinast Boðið upp á séreign og samtryggingu Fjármálaráðuneytið hefur ekki tekið afstðu til sameiningarinnar BERGSTEINN Gunnarsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs tæknifræðinga, segir að gera þurfi lítilsháttar breytingar á samstarfs- samningi sem sjóðurinn hefur gert við Lífeyrissjóð arkitekta til að samningurinn uppfylli ákvæði frum- varps fjármálaráðherra um starf- semi lífeyrissjóða. Breytingarnar séu í þá átt að auka heldur sam- tryggingarþáttinn. Lífeyrissjóður tæknifræðinga er séreignarsjóður, en Lífeyrissjóður arkitekta er sameignarsjóður. Sjóð- imir höfðu náð samningum um að sameinast, en þó þannig að nýr sjóð- ur yrði deildarskiptur, þ.e. bæði með séreign og samtryggingu. Fjármála- ráðuneytið hefur enn ekki tekið af- stöðu til beiðni sjóðanna um að sam- einast þar sem von var á nýju frum- varpi um starfsemi lífeyrissjóða. Ójjóst hve mikið fer í samtryggingu Frumvarpið er nú komið fram og kveður það á um að allir lífeyris- sjóðir verði að bjóða sjóðsfélögum sínum upp á lágmarks trygginga- vernd til æviloka. Bergsteinn sagði að frumvarpið kæmi ekki í veg fyrir að sjóðirnir sameinuðust með þeim hætti sem stefnt hefði verið að. Það yrði þó að gera breytingar á þeirri reglugerð sem sjóðirnir hefðu komið sér sam- an um. Breytingin þýddi að val sjóðsfélaga yrði nokkru minna en gert var ráð fyrir og samtryggingin yrði meiri. Bergsteinn sagði ljóst að félagar í Lífeyrissjóði tæknifræðinga, sem eingöngu hafa greitt til séreignar, yrðu framvegis að verja hluta af ið- gjaldinu til sameignar. Sameignin færi í að tryggja sjóðsfélögum lág- marks elli-, örorku- og makalífeyr- istryggingu. Bergsteinn sagði að ekki hefði verið reiknað út hve stór hluti iðgjaldsins kæmi til með að fara til samtryggingar. Það gæti verið nokkuð mismunandi milli manna. Bergsteinn sagðist persónulega vera þeirrar skoðunar að lejrfa hefði átt fólki að ráða meiru um hvað það setti mikið í sameignarsjóð og hvað mikið í séreignarsjóð. Sú niðurstaða sem nú væri fengin væri þó mun betri en það frumvarp sem fjár- málaráðherra lagði fram á Alþingi í vor.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.