Morgunblaðið - 14.11.1997, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÉG má alveg leika við þig ef ég passa mig alveg agalega vel, Hvati minn ...
Bflastæðamál rædd við
Miðborgarsamtökin
BORGARRÁÐ Reykjavíkur
samþykkti á þriðjudag að taka upp
viðræður við Miðborgarsamtök
Reykjavíkur um bílastæðamál í
miðbænum og hugsanlegt samstarf
eða yfirtöku á rekstri Bíl-
astæðastjóðs.
Fallist var á beiðni samtakanna,
að tillögu hagdeildar borgarinnar,
um að kannaðir yrðu allir fletir á
samstarfi um leið og samtökin yrðu
beðin um að gera nánari grein fyrir
hugmyndum sínum.
Skuldir af bflastæðahúsum
I bréfi frá hagdeildinni til borg-
arráðs, sem dagsett er 8. nóvem-
ber, segir að samkvæmt ársreikn-
ingi Bflastæðasjóðs frá 1996 sé
samanlagt bókfært verð bfl-
astæðahúsanna í miðbænum rétt
rúm 931 milljón króna. Þar kemur
fram að skuldir vegna þeirra hafi
náð hámarki árið 1994 og þá verið
um 810 milljónir króna, en þær
hefðu síðan farið lækkandi og yrðu
670 milljónir króna í lok þessa árs.
Hins vegar benti flest til þess að
skuldir sjóðsins myndu aukast á
Vilja samstarf eða
hugsanlega
yfírtöku
Bílastæðasjóðs
næstu árum með óbreyttri gjald-
skrá þar sem kostnaður af viðhaldi
húsanna myndi fara vaxandi.
Miðborgarsamtök Reykjavíkur
óskuðu eftir viðræðum við Reykja-
víkurborg um bflastæðamál í bréfi,
sem dagsett er 8. ágúst. í bréfinu
segir að mikil óánægja ríki hjá
hagsmunaaðilum og almenningi
um þennan þátt og margar versl-
anir hafi þegar hætt starfsemi í
Kvosinni. Er Egill Jacobsen, sem
var ein elsta starfandi verslunin,
tekin sem dæmi.
í bréfinu er gagnrýnt hvernig
staðið sé að bflastæðamálum og
sagt að ekki fari milli mála að þeg-
ar tekin hafi verið upp gjaldskylda
í stöðumæla í miðbænum á laug-
ardögum árið 1995 hafi verið um
skattastefnu að ræða. Þá hafi nýir
gjaldmælar verið settir niður við
mjög margar götur næst miðborg-
inni til að fyrirbyggja að leggja
megi án gjaldtöku.
„Rautt hverfi“ í miðbænum?
Enn fremur segir að hvergi á
Islandi búi verslunar-, veitinga- og
viðskiptasvæði við sambærilegar
aðstæður í bflastæðamálum og í
miðborginni og því bætt við að
verði ekkert aðhafst megi búast við
að hún breytist „í rautt hverfi með
mikla glæpatíðni og venjulegt fólk
forðist að fara þangað“.
Breytt stefna í bflastæðamálum
myndi hins vegar efla miðborgina,
fjölga fyrirtækjum, efla viðskipti
og auka tekjur í borgarsjóð:
„Hagsmunir þeirra sem reka fyr-
irtæki í miðborginni eru það mikið
tengdir stöðumælum og bfl-
astæðum að athuga þarf kosti þess
að Miðborgarsamtök Reykjavíkur
hafi aukinn aðgang að stefnumörk-
un í bflastæðamálum eða jafnvel
taki að sér rekstur Bfla-
stæðastjóðs."
Egilsstöðum • Fossnesti • Gagnvegi • Geírsgötu • Lækjargötu Hafnarfirði • Nesjim við Hornafjöiá • Skógarseli • Stórahjalla • Vogum • Ægisíðu
#: 'V '
/'■». é %-■;# £
°':í J t'
... ■ i;. • .7/
Soma pönnukaka
Kjúklinga-Burrito og
Tortilla
160 kr. stk.
Víkutilboð
Safnkortshafar fá að auki 3% afslátt
65 kr. 270 kr. 380 kr.
Félag löggiltra rafverktaka 70 ára
Starf okkar er
mun tæknilegra
en áður fyrr
Ólafur Sigurðsson
ÉLAG löggiltra
rafverktaka er 70
ára á þessu ári og
verður afmælisins minnst
í sal Háteigskirkju á laug-
ardag milli 17 og 19. Fé-
lagið stofnuðu fimm raf-
virkjameistarar í Reykja-
vík hinn 29. mars árið
1927 og hét það þá Félag
rafvirkjameistara í
Reykjavík. A aðalfundi
árið 1934 var nafni félags-
ins breytt í Félag
löggiltra rafvirkjameist-
ara í Reykjavík, vegna
útkomu reglugerðar um
raforkuvirki árið 1933 þar
sem voru ákvæði um
löggildingu.
- Hvað er efst á baugi
hjá rafverktökum?
„Mikill tími hefur farið
í breytingar vegna nýrra
laga um löggildingarstofu og lög
um öryggi raforkuvirkja, neyslu-
veitna og raffanga. Rafmagnseft-
irlitið var lagt niður og ný stofn-
un, Löggildingarstofa tók til
starfa. Einnig hefur verið unnið
að gerð leiðbeininga um innri
öryggisstjórnun íyrir rafverktaka
í samræmi við kröfur Löggilding-
arstofu um öryggisstjórnun og
verkbókhald." - Hvernig er
a tvinn uás tandið?
„Staðan er góð eftir nokkra
lægð sem hófst í byrjun áratugar-
ins. Verkefni hafa aukist í kjölfar
stórframkvæmda á borð við álver
og fleira þess háttar. Starf raf-
verktaka hefur líka verið að
færast nær slíkum framkvæmd-
um og þeir farnir að sinna verk-
efnum sem útlendingar voru
fengnir til þess að leysa hér á ár-
um áður, til dæmis alls kyns
stjórnun og tölvustýringu á fram-
leiðslukerfum."
- Eru þeir þá betur
menntaðir en áður?
„Já, Rafiðnaðarskólinn, sem er
sameign atvinnurekenda og
launþega í rafiðnaði, er með mikla
starfsemi og þar gefst okkur
kostur á því að sækja alls kyns
námskeið, bæði löng og stutt. Við
greiðum 1% af útborguðum laun-
um í endurmenntunarsjóð og eig-
um því auðvelt með að mennta
okkur jafnóðum í tengslum við
hvaðeina, svo sem ný iðntölvu-
kerfi, síma- og loftnetskerfi og
fleira.
Þegar örbylgjuútsendingar
hófust var strax boðið upp á nám-
skeið um þá tækni hjá
Rafíðnaðarskólanum svo dæmi sé
tekið. Markaðurinn hefur
stækkað mikið því sí-
fellt kemur til skjal-
anna flóknari og
sérhæfðari
tæknibúnaður."
- Eigið þið samstarf
við kollega erlendis?
„Við eigum samskipti við
kollega á Norðurlöndum og ár-
lega eru haldnir nokkurra daga
fundir með fulltrúum rafverktaka
þar sem fjallað er um ýmis, mál
svo sem atvinnuástand og
nýjungar. Þessi samskipti eru
talsvert mikil en við höfum lítið
sem ekkert samband við
sambærilegar stéttir utan
Norðurlanda.“
- Hver eru helstu baráttumál-
in?
„Við erum sífellt að reyna að
betrumbæta rekstur fyr-
irtækjanna. Þá á ég við
verkstæðisbúnað, aðstöðu og
útselda vinnu. Strangar reglur
► Ólafur Sigurðsson fæddist í
Reykjavík árið 1945. Hann
lauk gagnfræðaprófi frá Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar árið
1962 og sveinsprófi í rafvirkj-
un árið 1968. Árið 1976 gerðist
hann sjálfstæður atvinnurek-
andi með stonfnun fyrirtækis-
ins Orkustýringar ehf. Ólafur
er nýkjörinn formaður Félags
löggildra rafverktaka og
kvæntur Sólrúnu
Guðbjörnsdóttur. Þau eiga
fjögur börn.
gilda um búnað á verkstæðum og
Landssamband íslenskra rafverk-
taka hefur unnið í því að koma á
fót öryggisstjórnunarkerfi sem
líka felur í sér bókhald og skrán-
ingu verkefna. Þannig má til
dæmis stemma stigu vð svartri
atvinnustarfsemi og koma í veg
fyrir að réttindalausir menn geti
unnið úti á markaðinum. Það er
alltaf eitthvað um það.“
- Hvaða breytingar aðrar
hafa orðið á starfi rafverktaka?
„Það er orðið fræðilegra og
meira bóklegt að sumu leyti. Efn-
in sem við vinnum með í dag eru
gerólík því sem áður tíðkaðist.
Plastefni hefur meira og minna
rutt málminum úr vegi og úrvalið
er orðið miklu meira en áður.
Sama gildir um ijósgjafa sem
alltaf ei-u að verða sparneytnari á
rafmagn. í gömlu glóperunni fór
meh-i orka í hita en lýsingu. Nú
hefur þetta snúist við og nýjum
ljósgjöfum fjölgar stöðugt.
Margir rafverktakai- og raf-
virkjai- stíla inn á það að vinna við
tölvustýringarbúnað og eru að
sama skapi minna í
handverkinu. Rafvirki
hér þarf að kunna tals-
vert meira fyrir sér en
kolleginn víða erlendis
því sérhæfingin er ekki
eins mikil hér. Hann
þarf að vera í stakk búinn til þess
að bregðast við hverju sem er.
Verð á iðnstýringarkerfum hefur
líka lækkað og þau einfaldast það
mikið að nú borgar sig að nota
slíkan búnað í loftræstingarkerfí
húsa, sundlaugar, hitunarkerfi og
alls kyns vélar í járn- og
tréiðnaði.“
- Það er afar erfitt fyrir leik-
mann að setja sig inn í nýjustu
tækni og vísindi og henda reiður á
ljósleiðara og breiðbandi og
hvaðeina. Hvað með ykkur?
„Ég er ekki hissa á því. Við
sem vinnum í þessu fagi eigum
líka fullt í fangi með að fylgjast
með.“
„Reynum
sífellt að
betrumbæta
starfsemina“