Morgunblaðið - 14.11.1997, Page 12

Morgunblaðið - 14.11.1997, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR \'iy Beðið eftir mömmu ÞAU Edda Hulda Pálsdóttir og óskírður bróðir hennar sváfu vært í hlýjum barnavagninum sínum á meðan mamma þeirra systkinanna brá sér sem snöggvast inn í verslun við Vesturgötuna í gær. Danskt fyrirtæki hefur hug áað flytja sement með tankskipum til Islands Ekki ljóst hvað sementið kostar „VIÐ erum að kanna þetta mál nið- ur í kjölinn, hvemig við stöndum að hugsanlegum innflutningi sem- ents og hvaða verð við getum boðið. Það er of snemmt að tjá sig frekar um málið,“ sagði Gautur Gunnars- son, lögmaður og fulltrúi dansks fyrirtækis, sem hefur sótt um lóð fyrir tvo sementstuma í Þorláks- höfn, í samtali við Morgunblaðið. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu á miðvikudag ætlar danska fyrirtækið að selja sement hér á landi í samkeppni við innlenda framleiðslu. Haft var eftir Guð- mundi Hermannssyni, sveitar- stjóra í Þorlákshöfn, að fyrirtækið seldi sement á 60% lægra verði í Danmörku en verð á sementi væri hérlendis. Hann sagði að ætlunin væri að flytja sementið í sérstökum tankskipum til Þorlákshafnar og skipa því þar upp. 10% byggingarkostnaðar vegna steinsteypuvara Gautur Gunnarsson staðfesti að hann ynni að málinu í umboði dansks fyrirtækis, en kvað ekki hægt að skýra nánar frá hugmyndum þess að svo stöddu, enda væru þetta einungis „fyrstu þreifingar". Samkvæmt upplýsingum í mánaðarlegu riti Rannsóknastofn- unar byggingariðnaðarins er efnis- kostnaður við byggingu ijölbýlis- húss 35,3% af heildarkostnaði. Af efniskostnaðinum eru 28,54% rak- in til steypu, sements og stein- steypuvöru, eða 10,07% af heildar- kostnaði. Þessar tölur miðast eins og áður sagði við fyölbýlishús og eru hluti grundvallar vísitölu byggingar- kostnaðar. Slíkar grunntölur eru einnig til um iðnaðarhúsnæði, en þar er efniskostnaður mun hærri en í fjölbýlishúsum, eða um 60%. Þar eru hins vegar ýmsar einingar verksmiðjuframleiddar og kvaðst Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins ekki eiga þann kostnað sundurliðaðan á sama hátt og byggingarkostnað fjölbýlishús- anna, þannig að erfiðara er að átta sig á hluta steinsteypu í heild- arkostnaði. Innlent sement í virkjunum eftir 1968 í frétt Morgunblaðsins á mið- vikudag var haft eftir Guðmundi Hermannssyni að danska fyrirtæk- ið teldi sig geta selt sement sitt á verulega lægra verði en innlent sement. Þá vísaði hann til þéss, að virkjanir á landinu væru byggð- ar úr dönsku sementi. Hákon Ólafsson, forstjóri Rann- sóknastofnunar byggingariðnaðar- ins, sagði í samtali við Morgun- blaðið að Búrfellsvirkjun, sem lokið var við að byggja árið 1968, hefði verið síðasta virkjunin sem reist var með innfluttu sementi. Morgunblaðið hafði samband við Landsvirkjun, til að kanna hvað sementskostnaður væri hátt hlut- fall af byggingarkostnaði stíflna og stöðvarhúsa, en þær upplýs- ingar lágu ekki fyrir. Þarf að uppfylla staðla Hákon Ólafsson sagði að ef menn ætluðu sér að flytja inn sem- ent þyrfti að leggja fram gögn um gæði þess frá óháðri rannsóknar- stofu, sem Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins viðurkenndi. „Ef slík gögn liggja ekki fyrir þá þurfum við að skoða vöruna og ganga úr skugga um að hún upp- fylli íslenska staðla.“ Hákon sagði að ekki hefði enn verið haft samband við Rann- sóknastofnunina vegna hugsan- legs innflutnings frá Danmörku. < j< h ( ( ( í i Fiskistofa vinnur mál gegn Landsbanka íslands fyrir héraðsdómi Ber að láta af hendi gögn um afurða- lánaviðskipti HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur komist að_ þeirri niðurstöðu, að Landsbanka Islands sé skylt að afhenda Fiskistofu öll gögn um afurðalánaviðskipti sín við hlutafé- lagið Eldhamar á árinu 1994,1995 og fram til 10. apríl 1996. í áliti dómsins segir, að með lögunum um stjórn fiskveiða sé Fiskistofu fengið víðtækt vald til upplýsinga- öflunar og því eigi við um hana það undanþáguákvæði, sem er í lögunum um almenna bankaleynd. Þórður Asgeirsson fiskistofustjóri sagði í viðtali við Morgunblaðið, að mál Eldhamars væri aðeins eitt af mörgum, sem Fiskistofa væri að fást við, en hér hefði verið um grundvallarmál að ræða. Benedikt Guðbjartsson, forstöðumaður í Lögfræðideild-ráðgjöf hjá Lands- bankanum, sagði dómsniðurstöð- una undarlega vægast sagt en verið væri að skoða hana hjá bank- anum. Kvaðst hann telja líklegt, að henni yrði áfrýjað. Þetta mál, sem sjávarútvegsráð- herra og fiskistofustjóri höfðuðu fyrir hönd Fiskistofu, var dómtekið 15. október sl. en Landsbankanum var birt stefnan 3. febrúar á þessu ári. Var þess krafist, að Fiskistofa fengi ókeypis staðfest ljósrit af öllum gögnum um afurðalánavið- skipti bankans við Eldhamar á fyrrnefndu tímabili en bankinn eða stefndi krafðist þess aðallega, að málinu yrði vísað frá dómi. Samræmi á milli móttekins afla og afurða til skoðunar Upphaf málsins er það, að 22. maí 1996 fór Fiskistofa fram á það við Landsbankann, að hann léti af hendi gögn, sem tengdust afurða- lánum til Eldhamars vegna rann- sóknar á því hvort samræmi væri á milli móttekins afla samkvæmt opinberum skýrslum og þeirra af- urða, sem fyrirtækið framleiddi á fyrrnefndum tíma. Þessu hafnaði bankinn með bréfi dagsettu 6. júní 1996 og vísaði í því sambandi til ákvæða um þagnarskyldu í lögum um viðskiptabanka og sparisjóði. í máli stefnanda kom fram, að Eldhamar hefði hvorki uppfyllt kröfur laga um birgðatalningu né um bókhald og því væru umbeðin gögn nauðsynleg til að unnt væri að rannsaka mál fyrirtækisins með fullnægjandi hætti. Var vísað til ákvæða í lögunum um stjórn fisk- veiða þar sem segir, að bönkum og lánastofnunum sé skylt að láta ráðuneytinu eða Fiskistofu í té all- ar nauðsynlegar up_plýsingar vegna eftirlits með framkvæmd laganna. Undanþágafrá þagnarskyldu í lögunum um viðskiptabanka og sparisjóði segir, að forsvars- menn þeirra og aðrir starfsmenn séu bundnir þagnarskyldu um allt er varðar hagi viðskiptamanna þeirra „nema dómari úrskurði, að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum sam- kværnt". í málsvörn Landsbankans var því haldið fram, að þessa undan- þágu frá almennu reglunni um bankaleynd yrði að skýra mjög þröngt enda væri bankaleynd einn af hornsteinum bankastarfseminn- ar. Þess vegna væri bankanum óheimilt að veita óheftan aðgang „Hlýtur að hafa fordæmisgildi,“ segir fiskistofu- stjóri. Landsbank- inn telur höggvið að bankaleynd og íhugar áfrýjun að upplýsingum, sem skýrt gætu stöðu afurðabirgða Eldhamars hf. Gögnin tilbúin? Páll Þorsteinsson héraðsdómari, sem kvað upp dóm í þessu máli, bendir á, að stefna hafi verið birt í málinu 3. febrúar 1997 en 26. sama mánaðar hafi ríkislögmanni, sem fór með málið fyrir hönd stefn- anda, borist bréf frá Landsbankan- um þar sem tilkynnt var, að gögn- in um Eldhamar, sem Fiskistofa hefði beðið um, lægju nú loks fyr- ir. Var ríkislögmaður beðinn að nálgast þau hjá bankanum og í framhaldi af því að hefja það mál, sem þingfest hefði verið 4. febrúar sl., án kostnaðar fyrir hvorn aðila. Dómari segir ekki ljóst hvað farið hafi á milli stefnanda og stefnda eftir að þetta bréf barst en í greinargerð, sem Landsbank- inn lagði fram 25. mars 1997, hafi hann krafist þess, að málinu yrði vísað frá og til vara, að hann yrði sýknaður af kröfum stefn- anda. Verði sá málatilbúnaður ekki skilinn öðruvísi en svo, að bankinn hafi neitað að láta gögnin af hendi þrátt fyrir fyrrnefnt bréf. í niðurstöðu dómsins segir, að samkvæmt lögum sé Fiskistofu veitt víðtækt vald til að kalla eftir upplýsingum frá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum og því verði á það fallist, að undanþágan frá reglunni um bankaleynd eigi hér við. Þá er bent á, að það hafi hvergi komið fram fyrr en með greinargerð stefnda frá 25. mars 1997, að hann gæti ekki orðið við erindi stefnanda vegna ómögu- Ieika, sem aftur væri í mótsögn við bréf stefnda til ríkislögmanns frá 26. febrúar 1997 þar sem sagði, að „gögn þau sein Fiskistofa bað um eru nú fyrst tilbúin til afhend- ingar á skrifstofu undirritaðs“. Nánast lögregluvald Dómurinn hafnaði einnig þeim rökstuðningi Landsbankans, að 5. gr. upplýsingalaganna ætti hér við en þar er aðgangur almennings að ýmsum gögnum takmarkaður. Segir í dómnum, að Fiskistofa sé opinber stofnun með nánast lögregluvald á þeim sviðum, sem henni sé ætlað að sinna. Því teljist hún ekki til al- mennings. f Lokaniðurstaðan var sú, að stefnda, Landsbanka íslands, væri * skylt að láta Fiskistofu í té staðfest j" ljósrit af öllum gögnum sínum um afurðalánaviðskipti við Eldhamar á tímabilinu 1. jan. 1994 til 10. apríl 1996. Að auki var Landsbankanum gert að greiða stefnanda málskostn- að, kr. 300.000. Reynt á lögin í fyrsta sinn Þórður Ásgeirsson fiskistofu- jl stjóri sagði, að hér hefði verið um f grundvallarmál að ræða, sem ^ snerti í sjálfu sér ekki Eldhamar ! sérstaklega, heldur það hvort j Landsbankanum hefði borið að láta umbeðin gögn af hendi. „Við töldum, að lögin, sem við vinnum eftir, lögin um stjórn fisk- veiða, væru sérlög og féllu því undir undanþáguákvæðið í banka- lögunum. Okkur fannst það liggja | í augum uppi og á það féllst dómar- t inn. Þetta er í fyrsta sinn, sem á þetta reynir með þessum hætti, og " dómurjnn hlýtur að hafa fordæmis- 1 gildi. Ég á von á því, að framveg- is verði orðið vel við beiðni Fiski- stofu um gögn,“ sagði Þórður. Mjög höggvið að bankaleyndinni „Með þessum dómi er nánast ver- ið að lýsa yfír, að Fiskistofa sé eins % konar lögreglustofa, sem hún er ( ekki, og við, sem erum að reyna að g vemda okkar viðskiptavini, getum r ekki samþykkt, að einhvetjir aðilar komi og biðji um að fá að skoða allt um alla í áraraðir án þess að sérgreina eitt eða neitt. Með þessu er mjög höggvið að bankaleyndinni, sem er miklu víðtækari vemd fyrir fjármál einstaklinga en þessi dórnut' gefur tilefni til að ætla,“ sagði Bene- | dikt Guðbjartsson hjá Landsbankan- ... um. Sagði hann, að nú væri verið V að fara yfír dóminn en sjálfur kvaðst | hann telja líklegt, að honum yrði j áfrýjað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.