Morgunblaðið - 14.11.1997, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Hreppsnefnd Eyjafjarðarsveitar áfrýjar til Hæstaréttar
Samþykkt að afhenda
Matthíasi Möðrufell
Morgunblaðið/Kristján
ÞÓRARINN E. Sveinsson, formaður Vetraríþróttamiðstöðvar
íslands og forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Hermann Sigtryggs-
son, starfsmaður Akureyrarbæjar, og Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra ræða saman við upphaf ráðstefnu um vetraríþrótt-
ir sem nú stendur yfir á Akureyri.
Menntamálaráðherra á ráðstefnu
um vetraríþróttir
Tengsl við skóla
verði efld
MEIRIHLUTI hreppsnefndar Eyja-
fjarðarsveitar samþykkti á fundi í
fyrrakvöld að áfrýja dómi Héraðs-
dóms Reykjavíkur frá 11. nóvember
sl., varðandi jörðina Möðrufell, til
Hæstaréttar. I héraðsdómi var kröf-
um hreppsnefndar hafnað eða vísað
frá dómi. Jafnframt var samþykkt
samhljóða í hreppsnefnd að afhenda
Matthíasi Eiðssyni jörðina Möðru-
fell.
Matthías sagði í samtali við
Morgunblaðið að ekki væri endan-
lega ákveðið hvenær hann fengi
jörðina afhenta en rætt hefði verið
um þriðjudag í næstu viku. Matthí-
as hyggst stunda hrossabúskap að
Möðrufelli og hafði hann selt Bene-
dikt Hjaltasyni á Hrafnagili mjólk-
urkvótann, samtals 125.000 lítra
og kýmar. Hann sagði þá söiu
standa og kvótinn færi strax af
jörðinni. Auk þess yrði fljótlega
hafist handa við að breyta fjósinu
á Möðrufelli í hesthús.
Pétur Þór Jónasson, sveitarstjóri
Eyjafjarðarsveitar, sagði að jörðin
yrði afhent Matthíasi án kvaða og
AÐGERÐUM á bæklunardeild
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
hefur fjölgað mjög frá því deildin tók
til starfa, en þess var minnst að 15
ár voru í gær, 13. nóvmeber, liðin
frá því að starfsemi hennar hófst.
Fyrsta árið voru gerðar 413 aðgerð-
ir en þær vora í fyrra 924.
Þetta kom fram í máli Júlíusar
Gestssonar, yfirlæknis bæklunar- og
slysadeildar FSA. í fyrstu voru 13
rúm á deildinni en þeim fjölgaði í
15 og húsakynni stækkuðu þegar
slysadeild var flutt til innan sjúkra-
hússins. Þótt húsnæði hefði aukist
er enn að sögn Júlíusar nokkuð
þröngt á deildinni og horfa menn
vonaraugum út til nýbyggingar sem
risin er við sjúkrahúsið.
Aðgerðum hefur sem fyrr segir
fjölgað, en Júlíus sagði að þrátt fyr-
ir aukna starfsemi hefði kostnaður
ekki aukist að sama skapi.
Horft til Grænlands
Framtíðarsýn yfirlæknisins er bætt
þjónusta, m.a. með því að taka upp
nýjar aðgerðir, s.s. lenginga- og rétt-
ingaaðgerðir auk axlarliðsaðgerða,
einnig styttri biðtími og fleiri utan-
spítalaaðgerðir sem og að sérfræð-
það yrði hans að meta sína áhættu.
„Menn munu því ekki hafa af-
skipti af því hvemig Matthías hag-
ar sínum búskap. Málið fær flýti-
meðferð í Hæstarétti og dómur
gæti því fallið í janúar á næsta
ári,“ sagði Pétur.
Ekkert heyrt frá
hreppsnefndarmönnum
Matthías sagðist hafa átt von á
að heyra frá hreppsnefndarmönn-
um í gær. „Mér finnst það heldur
lágkúrulegt að hreppsnefndar-
menn skuli ekki hafa manndóm í
sér til að tala við mig sjálfir. Ég
hef ekkert gert á hlut þessara
manna og litið á mig sem þolanda
S málinu en ekki geranda, a.m.k.
það sem af er,“ sagði Matthías.
Hann sagðist heldur ekki geta
séð með hvaða rökum hreppsnefnd
ætlaði að vinna þetta mál fyrir
Hæstarétti, frekar en hjá ráðherra
eða í héraðsdómi. „Mér finnst
hreppsnefndarmenn alltaf snúa sér
öfugt í málinu og hefði haldið að
nóg væri komið.“
ingar deildarinnar gætu farið í önnur
sjúkrahús og heilsugæslustöðvar.
Telur Júlíus að verkefni muni aukast
í framtíðinni, m.a. muni öldraðu fólki
fjölga og þá muni verkefni flytjast
frá minni sjúkrahúsum á þjónustu-
svæðinu. Einnig er það mat yfirlækn-
is að þjónustusvæði bæklunardeildar
muni stækka, nú nær það frá V-
Húnavatnssýslu, norður og austur í
Múlasýslu. Ekki taldi hann útilokað
að fólk frá Vestfjörðum, a.m.k. norð-
urhluta þeirra, gæti allt eins sótt þjón-
ustu til Akureyrar f framtíðinni eins
og Reykavíkur og þá nefndi hann
Grænland, en Grænlendingar væru
að leita fyrir sér með sjúkrahúsþjón-
ustu annars staðar en í Danmörku.
Blikur á lofti
Baldur Dýrfjörð, formaður stjórn-
ar FSA, gerði fjárhagsvanda sjúkra-
hússins að umtalsefni, en hann sagði
miklar blikur á lofti, óveðursský
hrönnuðust upp því undirtekir við-
ræðna við fjárveitingavaldið lofuðu
ekki góðu. Baldur sagði að vandi
sjúkrahússins væri mikill, í rauninni
af þeirri stærðargráðu að jafngilti
því að leggja niður starfsemi bækl-
unardeildar en rekstur hennar kostar
rúmar 80 milljónir króna á ári.
Með 100 hross
í sveitina
Matthías keypti Möðrufell í sum-
ar og í kjölfarið gekk hreppsnefnd
inn í kaupin og seldi Valdemari
Jónssyni á Ytra-Felli jörðina. Matt-
hías kærði kaup hreppsnefndar til
landbúnaðarráðuneytisins, sem
felldi ákvörðun hreppsnefndar úr
gildi. Jafnframt var viðurkennt af
ráðuneytinu að hreppsnefndin
hefði glatað rétti sínum til að neyta
forkaupsréttar að jörðinni.
Þrátt fyrir úrskurð ráðuneyti-
sins neitaði hreppsnefnd að af-
henda Matthíasi jörðina og hefur
reksturinn verið í höndum Valde-
mars á Ytra-Felli. Hreppsnefnd fór
fram á það í Héraðsdómi Reykja-
víkur að úrskurður ráðuneytisins
yrði felldur úr gildi en því var
hafnað.
Matthías sagðist gera ráð fyrir
að fara með um 100 hross í Eyja-
ijarðarsveitina en hluti þeirra yrði
í landi annars bónda í sveitinni,
a.m.k. fram undir áramót.
í ljósaskiptunum
Sænskur
dagur
SÆNSKI barnabókarithöf-
undurinn Astrid Lindgren á
90 ára afmæli í dag, föstudag-
inn 14. nóvember og verður
hún áberandi í dagskrá nor;
rænu bókasafnsvikunnar, í
ljósaskiptunum á Amtsbóka-
safninu á Akureyri. Norræn
sögustund þar sem lesið verður
úr verkum afmælisbarnsins
hefst kl. 10.30. Á þijúbíó sýn-
ingu safnsins verður sýnd
myndin Ronja ræningjadóttir.
Einnig verður lesið, bæði á
sænsku og íslensku úr bókinni
um Ronju í dagskrá sem hefst
kl. 17. Haraldur Hauksson og
Pétur Pétursson syngja
gluntasöngva og Valgerður
Hrólfsdóttir bæjarfulltrúi segir
frá heimilisvini sínum, Astrid
Lindgren. Að hætti sænskra
verður boðið upp á saft og
snúða. Kvikmyndin „Lust och
fágring stor“ verður sýnd í
Borgarbíói kl. 18.30 og er að-
gangur ókeypis.
Rekstur tjaldsvæða
Akureyrarbæjar
Gengið til
samninga
við skáta
Á FUNDI bæjarráðs Akur-
eyrar í gær voru teknar upp
að nýju umræður um nýtt
tjaldsvæði að Hömram og er-
indi frá Skátafélaginu Klakki
um rekstur þess og tjaldsvæð-
isins við Þórunnarstræti.
Bæjarráð leggur til að haldið
verði við fyrri samþykkt bæjar-
stjórnar frá 7. mars 1995 um
uppbyggingu nýrra tjaldsvæða
að Hömram í tengslum við
útilífsmiðstöð skáta.
Jafnframt var bæjarverk-
fræðingi falið að ganga til
samninga við Skátafélagið
Klakk um rekstur tjaldsvæðis-
ins við Þórunnarstræti og
væntanlegra tjaldsvæða að
Hömram og leggja niðurstöð-
una fyrir bæjarráð.
VETRARÍÞRÓTTIR eru ræddar á
ráðstefnu sem nú stendur yfir á
Akureyri og Vetraríþróttamiðstöð
íslands stendur fyrir í samstarfi við
fleiri, en hún er haldin í Alþýðuhús-
inu. Björn Bjamason menntamála-
ráðherra flutti ávarp og lagði m.a.
áherslu á að tengsl miðstöðvarinnar
og skólanna yrðu efld, en mikill
áhugi væri fyrir samstarfí þeirra á
milli, m.a. hjá skíðaíþróttafólki. Rík-
ið mun leggja fram 10 milljónir
króna á ári næstu 5 ár til mann-
virkjagerðar og Akureyrarbær legg-
ur einnig fram fé til uppbyggingar,
en mörg og mikilvæg verkefni bíða.
Meðal framsögumanna á ráð-
stefnunni í dag verða Guðmundur
FIMMTÍU ára afmælis Æskulýðs-
félags Akureyrarkirkju verður
minnst við hátíðarmessu á sunnu-
dag, 16. nóvember. Stofnandi fé-
lagsins, séra Pétur Sigurgeirsson,
biskup og fyrrverandi sóknar-
prestur á Akureyri, og eiginkona
hans Sólveig Ásgeirsdóttir verða
heiðursgestir á hátíðinni.
Síðustu ár hefur nokkur lægð
verið í starfi félagsins, félags-
menn færri en fyrr á árum en
nú bendir margt til að þróttur sé
að færast í félagið að nýju og
fjölgar þeim sem sækja fundi
þess. Unnið er að áætlun um upp-
kyggin&u æskulýðsstarfsins inn-
an safnaðarins í samstarfi við dr.
SigurðÁma Þórðarson á biskups-
stofu. Á afmælisdegi félagsins,
sem var 19. október síðastliðinn
vom um 30 unglingar á árlegu
landsmóti æskulýðsfélaga í
Vatnaskógi og er það einn stærsti
hópur sem farið hefur frá félag-
inu á slíka samveru um árabil.
Risakaka sem mótsgestir gerðu
góð skil var bökuð í lok mótsins
í tiiefni af afmælinu.
Hátíðarmessa
Nú verður haldið upp á afmælið
heima og em eldri og yngri
æskulýðsfélagar hvattir til að
fjöimennatil hátíðarmessu í
kirkjunni kl. 14 á sunnudag.
Prestarair, sr. Birgir
Snæbjömsson og sr. Svavar A.
Jónsson þjóna fyrir altari, sr.
Pétur Þórarinsson fyrrum
æskulýðsfélagi prédikar, Kór
Akureyrarkirkju syngur undir
Karl Jónsson, skíðarekstrarfræð-
ingur og aðstoðarforstjóri hjá
Lemko, bandarísku fyrirtæki sem
framleiðir ýmsan búnað til snjó-
framleiðslu, og mun hann fjalla
sérstaklega um möguleika á slíkri
tækni hér á landi. Claes Göran
Wallin, margreyndur sænskur
landsliðsmaður, fjallar um frum-
kennslu á skautum og kennslu
barna og unglinga á náttúruís og
Paul Speight frá Bandaríkjunum
ræðir um aðstöðu og möguleika
fatlaðra til vetraríþróttaiðkunar.
Hann er forstjóri fyrirtækis sem
sérhæfir sig í framleiðslu hjálpar-
tækja og búnaðar til að auðvelda
fötluðum að stunda vetraríþróttir.
stjórn organista, Björns Steinars
Sólbergssonar og Barnakór
Akureyrarkirkju undir stjórn
Jóns Halldórs Finnssonar,
fyrrverandi og nýverandi
æskulýðsfélagar aðstoða og
sungnir verða æskulýðssöngvar.
Eftir messu verður kaffisala
Kvenfélags kirkjunnar og sögur
úr starfi félagsins verða rifjaðar
upp, myndir skoðaðar og sungnir
æskulýðssöngvar.
Margir starfsmanna kirkjunnar
eru fyrrverandi félagar.
Gunnlaugur P. Kristinsson, fyrsti
formaður þess, er enn að störfum
innan veggja kirkjunnar, en hann
er annar meðhjálpara hennar.
Hinn meðhjálparinn, Heiðdís
Norðfjörð, er einnig fyrrverandi
félagi.
Kynna sér líf í klaustri
Fundir Æskulýðsfélags
Akureyrarkirkju era kl. 17 á
sunnudögum í kapellunni og eru
nýir félagar velkomnir.
Framundan er fundur þar sem
fjallað verður um stjörnuspár og
trúverðugleika þeirra, þá ætla
æskulýðsfélagar af fara saman
út að borða og einnig verður
haldinn jólafundur. Farið verður
í ferðalag til Stykkishólms eftir
áramót og dvalið hjá nunnunum
sem ætla að kynna ungmennunum
lífið innan veggja klaustursins og
loks má nefna að verið er að safna
í ferðasjóð en ætlunin er að
heimsækja æskulýðsfélag innan
evangelísku kirkjunnar í borginni
Bochum í Þýskalandi.
Morgunblaðið/Kristján
JÚLÍUS Gestsson, yfírlæknir bæklunardeildar FSA, fór yfir söguna.
Bæklunardeild Fj órðungssjúkrahúss-
ins á Akureyri 15 ára
Verkefni auk-
ast og þjónustu-
svæði stækkar
Æskulýðsfélag
Akureyrar-
kirkju 50 ára