Morgunblaðið - 14.11.1997, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 17
AKUREYRI
Kiwanis-
skákmót
grunn-
skólanema
KIWANISSKÁKMÓTIÐ, sem
Kiwanisklúbburinn Kaldbakur
á Akureyri hefur staðið fyrir
undanfarin ár meðal grunn-
skólanema í bænum verður
haldið í Lundarskóla og hefst
það kl. 11 á morgun, laugar-
daginn 15. nóvmeber.
Rétt til þátttöku hafa allir
grunnskólanemendur á Akur-
eyri og er keppt í nokkrum ald-
ursflokkum. Veitt verða verð-
laun í öllum aldursflokkum auk
þess sem allir keppendur fá sér-
staka viðurkenningu fyrir þátt-
tökuna. Ekkert þátttökugjald
er og er keppendum séð fyrir
hressingu meðan á mótinu
stendur.
Kvenfélag
Akureyrarkirkju
Fjáröflunar-
dagur
FJÁRÖFLUNARDAGUR
Kvenfélags Akureyrarkirkju
hefur verið þann sunnudag sem
næstur er afmæli kirkjunnar,
17. nóvmeber, og verður hann
nú á sunnudag. Eftir messu
verður félagið með kaffísölu,
lukkupakkasölu og kökubasar í
Safnaðarheimilinu og mun borð
að venju svigna undan kræsing-
um.
Kvenféiag Akureyrarkirkju
hefur frá stofnun beitt sér fyr-
ir að fegra kirkjuna og styðja
það starf sem þar fer fram og
hefur félagið fært kirkjunni
margar góðar gjafir.
Jónasarkvöld
í Þelamerk-
urskóla
SVEITUNGAR Jónasar Hall-
grímssonar skálds og náttúru-
frasðings, sem fæddur var á
Hrauni í Öxnadal 16. nóvember
1807, ætla að heiðra minningu
hans með kvöldvöku í Þelamerk-
urskóla næstkomandi sunnu-
dagskvöld kl. 20.30. Fæðingar-
dagur skáldsins hefur verið út-
nefndur Dagur íslenskrar tungu.
Á þessu Jónasarkvöldi flytur
Erlingur Sigurðarson kennari
og rithöfundur pistil um daglegt
mál og nemendur úr Þelamerk-
urskóla og Tónlistarskóla Eyja-
flarðar lesa upp og flytja tón-
list. Afhjúpaður verður skjöldur
með mynd af Jónasi. í lok kvöld-
vökunnar gefst færi á að spjalla
saman yfir kaffi sem nemendur
elstu bekkja skólans selja.
Baldursbrá
með basar
KVENFÉLAGIÐ Baldursbrá
heldur köku- og munabasar í
anddyri Glerárkirkju á morg-
un, laugardaginn 15. nóvem-
ber kl. 15.
Konurnar hafa komið saman
einu sinni í viku frá því í haust
og búið til fallega jólamuni, en
englar af ýmsum gerðum eru
áberandi á basamum.
MESSUR
LAUFÁSPRESTAKALL:
Kyrrðar- og bænastund í
Grenivíkurkirkju kl. 21 á
sunnudagskvöld, 16. nóvem-
ber.
Morgunblaðið/Kristján
Toghleri notaður í
skjólvegg
VIÐ starfsmannainnganginn iyá
Útgerðarfélagi Akureyringa hf.
hefur verið settur upp skjólvegg-
ur, sem þykir ekki i frásögur
færandi. Hins vegar vakti nokkra
athygli að í skjólvegginn var not-
aður stór og mikill toghleri í eigu
félagsins. Hlerinn hafði orðið fyr-
ir skemmdum og í stað þess að
henda honum til hliðar þótti upp-
lagt að nota hann sem hluta af
skjólveggnum. Á myndinni eru
starfsmenn á vélaverkstæði ÚA
að festa hlerann við innganginn.
Zontaklúbbur Akureyrar
Dagskrá í Nonnahúsi
FJÖRUTÍU ár eru á sunnudag, dag. Þráinn Karlsson leikari les
16. nóvember, frá því Zontaklúb- valda kafla úr bókum Nonna og
bur Akureyrar opnaði minninga- Hörður Kristinsson spilar á
safn um jesúítaprestinn og rit- harmonikku.
höfundinn Jón Sveinsson, Nonna, Boðið verður upp á kaffi og
en það var á aldarafmæli hans . meðlæti að dagskrá lokinni. Allir
Áf þessu tilefni mun Zonta- er velkomnir og er aðgangur
klúbbur Akureyrar efna til dag- ókeypis. Safnið verður opið frá
skrár í Nonnahúsi kl. 15 á sunnu- kl. 14.30 til 17.
Haldið í Oddfellowhúsinu á Akureyri, laugardaginn 15. nóvember 1997 kl. 9.15.
Fundarstjóri: Ásgeir Magnússon — Skrifstofu atvinnulífsins, Akureyri.
1. ráðstefna af fjórum
í ráðstefnuröð
Samgönguráðuneytisins og
Rannsóknastofnunar Háskólans
á Akureyri.
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis
Þáttaka tilkynnist í síma 4630900, fax 4630999, netfang: maria.is
Stutt revkvísk dæmisaaa
Þú kaupir þér
geggjaða tölvu og
prentara hjá BT.
Tölvum á aðeins
129.990 kr.
Þú skemmtir þér svo
vel við vélina að þú
gleymir stefnumóti
við kærustuna !
Þar sem þú skemmtir
þér svo konunglega á
netinu að það er
alltafá tali hjá þér.
Það er 14 ára bróðir
þinn.
Hann gerir hana
fljótlega ólétta !
og skilur þig eftir
til að passa
krakkann.
Stuttu seinna hættir
kærastan að hafa
samband og byrjar
með öðrum strák.
Mamma þín fær
taugaáfall og fer til
Dublin.
En hvað með það, þú getur jú
alltaf leikið þér í þessari frábæru
tölvufrá BT.Tölvum.
Tölva & Prentari
Targa tum
Targa eru þýskar gæðatölvur
200MMXAMDK6
AMD K6 er notaður ma. í IBM tölvum
32 MB innra minni
32mb er minni í meðalvél í dag
3200 MB Quantum harður d.
Gott geymslupláss í þessari vél
15 tommu Targa skjár
Góður skjár m/tiðnina 85hz i 1024x768
ATI2MB 3D booster skjákort
Gott skjákort með þrívíddarmöguleikum
24 hraða geisladrif
Hljóðlátt, vandað og hraðvirkt drif
Soundblaster 16 hljóðkort
Gott kort sem klikkar ekki frá Creative
240 watta Juster hátalarar
Dúndurhljómur við leik og störf
33.600 bás radd & faxmótald
Góður hraði á netinu, 2 mán. fylgja.
HP 400L litaprentari
Nettur og skemmtilegur prentari.
Win 95 lyklaborð og mús
Tæki sem gott er að vinna við
Windows 95 stýrikerfi + bók
Frábær uppsetning á Windows fylgir
Staðgreiðsluverð
129.990 kr
BT.TOLVUR
ÖRUGGT 0G ÓDVRT
Grensásvegi 3 • Sími 5885900 • Fax 5885905
www.bttolvur.is • Netfang : bttolvur@7nmedia.is
Opið virka daga 10-19 • Opið laugardaga 10-16