Morgunblaðið - 14.11.1997, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
%
Morgunblaðið/Þorkell "
STEFNT er að því að flytja inn í nýtt húsnæði ísfells öðrum
hvorum megin við áramótin, en nú er verið að klæða það utan.
Isfell hf. kaupir
veiðarfæradeild IS
Seaflower Whitefish í Namibíu
Mikill niðurskurður á
kvóta veldur erfiðleikum
ÍSFELL hf. í Reykjavík hefur keypt
veiðarfæradeild íslenzkra sjávaraf-
urða og verður starfsemi hennar sam-
einuð Isfelli, en fyrst og fremst er
um kaup á lager að ræða. ísfell er
nú að byggja 2.000 fermetra hús við
Fiskislóð og verður öll starfsemi fyrir-
tækisins og tengdra fyrirtækja flutt
þangað innan skamms.
Pétur Bjömsson, stjómarformaður
ísfeils, segir að þessi starfsemi hafi
ekki fallið nægilega vel að annarri
starfsemi ÍS og því hafí veiðarfæra-
deildin verið til sölu. „Það náðist sam-
komulag milli okkar um verð, en
þama er fyrst og fremst um að ræða
kaupa á veiðarfæralager. Þessi starf-
semi feilur hins vegar vel að okkar
starfsemi og við munum leitast við
að halda þeim viðskiptum sem veiðar-
færadeild ÍS hafði. Umsvif hennar
voru ekki það mikil að kaupin hafi
mikil áhrif á rekstur ísfells, en við
vonumst samt til að hagkvæmnin
aukist við þessi kaup,“ segir Pétur.
ísfell hefur sérhæft sig í innfiutn-
ingi fyrir togveiðar, bæði troll og
dragnót, en selur einnig nótaefni og
nótaflot og hefur á boðstólum ýmsan
búnað til annarra veiða. 10 til 12
manns starfa hjá fyrirtækinu.
ísfell er nú til húsa í eigin hús-
næði að Fiskslóð, en það húsnæði er
til sölu. Fyrirtækið er nú að Ijúka
byggingu á nýju húsi við Fiskislóð
82. Það er um 1.400 fermetrar að
grunnfleti en hluti þess er á tveimur
hæðum og fjöldi fermetra því alls um
2.000. Öll starfsemi ísfells verður
flutt í nýja húsið öðrum hvorum meg-
in við áramótin. ísfell keypti veiðar-
færadeild LÍÚ í desember 1993 og
hefur nú selt það húsnæði sem henni
fylgdi og hefur sú starfsemi einnig
verið sameinuð ísfelli í nýja húsinu.
Þá verður starfsemi Álftatfells, sem
er að hluta til í_eigu ísfells, einnig í
nýja húsinu, en Álftafell selur notaðar
fiskvinnsluvélar. Loks verður starf-
semi útflutningsfyrirtækisins Marex
flutt í nýja húsið. Marex er að meiri-
hluta í eigu eigenda ísfells.
NÚ er verið að kanna mögulega sam-
vinnu eða samruna sjávarútvegsfyrir-
tækjanna Seaflower Whitefish og
dótturfélags Sea Harvest í Namibíu,
Lalandii en íslenzkar sjávarafurðir
hf. eiga tæp 20% í fyrmefnda fyrir-
tækinu, hafa tekið þátt í rekstri þess
og selt afurðir þess. Mikill niðurskurð-
ur á lýsingskvóta við Namibíu hefur
valdið erfíðleikum í rekstri fyrirtækj-
anna og því er þessi leið nú í athugun
að sögn Benedikts Sveinssonar, for-
stjóra ÍS. „Þrátt fyrir þessa erfíðleika
hefur samstarfið við Namibíumenn
skilað okkur meiri tekjum en útgjöld-
um,“ segir Benedikt.
Tveir togarar seldir og
einn leigður
Seaflower Whitefísh er að 80% í
eigu namibískra stjórnvalda, en ís-
lenzkar sjávarafurðir gengu til liðs
við fyrirtækið fyrir nokkrum árum.
ÍS lagði þá til skip, togarann Rex,
tæki og tækniþekkingu auk nokkurra
fjármuna í hlutafé. Kannanir á af-
komu lofuðu góðu og skýrslur um
ástand lýsingsstofnins gáfu til kynna
aukningu kvóta í framtíðinni. Það
stóðst hins vegar ekki og hefur heild-
arkvótinn verið skorinn verulega nið-
ur. „Kvóti Seaflower nú er aðeins
um 9.500 tonn og það dugir einfald-
lega ekki til að reka fyrirtækið með
hagnaði eins og það er byggt upp
og því hefur reksturinn ekki gengið
vel,“ segir Benedikt Sveinsson.
Hann segir að vegna þessa hafi
tveir slökustu togarar fyrirtækisins
verið seldir og frystitogarinn Sea-
Meðal annars rætt
um samruna eða
samstarf við dótt-
urfélag Sea Har-
vest, Lalandii
flower verið leigður til veiða fyrir
annað fyrirtæki. Á tímabili í haust
hafi frystihúsinu verið lokað vegna
lítils kvóta og vegna þess að togarinn
Rex hafi verið í slipp. Nú sé hann
kominn á veiðar ásamt öðru skipi,
sem tekið hafí verið á leigu, og
vinnsla sé í frystihúsi fyrirtækisins.
Líkur á auknum kvóta
„Stjórnvöld í Namibíu eiga 80% í
Seaflower og málefni fyrirtækisins
hafa tvívegis verið tekin fyrir á fundi
ríkisstjórnarinnar. Jafnframt hefur
verið rætt um samruna eða samein-
ingu við sjávarútvegsfyrirtækið La-
landii, en framvinda mál er enn ekki
ljós. Fyrirtækið þarf 13.000 til
15.000 tonna lýsingskvóta til að geta
gengið, því ekki er um aðrar veiðar
að ræða. Flest bendir nú til að kvóti
verði aukinn strax á næsta ári, en
hann hefur ekki verið gefinn út enn.
Líklega verður hann gefinn út í
tvennu lagi, fyrst til loka marz og
síðan til ársloka.
Þreyja þorrann og góuna
Fyrirtækið þarf aukinn kvóta til
að geta starfað áfram og fari svo
gæti það verið sterkt fyrir ÍS að auka
hlut sinn í því. Við höfum viljað þreyja
þorrann og góuna. Þó erfiðleikar séu
á stundum er gott úthald við erlend
verkefni nauðsynlegt og margt hefur
í raun gengið vel. Markaðssetning
afurðanna hefur gengið vel og veið-
amar einnig að því marki sem veiði-
heimildir leyfa. Verði kvótinn aukinn
á ný ætti framtíðin því að vera björt,“
segir Benedikt Sveinsson.
-----, ♦ «-----
Tólf nýjar
tegrmdir
botndýra
SÍÐUSTU fimm árin hafa fundizt
12 tegundir botndýra við Island, sem
áður voru óþekktar í heiminum. Dýr-
in hafa fundizt við rannsóknarverk-
efnið Botndýr á íslandsmiðum (BIO-
ICE), sem nú hefur staðið í fimm ár.
Þekktar eru tæplega 2.000 teg-
undir íslenzkra botndýra, en áætl:
aður fjöldi þeirra er um 4.000. í
verkefninu hefur áherzla verið lögð
á að gera grein fyrir áður óþekktum
tegundum, eða nýjum upplýsingum
um útbreiðslu tegunda sem ekki var
áður vitað um á Islandsmiðum. Verk-
efnið er unni á vegum umhvefísráðu-
neytisins í samstarfi við helztu stofn-
anir þjóðarinnar á sviði sjávarlíf-
fræði.
.áhrifaríkt að klappa
saman lófunum og
hrópa: Yahooo.“
lltgfJÍ
asttrtW®'00
Sveinn Guðjónsson hittir Snörurnar og lærir línudans.
í blaðinu á laugardaginn.