Morgunblaðið - 14.11.1997, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 25
ERLEKT
Heimili
Suu Kyi
girt af
SAN Suu Kyi, leiðtogi stjórn-
arandstöðunnar í Búrma,
komst ekki á fund í stjórn-
málaflokki
sínum í gær
þar sem
stjórnvöld
höfðu látið
girða heimili
hennar af.
Mótmæltu
flokksfélag-
ar hennar
ákaflega en
stjórnvöld svöruðu því til að
flokkurinn hefði ætlað að ógna
friði og stöðugleika í
höfuðborginni Rangoon.
Kanadamenn
framlengja
frest
RÁÐHERRAR fylkja og í rík-
isstjórn Kanada hafa ákveðið
að lengja frestinn til að ná
niður útblæstri gróður-
húsalofttegunda um tíu ár.
Samkvæmt Río-sáttmálanum
hafði Kanada fallist á að árið
2000 yrði útblásturinn hinn
sami og árið 1990 en nú hafa
ráðherrarnir ákveðið að fram-
lengja það til ársins 2010.
Framkoma
ljósmyndara
„ótrúleg“
SÁ SEM fyrstur kom að
bílslysinu sem Díana
prinsessa lét lífið í, segir að
framkoma ljósmyndara hefði
verið „ótrúleg" og að mynda-
vélarnar hefðu verið „eins og
vélbyssur“. Vitnið, Stephane
Darmon, segir ennfremur í
viðtali við The Guardian að
bifreið Díönu hefði verið ekið
„nánast á hljóðhraða".
Yerkfall hjá
Air France
NOKKRIR tugir flugmanna
hjá Air France hófu í gær
tveggja daga verkfall en tals-
menn flugfélagsins fullyrtu að
verkfallið hefði lítil áhrif,
aðeins um 4% flugferða hefðu
fallið niður.
Hert öryggis-
gæsla í Pakistan
Karachi, Kuala Lunipur. Reuters.
LÖGREGLA í Pakistan var í
viðbragðsstöðu og öryggisgæsla
við bústaði erlendra sendimanna í
landinu var hert eftir að hótanir
bárust um frekari árásir í kjölfar
þess að fjórir Bandaríkjamenn og
einn Pakistani voru mjrtir í hafn-
arborginni Karachi á miðvikudag.
Talsmaður lögreglunnar sagði
að gæsla væri við allar leiðir út úr
Karachi. Bandaríska utanríkis-
ráðuneytið varaði bandaríska rík-
isborgara, sem eru á ferð erlendis,
við hugsanlegum hefnd-
araðgerðum vegna dóms yfir
Ramnzi Yousef fyrir sprengju-
tilræði í World Trade Center-
byggingunum í New York 1993.
Að sögn ráðuneytisins hafa ekki
borist hótanir gegn tilteknum ein-
staklingum, en bandarískir ríkis-
borgarar ættu að hafa varann á
sér erlendis „í ljósi mögulegra
ógnana“. Bandaríska sendiráðið í
Malasíu greindi frá því að hringt
hefði verið í það og hótað að myrða
fjóra Bandaríkjamenn þar í landi.
Gefin var út aðvönm til Banda-
ríkjamanna í landinu.
Bandaríkjamennh’nir fjórir sem
byssumenn myrtu í Karachi á
miðvikudag voru starfsmenn olíu-
fyrirtækisins Union Texas, og
Pakistaninn var bílstjóri þeirra.
Pakistanskur embættismaður
sagði í gær að markmið morðingj-
anna hafi verið að etja til óaldar í
landinu til þess að væntanlegum
heimsóknum Madeleine Albright,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
og Bills Clintons, forseta, yrði
aflýst.
Albright er vætnanleg til
Pakistan í næstu viku og Clinton
mun koma þar við snemma á
næsta ári. Áð sögn embættis-
mannsins hafa engar breytingar
orðið á þessum áætlunum.
Netanyahu
í London
London. Reuters
BENJAMIN Netanyahu, forsætis-
ráðherra Israels, kom til Bretlands í
gær þar sem hann mun eiga
viðræður við breska og bandaríska
ráðamenn.
Netanyahu hitti William Hague,
formann Ihaldsflokksins, í gærmorg-
un og síðar um daginn stóð til að
hann hitti bæði Tony Blair forsætis-
ráðheiTa og Robin Cook utanríkis-
ráðherra.
Talið var að Netanyahu myndi
freista þess að vinna stuðning
breskra ráðamanna við þær hug-
myndir sínar að leggja áfangaáætlun
Óslóarsamkomulagsins til hliðar og
ganga þess í stað beint til
lokaviðræðna við Palestínumenn um
yfirráð á herteknu svæðunum.
Breskir ráðamenn hafa áður lýst
því yfir að þeir styðji kröfu Banda-
ríkjamanna þess efnis að Israels-
stjórn frysti byggingarframkvæmdir
gyðinga á herteknu svæðunum.
Blóðug' átök í maf-
íu heyrnarlausra
MORÐ framið á götum Moskvu-
borgar hefur varpað ljósi á óhugnan-
legar bai-áttuaðferðir sem tíðkast
innan samtaka fatlaðra í borginni.
Hefur athyglin einkum beinst að
mafíu heyrnarlausra, þar sem öll
meðöl virðast leyfileg.
Nótt eina fyrir skömmu stöðvaði
lögreglan í Moskvu svartan BMW
sem var ekið á ógnarhraða í
miðborginni. Prír menn voru í bíln-
um og sá sem sat við hlið ökumanns-
ins var látinn.
Fljótlega koro í ljós að hinn látni
hét Levoni Dzjikía, betur þekktur í
undirheimum Moskvuborgar sem
Leo. Þegar skilríki hans voru skoðuð
reyndist hann starfa hjá samtökum
sem kallast ,„41þjóðasamtök heyi-n-
arlausra“. Tvímenningarnh- sem
voru handteknir á staðnum voru
einnig heyrnarlausró og störfuðu inn-
an sömu samtaka. Málið vakti mikla
athygli enda vai' það talist tengjast
fjölda morða innan samtaka fatlaðra.
Hófu fjölmiðlar rannsókn á því sem
leiddi í ljós ótrúlega sögu.
Síðasta kvöldið sem Leo lifði var
honum boðið í klúbb heyi’narlausra í
Moskvu þar sem vinir hans færðu
honum spánnýtt amerískt heyrn-
artæki. Undir miðnætti hugðist Leo
halda heim á leið og gekk út að
BMW-bifreið sinni. Þá bar þar að
mann sem skiptist á nokkrum orðum
við Leo en dró síðan upp byssu og
skaut hann. Leo féll til jarðar mikið
særður en vinir hans tveir, sem sátu
á nálægu kaffihúsi, sáu hvað gerðist
og flýttu sér til Leos.
Hann bað þá um að aka sér að
einkasjúkrahúsi þar sem vinur hans
var skurðlæknir en á leiðinni blæddi
honum út, rétt áður en lögreglan
stöðvaði bifreiðina.
Þegar farið var að kanna feril hins
látna kom í ]jós að hann hafði ekki
verið neinn engill. Hann var 32 ára
en hafði setið tíu ár í fangelsi. Leo
hafði gengið til liðs við mann sem
kallaður var Nejman og var nokkurs
konar guðfaðir í hópi heyrnarlausra
afbrotamanna. Ætlaði Nejman að
leggja undrö sig öll fyrirtæki og
félög sem tengdust samtökum
he.yrnarlausra í Rússlandi.
Þegar ráðist var á Nejman og
hann stunginn hvað eftir annað með
hnífi sá hann sig um hönd og eftirlét
Leo völdin. Honum tókst, ásamt
aðstoðarmanni sem kallaðist „Mao“,
að ljúka ætlunarverki Nejmans.
BMW-bifreið Leos bendir til þess að
starfsemin hafi gefið vel af sér.
Leo er ekki eina fórnarlamb
morðöldu sem riðið hefur yfir félög
heyrnarlausra í Moskvu. I febrúar
sl. var Vladimh- nokkur Orlov, sem
var frammámaður í samtökunum,
myrtur er hann ók bifreið sinni og í
september var forseti félags heyrn-
arlausra í Moskvu skotinn fyrir utan
heimili sitt. Fyrir réttu ári var for-
seti samtaka heyrnarlausa í Rúss-
landi skotinn undir stýri í jeppa sín-
um er hann var á leið til sumarhúss
síns. Lögreglunni hefur ekki tekist
að hafa upp á neinum morðingjanna.
Ástæðan fyrir þessum laun-
morðum eru hlunnindi sem Borís
Jeltsín Rússlandsforseti hefur veitt
ýmsum samtökum fatlaðra. Þurfa
þeir ekki að greiða tolla af þeim
vörum sem þeir flytja inn. Félag
heyrnarlausra hefur svo sannai'lega
notfært sér það, það hefur sett á fót
fjölda verslana sem velti um 160
milljónum dala, um 11,5 milljörðum
ísl. kr., árið 1994.
Byggt á Aftenposten.
RONNIE Biggs, lestarræninginn
frægi sem flúði úr brezku fangelsi
fyrir 32 árum, fagnaði með
kampavíni úrskurði Hæstaréttar
Brasilíu, sem í fyrradag ákvað
einróma að hafna beiðni brezkra
stjórnvalda um framsal hans.
„Mér líður stórkostlega. Þetta
er dásamlegt," sagði Biggs þegar
hann fór frá húsi sínu í hlíðum
Rio de Janeiro í bifreið
lögfræðings síns áleiðis á
blaðamannafund.
Með úrskurði réttarins þarf
Biggs ekki framar að óttast að
verða framseldur frá Brasilíu,
þar sem hann hefur búið sem
löghlýðinn þegn í 27 ár. Hann
segist nú ætla að sækja um
brasilískan ríkisborgararétt, en
hann á 23 ára gamlan son með
innfæddri vinkonu. Útsendarar
brezkrar réttvísi höfðu tvisvar
sinnum reynt að koma Biggs úr
landi í þeim tilgangi að koma
honum undir lás og slá á ný, en
þær tilraunir mistókust.
Biggs, sem varð 68 ára í ágúst
sl., mun ekki eiga neinn afgang
af ránsfengnum úr ráninu 1963,
þegar hann og félagar hans
rændu póstlest á leiðinni frá
Glasgow til Lundúna. Hann hef-
ur Iifað á bókaskrifum og því að
láta ferðamenn borga fyrir að
taka þátt í garðveizlum hjá sér.
Og nú hyggst hann hasla sér völl
á tónlistarsviðinu. Hann er búinn
að taka upp lögin „Run to Rio“
og „Police and Thieves", sem
verður dreift á geisladiski í
Evrópu fljótlega.
Ath! erum Laugavegi 40a. Nærbuxur fylgjn íríti