Morgunblaðið - 14.11.1997, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Nýjar bækur
• KÆRI Keith er eftir Jóhönnu
Kristjónsdóttur. Jóhanna hefur
sent frá sér allmargar bækur,
skáldsögur, ferðasögur og met-
sölubókina Perlur og steinar sem
fjallar um
stormasöm
hjónabandsár
hennar og hins
þjóðþekkta rit-
höfundar, Jök-
uls Jakobsson-
ar.
I bókinni
Kæri Keith
segir Jóhanna
frá ástarsam-
bandi sínu við
kvæntan mann, Keith R. Flatman,
stjórnarformann og framkvæmda-
stjóra tryggingarfélags í Sydney í
Astralíu. „Þau hittast fyrir tílvilj-
un á hótelbar í London, taka tal
saman og eiga saman ástarfund. I
framhaldi af því hefja þau bréfa-
skipti sem ganga í fyrstu stirðlega
en að því kemur áð þau ákveða að
hittast aftur í fjarlægu heimshorni
og þar með fer samband þeirra að
verða meira,“ segir í kynningu.
Útgefandi er Fróði. Kæri Keith
er 152 bls. Kápu hannaði Hildur
Bjömsdóttir. Bókin er prentuð og
bundin í Prentsmiðjunni Odda hf.
Verð kr. 2.990 m. vsk.
• DUGGA frönsk og framboðs-
fundir - Nokkrir þættir um fólk-
ið og lífíð í landinu - er eftir Vil-
hjálm Hjálmarsson fyrrverandi
menntamála-ráðherra.
I kynningu
segir: „Vil-
hjálmur fer á
kostum sem
sögumaður eins
og löngum fyrr.
Hann rekur
forvitnilega
ástar- og ör-
lagasögu
fransks skip-
stjóra og ís-
lenskrar
heimasætu á 19. öld, rifjar upp
snjöll tilsvör og fyndin atvik á
framboðsfundum, greinir frá for-
sögu tengingar hringvegar 1974
og forvitnilegum umræðum hvort
brýr á Skeiðarársandi geti staðist
hlaup, segir frá skörpum ágrein-
ingi um hentugustu „sjávargötu"
Héraðsbúa - og lýsir dæmigerð-
um tilburðum strjálbýlisfólks við
„vegarruðslu“ um torleiði áður.
Utgefandi er Æskan. Bókin er
214 bls. með fjölda mynda. S.
Jóna Hilmarsdóttir setti texta og
braut bókina um. Prentsmiðjan
Oddi hf. annaðist filmuvinnu,
prentun og bókband. Ljósmynd á
kápu (af duggum) tók Björn
Björnsson. XYZETA auglýsinga-
stofa hannaði kápu.
• MEÐ bros í bland - minninga-
brot er heiti bókar Magnúsar
Óskarssonar, íyrrverandi borgar-
lögmanns. í bókinni lítur Magnús
yfir sviðið og rifjar upp kynni sín
af „skemmti-
legum og
merkilegum
mönnum"; seg-
ir frá fyndnum
atvikum,
skrítnum lög-
fræðimálum og
ferðalögum
víða um heim,
Magnús svo dæmi séu
Óskarsson nefnd um efni
bókarinnar.
Meðal þeirra sem hann nefnir
til sögunnar eru Gunnar
Thoroddsen, Ólafur Thors, Ólafur
Jóhannesson, Guðmundur Jaki,
Gunnar Huseby og Sverrir Her-
mannson. Skáldin Steinn Stein-
arr, Tómas Guðmundsson og Jök-
ull Jakobsson koma við sögu
ásamt Jónasi stýrimanni, Sigurði
Ólasyni hrl. og fleiri starfsbræðr-
um og samstarfsmönnum Magn-
úsar. Ymsir kynlegir kvistir eru
Magnúsi einnig hugleiknir eins og
Pétur Hoffmann, Ljón Norðurs-
ins, Stefán frá Möðrudal og Lási
kokkur að ógleymdum Jóni
kadett.
„Magnús dregur upp ógleyman-
lega mynd af Akureyri æsku sinn-
ar og honum eru háskólaárin eft-
irminnileg. Hann rifjar upp gam-
ansamar sögur frá síldarsumrum
til sjós og lands og segir meðal
annars hlýlega og skemmtilega
frá Raufarhöfn og fólkinu þar“,
segir í kynningu.
Útgefandi er Bókafélagið. Bók-
in er 248 bls., prýdd 50 ljósmynd-
um. Leiðbeinandi verð er kr.
3.480.
Jóhanna
Kristjánsdóttir
Jólahlaðborð
Listaskálans í Hveragerði
Nú þcgar aðventan nálgastkominn t,ími til að
huga að jólastemmningunni ;Og þeim góðu
kræsingum er herini fylgja.
Pé eru.fáir staðir betur.upplagðir heldur en
Lislaskálinn i Hveragerði þar sem hlaðborðið
avignar undan krásunum og jólagleðin ræður ríkjum.
Jólahlaöborðjð býrjar 27. nóvember og
vefóur allar helgar fram. til 21 desember.
Hláþpíðið bjóðjim viðjíka. Jiópum,./)'rir.20 manns
og íléifi 'alla vifka daga.
<Skötuveisla verður á hádcgi borláksmessu þarscm v
estfirsk skata, hnöðmör og hamsar vcrða é borðum.
ftúist er við'góðri:þátttöku, tryggið jkkur því borð
tímanlega og njotið hátiðanna.
Listflskálínn í Hveragerði,
Austurmörk 21, 810 Hveragerði.
ftorðapantanir í síma 483 4858.
Fax 483 4857.
CYNDY Sherman, án titils, 1981.
Leikhús raunsæisins
MYNPLIST
Kjarvalsstaðir
LJÓSMYNDAVERK
30 AMERÍSKIR LJÓSMYNDARAR
Opið alla daga frá 10-18. Til 22. nóv-
ember. Aðgangur 300 krónur. Sýn-
ingarskrá 1.200 krónur.
„LÍFIÐ sjálft er ekki raunveru-
leikinn, Það erum við sjálf sem gæð-
um stokka og steina lífi.“
Frederick Sommer.
Það er mikilvæg framkvæmd sem
Kjarvalsstaðir bjóða uppá og nefn-
ist, Að skapa raunveruleikann,
„Making it real“ og er farandsýn-
ing. Kemur frá The Aldrich Muse-
um, Connecticut og heldur aftur til
Bandaríkjanna og fleiri borga þar.
Hefur með nýja sýn á ljósmyndinni
að gera, helst afmarkað svið leik-
rænna tilfærslana á veruleikanum
allt um kring. Gerendurnir eru þá
sjálfir að búa til raunveruleika,
sjónrænar blekkingar, frekar en að
endurvarpa honum ómenguðum til
skoðandans og þó er þessi mynd-
heimur ofurraunsær hvað ytra
byrði snertir. Bæði er verið að
hnika til því sem er í næsta sjónmáli
og gera myndefnið á sinn hátt
áhugaverðara með ýmsum brögðum
tækninnar, ekki síst tölvunni og
stafrænni ljósmyndun. Einnig leitað
til eldri aðferða í bland.
Ljósmyndin í sjálfri sér túlkar
mikinn sannleika, en um leið er
mögulegt að umtuma þessum sann-
indum, ljósmynduðum viðfangsefn-
um, á marga vegu og búa til nýjan
heim, skáldaðan raunveruleika. Inn-
an handar að brengia, mistúlka og
falsa eins og hver og einn hefur viija
og hugarflug til. Þetta er engin ný
uppgötvun, en hátækni nútímans
hefur heldur betur margfaldað
þessa möguleika á undanfömum ár-
um og það færa menn sér eðlilega í
nyt.
A seinni áram hefur ljósmyndin
öðlast sérstakan sess í myndlistar-
heiminum eins og víða sér stað, og
listrænar ljósmyndir eru jafnt farn-
ar að keppa við máiverkið á upp-
boðum beggja vegna Atlantsála
sem á hinum stóru listakaupstefn-
um svo sem í París, Köin og Berlín.
Það er um leið ekki lengur neitt
feimnismál, að myndlistarmenn
hafa stuðst við ljósmyndatæknina
og ýmis sjónræn, optísk, tækni-
brögð í gerð myndverka sinna um
aldaskeið. Hér er þannig um ná-
skylda miðla að ræða, sem báðir
hafa ótvíræða og markaða yfirburði
yfir hinn innbyrðis, en um leið er í
flestum tilvikum snöggtum annað
hugsæi á bak við stílfærsluna. Ann-
ars vegar era yfirburðir hinnar
köldu, optísku, tækni við að fanga
raunsæa mynd af umhverfi og at-
burðum, hins vegar hin sérstaka
mannlega skynjun á andrúminu á
vettvangi, sem er aldrei nákvæm-
lega hið sama frekar en fingraförin.
Því sérstæðari og þroskaðari skynj-
un, þeim mun magnaðri og háleitari
útkoma.
Sérstaða og markaðir yfirburðir
ljósmyndavélarinnar koma afar vel
fram á sýningunni, sem sam-
anstendur mikið til af ljósmyndum í
yfirstærðum, einkum em þær í
tengiálmunni áhrifaríkar fyrir lif-
andi niðurröðun. Hér sjáum við
meðal annars tvær myndir hinnar
víðfrægu Cindy Sherman, sem á
verk á flestum meiri háttar mynd-
listarsýningum úti í heimi, var m.a.
með afar sterka myndaröð á hinni
mikiu sýningu á módernistum ald-
arinnar í Berlín nú í sumar. Ekki
veit ég til þess að myndir hennar
hafi verið sýndar áður hérlendis, er
því í sjálfu sér drjúgur viðburður,
og einar sér tilefni til að gera sér
ferð á staðinn. Á veggnum and-
spænis vekja myndir þeirra Sandy
Skoglund og Boyd Webb óskipta at-
hygli, annars vegar íyrir grófa efn-
islega fyrirferð, andlegt eðli holdi
klætt, en hins vegar gagnsæja og
loftræna útfærslu eggjarauða á
bakka, þar sem lýsingin kemur inn-
an frá í þá vem að ljós og litur stafa
frá myndunum líkast sjálfslýsandi
röntgengeisla.
Hvemig töfra má fram raunveru-
leika er hinn hvassi sjónræni skurð-
ur myndarinnar af Victoríu drottn-
ingu eftir Hiroshi Sugimoto skýrt
dæmi, og mynd hans af Elisabetu
Taylor er engu síðri. Laurie Simm-
ons lætur leikbrúður túlka depurð,
vonbrigði, vanmetakennd og eftir-
sjá. Hún finnur fullkomna hvfld í
andlitum brúðanna og hinni stirðn-
uðu leikrænu depurð. Flókna og há-
leita tilfinningu sem hún telur mun
æðri gleði og hryggð. Hér er sem
svo oft á sýningunni um sviðsett og
leikræn fyrirbæri að ræða þótt út-
færslan tengist hefðbundnum gild-
um á borð við myndbyggingu og
fjölbreytni í frásögn ásamt fegurð í
ljósmyndun. Allt annars og huglæg-
ara eðlis em öskumyndir Charles
Griffins, sem snúast um að endur-
vekja lífsanda og orku látins vinar
sem er fallin frá. Þær lýsa tilraun til
að „skapa raunveruleika“ í þeirri
von að upp spretti nýtt samband,
eins og listamaðurinn orðar það. Á
svipuðu róli eru ruslteikningar Mi-
ke Kelly, af einhverju sem ekki
virðist eiga sér form en hefur þó
einhvers konar útlit. Catherine
Chalmers notar formaldehyd til að
bregða upp lífrænum fyrirbærum
úr náttúraríkinu og skordýramynd-
ir Gregory Crewdson búa yfir sér-
stæðri fegurð. Loks er rétt að vekja
athygli á andstæðunum í hinum
ströngu byggingarfræðilegu mynd-
um Thomas Demands og hinni
mjúku óformlegu áferð í myndum
Jan Henle frá umturnaðri kaffi-
ekru, ekkert upphaf, enginn endir.
Hér voru einungis nokkrir hinna
ágætu ljósmyndara taldir upp til að
bregða ljósi á fjölbreytni sýningar-
innar, sem era kostir hennar, en
hins vegar er hún um margt erfið
fyrir hinn almenna sýningargest.
Hún telst á einn veg full fagleg og
sértæk á köflum, en er þannig séð
mikill hvalreki fyrir atvinnuljós-
myndara og eldheita áhugamenn í
faginu. Bót í máli er að hinn al-
menni skoðandi fær tækifæri til að
setja sig vel inn í aðferðir og hug-
myndir einstakra listamannanna,
þvi á veggjunum eru víða skilmerki-
legar útskýringar á myndferlinu.
Þetta ættu sem flestir að nýta sér
og þá er meira en óhætt að mæla
með innliti á staðinn, vísa loks til
nýrrar upphengingar á myndum
Kjarvals í Áustursal.
Bragi Ásgeirsson
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
FÉLAGAR í Kór Félagsstarfs aldraðra.
Sönghátíð í
Ráðhúsinu
KÓR Félagsstarfs aldraðra í
Reykjavík heldur sönghátíð í
Ráðhúsi Reykjavíkur á
sunnudaginn, 16. nóvember,
klukkan 15.
Söngstjóri er Sigurbjörg P.
Hólmgrímsdóttir og
undirleikari Sigurgeir
Björgvinsson.
Á efnisskránni eru létt
íslenzk lög og erlend, m.a. lög
eftir söngstjórann. Kórinn er
blandaður kór og í sumum
laganna skiptist hann upp í
karlakór og kvennakór.