Morgunblaðið - 14.11.1997, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 14.11.1997, Qupperneq 35
34 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ +" MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VEXTIR OG SPARNAÐUR FRAM KEMUR í haustskýrslu Seðlabanka íslands að að- stæður í íslenzku efnahagslífi leyfi ekki slökun á peninga- stefnu bankans á næstunni. Hagkerfið sé við efri mörk þess sem samrýmzt geti stöðugleika í verðlagsmálum - og varúðar sé þörf. Aform um hallalausan ríkisbúskap og lækkun ríkis- skulda séu góðra gjalda verð. Stærri skref þurfi þó að stíga í þeim efnum til að hamla gegn aukningu þjóðarútgjalda, auka þjóðhagslegan sparnað og skapa svigrúm til lægri langtíma- vaxta. Vextir af óverðtryggðum rekstrar- og fjárfestingarlánum til lítilla og meðalstórra fyrirtækja eru umtalsvert hærri hér á landi en í nágranna- og samkeppnisríkjum. Vaxtamunur er í flestum tilfellum tvö prósentustig en meiri í nokkrum. Ef íslenzkir atvinnuvegir og fyrirtæki eiga að geta keppt á jafn- stöðugrundvelli verða þau að búa við hliðstæð vaxtakjör og bjóðast í samkeppnisríkjum. Meðal annars af þeim sökum er mikilvægt að stöðva hallarekstur og skuldaaukningu ríkis og sveitarfélaga, en opinber lánsfjáreftirspurn hefur ýtt undir háa vexti á takmörkuðum lánsfjármarkaði okkar. Á þessu hefur að vísu orðið grundvallarbreyting fyrst og fremst vegna gjör- breyttrar stöðu ríkissjóðs. Birgir ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, segir í viðtali við Morgunblaðið sl. miðvikudag, að „það sé visst áhyggjuefni að hér myndist viðskiptahalli við fjárfestingarstig, sem er ekki ýkja hátt í sögulegu samhengi. Þessi þróun stafi af því að þjóðhagslegur sparnaður sé hér of lítill." Bankastjórinn bætir því við að „fljótlegasta aðferðin til að auka þjóðhagsleg- an sparnað sé að auka sparnað ríkissjóðs. Lægra gengi við þessar aðstæður væri hins vegar óæskilegt." Viðsjárverðustu skýin á tiltölulega heiðum efnahagshimni um þessar mundir eru umtalsvert hærri vextir en í samkeppnis- ríkjum og viðskiptahalli, sem spáð er að verði 17,5 milljarðar - eða 3,4% af landsframleiðslu - á þessu ári. Mikilvirkasta leiðin til að snúa vörn í sókn í þessum efnum er að hemja enn útgjöld ríkis og sveitarfélaga og stuðla að auknum þjóðhagsleg- um sparnaði. Ef undanskilin eru áhrif af sérstökum innlausnum spariskír- teina og flutningi á rekstri grunnskólans hafa gjöld ríkissjóðs hækkað um rúma 1,2 milljarða en tekjur hækkað um 5 millj- arða á fyrstu níu mánuðum líðandi árs miðað við sama tíma í fyrra. Þannig batnaði afkoma ríkissjóðs um 3,8 milljarða á föstu verðlagi frá 1996 til 1997. Nú er lag, sem mjög mikils- vert er að nýta, til að greiða myndarlega niður opinberar skuld- ir. Gangi búskapur ríkisins samkvæmt áætlunum, sem settar eru fram í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár, má gera ráð fyr- ir að ríkissjóður hafi tæplega fimm milljarða króna aflögu til að grynnka á skuldum. Við núverandi aðstæður mætti og ætti að stíga mun stærra skref í þessum efnum. KYNBÆTUR OG KYR MIKIL umræða fer nú fram meðal bænda um það, hvort flytja eigi inn fósturvísa úr norskum kúm. Sitt sýnist hveijum og mun Landsamband kúabænda nú ætla að kanna afstöðu bænda til þessa máls, skoðanakönnun mun fara fram eftir að tillögur nautgriparæktarnefndar hafa verið kynntar. Bændur í Eyjafirði hafa þegar rætt þessar tillögur um kyn- bætur á íslenzka kúastofninum og á fundi sem þeir héldu komu fram mjög skiptar skoðanir, sumir töldu íslenzkar kýr verðmætan stofn, sem bæri að varðveita, en aðrir töldu bænd- ur ekki hafa ráð á öðru en kynbæta hann. Þeir, sem eru talsmenn kynbóta, bera m.a. fyrir sig að spena- lögun íslenzka stofnsins sé óheppileg vegna mjaltavélanna og nytin hrapi vegna þess. Aðrir benda á að fá megi spenahylki, sem betur henti íslenzkum kúm o.s.frv. Þá er þess og að geta, að við rannsóknir á íslenzka kúastofninum hefur komið í ljós að íslenzkar kýr bera í ríkari mæli en norskar gen, sem fram- leiðir prótein, sem eykur nýtingu ostefnis við ostagerð. Einnig hafa þær mjög lága tíðni gens, sem valdið getur umhverfis- háðri sykursýki í mönnum. Allar þessar visbendingar benda til þess að íslenzka kýrin gæti haft ýmsa yfirburði yfir önnur kúakyn. Þvi er nauðsyn- legt að ítarlegar rannsóknir fari fram áður en menn taka ákvörðun um innflutning erlendra fósturvísa. í þessu máli er farsælast að menn flýti sér hægt. Stefán Aðalsteinsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Norræna genabankans fyrir búfé, vill fara að öllu með gát og hann spyr: „Hvernig lítur landbún- aðarráðuneytið á skyldur sínar gagnvart verndun kúnna? Fær innflutningur meira vægi en verndunin? Það má líka spyija um hrossin. Myndi ráðuneytið gefa íslenzkum hrossabændum frjálsar hendur til að skipuleggja innflutning á suðurameríska Pasofino tölthestinum til að blanda honum í íslenzka hestinn í tilraunaskyni?" Skarfaskersbakki tekinn í notkun í Þorlákshöfn íbúum fjölg'- ar að lok- inni fram- kvæmd Ný hafskipabryggja verður formlega tekin í notkun í Þorlákshöfn í dag. Guðjón Guð- mundsson ræddi af því tilefni við forsvars- menn bæjarins og hafnarinnar. Þar bar á góma framtíðaráform sem fela m.a. í sér hugmyndir um enn frekari stækkun hafnar- innar og ferjusiglingar til Evrópu. Morgunblaðið/Rax SIGURÐUR Bjarnason, formaður hafnarstjórnar, og Indriði Kristinsson hafnarstjóri í Þorlákshöfn. ÞORLAKSHÖFN > Skarfakersbakki, 180 m langur, verður vígður í dag 200 m HALLDÓR Blöndal sam- gönguráðherra vígir nýja hafskipabryggju í Þorlákshöfn í dag, Skarfaskersbakka. Viðlegukantur hinnar nýju bryggju er 180 metra langur og dýpið er átta metrar mið- að við stórstraum. Við bryggjuna getur eitt 135 metra langt, um 8 þús- und tonna stórt skip lagst. Indriði Kristinsson hafnarstjóri í Þorláks- höfn segir að þessi framkvæmd sé bylting í hafnarmannvirkjum á staðnum. Stöðug aukning hefur orð- ið í flutningum um Þorlákshöfn á síð- ustu árum og hún er ein af fímm stærstu fiskiskipahöfnum landsins. Steypt hefur verið 3 þúsund fer- metra þekja á bryggjunni og upp af henni eru fyrirhugaðir gámavellir og byggingarlóðir á 35 þúsund fermetra svæði. Við enda bryggjunnar var út- búið bryggjupláss fyrir hafnsögu- og lóðsbátinn Ölver. Indriði segir að Þorlákshafnarbú- ar vænti sér mikils af nýju bryggj- unni. Fyrri reynsla sýnir að íbúum hefur alltaf fjölgað eftir meiriháttar framkvæmdir við höfnina. Hún sé burðarás mest alls atvinnulífs í Þor- lákshöfn og þaðan séu gerð út skip frá Stokkseyri og Eyrarbakka. Þor- lákshöfn sé eina höfnin á suður- strönd landsins og margir aðilar hafí sýnt áhuga á að nýta sér aðstöðuna á Skarfaskerssvæðinu. Indriði segir að höfnin muni einnig nýtast til löndun- ar á loðnu. „Nýja bryggjan gefur þann mögu- leika að við getum boðið upp á við- legu fyrir stærri skip undir hvaða kringumstæðum sem er. Við bryggj- una er líka heilmikið uppland þar sem hægt er að geyma varning sem flutningum fylgir,“ segir Guðmund- ur. Saga hafnarinnar hófst 1929 Skarfaskersbakki á sér talsverðan aðdraganda. Fyrst var ráðist í gerð hafnarmannvirkja í Þor: lákshöfn árið 1929. í kringum 1950 hófst upp- bygging brimvarnar- garða. í lok eldgossins í Vest- mannaeyjum 1974 voru ytri hafnar- mannvirkin, Svartaskersgarður og Suðurvarargarður, fullbyggð og var það stærsta hafnarmannvirki sem ráðist hafði verið í fram að þeim tíma. Verkið kostaði um einn og hálf- an milljarð króna. Guðmundur Hermannsson sveit- arstjóri segir að eftir byggingu þeirra hafí komið langt tímabil þar sem frekari framkvæmdir lágu niðri. Árið 1990 komst höfnin í eigu Ölfus- hrepps en áður var hún um tíma landshöfn í eigu ríkissjóðs. Upp úr 1990 var gerð ný ferjubryggja fyrir Herjólf. Árið 1992 komst bygging Skarfa- skersbryggju inn á hafnaráætlun. Framkvæmdir hófust 1995 og hafa staðið yfir undanfarin þrjú ár. Fyrst var hafist handa um dýpkun og sprengingar á svæðinu og var sá verkþáttur talsvert kostnaðarsamur, kostaði 106 milljónir króna. Þá var rekið niður 190 metra langt stálþil, gengið frá köntum, fyllt ofan við bryggjuna og steypt upp tengihús. Þessar framkvæmdir stóðu yfir frá miðju ári 1996 til áramóta. Kostnað- ur við þennan hluta varð um 82 millj- ónir króna. Bryggjan var tilbúin til bráðabirgðanotkunar og talsvert landað af loðnu á henni í febrúar og mars síðastliðinn. Einnig var skipað út nokkrum förmum af vikri sl. sumar. Styttri siglingaleið frá Evrópu Guðmundur bendir á að mikill vikurútflutningur hafi verið frá Þorlákshöfn undanfarin ár og varð hann mestur 240 þúsund tonn árin 1994 og 1995. Á síðasta ári voru flutt út 140 þúsund tonn. Á þessu ári stefnir í ívið meiri vikurútflutning en á því síðasta. Vikurflutningarnir hafa verið 30-40% af tekjum hafnarinn- ar. Indriði segir að ljóst hafi verið að hraða þyrfti lokafrágangi á mann- virkinu en framkvæmdin var ekki á hafnaráætlun fyrr en árið 1998. Fengið var leyfi til að flýta verkinu gegn þvi að hafnarsjóður fjármagn- aði það til ársins 1998. Þriðji og síð- asti hluti verksins var unninn á haustdögum. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er 215 milljónir króna. Síðastliðið sumar var einnig flutt inn töluvert af áburði og varningi til virkjunarframkvæmda á hálendinu. Guðmundur bendir á að það muni talsverðu á siglingartíma tií Þorláks- hafnar og til Reykjavíkur, eða níu klukkustundum hvora leið. Hann tel- ur að Þorlákshöfn muni fyrst og fremst verða höfn fyrir sérhæfð flutningaskip í stórflutningum en áætlunarsiglingar haldi áfram að vera í Reykjavíkurhöfn. Nýlega kom fram í Morgunblað- inu að danskir aðilar hafa sótt um lóð á hafnarsvæðinu til að reisa tvo sementsturna. Ætlun Dananna er að flytja inn sement til landsins og hefja sölu á því innanlands. Þetta kallar á talsverða flutninga um höfn- ina í Þorlákshöfn og er hluti af þeim vaxtarbroddi sem virðist geta orðið til með nýja mannvirkinu. Enn frekari stækkun hafnarinnar til skoðunar Guðmundur segir að verið sé að leita leiða til þess að stækka höfnina enn frekar. „Menn eru að láta sér detta í hug að hérna gætu lagst 10-15 þúsund tonna skip. Vita- og hafnarmálastofnun er að kanna hvaða tækifæri eru fyrir hendi. Þor- lákshöfn hefur komið til tals sem vænlegur staður fyrir iðnað en til þess að svo geti orðið verður að vera hér góð höfn,“ segir Guðmundur. Indriði segir að með Skarfaskers- bakka sé búið að fullnýta svæðið inn- an hafnarinnar. Stækkun hafnarinn- ar yrði því vart öðruvísi framkvæmd en með enn frekari stækkun á Suð- urvarar- og Svartaskersgarði. Sigurður Bjarnason, formaður hafnarstjórnar, segir að með slíkri stækkun horfi heimamenn til þess að í Þorlákshöfn geti lagst ilutninga- skip. „Við vitum að það er níu tímum skemmri sigling aðra leiðina milli Þorlákshafnar og meginlands Evr- ópu en milli Reykjavíkur og megin- landsins. Það hlýtur að koma að því að það verði hagkvæmt að skipa upp vörum hér í Þorlákshöfn," sagði Sig- urður. Sigurður segir að einnig geti komið að því að ferjusiglingar hefjist til Evrópu frá Þorlákshöfn. Siglingaleiðin til Færeyja sé um 30 klukkustundir og aðeins hálftíma akstur sé frá Reykjavík. „Það hefur verið gerð úttekt á þessu og Þorlákshöfn hefur verið vel innan þess ramma sem telst skyn- samlegur. Það verður ekki bæjarút- gerð á slíkum ferjusiglingum en áhugasamir aðilar hafa velt þessu máli upp. Þar líta menn helst til skipa á stærð við Norrænu," sagði Guðmundur Hermannsson. Margir hafa áhuga á að nýta sér aðstöðuna Framkvæmdir hafa staðið yfir í þrjú ár FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 35 Gleymdir í góðærinu ✓ A meðan jákvæðar hagtölur berast frá flest- um ríkjum Mið- og Suður-Ameríku versnar hagur manna sífellt í Nicaragua. Þar, skrifar Asgeir Sverrisson, draga 44% þjóðarinnar fram lífið undir fátæktarmörkum og ráða- menn eru fangar sundrungarinnar og heiftar- innar sem einkenna stjórnmálalífið í landinu. I sumar bnitust út óeirðir í Managua er námsmenn mótmæltu niður- skurði á fjárframlögum til menntamála. Myndin sýnir liðsmann í óeirða- sveitum lögreglunnar með táragashylki í hríðskotariffli sínum á hlaupum við háskólann í höfuðborginni. Á veggmyndinni segir: „70% atvinnuleysi - Vinnan er hið sanna lýðræði." Reuters Arnoldo Alemán, forseti Nicaragua, fagnar sigri í kosningunum fyrir réttu ári. HAGTÖLURNAR hafa á köflum ver- ið ævintýralegar og eitt helsta áhyggjuefni alþjóðlegra fjármála- fræðinga á dögunum var að ólgu tæki að gæta á mörkuðum í Suður-Amer- íku líkt og í Asíu. Og um það verður tæpast deilt að þróunin í efnahags- málum Rómönsku Ameríku hefur verið sérlega hagstæð á síðustu tveimur til þremur árum. Af þessum sökum verða undantekningarnar ef til vill hróplegri en ella og þær eru til í þessum heimshluta: í Nicaragua þarf tæpur helmingur þjóðarinnar að draga fram lífið undir örbirgðar- mörkum og landið hefur hrapað niður svonefndan „þróunarlista" Samein- uðu þjóðanna. A meðan stjórnmálamenn í Nicaragua deila um hver beri sökina halda lífskjör stórs hluta þjóðarinnar áfram að versna. Samkvæmt viðmið- um Alþjóðabankans geta menn tæp- ast dregið fram lífið á innan við ein- um Bandaríkjadollar á dag sem not- aður er í þessu alþjóðlega viðmiði. Samkvæmt þessu eru 44% íbúa Nicaragua undir skilgreindum mörk- um örbirgðarinnar. Þetta þýðh- að um 1.800.000 manns þurfa að draga fram lífið við aðstæður sem taldar eru óverjandi. Myndin verður enn dekkri þegar haft er í huga að fátæktin bitnar einkum á yngstu kynslóðunum; um 900.000 ungmenni innan við 15 ára aldur lifa undir fátæktarmörkum. Mjög mörg þeirra fá litla sem enga skólagöngu en reyna að afla ein- hverra tekna með yfirgangi, betli og sníkjum í mengun og óþverra mið- borganna. Lágmarkslaunin 2.500 krónur Því er stundum haldið fram að slík- ar tölur segi í raun lítið til um ástand- ið í fátækum löndum en í Nicaragua er því öfugt farið því þessi fátæktar- stefna er opinber. Nokkrar vikur eru liðnar frá því að lágmarkslaunin voru ákveðin og eru þau nú 350 cordóbar á mánuði sem svara til 36 Bandaríkja- dollara eða rétt rúmlega 2.500 króna. Þetta eru t.a.m. laun landbúnaðar- verkamanna en bankamenn hafa hæstu launin, 700 cordóba á mánuði. Þegar launin eru sett í samhengi við verðlag verður myndin enn skugga- legri. „Nauðsynjakarfan", sem inn- heldur 53 vörutegundir sem taldar eru öldungis ómissandi til að meðal- fjölskyldan fái dregið fram lífið, kost- ar nákvæmlega 1.411 cordóba á mán- uði þ.e.a.s. um 150 dollara. Afleiðing- arnar íára heldur ekki framhjá neinum; börnin fá ekki einungis litla skólagöngu, 35% barna undir 15 ára aldri þjást af næringarskorti. Þjáningar smælingjanna Tölur þær sem Sameinuðu þjóðirn- ar hafa tekið saman eru ekki heldur uppörvandi lesning. Nicaragua hefur hrapað niður um 10 sæti á „Þróunar- listanum" svonefnda sem raðar þjóð- um upp samkvæmt ýmsum viðmiðum er lúta að þjóðartekjum, menntun, meðalævilengd ofl. Nicaragua er nú í 127. sæti en 175 þjóðir er að finna á listanum. Landbúnaðurinn, sem löng- um hefur verið helsta atvinnugrein landsmanna, megnar nú aðeins að veita um 28% vinnufærra manna störf. Rúm 13% þjóðarinnar ná ekki 40 ára aldri. Um helmingur lands- manna hefur ekki aðgang að drykkj- arhæfu vatni og 51% barnanna ljúka ekki skólagöngu. Niðurstaðan er skýr. Nicaragua er næst fátækasta ríki Rómönsku Am- eríku, aðeins á Haítí er ástandið enn skelfilegra. „Raunar gætir ákveðinn- ar bjartsýni í nýjustu hagskýrslun- um, sem erlendir sérfræðingar hafa unnið m.a. hvað varðar verðbólgu og möguleika á hagvexti en slíkar skýrslur leiða oftar en ekki hjá sér þjáningar smælingjanna og fórnar- kostnað samfélagsins,“ sagði erlend- ur fréttamaður í Managua, höfuðborg Nicaragua, sem Morgunblaðið sneri sér til við vinnslu þessarar gi-einar. Ur brennideplinum Þetta hörmungarástand hefur farið fremur hljótt, hugsanlega vegna þess hversu uppteknir ráðandi; alþjóðlegir fjölmiðlar hafa verið af hagvaxtartöl- um stærstu ríkjanna í þessum heims- hluta, Brasilíu, Argentínu, Chile, Mexico. Þrátt fyrir merkilega stjóm- málasögu mikilla umskipta hefur Nicaragua gleymst í þessu „hafi hag- sældarinnar." Nicaragua tengist ekki heldur stórveldaátökum líkt og áður er Bandaríkjamenn studdu contra- skæruliða í landinu sem börðust gegn stjórn sandinista, sem aftur Sovétrík- in studdu og taldir voru útsendarar hins illa í heimi hér víða á vesturlönd- um. Sandinistar misstu völdin í lýð- ræðislegum kosningum sem þeir boð- uðu sjálfir til og contra-skæruliðarn- ir, sem flokkaðir voru til „frelsis- sveita" samkvæmt viðmiðum er til urðu í tíð Ronalds Reag- ans Bandaríkjaforseta, hurfu af sjónarsviðinu líkt og hann. Ódiplómatísk afskipti Nú er svo komið að erlendir sendi- menn í landinu eru teknir að hundsa viðteknar diplómatískar starfsreglur til að freista þess að vekja athygli á ástandinu og koma ráðamönnum í Nicaragua í skilning um að nú sé tímabært að leggja deilurnar til hlið- ar. Mikla athygli vakti er Carmelo Angulo, sem er Spánverji og fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Nicaragua, gerði einmitt þetta á ráðstefnu sem boðað var til í Managua og fjallaði um fátæktina í landinu. Ræða Angulos vakti takmarkaða hrifningu ráðamanna, að því er fram kom í fréttum spænska dagblaðsins El País. Þrátt fyrir að hafa áður verið vændur um „óeðlileg afskipti af inn- anríkismálum" hvatti Angulo til þess að stjórnmálaöflin í landinu samein- uðust í herferð gegn fátæktinni á næstu tveimur árum. Lagði hann til að 20% af tekjum ríkissjóðs og 20% af erlendri aðstoð yrði varið til að bæta grunnþættina í félagslegri þjónustu. Jafnframt þessu sagði Angulo að nýta bæri næstu tvö árin til að gera nauðsynlegar endurbætur á dóms- og heilbrigðiskerfinu auk þess sem leggja bæri aukna áherslu á tækni- menntun, uppbyggingu samgöngu- kerfisins og stuðning við óhefðbundn- ar framleiðslugreinar. Að sögn viðmælenda Morgunblaðs- ins í Mangua hefur nokkur spenna einkennt samskipti stjórnvalda og fulltrúa Sameinuðu þjóðanna allt frá því er alþjóðasamtökin gáfu út nýj- ustu skýrslu sína um ástandið í land- inu, sem hér hefur verið vísað til. „Ríkisstjórnin taldi greinilega að sú áhersla sem lögð var á að draga þyrfti úr neikvæðum, félagslegum af- leiðingum þeirra áætlana sem Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagt fram, minnti óhóflega á málflutning stjórnarandstöðunnar," sagði frétta- ritari Reuters-fréttastofunnar í Managua. Áhyggjur á rök- um reistar Lýðræðislegar kosningar hafa tvisvar verið haldnar í Nicaragua frá árinu 1990. Þær síðari fóru fram í október í fyrra og þá sigraði Amoldo Alemán, sem var fulltrái Bandalags frjálslyndra en hafði áður verið borg- arstjóri Managua. And- stæðingur Alemáns var Daniel Ortega, leiðtogi bandalags sandinista (FSLN), fyrrum forseti Nicaragua. Þrátt fyrir að Ortega þyrfti að lúta í lægri haldi fyinr Alemán náðu sand- inistar viðunandi árangri í kosning- unum til þings landsins þar sem þeir eru næst stærsta stjórnmálaaflið. Frá því þetta gerðist hafa sandinistar nýtt styrk sinn til að berjast gegn flestum, reyndar nánast öllum, áformum ríkisstjórnar hægrimanna og þannig spillt fyrir þeim mjög svo takmörkuðu umbótum sem hún hefur viljað beita sér fyi-ir. Forsetinn og stjórn hans hafa fyrir sitt leyti hafnað öllu samstarfi við sandinista. Fréttaskýrendur höfðu varað við einmitt þessu eftir kosningarnar. Þótt heldur óljós ummæli frambjóð- endanna tveggja í forsetakosningun- um um nauðsyn þess að stuðla að þjóðarsátt í landinu hefðu vakið nokkrar vonir voru þeir fleiri sem töldu að Alemán forseti myndi ekkert það gera sem orðið gæti til þess að greiða fyrir slíkri samstöðu. Ortega hafði að vísu skipt um stíl, hengt bún- ing byltingarforingjans upp í skáp og lagt baskahúfunni góðu. 1 kosninga- baráttunni hafði hann komið fram sem talsmaður lýðræðis og markaðs- búskapar. Hægrimenn sáu á hinn bóginn enga ástæðu til að treysta Or- tega. Og gera ekki enn. Alemán ræddi að vísu um sættir með vinstrisinnum og hægrimönnum í sigurræðu sinni en boðaði jafnframt að hann hygðist koma á fót sérstakri „sannleiksnefnd“ sem fengið yrði það hlutverk að rannsaka rfldsstjórnarár sandinista. Þessi nefnd hefur raunar enn ekki tekið til starfa en yfirlýsing- in reyndist olía á eldinn og ótti margra um að heiftin í stjórnmálum landsins myndi fara enn vaxandi reyndist á rökum reistur. Klisjukennd gagnrýni Þótt friður rfld í Nicaragua fer því fjarri að stjórnmálaöflunum í landinu hafi tekist að nálgast nokkuð það sem kallast geta sættir. Sandinistar halda uppi linnulausum áróðri í þá veni að núverandi valdamenn séu einungis fulltrúar stórauðvaldsins og forrétt- indastéttarinnar fámennu sem lifir við allsnægtir. Þeir grípa hvert það tækifæri sem gefst til að bendla for- setann og ríkisstjórn hans við Somoza-fjölskylduna, sem var einráð í landinu þar til sandinistar steyptu henni af stóli árið 1979. Ríkisstjórnin heldur því á hinn bóginn fram að sandinista-hreyfingin nú sé sú sama og áður sem afrekaði að koma verðbólgunni í landinu upp í 30.000%, gerði eigur fjölda fjöl- skyldna upptækar samkvæmt kenn- ingum marxískrar þjóðnýtingar og kallaði borgarastyrjöld yfir fólkið í landinu, sem kostaði þúsundir manna lífið. Klofnar hreyfing sandinista? Á meðan pólitísk sundrung virðist frekar fara vaxandi en minnkandi eykst fátæktin enn í Nicaragua og landið heldur áfram að síga niður al- þjóðlega lífskjaralista. Alemán forseti sýnir engin merki þess að leita eftir samvinnu við stjómar- andstöðuna, sem sér- fræðingar í málefnum Nicaragua telja að sé nauðsynlegt sem fyrsta skrefíð í átt frá þessari óheillabraut. Forsetinn kann hins vegar að fá annað tækifæri þvi deilur hafa nú magnast mjög innan hreyf- ingar sandinista og er jafnvel talið að samtök jafnaðarmanna muni kljúfa sig frá hreyfingunni fallist ráðamenn hennar ekki á að kasta marxísku byltingarhugsjónunum endanlega á öskuhaugana. Nýjar forsendur fyrir samstarfi og þjóðarsátt gætu því skapast á næstu mánuðum. I því kann að vera fólgin nokkur von fyiár komandi kynslóðir í þessu næst fá- tækasta ríki Rómönsku Ameríku. 13% þjóðarinn ar ná ekki 40 ára aldri Deilur innan hreyfingar sandinista
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.