Morgunblaðið - 14.11.1997, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 14.11.1997, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 39 « Um kvótasölu og byltingarafmæli BANKASTJÓRI Landsbankans, Sverr- ir Hermannsson, sendi mér föðurlegar um- vandanir í Morgun- blaðinu hinn 11. þ.m. og vakti um leið at- hygli mína á því í tví- gang í stuttum pistli sínum að grein mín um kvótasölu frá Suð- urnesjum hefði birst á afmæli rússnesku byltingarinnar, 7. nóv., og hafi hann sæll nefnt það. Þeir eru ekki margir frægðarmenn íslensk- ir, sem minnast þess nú er mætt var með orður og krossa til þess að fagna téðu af- mæli. En grein mín var raunar ekki skrifuð til þess að minnast þess er rússneskir kommúnistar slógu eign sinni á allt það sem einhvers virði var í landi þar. Mér var önnur og nærtækari eignaupp- taka í huga. Mér finnst það kerfi með öllu óverjandi sem gerir ráð fyrir því, segir Sigríður Jóhannes- dóttir, að hægt sé að taka afkomumöguleika heilla byggðarlaga og selja þá á uppboði. Mér finnst nefnilega það kerfi með öllu óveijandi sem gerir ráð fyrir því að hægt sé að taka af- komumöguleika heilla byggðar- iaga og selja þá á uppboði. Eg er með öðrum orðum alls ekki sátt við að einstakir útvegsmenn „eigi“ veiðiréttinn en sjómenn og fisk- vinnslufólk hafi ekkert yfir þeirri „eign“ að segja. En það mál sem ég gerði að umtalsefni á byltingarafmælinu er með nokkrum hætti sérstakt. Sérstaða þess felst í því að Suðurnesjamenn fengu 300 millj- ónir sem hjálp til þess að draga úr atvinnuleysi. Sú aðstoð var í raun stjórnvaldsaðgerð þar sem hún var látin í té samkvæmt sér- stöku samkomulagi við ríkisstjórn- ina. Og þótt ég gleðjist að sjálf- sögðu yfir því nú, eins og aðrir Suðurnesjamenn að ÚA hafi séð sér fært að selja annað skipið aft- ur til Suðurnesja, þótt Landsbank- anum væri slíkt ekki kleift, þá stendur það óhaggað að mér finnst það hneyksli að aðstoð af þessu tagi skuli vera með þeim annmarka að þegar veitandinn hefur hagnast um nokkur hundruð milljónir á fyrirtækinu skuli aðstoðin tekin til baka og seld hæstbjóð- anda. Það er að sjálf- sögðu rétt hjá Sverri Hermannssyni að margsinnis hefur verið á það bent að munur- inn á tilboðsupphæð ÚA og Suðurnesja- manna var 50 milljón- ir. Hitt er svo líka rétt að ÚA hafði tök á að staðgreiða kaupverðið en hinir ekki og endan- legur munur, sem er nálægt 2/3 hlutum af áðurnefndri aðstoð, staðfestir því aðeins það sem bæði almenningur og bankastjórar vita að það er dýrt að skulda. Ferill umræddra skipa er því orðinn þessi: Aðalverktakar kaupa þau fyrir atbeina ríkisins, enda átti það hlut í Aðalverktökum. Eftir að eignarhaldsfélag Lands- bankans eignast þau og kvóti þeirra hefur vaxið um nokkur hundruð milljónir selur L.í. þau Ú.A. vegna þess að Suðurnesja- menn hafa ekki efni á að kaupa kvótann sem ÚA selur svo aftur að hluta til Suðurnesja með atbeina Landsbankans. Ekki efa ég að seljendur allir hafi hagnast á þessum kaupskap. Og það vekur raunar upp spurning- una, nú á þessum tímum þegar reiknað er út upp á prósentu hvað rnikið tap sé á bolfiskveiðum, hvað mikill gróði sé af kvótabraskinu. En við því fæst að sjálfsögðu ekki svar því það mun vera eitt best varðveitta leyndarmál útgerðar á íslandi. En svo ég víki að lokum aðeins við þeim orðum sem Sverrir Her- mannson beindi til mín. Það skipt- ir að sjálfsögðu miklu að bankinn okkar allra standi vörð um hags- muni okkar. En það er ekki sama hvernig það er gert. Höfundur er þingmadur Alþýðubandalagsins og óbáðra í Reykjaneskjördæmi. TIIJJOÐ £já»mifrtdaðtofa Quntuvið Jtuþttuvtð » otian Suðurveri, sími 553 4852 Sigríður Jóhannesdóttir nnum 1 nyju MODERN SKINCARE línuna frá Elizabeth Arden Glæsilegur kaupauki CRAFARVOGS APOTEK Biskupsvígsla í Hall- grímskirkju í ÞEIM ýfingum, sem verið hafa um skeið og eru því miður enn í kirkjunni okkar íslenzku, finn ég tíma- bært að minna á eftir- farandi bænarorð vin- arins gamla og góða, látna séra Friðriks: Friður í kirkju’ og frelsi guðlegt ríki friður í landi heift og sundrung víki friður í hjarta færi sumargróður faðir vor góður. Um leið og við hug- leiðum í alvöru þessi orð, skulum við riija upp eftirfarandi: Það mun hafa verið um 1928, að rætt var um það í þjóðkirkjusöfnuðinum í Reykjavík - sem þá var einn - að kirkja safnaðarins við Austur- völl fuilnægði ekki lengur þörfum hins ört vaxandi safnaðar í höfuð- staðnum. Það ár var gerð sam- þykkt á ársfundi safnaðarins, að stefnt skyldi að byggingu nýrrar, stórrar kirkju, sem rúma skyldi 1.200 manns í sætum. Kirkjan skyldi reist í Austurbænum - á Skólavörðuhæðinni - og vera til- búin fyrir alþingishátíðina árið 1930. Annar sóknarpresturinn, séra Bjarni Jónsson, mun hafa af- hent á fundinum peningagjöf frá nokkrum konum í söfnuðinum til kirkjubyggingarinnar í minningu séra Hallgríms Péturssonar. Það var stórhuga söfnuður sem gerði þessa samþykkt, en hugmynd- in/draumurinn um minningar- kirkju Hallgríms Péturssonar í höfuðstaðnum mun hafa vaknað 1914, er ísl. kirkjan minntist þess að 300 ár voru þá liðin frá fæðingu Passíusálmaskáldsins. Ekki var drauma- kirkjan risin fyrir há- tíðina miklu árið 1930, en unnið var að málinu með kyrrlátum hætti. Um 1938 varð ráð- herra við beiðni stjórn- ar Reykjavíkursafnað- ar um að fela húsam- eistara ríkisins, Guð- jóni Samúelssyni, að gera uppdrátt hinnar fyrirhuguðu höfuð- kirkju - söfnuðinum að kostnaðar- lausu. Á því stigi var máiið 1940, er Alþingi samþykkti lög um skipt- Helgidómurinn á hæð- inni í hjarta Reykjavíkur á einnig að mæta þörf fyrir mikið rými á stór- um stundum þjóðarinn- ar, segir Hermann Þorsteinsson, bæði í sorg og gleði. ingu Reykjavíkursafnaðar í fjóra söfnuði. Nýju söfnuðirnir hlutu nöfnin: Hallgrímssöfnuður, Laugarnessöfnuður og Nessöfnuð- ur og skyldi bygging kirkju fyrir Hallgrímssöfnuð hafa forgang. Hermann Þorsteinsson Nokkru eftir stofnun nýju safnaðanna afhenti stjórn hins gamla Reykjavíkursafnaðar stjórn Hallgrímssafnaðar gögn og fjármuni, er safnast höfðu til4l hinnar fyrirhuguðu Hallgríms- kirkju á Skólavörðuhæð. Draum- urinn frá 1914 og samþykktin frá 1928 um stórkirkju í höfuðstaðn- um, rættist fyrst að fullu, er Hallgrímskirkja á Skólavörðuhæð var endanlega vígð í október 1986. - Nú fer titringur um vini okkar, bræður og systur í hinni kæru, gömlu kirkju við Aust- urvöll, þegar ákveðið hefur verið að næsti biskup verði vígður í þessum mánuði í höfuðkirkjunni, Þjóðarhelgidóminum á Skóla- - vörðuhæð, sem Reykjavíkursöfn- uður ákvað á sínum tíma að reist- ur skyldi til að mæta aðkallandi þörf í hinni ört vaxandi Reykja- vík. Við sem fengum það, ekki auð- velda, þolinmæðishlutverk að gera þessa langþráðu kirkju sýnilega og vígsluhæfa, væntum þess að kirkjunnar fólk skilji það í ljósi þess sem að framan er upplýst, að helgidómurinn á hæðinni í hjarta Reykjavíkur, á einnig að mæta þörf fyrir mikið rými á stór- um stundum þjóðar okkar bæði í gleði og sorg. Sem sagt, að það gleymist ekki hvar og hvenær og til hvers var af stað farið. Látum vininn góða, séra Friðrik, ljúka þessum pistli: Bömin þin veiku vernda þú og leiddu vertu vort hæli dauðans mætti eyddu hrind þú af stóli heimsku, drambi og villu hjálpa’ oss frá illu. Höfundur er fyrrverandi formaður byggingar- og sóknarnefndar Hallgrímskirkju. AÐGENGI FYRIR ALLA Ráðstefnan Aðgengi fyrir alla, haldin í Súlnasal Hótel Sögu miðvikudaginn 26. nóvember nk. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og umhverfisráðuneytið Ráðstefnustjórar: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, og Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri umhverfisdeildar umhverfisráðuneytisins. Dagskrá: Kl. 9.00 Afhending gagna á 2. hæð Hótel Sögu, þátttökugjald innheimt. Kl. 9.30 Ráðstefnan sett: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, form. Sambands ísl. sveitarfélaga. Kl. 9.35 Ávarp: Páll Pétursson, félagsmálaráðherra. Kl. 9.40 Ávarp: Guðmundur Bjarnason, umhverfisráðherra. Kl. 9.45 Kynning á nýjum skipulags- og byggingalögum. Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins. Kl. 10.05 Kaffihlé Kl. 10.20 Ný skipulagsreglugerð: Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, sviðsstjóri umhverfissviði Skipulags ríkisins. Kl. 10.40 Ný byggingareglugerð: Magnús Sædal, byggingafulltrúi Reykjavíkurborg. Kl. 11.00 Fyrirspurnir. Kl. 11.30 Myndband: Aðgengi hreyfihamlaðra. Kl. 11.40 Handbókin „Aðgengi fyrir alla“: Sigurður Harðarson, arkitekt. Kl. 12.00 Fyrirspurnir. Kl. 12.30 Hádegisverðarhlé. Aögengi fyrir alla: Þarfir Kl. 13.30 Hreyfihamlaðir: Ólöf Ríkarðsdóttir, fyrrv. formaður öryrkjabandalags Islands. Kl. 13.40 Blindir og sjónskertir: Helga Einarsdóttir, ADL-umferliskennari. Kl. 13.50 Þroskaheftir: Kristján Sigurmundsson, þroskaþjálfi. Kl. 14.00 Aldraðir: Sveinn Björnsson, verkfræðingur. Aðgengi fyrir alla: Lausnir Kl. 14.30 Reykjavíkurborg: Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, skipulagsfræðingur Borgarskipulagi Reykjavík- ur. Ólafur Stefánsson, deiidarstjóri hönnunar- og áætlunardeild gatnamálastjóra Reykjavíkurborg. Kl. 15.00 Kaffihlé Kl. 15.20 Vopnafjarðarhreppur: Vilmundur Gislason, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps. Kl. 15.30 Ríkið: Guðrún Jónsdóttir, formaður ferlinefndar félagsmálaráðuneytisins. Kl. 15.40 Einkaaðilar: Halldór Guðmundsson, arkitekt. Kl. 15.50 Fyrirspurnir, umræður. Kl. 16.30 Samantekt ráðstefnustjóra — ráðstefnuslit. Þátttökugjald kr. 2.000. Innifaiið í þátttökugjaldi: Ráðstefnugögn og kaffi. Skráning þátttöku fyrir 21. nóvember 1997 hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga, sími 581 3711, myndsendir 568 7866. sími 587 1200
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.