Morgunblaðið - 14.11.1997, Side 41

Morgunblaðið - 14.11.1997, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER1997 41 . QÚZ4M Á GJAFVERÐI Sameining sveitarfélag- anna - börnin til baka SEM kjörorð sam- einingar í sterkari sveitarstjórnareiningar legg ég til, stutt og laggott, „börnin til baka“. Mér finnst þau rök vega þyngst í um- ræðunni um skipan sveitarfélaga á lands- byggðinni. Stærri einingar, hag- kvæmni í rekstri, minni endurtekning sömu stjómarhlutverka, áreiðanlegri samgöngur núorðið, grundvöllur til að taka við verkefnum frá ríkinu, aukin þjón- usta og síðast en ekki síst tilbreyting þegar allt hefur stefnt í óefni árum saman - þetta eru gam- alkunn rök sameiningarsinna. Þau eru vinsæl og haldbær, en farin að hljóma eins og hver önnur tugga. Einnig er bent á að sum sveitar- „félög" séu orðin það fámenn að hlægilegt sé að líta á þau sem félög. Að auki, þar sem landbúnaðar- svæði fylla dalinn eða íjörðinn í kringum þéttbýlisstað, er dregið rök- rétt fram að öldin sé önnur - byggð- arlagið feli í sér þessa verslunar- og þjónustumiðstöð sem óaðskiljanleg- an kjarna. Sá kjarni er á hinn bóg- inn háður sveitunum í kring, og því eðlilegt að stjórna hlutunum saman til að móta sameiginlega framtíð. í sveitunum ríkir nefnilega ekki leng- ur sjálfsþurftarbúskapurinn sem var uppi fyrir hundrað árum. Lífsstíllinn hefur breyst það gjörsamlega á skammri öld að jafnvel bændafjöl- skyldur, sem í raun gætu haft viður- væri eingöngu af landinu, láta sér ekki detta það í hug lengur. Sem sagt, við lifum öll í dag að mestu leyti á kunnáttu og afrakstri ann- arra. Enn staðfestast orð Aristóte- lesar að maðurinn er félagsvera. Ég er síður en svo að mótmæla þessu ástandi. Það þýðir samt, í veröld samkeppninnar, að kunnátta á vissu sviði hefur æ meira vægi. Einfalt dæmi sem kallar á nokkuð stórar sveitarfélagseiningar er þetta: Ef skapa á byggð með góða ímynd í dag, miðað við önnur byggðarlög, er það vonlítið nema í sveitarfélaginu starfi hæfur garðyrkjustjóri. Nú til dags blasir við að ekki getur hvaða oddviti eða hreppstjóri sem er haft kunnáttu til að keppa við sterkari sveitarfélög á sérsviði garðyrkju- fræðings. Annað dæmi vil ég taka úr at- vinnugrein sem ég hef nokkra reynslu af, ferðaþjónustunni: Til að ferðamannastaðir liggi ekki undir skemmdum og geti orðið framtíðar- tekjulind, verður einhver að starfa á svæðinu sem hefur þekkingu á hætt- um eins og jarðvegseyðingu af völd- um ferðamanna og hefur þjálfun í úrbótum. Þar getur ijái'vana sveitar- félag bænda spillt sjálft eigin fram- tíð vegna þess að hvorki þekking né eftirlit er fyrir hendi til að bjarga helstu verðmætum í landinu. Enda er líklegt að verðmætasköpunin fari frekar fram á næsta þéttbýlisstað, þar sem eru hótel, flugvöliur o.fl. sem græða á ferðamönnunum. Að vísu hafa bændurnir einnig hag af því að þéttbýlisstaðurinn græði, þar sem þeir kaupa inn, taka þátt í íþróttum, kvöldnámskeiðum o.fl., en framtíð þéttbýlisstaðarins er í hættu ef ekki tekst að halda óskemmdum ferðamannaperlunum úti í sveitun- um. Þess konar sameiginlegar þarfir má lengi teija. Núverandi sundrung innan mat'gra héraða er ekki til að tryggja hag eins né neins, þó að fólki sýnist það út frá einhverjum hefðum eða einberri skammsýni. Hinn handleggurinn er þessi: Fyrst blómleg byggð þarf á meist- urum úr sem flestum geirum að halda til að efla lífsvon, þurfa sem flest menntuð ungmenni þaðan að haldast heima eða flytjast aftur heim. Helst þarf að auki hóflega blöndu aðflutts fólks til þess að byggðin stefni upp á við! En atvinnumynstrið verður að vera fjöl- breytt til að kunnáttu- manneskjur geti sann- fært maka sinn um að fylgja sér. Það þýðir enn og aftur að þá fyrst fáum við þau börn okk- ar (og systur, bræður og frændur), sem mennta sig, heim aftur að við sköpum byggðar- lag og stofnanir sem fínna þörfina að ráða til sín sérhæft starfs- fólk. Einnig gagnvart einkarekstri og hug- myndaríku framtaks- fólki þarf á allan hátt að renna stoð- um undir sæmilega stórt þjónustu- og markaðssvæði. Um víxlverkun er að ræða. Fjöl- breytni og lágmarksstærð eru for- Svo lífsvon bæjarfélaga megi eflast telur Philip Vogler nauðsynlegt að sem flest menntuð ung- menni þaðan þurfi að haldast heima eða flytj- ast aftur heim. sendur fyrir áframhaldandi fjöl- breytni og framþróun. Þegar fjöl- breyttur bakgrunnur er fyrir hendi í samfélaginu verður jákvæð hring- rás, en ekki sú einhæfa stefna niður á við, sem einkennir í dag stór svæði landsins, eins og á Austurlandi, þar sem ég á heima. Þó að heillavænlegt megi telja að fólk flytjist milli land- svæða, raskar það jafnvægi íslensks þjóðfélags að straumurinn sé frá heilum fjórðungum eins og þróun síðustu ára ber vitni um. Mér er um og ó yfir ástandinu í mörgum héruðum, og vil ég óska að íbúum þeirra takist að skynja sig betur sem eina heild. Dæmi mér nærtæk eru Austur-Skaftafellssýsla og Reyðarfjörður/Eskifjörður/Norð- fjörður, þar sem kosningar standa til. Það getur ekki verið neinum til hagsbóta í þessu landi að byggð á svona stöðum veikist frekar en eflist. Að vísu skil ég að sumir telja eyðingu byggða jákvæða þrauta- lendingu til að Frón fari að gróa aftur eftir aldalanga niðurníðslu. Þeir setja samfellda byggð kringum landið í samhengi við ofbeit og of- veiði, en þetta er rökleysa. Stór- bóndi sem býr í bæ langt frá jörð sinni eða Landsvirkjun suður í Reykjavík eða þorskkvótaeigandi að skemmta sér úti í Florida geta spillt alveg eins illa ef ekki verr en smá- bóndinn eða trillueigandinn sem nú býr á staðnum - og vill helst að vænlegt verði til búsetu áfram. Aðal- atriðið er rétt stjórnun, hvort sem á að vernda land eða haf. Einnig þarf fólk á staðnum og duglegar hendur til að laga sár landsins aftur, rækta upp skóg, nýta fiskistofna hóflega eða þjóna ferðamönnum til að skapa verðmæti fyrir áframhaldandi rækt- un o.s.frv. En til réttrar stjórnunar þarf þekkingu og hvata. í dag tiyggja minni sveitarfélög ekki hæfilega blöndu íbúa og starfssviða til að íjöl- breytt þekking og hagsmunir safnist saman. í raun jaðrar íjölbreytni við að vera samnefnari lýðræðis. Það er ekki fyrr en blöndunin verður sæmileg að geijun tekst fyrir al- vöru. Við skulum leggja okkur öll fram um að örva þessa geijun sem víðast. Með henni gerum við lífið skemmtilegra og eftirsóknarverðara úti á landinu. Menntunarmetnaður vegna barna okkar og okkar sjálfra eykst með krefjandi tækifærum. Samkeppni mun færast í útboð og verslun, og framfarir vet'ða yfirhöfuð sem mestar. Höfundur er kennari við Menntaskólann á Egilsstöðum og formaður Framfarafélags Fljótsdalshéraðs. Philip Vogler QjRAM KF-265 Kælir 197 Itr. Frystir 55 Itr. HxBxD 146.5 x 55 x 60 TILBOÐ Aðeins 54.990,- Það eru nýjar glæsilegar innréttinqar í öllum 20 gerðum fÍMttAM kæliskápanna. fyrsta flokks frá jponix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMl 552 4420 Húsbréf Irmlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 2. flokki 1994 3. flokki 1994 Innlausnardagur 15. nóvember 1997. 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.043.069 kr. 104.307 kr. 10.431 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 920.902 kr. 92.090 kr. 9.209 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.838.339 kr. 183.834 kr. 18.383 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.708.780 kr. 170.878 kr. 17.088 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 7.540.881 kr. 1.508.176 kr. 150.818 kr. 15.082 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.957.001 kr. 1.391.400 kr. 139.140 kr. 13.914 kr. 2. flokkur 1994: < > i Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.312.331 kr. 1.262.466 kr. 126.247 kr. 12.625 kr. 3. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.196.936 kr. 1.239.387 kr. 123.939 kr. 12.394 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka Íslands Suðurlandsbraut 24. [M] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEUD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 569 6900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.