Morgunblaðið - 14.11.1997, Page 43

Morgunblaðið - 14.11.1997, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 43^- HERBALIFE OG LYFJA- EFTIRLIT RÍKISINS- HAGSMUNIR ALMENNINGS Á UNDANFÖRNUM vikum hefur ýmislegt, sem á sér enga stoð í raunveruleikanum, verið fullyrt um Lyfjaeftirlit ríkisins og greinarhöf- und sem er forstöðu- maður stofnunarinnar. Af þeirri ástæðu eru hér dregnar fram nokkrar staðreyndir um Herbalife og afskipti Lyfjaeftirlitsins af inn- flutningi fæðubótarefna og náttúruvöru. Starfsemi Lyfjaeftir- lits ríkisins Reglur um gæði lyfja og meðferð þeirra eru hinar sömu á öllu Evr- ópska efnahagssvæðinu og miðast við það að tryggja sem best hags- muni almennings. Strangar reglur gilda um gæði, öryggi og virkni lyfja sem eru á markaði og aðeins tilteknir aðilar, sem uppfylla strangar kröfur, hafa heimild til að flytja inn og dreifa lyfjum. Þeir sem hafa heimild til að flytja inn lyf og dreifa hér á landi mega ekki flytja inn hvað sem er, heldur aðeins þau lyf sem mat hefur verið lagt á með tilliti til öryggis, gæða og virkni eða sem veitt hefur verið sérstök einstaklingsbundin undanþága fyrir. í þeim tilvikum ber læknir sérstaka ábyrgð. Annar innflutningur og dreifíng á lyfjum eru ólögleg. Hér á landi hefur Lyfjaeftirlit ríkisins eftirlit með innflutningi og dreifingu lyfja og í nágrannalöndum okkar gegna hlið- stæðar stofnanir sams konar hlut- verki. Lyfjaeftirlitið hefur, í umboði heilbrigðismálaráðherra, einnig eft- irlit með innflutningi og sölu á fæðubótarefnum og náttúruvörum. Fjallað er um slíkar vörur hjá stofn- uninni með tilliti til þess meðal ann- ars hvort þær innihaldi lyf eða efni sem geta verið varasöm heilsu manna í því magni sem um ræðir. LER leggur ekki mat á gæði eða gagnsemi fæðubótarefna eða nátt- úruvöru en með eftirlitinu er reynt að tryggja að á almennum markaði sé ekki vara sem getur verið fólki hættuleg. Lyfjaeftirlitið starfar samkvæmt lyfjalögum* 1 sem sett voru 1994 og er kjarninn í hlutverki stofnunar- innar að gæta hagsmuna almenn- ings. I lögunum er sérstaklega tekið fram að forstöðumaður Lyfjaeftir- litsins megi ekki eiga neinna hags- muna að gæta varðandi innflutning og sölu á lyfjum. Fullyrðing Jóns Óttars Ragnarssonar í grein í Morgunblaðinu, um að greinarhöf- undur væri á launum hjá lyfjainn- flytjendum er fásinna sem ekki á við nokkur rök að styðjast. Hvað er Herbalife Lyfjaeftirlitið hefur haft afskipti af innflutningi og sölu á Herbalife allt frá árinu 1985. Á þessum tíma hefur komið í ljós að Herbalife er mjög mismunandi að samsetningu. Þannig er að finna í gögnum Lyfja- eftirlitsins nokkrar mismunandi samsetningar af Herbalife sem allar bera nær sama heiti. Herbalife er því samheiti fjölda mismunandi vörutegunda. Flest afbrigði Her- balife innihalda vítamín og stein- efni, trefjar, eggjahvítuefni og ýms- ar jurtir og er ætlað að koma að hluta til í staðinn fyrir mat. Önnur afbrigði af Herbalife innihalda efni sem hafa örvandi áhrif á miðtauga- kerfið, draga úr matarlyst og inni- halda einnig efni sem hafa örvandi áhrif á hægðir með beinum áhrifum á þarmana. Þessi efni eru lyf og geta verið hættuleg. Lyfjaeftirlitið hefur á undanfórn- um mánuðum fengið fjölda fyrirspuma frá almenningi þar sem spurt er hvort Herbali- fe sé leyft. Við þessu er ekki til neitt eitt svar vegna fjölbi'eytni vör- unnar. Fjölmargir sem leit- að hafa til stofnunar- innar hafa lesið upp innihaldslýsingu á um- búðum þess Herbalife sem þeir eru með. I flestum tilvikum hefur verið um það afbrigði að ræða sem inniheld- ur meðal annars kín- versku jurtina Ma Hu- ang og jurtina Cascara. Ma Huang inniheldur lyfið efedrín og í Cascara eru lyf sem hafa bein örvandi áhrif á starfsemi þarmanna. Ólögleg vara á markaðinum Lyfjaeftirlitið hefur eftirlit með innflutningi á lyfjum, fæðubótarefn: um og náttúruvörum til landsins. í flestum tilvikum fyigja vörum vöru- reikningar sem stofnunin fer yfir og veitir þannig tollayfii-völdum um- sögn um hvort vöruna megi flytja inn eða ekki. Lyfjaeftirlitið fjallaði í sumar um nokkur afbrigði af fæðu- bótarefninu Herbalife sem íramleitt er fyrir sænskan markað. I þeirri vöru eru ekki jurtimar Ma Huang eða Cascara og var það Herbalife leyft að hluta. Lyfjaeftirlitinu er hins vegar ekki kunnugt um að þetta sænska afbrigði hafi verið flutt inn í neinum mæli á árinu, enda hafa vörureikningar vegna innflutningsins ekki borist stofnun- inni til áritunar. Hins vegar virðist vera á markaðinum hér á landi mik- ið magn af Herbalife sem bannað er í Evrópu og í sumum fylkjum Bandaríkjanna. Ekki er ljóst með hvaða hætti þetta ólöglega Herbali- fe er flutt til landsins. Lyfjaeftirlitið hefur kannað eftir ýmsum leiðum með hvaða hætti Herbalife sem inniheldur lyf er flutt inn til landsins, en án árangurs. Af þeim sökum fór stofnunin fram á það við Ríkislögreglustjóra að málið yrði rannsakað og stendur sú rann- sókn nú yfir. Því hefur verið haldið fram í blöð- um að Lyfjaeftirlitið hafi rannsakað fyrir DV töflur sem reyndust inni- halda efedrín. Þetta er rangt. Rann- sóknin var ekki gerð af stofnuninni eða á hennar vegum. LER var ekki kunnugt um rannsóknina fyrr en nokkm eftir að niðurstöður lágu fyrir. Ma Huang- efedrín Því hefur verið haldið fram að náttúrulegt efedrín sé hættulaust. Þetta er rangt. Efedrín er efni sem er náskylt amfetamíni að verkun og byggingu. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur ítrekað varað við notkun á Ma Huang, sam- anber eftirfarandi sem stofnunin sendi frá sér 6. nóvember síðast lið- inn (lausleg þýðing)2: Efedrín er efni líkt amfetamíni sem hefur all- mikil örvandi áhrif á taugakerfið og hjartastarfsemi. Frá því 1994 hefur FDA móttekið og rannsakað meira en 800 tilkynningar um aukaverk- anir sem tengjast notkun á náttúru- vörum sem innihalda efedrín. Um er að ræða aukaverkanir eins og hækkaðan blóðþrýsting, óregluleg- an hjartslátt, svefnleysi, taugaveikl- Lyfjaeftirlitið hefur á undanförnum mánuðum, segir _______Guðrún S.________ Eyjóifsdóttir, fengið fjölda fyrirspurna frá almenninffl þar sem spurt er hvort Herbalife sé leyft. Við þessu er ekki til neitt eitt svar vegna f]ölbreytni vörunnar. un, skjálfta og höfuðverk, en einnig krampa, hjartaáfóll, heilablóðföll og dauða. I Bandaríkjunum eru litlar sem engar reglur um sölu á fæðubótar- efnum og náttúruvörum. Um þetta er meðal annars fjallað í grein sem birtist í bandarísku neytendablaði árið 19953. Þar er fjallað um jurtir sem geta verið skaðlegar, þar með talin Ma Huang. I greininni kemur einnig fram að í einstaka fylkjum Bandaríkjanna, til dæmis Ohio, hafa verið settar mjög strangar reglur um sölu á Ma Huang og efedríni í kjölfar dauðsfalla sem talin eru tengjast því. Herbalife til megrunar Sérfræðingum ber saman um að til þyngdarstjórnunar sé hæfileg neysla á vel samsettu fæði og hreyf- ing eina aðferðin sem skili árangri og sem samræmist almennum heil- brigðismarkmiðum. Töfralausnir eru ekki til. Það er í hrópandi and- stöðu við þessa þekkingu að mæla með notkun á fæðubótarefnum eða matarkúrum sem blandaðir eru lyfj- um sem draga úr matarlyst með áhrifum á miðtaugakerfið og sem valda jafnvel niðurgangi með áhrif- um á þarma. Árið 1979 gaf Helgafell út fróð- lega bók, Næring og heilsa, en þar segir um meðferð á offitu4: „Megr- unaraðferðir skipta hundruðum og sýnir það vel hvað offita þykir hvim- leið. Álls kyns lyf hafa verið notuð, áhöld, sérhannaðar matvörur, sér- stakt mataræði og jafnvel upp- skurðir til þess að stytta meltingar- veginn og draga þannig úr nýtingu næringarefnanna. Af þeim aðferð- um sem hafa verið notaðar er aðeins hægt að mæla með einni, en það er hófleg neysla á hollum mat og lík- amsrækt." Höfundur bókarinnar er Jón Óttar Ragnarsson, næringar- fræðingur. Jón Ottar gerir lyf ennfremur að umfjöllunarefni í bók sinni en þar segir: „Margs konar lyf hafa verið notuð til þess að auðvelda fólki að gi-enna sig. í þessum flokki er m.a. amfetamín og skyld efni. Þau eru aðallega notuð til þess að draga úr matarlyst. Auk þess örva þau heila- starfsemi og vinna gegn þreytu og þunglyndi. Hins vegar geta þau valdið svefnleysi, taugaspennu, örv- að hjartslátt og hækkað blóðþrýst- ing. Þau eru vanabindandi og ætti enginn, sem vill halda heilsu að nota þessi efni.“ Efedrín er eins og áður hefur komið fram náskylt am- fetamíni að byggingu og verkun. Lyfjaeftirlitið hefur varað við því að á markaði er vara sem kynnt er og seld sem fæðubótarefni og sem inniheldur lyf. LER hefur ekki upp- lýsingar um hve mikið er af efedríni í ,grænu töflunum" frá Herbalife og þvi skal ekki haldið fram að notkun þeirra fyrir heilbrigt fólk sé skaðleg séu þær notaðar samkvæmt notk- unarleiðbeiningum í stuttan tíma. Hitt er ljóst að um lyf er að ræða sem einstaklingar þola misvel og sem er flutt inn og selt með ólög- mætum hætti. Lyfið er auk þess illa merkt þannig að notandinn veit oft- ast ekki hvað það inniheldur. Hagsmunir neytenda Fæðubótarefni og náttúruvörur geta haft áhrif á líðan manna en geta einnig verið vandmeðfarin. í flestum tilvikum hafa lifnaðarhættir manna, til dæmis mataræði og lík- amsrækt, mun meiri áhrif á líðan og heilsu heldur en notkun slíkrar vöru. Með heilbrigðu lífemi má koma í veg fyrir marga sjúkdóma, en ekki alla og því eru lyf nauðsyn- leg, en ekki skal dregið í efa að skynsamleg notkun fæðubótarefna og náttúruvöru getur haft jákvæð áhrif á heilsu manna. Ein meginkrafan sem gerð er til Guðrún S. Eyjólfsdóttir þeirra sem vilja flytja mn og selja fæðubótarefni og náttúruvörur er að upplýsingar liggi fyrir á greinar- góðan hátt um innihald vörunnar. Ef í vörunni eru lyf verður hún ac^ uppfylla kröfur sem gerðar eru tir- lyfja þannig að gæði, öryggi og virkni þeirra séu tryggð, svo sem kveðið er á um í lyfjalögum. ís- lenskir neytendur eiga rétt á að fyllsta öryggis sé gætt. Heimildir: 1 Lyfjalög nr. 93/1994. 2 Fréttatilkynning á heimasíðu FDA 6. nóv- ember 1997, slóð www.fda.gov 3 Consumer Reports November 1995, Her- bal Roulette bis. 698-704. 4 Næring og heilsa eftir Jón Óttar Ragn- arsson, Helgafell 1979. Höfundur er forstöðumaður Lyfjaeftirlits ríkisins. F a 11 e g í r 1 a m p a r _____HIO_____ 14.730,- * HÚSGAGNAHÖLUN .5 Bíldshöfö! 20-112 Rvfk-S:510 8000 RELIEF 12.630,- Eítt mesta úrval landsíns af fallegum íömpum er að finna hjá okkur. NEPTUNE 10.930,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.