Morgunblaðið - 14.11.1997, Síða 56

Morgunblaðið - 14.11.1997, Síða 56
56 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VELÚRGALLAR Schiesser® velúrgallarnir eru komnir. Stærðir 38-46. Ivmpíí Laugavegi — Kringlunni 5TEINAR WAAGE SKÓVERSLUN í dag gefum við 40% afslátt af þessum karlmanns öklaskóm Verð: 3.995 Verð áður: Litur: Svart Stærðir: 40—46 Domus Medica — Kringlunni Toppskórinn Ingólfstorgi ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Bláfjöll - hvað er að? UNDIRRITAÐUR hefur undanfarin 20 ár verið tíð- ur gestur í Bláfjöllum og á öðrum skíðasvæðum í nágrenni Reykjavíkur. Hef ég haft af því mikla ánægju, og fundist útiver- an gera mér gott, bæði lík- amlega og andlega. Fátt er betra eftir vinnudag I skammdeginu en fara út og hreyfa sig í klukkutíma eða tvo. Hefur mér þótt miður að horfa uppá sí- minnkandi aðsókn á skíða- svæðum síðustu fimm árin, án þess að nokkuð virðist gert til að laða fólk að stöð- unum. Virðist manni sem metnaðarleysið sé algert við reksturinn á svæðinu. Biðraðastjómun virðist af- lögð, engar auglýstar uppákomur, t.d. Bláfjalla- dagurinn, frítt í lyfturnar í einn dag, og heitt kaffi á könnunni (sem einhver kaffisali er örugglega til í að bjóða upp á), lifandi músik einn laugardag, blysför niður fjallið að kvöldi til, eitthvað til að vekja athygli á staðnum og auka aðsókn - oft kall- að markaðsaðgerðir. Mér finnst eins og engin uppá- koma hafi verið síðan „Volvo Ski Show“ kom í Bláíjöll. Er ekki hægt að fá einhveija snjó- brettagæja að utan til að vera með „show“? Eitthvað þarf að gera til að draga fólk í Bláfjöll, alveg eins og í sund, eróbikk eða kvikmyndahús. Talandi um snjóbretti, þá fékk elsti sonur minn eitt slíkt í jólagjöf í hitti- fyrra. Síðan þá er hann búinn að fara í nokkrar hópferðir, m.a. til Dalvík- ur, Akureyrar og Kerlinga- flalla. A ölium þessum stöðum hefur verið búin til sérstök aðstaða fyrir snjó- brettamenn, með stökk- pöllum o.þ.h., sem mér skilst að sé núorðið á öllum skíða/snjóbrettasvæðum bæði í Evrópu og Banda- ríkjunum, en þessa að- stöðu er ekki að finna á aðalsvæði Reykjavíkur og nágrennis, þ.e. Bláfjöllum, þar sem fjöldi snjóbretta- iðkenda hefur vaxið mjög mikið síðustu þijú til fjög- ur árin. Er eitthvað erfið- ara að búa til aðstöðu fyr- ir snjóbrettafólk í Bláfjöll- um en á skíðasvæði Dal- víkinga eða í Kerlingafjöll- um? Svar óskast. Árlega er eytt milljónum króna í forvarnir gegn fíkniefnum hér á landi. Lit- prentaður bæklingur með ítarlegum leiðbeiningum um samsetningu mismun- andi fíkniefna og hvemig á að nota þau, fylgt eftir með „Segðu nei við fíkniefnum". Sjálfsagt eru bæklingar eðlilegur hluti forvamar- starfsemi, en er ekki líka mikilvægt að hvetja unga fólkið til útivera, skapa því þá aðstöðu sem þarf til að „fara út að leika sér“. Hvet að lokum forsvarsmenn Bláfjalla tii dáða fyrir vet- urinn og almenning til að mæta betur í þessa útivist- arperlu okkar. Unnandi útivistar. Leiði fá ekki að vera í friði ÁSLAUG hafði samband við Velvakanda og sagðist hún vera með leiði í Graf- arvogskirkjugarði. Á leið- inu hefur hún haft ljóslukt og gerviblóm en þetta virð- ist ekki fá að vera í friði, það era alltaf einhveijir sem taka þetta. Vill hún lýsa yfir óánægjú sinni með þetta. Tapað/fundið Gleraugu týndust GLERAUGU týndust á homi Glaðheima og Goð- heima sl. þriðjudag. Þeir sem hafa orðið varir við gleraugun hafi samband í síma 553-0929 eftir kl. 17. Gleraugu fundust GLERAUGU fundust skammt frá Shell-stöðinni við Garðatorg í Garðabæ. Uppl. í síma 565-8761. Dýrahald Bröndóttur högni í óskilum FALLEGUR dökkgrábrön- dóttur högni, með hvítan blett undir hálsinum, hvítt á loppum og kviði, en ómerktur, fannst við Hva- leyrarskóla í Hafnarfirði föstudaginn 31. okt. Kisi er kominn í Kattholt. Nán- ari uppl. fást í síma 565-2383. SKÁK Umsjón Margeir Pctursson STAÐAN kom upp í ís- landsflugsdeildinni um síð- ustu helgi. Áskell Örn Kárason (2.305) var með hvítt og átti leik, en Sævar Bjarnason (2.265) hafði svart. 26. Hxd7! - Hxd7 27. Dh8+ - Ke7 28. Dxc8 - e5 29. Rh7 og svartur gafst upp. Um helgina: Taflfé- lagið Hellir gengst fyrir íslandsmótinu í Netskák n.k. sunnu- dag 16. nóvember kl 20:00. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad kerfi, 4 mín- útna skákir með 2 sek- úndna viðbót við hvern leik. Verðlaun verða veitt í þremur flokkum, íslands- meistari, íslandsmeistari áhugamanna (1800 stig eða minna) og Besti byrj- andinn (skákmenn án ís- lenskra Elo-stiga). Gefandi verðlauna er EIS-Einar J. Skúlason hf. Teflt verður á Evrópska skákþjóninum í Árósum. Þátttökutilkynn- ingar og fyrirspurnir sendist til Halldórs Grétars Einarssonar (HYPERLINK mailto: asbismennt.is) asbis- mennt.is) . Nánari upplýs- ingar á http://rvik.ismennt.is/asb/ netskak97.htm. Með morgunkaffinu Áster... o (ú/X) 10-9 ... aðganga sarnan eftir lífsins vegi. TM Heg U S P«t OK - an rtghta raaarvad (c) 1897 Los Ang^M T«ia« Synðcata Hann neyddist til að gift- ast henni, hann hafði ekki lengur efni á að bjóða henni út. Hann getur þvi miður ekki búið hjá okkur Snati. Þú veist að ég á nóg af börnum fyrir. ryksugan elskan? Víkveiji skrifar... ÞAÐ er fróðlegt að fletta nor- rænu tölfræðibókinni, sem kemur út árlega á vegum norrænu ráðherranefndarinnar. Þar eru ýms- ar tölulegar upplýsingar um ísland, Noreg, Svíþjóð, Finnland, Dan- mörku, Grænland og Færeyjar. Árbókin fyrir árið 1997 er ný- komin út og eru nýjustu tölurnar frá árinu 1996. Eftir að hafa flett henni sér Víkveiji ekki betur en að íslendingar komi ágætlega út úr samanburði við þessar ná- grannaþjóðir. íslenskir karlmenn verða til dæmis elstir á Norður- löndum, búast má við að nýfætt sveinbarn geti náð 76,5 ára aldri. Búast má við að nýfætt íslenskt stúlkubarn nái 80,6 ára aldri, en þar hafa Svíar og Norðmenn vinn- inginn: Búast má við að sænskar stúlkur nái 81,5 ára aldri og norsk- ar 80,8 ára aldri. xxx GRÆNLENSK sveinbörn geta hins vegar aðeins búist við að ná 62,3 ára aldri og stúlkubörn 68,3 ára aidri. Víðar í bókinni má fínna upplýsingar um slæmt ástand mála á Grænlandi, samanborið við hin Norðurlöndin. Þar eru langflest sjálfsmorð og það er einkum yngra fólk sem styttir sér aldur. Þar er áfengisneysla mest, mæld í alkó- hóllítrum á mann, en minnst á ís- landi. Og tölur um fóstureyðingar á Grænlandi eru hreint ótrúlegar, en samkvæmt bókinni var á árun- um 1991-95 framkvæmdar rúm- lega 800 fóstureyðingar miðað við hver 1.000 börn sem fæddust, og rúmlega 2.000 fóstureyðingar á hvetjar 1.000 konur! Á hinum Norðurlöndunum eru þessi hlutföll um 200 fóstureyðingar á hver 1.000 fædd börn og 4-500 fóstur- eyðingar á hveijar 1.000 konur. Það er einungis á íslandi og Grænlandi, sem fleiri flytjast brott árlega en flytja inn í landið. Á síð- asta ári fluttust 444 fleiri brott frá íslandi en fluttu inn, og á Græn- landi fluttu 483 fleiri út en inn. Það er hins vegar búist við að hlutfalls- leg fólksfjölgun verði einna mest á íslandi, Grænlandi og í Noregi á næstu áratugum. í tölfræðibókinni er því spáð, að íslendingar verði árið 2020 orðnir 312 þúsund eða 23% fleiri en þeir voru árið 1990, og Grænlendingar verði 62 þúsund, eða 11% fleiri en árið 1990. Sam- bærilegar tölur fyrir önnur Norður- lönd eru 4,8 milljónir í Noregi sem er 13,9% aukning, 9,2 milljónir í Svíþjóð, 8,2% aukning, 5,57 milljón- ir í Danmörku og 8,4% aukning, 5,2 milljónir í Finnlandi og 5% aukn- ing, og 51 þúsund í Færeyjum og 5,9% aukning. XXX AF ÖÐRUM upplýsingum í bókinni má nefna að á Islandi eru hlutfallslega fleiri einkabílar og leigubílar en í hinum löndunum, miðað við hinn góðkunna mann- fjölda, eða 0,44 bílar á mann, og hefur svo verið a.m.k. þennan ára- tug. Hins vegar eru útlán bóka á bókasöfnum ekki mikil hér á landi, miðað við Norðurlöndin, eða um 8 bækur árlega á hveija 100 íbúa. Þessi tala er langhæst í Finn- landi, eða 20 bækur á hveija 100 íbúa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.