Morgunblaðið - 14.11.1997, Page 60

Morgunblaðið - 14.11.1997, Page 60
60 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM beint . London Dj Toirani Dansbandið leikur gömlu dansana í kvöld frá kl. 22-02. lÁmfvúm sími 551 0100 Jomtrum Lœkjargata4 KVIKMYNDIR/Sambíóin hafa tekið til sýninga myndina L.A. Confídential með Kevin Spacey, Russel Crowe, Guy Pearce, Danny De Vito og Kim Basinger í aðalhlutverkum. KIM Basinger leikur vændiskonu sem líkir eftir Veronica Lake. Klassísk fegurðardís sjötta áratugarins. Falleg ímynd, ófagur veruleiki ÚTLIT myndarinnar er í anda klisjukenndrar ímyndar af 6. áratugnum. ^ ITT af því fáa sem þykir ör- .uggt í Hollywood um þessar JLlimundir er að myndin L.A. Confídential á eftir að fá nokkrar óskarsverðlaunatilnefningar. Gagn- rýnendur vestanhafs hafa verið ein- róma á því að hér sé komin ein besta mynd ársins. Athyglin hefur ekki síst beinst að áströlsku leikur- unum tveimur sem slá í gegn í myndinni, Russel Crowe og Guy Pearee. Það er ekki að ástæðulausu að L.A. Confídential hefur verið líkt við Chinatown, hina frægu mynd Roman Polanskis um siðspillingu meðal hinna ríku í Los Angeles. Utlit myndarinnar er glæsilegt og óaðfinnanlegt í anda ímyndar uppgangstíma sjötta áratugarins en sagan afhjúpar klisjuna og sýnir innantómt glamúrlíf, lögregluspill- ingu og kynþáttafordóma á siðlaus- um tímum. Leikurinn berst ofan í siðferðileg öngstræti þar sem aðal- persónumar standa frammi fyrir nýjum og áður óþekktum hliðum á sjálfum sér andspænis þeim mann- legu löstum sem þeir eru sífellt í ná- vígi við. Sagan er svört og ruddaleg ^^nsamt mannleg og kraftmikil. I þessu umhverfi er aðeins ein regla í heiðin höfð og hún er sú að sá sem veit eitthvað lýgur þegar hann er spurður. Myndina gerir Curtis Hanson, leikstjóri mynda á borð við The Hand That Rocks The Cradle og River Wild. Hann gerði einnig handritið ásamt Brian Helgeland. Það er byggt á vinsælli, sam- nefndri skáldsögu eftir Jack Ellroy, fimmtugan rithöfund sem er þekkt- SLÚÐURBLÖÐIN eru áhrifamikið afl í L.A. Confidential. KEVIN SPACEY, Russel Crowe, Guy Pearce og James Cromwell leika löggurnar í L.A. Confidential. astur fyrir lögreglusögur frá 6. ára- tugnum í anda Chandlers og Hammets þar sem Ellroy bregður ljósi á samtímann. L.A. Confidential segir segir frá þremur löggum: Ed Exley (Guy Pe- arce), Bud White (Russel Crowe) og Jack Vincennes (Kevin Spacey). Ed er ein af ungu stjörnunum í lög- regluliði borgarinnar. Bud er harð- ur í horn að taka og hefur orð á sér fyrir ruddaskap. Jack er sléttur og felldur á yfirborðinu, þekktur rann- sóknarlögreglumaður sem vinnur við sjónvarp og tekur þátt í þeim leik með sorpblaðamanni (Danny De Vito, sem jafnframt er sögumað- ur) að fletta ofan af líferni og löstum stjarnanna í Hollywood. Leikarinn Guy Pearce sást síðast á skjánum sem dragdrottning í Priscilla, Queen of the Desert. Hann þykir stórkostlegur í hlut- verki Ed Exley, mannsins sem reynir að standa sig, hafnar mála- miðlunum og reynir að bæla niður iy danshús Artún Vagnhöfða 11, sími 567 4090 og 898 4160 fax 567 4092 Dansleikur Sýrupolkasvextm ^ Hringir Höif KÚLTÚR ARNAR GAUTI GUNNIí GK BAR DANSSTAÐUR Smiðjitvegi 14. Kópavogi, sími 587 6080. Um helgina Lifandi tónlist fyrir líflegt fólk Hljómsveit Únnu Vilhjálms leikur föstudags- og laugardagskvöld Sunnudagskvöld Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur gömlu og nýju dansana efann og óöryggið sem hrærist innra með honum. Hinn Astralinn í leikaraliðinu, Russel Crowe, er þekktur úr The Quick and the Dead og Virtuosity. Hér leikur hann einfaldan mann, sem er tröll að burðum og hefur haft meiri áhuga á hinum líkamlega en sál- fræðilega þætti lögreglustarfsins. I L.A. Confídential bregður Kevin Spacey ekki þeim vana sínum að skyggja á meðleikara sína hvenær sem tækifæri gefst. Þau gefast þegar Jack fer smám saman að uppgötva að hann hefur sam- visku. Oskarsverðlaunin fyi-ir Usual Suspects, og frammistaða í mynd- um á borð við Seven og Outbreak, Looking for Richard og Time to Kill hafa fært kvikmyndabransanum heim sanninn um hvers Spacey er megnugur. Aðrir helstu leikarar eru Kim Basinger, sem leikur gleðikonu, Danny De Vito, sem leikur ritstjóra slúðurblaðs og David Straithairn, sem leikur melludólg sem sér fyrir stúlkum sem hafa gengist undir fegrunaraðgerðir til að líkjast kvik- myndastjörnum. Framleiðendur myndarinnar eru Aron Milchan og David L. Wolper. 'Jivar jœrð þú NO NAME ■ . COSMETICS ■■■ "■ ■" / l SpeS, Háaleitisbraut Sautján, Laugavegi Dazz í kvöld kl. 21.00 MÚLINn Ólafur Stephensen Guðmundur R. Einarsson Tómas R. Einarsson Frumsýning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.