Morgunblaðið - 14.11.1997, Síða 62
62 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
*
Agóði til endurbyggingar Kántrýbæjar
Leikhús
fáránleikans
Skemmtidagskrá með ýmsum fjörlegum
uppákomum var haldin í Þjóðleikhúskjall-
---------------7---------
aranum í fyrrakvöld. Agóðinn rann til
Hallbjörns Hjartarsonar og endurbygging-
ar Kántrýbæjar á Skagaströnd. Pétur
Blöndal tók þátt í sýningunni og skyggnd-
ist bakvið tjöldin.
KRISTJÁN Valur Jónsson í hlutverki Harrys Kleins, Ottó Tynes í hlutverki skúrksins
og Sigurður Ólafsson í hlutverki Derricks.
HVAÐ ert þú,“ spyr Sjón. „Ég
er kennari," svarar blaða-
maður íbygginn. „Já, er
það?“ svarar Sjón og brosir. „Petta
er mikið leikhús.“
Skiljanleg athugasemd þegar til
þess er litið að blaðamaður er í brún-
um jakkafótum með olnbogabótum, í
fölbláu ullarvesti, í skyrtu sem er
blaut undir handarkrik-
unum og á gömlum
strigaskóm. Allt
gert til þess að ýta
undir kennaraí-
myndina.
Hann er þó
frekar teprulegur í
tauinu miðað við
marga af þeim sem
staddir eru bak-
sviðs í Þjóðleikhúskjallaranum.
Enda er framundan árleg tískusýn-
ing Herrafataverslunar Kormáks og
Skjaldar. Andlitið á Kristni Árnasyni
ljómar þegar hann skoðai- sig í
speglinum. „Þetta eru frönsk bóiing-
föt,“ segir hann. „Eru fötin svona
praktísk?“ spyr Jón Ólafsson og
hlær. „Hvaða týpa á ég nú að vera?“
heldur Kristinn áfram og er hugsi.
Kormákur, annar af eigendum búð-
arinnar, á leið hjá og svarar að
bragði: „Þú ert montrass."
Það eru engar venjulegar fyrir-
sætur sem hafa verið fengnar til að
leggja góðum málstað lið; allur ágóði
rennur til Hallbjörns Hjartarsonar
og endurbyggingar „þjóð-
arbókhlöðu sveitatón-
listar á íslandi".
Þarna eru Hrafn
Jökulsson, fyrrv.
ritstjóri, Jón Ólafs-
: son, tónlistarmað-
ur, Jón Viðar
Jónsson, gagn-
rýnandi, Her-
bert Guðmunds-
son, tónlistar-
\ maður, og Jón
■ Gnarr, sem
erfitt er að
skilgreina.
„Hver ég
er?“ svarar
hann og
hristir höf-
Morgunblaðið/Halldór
JOHNNY
Triumph
tók Luftgítar í
fyrsta skipti í
fimm ár.
iP
uðið. „Ég er bara ég sjálfur.“
Dagskráin hefst á glímukeppni
þar sem keppt er um veglegan bikar
og ber Jón Birgh- Valsson sigurorð
af meistaranum frá því í fyrra, Fjölni
Elvarssyni. Hefst þá tískusýningin
með tilheyrandi glensi. Benedikt Er-
lingsson og Hilmir Snær Guðnason
slá á létta strengi, Jón Gnan- kemur
með kenningu um hvaðan tískan er
upprunnin og hápunkturinn er tví-
mælalaust þegar Johnny Triumph
tekur lagið luftgítar með miklum til-
þrifum, „enda ýmislegt hægt með
luftgítar sem ekki er hægt með öðr-
um gíturum“.
Margir sýningai'herrarnir höfðu
aldrei áður tekið þátt í tískusýningu.
Jón Ólafsson segir þó að sig hafi
alltaf dreymt um það. Af hverju,
spyr blaðamaður. „Ja ..hikar Jón.
„Er þetta ekki alveg eins og alla ís-
lendinga dreymir um, að verða þula í
eitt kvöld?“ spyr þá Bergur Þór Ing-
ólfsson. Jón Viðar Jónsson gengur
inn úr salnum og að baki honum
heyrist dynjandi lófatak. „Þú fékkst
rosa viðbrögð,“ segir Hrafn Jökuls-
son og brosir. „Já, ég fæ alltaf við-
brögð,“ svarar Jón Viðar.
Síðasta uppákoman er uppboð
undir dyggri stjóm Þorláks Einars-
sonar. Að henni lokinni er haldið inn
í nóttinni í fjörugri og stundum ljúfri
sveiflu frá hljómsveitunum Fálkum,
Kvartett Ó. Jónssonar og Grjóna og
sýrupolkasveitinni Hringum.
GUÐMUNDUR Ingi
Þorvaldsson var í
fleginni skyrtu
niður á bringu.
0 JÓN Birgir Valsson
sigurreifur með
glímubikarinn á lofti.
A AGNAR Jón Egilsson
^ tók köttinn með sér.
0 JÓN Viðar
Jónsson sýndi
á sér nýja hlið.
Spurning dagsins:
Nefndu 3 leikara sem fara með
hlutverk í LA Confidential.
Hlustaöu á þátt Sighváts
Jónssonar á FM 957 á milli 16 og
19 í dag og þú getur unniö
bíómiöa á LA Confidential í
Sambíóunum, geisladiskinn meö
lögunum ur myndinní frá Japis
og málsverð á Hard Rock Café.
Hardfipcfi
Hörður Þorsteinn Benónýsson,
Samvinnuháskólanum Bifröst,
vann helgarferðfyrir tvo til
Akureyrar með íslandsflugi,
gistingu á Hótel KEA
og bílaleigubíl til afnota
frá Bílaleigu Akureyrar.
I hvert skipti sem þú notar
Safnkortið ternafnið þitt í
Safnkortspottinn. Vertu með!