Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Stríðið gleymda í Nýju-Gíneu Frumskógaeyjumar í Papúa Nýju-Gíneu eru með afskekktustu svæðum veraldar. Þar fara fram hörð átök milli frumbyggja og stjómvalda sem sjaldan berast fregnir af. Sænski blaðamaðurinn Thomas Petersson var nýlega á ferð um Nýju-Gíneu og segir frá baráttu OPM-hreyfingarinnar, sem háð er með fmmstæðum vopnum. í VESTURHLUTA Nýju-Gíneu geis- ar stríð, sem umheimurinn hefur að mestu látið fram hjá sér fara. Þar hafa liðsmenn OPM-hreyfingarinn- ar, „steinaldarmenn" með boga og spjót að vopni, átt í blóðugum átök- um við herstjómina í Indónesíu í nærri 30 ár. Að undanförnu hefur barátta frumbyggjanna orðið æ örvænting- arfyllri. Hefur OPM (Baráttusamtök fyrir fijálsri Papúa) gripið til mannr- ána í von um að geta þannig vakið athygli á kúguninni og sem dæmi um það má nefna, að skæruliðarnir héldu hópi evrópskra vísindamanna í gíslingu í fjóra mánuði snemma á síðasta ári. Indónesískum hermönn- um tókst þó um síðir að komast að því hvar þeir voru hafðir í haldi, djúpt inni í frumskógum Nýju-Gíneu, og eftir blóðug átök voru þeir frels- aðir. Dauður skógur Það eru ekki aðeins liðsmenn OPM, sem vilja bijótast undan yfir- ráðum Indónesa, heldur hefur komið til uppþota meðal Papúa víða í land- inu, til dæmis í bæjunum Jayapura, Nabire og Timika. Við Timika er ein af stærstu gull- og kopamámum í heimi og þar nýtur OPM mests fylg- is. Það fyrsta, sem vekur athygli áður en lent er í Timika, er dauður skógur meðfram fljótinu Ajkwa, ber- ir og líflausir tijábolir, sem stinga skelfilega í stúf við gróskuna annars staðar á þessari stærstu frumskóga- ey í heimi. Það er námagröfturinn, sem hefur valdið þessari eyðilegg- ingu, og það er langt í frá, að þetta séu einu afleiðingarnar. Bandaríska fyrirtækið Freeport- McMoRan Copper & Gold hefur stundað námavinnslu við Timika frá því á sjöunda áratugnum. Eru tekjur fyrirtækisins af þessari starfsemi um 110 milljarðar ísl. kr. árlega. í Timika snýst allt um námuna, sem er uppi í fjallinu fyrir ofan bæinn, í allt að 4.000 metra hæð, og eftir að þar fundust nýjar gullæðar fyrir nokkrum árum er verið að stækka námasvæðið verulega. Hörundsliturinn ræður Skammt frá Timika er Kuala Kenchana, 20.000 manna byggð, „Nýi bærinn“ eins og hann er kall- aður, og þar er allt til alls fyrir hina útvöldu. Það var sjálfur Suharto, forseti Indónesíu, sem vígði hann fyrir tveimur árum, en Freeport er einn af stærstu skattgreiðendum í Indónesíu og ríkisstjórnin hefur fall- ist umyrðalaust á allar óskir fyrir- tækisins um aukna vinnslu. Freeport-fyrirtækið stóð straum af byggingu bæjarins og þar er allt, sem bandarísk íjölskylda þarf, til að geta lifað góðu lífi. Þar er 18 holu golfvöllur, sundlaug, alls konar íþróttaaðstaða önnur, kvikmynda- hús, dansstaðir, snyrtistofur, veit- ingahús og verslanir, allt saman fyrsta flokks. ERLENT ÁIRIAN Jaya á Nýju-Gíneu eru andstæður milli nútimans og hinna frumstæðu hefða frumbyggjanna sláandi. Thomas Petersson PAPÚAR í vesturhluta Nýju-Gíneu eru litt tæknivæddir, bogar og spjót eru vopn þeirra í sjálfstæðisbaráttunni. Þegar við komum að versl.anamið- stöðinni stóð þar hópur bandarískra kvenna í litskrúðugu buxunum sín- um, með vel lagt hár og sólgleraugu og pötuðu í allar áttir um leið og þær töluðu. Til að komast inn í her- legheitin verða menn þó að hafa réttan hörundslit. Papúar fá ekki aðgang nema þeir hafi til þess sér- stakt leyfi. Eins og í Afríku á síðustu öld Óánægjan meðal frumbyggjanna, Papúanna, sem búa á þessu svæði, er mikil. í mars í fyrra urðu þar uppþot og óeirðir, sem stóðu í þijá daga og beindust gegn Freeport og umsvifum þess. Réðust þúsundir manna með boga, spjót og lurka á byggingar og annað, sem tengdist fyrirtækinu. Fyrir tveimur árum birti kaþólska kirkjan viðamikla skýrslu þar sem greint var frá mannréttindabrotum indónesískra hermanna á Timika- svæðinu: Fyrirvaralausum handtök- um, pyntingum, fólki, sem hvarf sporlaust, og aftökum án dóms og laga. Evrópumaður, sem starfaði í KYRRA- HAF Kyrra- haf Indlands- 1 J haf LJ Stækkaðsvæöi 'ndónesía pap||a Nýja Cínea 'X \ V. ö o t Arafurahaf Port Moresby o o o ASTRALl A__________________Knight-Ridder-Tribune Timika þijú sl. ár, segir ástandið þar eins og í Afríku á síðustu öld: „Það er farið með Papúana eins og blökkumenn fyrir 150 árum. Indó- nesíski herinn fer sínu fram og það er ekkert, sem heldur aftur af hon- um.“ Þúsund manna „þjóð- aratkvæða- greiðsla“ HOLLENDINGAR, gömlu nýlenduherrarnir á Nýju Gíneu, fóru þaðan 1962 og þá áttu Sameinuðu þjóðirnar og hagsmunir ýmissa stór- velda stærstan þátt í því, að vesturhluti landsins, Irian Jaya eins og hann heitir nú, varð austasta héraðið í Indó- nesíu. Þegar Hollendingar hurfu á brott tóku SÞ að sér sljórn mála í landinu en 1963 var það afhent Indónesíu með því skilyrði, að haldin yrði þjóð- aratkvæðagreiðsla meðal íbúanna innan sex ára. Skyldi hún vera undir eftirliti sam- takanna og í henni áttu Papúar að ákveða sjálfir framtíð sína. Atkvæðagreiðslan var haldin 1969 en hún fór þann- ig fram, að Indónesíustjórn valdi sjálf 1.025 Papúa, sem skyldu túlka vilja þjóðarinn- ar. Vegna hótana og loforða á víxl samþykktu þeir, að landið skyldi sameinast Indó- nesíu. Allsheijarþing SÞ lagði seinna blessun sína yfir þessa „þjóðaratkvæða- greiðslu“. OPM hefur alla tíð síðan barist fyrir sjálfstæði lands- ins. Talið er, að tugir þús- unda Papúa, allt að 100.000, hafi fallið fyrir byssukúlum indónesískra hermanna. Papon veikist enn París. Morgunblaðid. HLE var gert í þriðja sinn, síðdegis á föstudag, frá upphafi réttarhalda yfir Maurice Papon, ákærðum um glæpi gegn mannkyninu í Frakk- iandi stríðsáranna. Astæðan er eins og fyrr heilsuleysi Papons, sem naut aðstoðar tveggja neyðarbílslækna í bakherbergi í dómshúsinu. Hann varð heltekinn þreytu og þurfti súr- efnisgrímu til að ná andanum. Lög- maður hans sagði í fyrrakvöld að Papon hefði kvefast illa í vikunni, hann hefði ekki verið lagður á spít- ala, en sér þætti hvert andartak hætta á að skjólstæðingurinn gæfi sig. Þá síðdegis hafði mikilvægt vitni, væntanlega gegn Papon, bæst á lista réttarins: Christiane Hyppolyte, ritari gyðingadeildar iögreglustjóraemb- ættisins í Gironde, sem Papon stjóm- aði árin 1942-4. Hyppolyte gaf sig fram á síðustu stundu og átti að tala þegar Papon varð veikur. Þetta er síðasta eftirlifandi vitnið af skrifstof- unni, Hyppolyte var 17 ára þegar hún hóf störf þar. Hún mun svara spumingum lögmanna á mánudag, þegar málið verður tekið fyrir í 24. sinn. Dómarinn sagðist enn þurfa að spyija Paopn margs og nauðsynlegt væri að hinn ákærði hefði nógan styrk til að fylgjast með framburði vitna og gefa greinargóð svör. Rétturinn hefur síðustu daga fjall- að um hlutverk franskra embættis- manna í málefnum gyðinga. Papon lofaði á fimmtudag að leggja fram lista yfír 130 gyðinga sem hann kvaðst hafa bjargað, en hann segist hafa hlýtt skipunum yfirmannsins Maurice Sabatler hvað varðar brott- sendingu 1.700 gyðinga af báðum kynjum, öllum aldri og ýmsu þjóð- erni til Drancy skammt frá París, áleiðis í útrýmingarbúðir, yfirleitt til Auschwitz. Um þá muni hann ekki einstök tilvik. Afkomendur fórnar- lamba höfðu í gær strengt borða með nöfnum þeirra um götur við dómshúsið í Bordeaux. I \ 1 1 I > fe 1 i > \ Í - I i i; i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.