Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRUNNÁGÚSTA ÁRNADÓTTIR + Þórunn Ágústa Árnadóttir fæddist 29. júlí 1906 í Látalæti í Lands- sveit. Hún andaðist á hjúkrunarheimil- inu Skjóli 8. nóv. sl. Foreldrar hennar voru Árni Árnason bóndi í Látalæti, f. 9.8. 1912, og seinni kona hans Guðrún Magnúsdóttir, f. 27.10. 1862, d. 3.6. 1947. Systkini Ág- ústu: Málfríður, Ingiríður, Júlía, Árni, Þórunn, Kristín, Benedikta, Magnús og Margrét. Þau eru öll látin nema Magnús og Margrét. Ágústa fluttist til Reykjavíkur um tví- tugt og vann þar ýmis störf en árið 1936 gerðist hún ráðskona hjá Árna bróður sínum bónda í Stóra Klofa í Landssveit. Ágústa giftist Árna Böðvars- syni cand. mag. og orðabókar- f. 15.5. 1924, d. 1.9. 1992, 19. júní 1946. Börn: 1) Kolbrún, f. 6.7. 1934, deildarstjóri hjá Hollustuvernd ríkisins. Maki Haf- steinn Sölvason. Börn: Knútur Sölvi, Ágúst, Orn, Hafdís. 2) Erna Guðrún, f. 8.1. 1948, deildar- sljóri í mennta- málaráðuneytinu. Var gift Agli Bene- dikt Hreinssyni, þau skildu. Böm: Arndís Hrönn, Hrafnkell Orri, Egill Högni (d. 1984), Högni, Andri. Sambýlismaður Eiríkur Baldursson. 3) Sigurður, f. 10.4. 1949, krabbameinslæknir. Maki Helga Erjendsdóttir. Börn: Þor- gerður, Ami, Margrét Ágústa, Sigurður Orr:. Útför Ágústu fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. nóv. kl 15. í skammdeginu þegar sólin lækkar á lofti, fáein haustlauf sitja eftir í krónum trjánna og allra harðgerðustu jurtir sumarsins búa sig undir vetrardvala þá kvaddi hún móðir mín þetta jarðlíf á svo ljúfan og hljóðan hátt. Hennar sól er hnig- in til viðar en eftir standa ótal minningar frá langri ævi. Kornung missti hún föður sinn. Ég sé fyrir mér litla hrygga stúlku þar sem hún situr á hnakknefí hjá næstum ókunnum manni til að flytjast burt af heimili sínu frá móður og systk- inum. Þetta voru sáru minningarn- ar hennar móður minnar, hlutskipti sem hún óskaði af heilum hug að hennar böm þyrftu aldrei að þola. Móðir mín lifði langa og á margan hátt viðburðaríka og innihaldsríka ævi. Ég er svo lánsöm að hafa átt hana að öll þessi ár. Við vorum oftast í kallfæri hvor við aðra og gátum því veitt hvor annarri gleði, hjálp eða stuðnig eftir því hvor okkar þurfti á því að halda. Fyrir þetta vil ég nú þakka með erindum úr ljóði eftir skáldkonuna Jakobínu Sigurðardóttur, sem hún yrkir til móður sinnar fyrir meir en hálfri öld: Ég vildi, móðir, gripa orðsins auð og óði miðla þér. Af gulli snauð er hönd mín enn og eflaust mun svo löngum. En mér er einnig stirt um tungutak, þó töfri lindasuð og fuglakvak og þytur blæs í grasi og skógargöngum. Hvað get ég, móðir, sagt um öll þau ár, sem okkur gafstu, sælu þína og tár? Ég veit þú hefur vakað, þráð og beðið. Og einhvemveginn er það svo um mig, að allt hið besta finnst mér sagt um þig, sem aðrir hafa um aðrar mæður kveðið. Samt vel ég mér að þegja um lífsstarf þitt. En þakkir fyrir veganestið mitt ég vildi þér í litlu ljóði inna. og þó að böm þín verði vaxnir menn, þau vildu fegin mega njóta enn um langan aldur móðurmunda þinna. (Jakobína Sig.) Blessuð sé minning móður minnar, Þórunnar Ágústu Áma- dóttur. Kolbrún Haraldsdóttir. „Hversvegna var þessi staður einn tryggur hræddu kvikindi hér á jörðinni?" (Halldór Laxness.) Eitt veit ég fyrir víst: Styrkur felst ekki alltaf í líkamsburðum. Ég þurfti nokkur árin til að kom- ast að því. Sjálfsagt hef ég verið tossi í þessu eins og svo mörgu öðru enda blöstu við á báða bóga vöðvastæltir glímumenn og fót- aliprir boltamenn sem létu hátt, að ekki sé talað um öll kafloðnu átrún- aðargoðin. Eitt sinn var smágutti að leik í garði á Mánagötunni og glaðasól- skin. Hvað er hollara fölleitum rauðkolli en sól á bossann? Bossinn skyldi kynnast sólskininu þrátt fyr- ir hávær mótmæli þess stutta. Eitt sinn var sveinstauli á leið í gegnum Hljómskálagarðinn í dularfullu hauströkkrinu, hljóð og skuggar. Hvað ver betur gegn myrkfælninni en ullarháleistar á köldum fótum? Og myrkfælnin hvarf. Eitt sinn var táningur og töffari að fljóta sofandi frá menningu og menntum. Hvað er hollara slóðan- um en einangrun og agi þegar próf nálgast? Og slóðinn stóðst prófín. Eitt sinn var nýstúdent á skralli og týndi húfunni sinni. Hvað er betra húfulausum nýstúdent en ný húfa? Og húfan er til enn. Eitt sinn var ungur háskólanemi fluttur að heiman en kom sér út úr húsi á nýjum stað því hann kunni sér ekki læti. Hvers þarfnast brokk- gengur háskólanemi á götunni fremur en húsaskjóls? Og háskóla- neminn hefur hvorki fyrr né síðar verið í jafngóðum holdum. Smátt og stórt var hræddu kvik- indi hér á jörðinni ætíð til reiðu. En ef til vill er það ekki þetta sem skiptir mestu máli. Ef það er einhver sem gert hefur organdi smáguttann á Mánagötunni að manni er það lágvaxin og grönn amma frá Látalæti í Landsveit sem sjálf naut móður alltof stutt og ömmu ennþá skemur. Linda njórunn litfagra, litla Þórunn Ágústa, gleður mömmu blíð á brá. blundar ömmu kærri hjá. (Símon Dalaskáld.) Knútur Sölvi. Nú er hún elsku amma mín dáin. Farin þangað sem allir menn ein- hvem tímann fara. Á morgun kveð ég hana, ömmu mína, sem hefur verið það í fjórtán ár, en samt var hún níutíu og eins árs. Mér þótti gott að vera hjá ömmu. Meðan afí var á lífi fór ég til þeirra að minnsta kosti einu sinni í viku eftir skóla. Afi vann þá mikið og þess vegna gerðum við amma einar margt saman og áttum góðar stundir. Þó að sjötíu og sjö ár skildu okkur að vorum við góðar vinkonur og áttum því auðvelt með að láta tímann líða. En eftir að afí dó breyttust lífshætt- ir ömmu og fluttist hún á heimili fyrir aldraða. Minnisleysið fór vax- andi og hún átti því erfiðara með að þekkja fólk og mundi sjaldan hvað það hét. En alltaf varð hún jafn ánægð þegar ég sagðist heita Margrét Agústa og undraðist hún oft hver hefði verið svona góður að skíra mig í höfuðið á sér. Þeir sem þekktu ömmu vel minnast hennar lengi og ekki síst þegar hún gerði grín og rak út úr sér tennurn- ar. Það verður erfitt að kveðja ömmu á morgun og mun ég ávallt muna þær góðu stundir sem við áttum saman og ég met þær mik- ils. En nú er amma mín komin til afa og ég veit, þrátt fyrir allt, að þau gæta hvors annars vel. Nú lokar dagur ljósri brá, á lypu sogni brosin deyja, og bljúg og fógur blómin smá í blæja-logni djúpt sig hneigja. Á skýja-borgum skinið dvín og skugginn blái þéttist, stækkar, - hver söngfugl heldur heim til sín, á himni’ og jörðu tónum fækkar. (Guðm. Guðmundsson.) Elsku amma mín, ég kveð þig um stund. Sjáumst! Margrét Ágústa (Magga Gústa). Hún amma Gústa er dáin. Ein- hvem veginn héldum við alltaf að hún amma yrði eilíf. Hún var fast- ur punktur í tilveru okkar og það er skrýtið að hugsa til þess að nú sé hún farin. Amma var einstaklega glæsileg kona. Hún var mikil sel- skapsmanneskja og átti auðvelt með að heilla fólk upp úr skónum með látbragði sínu og glettni, enda óvenju orðheppin og mikill húmor- isti. Hún kunni urmul af sögum og vísum og sagði skemmtilega frá en gat oft sjokkerað viðkvæmar sálir með hispurslausum og hnyttn- um tilsvörum sínum. Amma var líka músíkölsk, gat spilað á píanó, kunni mikið af lögum og hafði gaman af að syngja. Okkur krökkunum fannst af- skaplega gaman þegar amma kom í heimsókn, það gustaði af henni þegar hún kastaði af sér pelsinum og fór að segja okkur skemmtisög- ur af sjálfri sér og öðrum. Maður gekk líka alltaf að því vísu að það væri sælgæti í veskinu hennar en þar átti hún alltaf bláan ópal, lakk- rísreimar og kattartungur. Þessu mátti treysta. Þegar við urðum eldri átti hún það til að bjóða okk- ur upp á sérrí-glas í eldhúsinu á Guðrúnargötunni. Afí okkar var bindindismaður á áfengi og tóbak en þrátt fyrir það var amma okkar mikið fyrir lífsins lystisemdir og reykti í laumi inni á klósetti fram á gamalsaldur! Amma hafði gaman af að punta sig og þær voru ófáar ferðirnar sem hann afí fór með hana í lagningu og snyrtingu. Hún var samt engin pempía, henni fannst bara svo gam- an að lita vel út og láta dást að sér. Það voru dálitlir drottningar- taktar í henni ömmu enda svaf hún nær alltaf til hádegis og naut þess! Það var alltaf gott að koma til afa og ömmu á Guðrúnargötuna enda dekruðu þau við barnabörnin sín. Þar var rólegt og hlýtt and- rúmsloft og sóttum við mikið þang- að hvort sem var til að læra eða bara til að slappa af. Aldrei gerðu þau upp á milli bamabarna sinna heldur sýndu þeim öllum sömu at- hyglina og hlýjuna og hafi amma stundum haldið örlitið meira upp á strákana, að því er okkur fannst, jafnaði afí strax leikinn. Við frænkurnar erum þakklátar fyrir að hafa átt jafn hlýja og skemmtilega ömmu og hana ömmu Gústu og vitum að við munum búa að því alla tíð. Þó svo að hún hafí dáið södd lífdaga, komin á tíræðis- aldur, er söknuðurinn ekki minni fyrir okkur sem þótti vænt um hana og syrgjum hana sárt. Við kveðjum hana með eftirfarandi ljóði: Hvað sem öðru líður þá sofum við ekki lengi vært á þessu fjalli brátt loga svæflarnir. Stillum í hóf sögum um göfugan uppruna en hefjum til dæmis söng fyrir fugla. Blessaður sé vorvindurinn og þökk litrófinu að baki. Bráðum stillast veður. Enn gengur þöpin á vatninu á ný leitar hún í faðm söngsins. Ó þetta lifandi flos sem við meijum á bökkunum tjöldum þó um hríð. Hvít rödd brýst inn í Ijósaskiptunum. (Stefán Hörður Grimsson.) Arndís, Hafdís og Þorbjörg. Hendur Ágústu móðursystur minnar báru kulda og vosbúð vitni, greina mátti á þeim ör eftir kulda- polla í æsku og ummerki þess kalsaverks að vaska fisk. Þessar allt umvefjandi hendur voru örlát- ar til hinstu stundar. Ágústa var næstyngst tíu systk- ina sem kennd voru við Látalæti á Landi. Þegar faðir hennar lést árið 1912 var heimilið leyst upp, innbú selt á uppboði og allir grip- ir. Andvirðið fór til greiðslu með- gjafar með yngri börnunum, þau sem orðin voru 14 ára fóru í vinnu- mennsku. Yngsta barnið, fjögurra ára, fylgdi móður sinni í fyrstu. Ágústa hinsvegar, tæpra sex ára, var send til ókunnugra, að vísu skyldmenna, en víst er að það tryggði henni hvorki umhyggju né hlýju. Eftir að elsta systirin gifti sig og fór að búa á Bjalla, varð hann sá samastaður í tilverunni sem Látalætissystkinin áttu æ vís- an, og áttu sum þeirra heimili þar um lengri eða skemmri tíma, eins og Magnús bróðir Ágústu kemst að orði í frásögn af Látalætis- systkinum. Skólagangan var stutt, aðeins örfáar vikur svo og undirbúningur undir fermingu. Strax og aldur leyfði var sveitin yfirgefin og hald- ið til Reykjavíkur, ýmist í vist eða físk. Þær héldu hópinn yngstu systurnar tvær, Margrét og Ág- ústa, þótt ólíkar væru, og fengu í fyrstu inni hjá eldri systrum sínum sem þegar höfðu hreiðrað um sig í höfuðborginni. Gaman væri að vita meira um þessi fyrstu ár systr- anna í Reykjavík, nú er of seint að spyija. Aðeins minningabrot hafa varðveist, eru þau ljóslifandi lýsing á stéttabaráttu þriðja ára- tugarins, þegar ungar ógiftar stúlkur máttu þola margfalda kúg- un, og launin aðeins brot þeirra smánarlauna sem karlarnir fengu. Systurnar lögðu land undir fót á vit síldarævintýrisins norður í Ingólfsfjörð, síldin brást og þær sigldu heim auralausar, soltnar og sjóveikar. Þetta voru erfiðir tímar og ekki urðu þeir auðveldari, 1934 er Ágústa orðin einstæð móðir. Aldrei heyrði ég hana minnast á þessi ár en erfið hljóta þau að hafa verið. Með Kolbrúnu dóttur sína sneri Ágústa aftur í sveitina og gerðist ráðskona hjá Árna bróður sínum í Stóra-Klofa. Þar kynnist hún Árna Böðvarssyni sem var að lesa til stúdentsprófs á menntasetrinu í Fellsmúla hjá séra Ragnari Ófeigssyni. Þrátt fyrir mikinn ald- ursmun á þeirra tíma mælikvarða hófst einstakt samband sem ein- kenndist af örlæti, greiðvikni og góðmennsku. Og þótt heimili þeirra stæði í Reykjavík að undan- skildum árunum tveimur sem Árni gegndi lektorsstöðu í Björgvin og Osló, yfirgáfu þau aldrei Rangár- vallasýslu. Allt þar til Árni lést hinn 1. september 1992 voru þau ævinlega til staðar og tóku þátt í gleði og sorgum foreldra minna og okkar systkinanna. Það var eins og þau hefðu okkur ævinlega í huga. Félli ferð, sendi Gústa okkur systkinun- um nosturslega samsetta pakka til fjarlægra landa auk allra bók- anna. Kæmum við heim í fríum var alltaf tími til að skjótast í dagsferð um Rangárvelli, Land- sveit, að Heklu eða bara í beijamó í Vifilsstaðahrauni. Og alltaf fylgdi ríkulega útilátið nestið sem Gústa útbjó. Saman var ferðast um öræf- in. Seinna pijónaði Gústa ullar- sokka á öll börnin í fjölskyldunni. Áhugamálin voru óþijótandi og Árni leiðbeindi og miðlaði af sívök- ulli þekkingu sinni. Þegar ég rifja upp minningar mínar tengdar Gústu og Árna verður jafnt tími sem rúm af- stætt. Árni var mikilvirkur fræði- maður og rithöfundur og gegndi auk þess mörgum störfum samtím- is og hafði samt, að því er virtist, óendanlegan tíma fyrir börn sín, barnaböm og okkur frændsystkin- in svo og okkar börn. í áratugi bjuggu þau í þrengslum, ekki síst öll árin á Nýja Garði þar sem Árni’ var Garðprófastur. Þar var hins vegar alltaf nóg rými fyrir alla sem litu inn og voru þeir ófáir sem bönkuðu upp á hjá Gústu sem veitti kaffi og huggun og gaf góð ráð eða gladdist með glöðum. En það kunni hún svo sannarlega. Lífið lék ekki alltaf við hana Ágústu en aldrei var það eins óréttlátt og þegar Árni veiktist. Það var erfitt að sætta sig við ótímabært fráfall hans og fyrst nú þegar Ágústa móðursystir mín er öll get ég kvatt hann Árna. Ég kveð þau bæði með innilegri þökk fyrir leiðsögn þeirra og einlæga vináttu og einstaka hlýju í garð foreldra minna á erfiðum stundum. Guðrún Hallgrímsdóttir. Ég kynntist Ágústu Árnadóttur haustið 1959, skömmu eftir að hún og maður hennar Árni Böðvarsson settust að á Nýjagarði ásamt börn- um sínum tveimur, Ernu og Sig- urði. Við Siggi urðum bekkjar- bræður í 10 ára E í Melaskólanum og perluvinir þótt hann væri rúm- lega helmingi stærri en ég. Næstu tíu árin var ég svo heimagangur hjá þessari ágætu fjölskyldu í ör- litlu kjallaraíbúðinni sem var emb- ættisbústaður garðprófastsins. Slík húsakynni þættu víst fáum boðleg nú á dögum, en það vildi til að hér bjó fólk sem ekki lagði mikið upp úr veraldlegum gæðum. Öll herbergin þijú gegndu tvöföldu hlutverki. Þannig var eitt þeirra vinnustofa húsbóndans, hins elju- sama fræðimanns, þar sem bækur þöktu alla veggi og tvísett í hverri hillu, en jafntframt aðsetur Sigga. Það hefur sjálfsagt þurft útsjón- arsemi og góðan vilja til að búa við slík þrengsli, og reyndi þar mest á húsmóðurina, en gestum fannst aldrei þröngt í þessari íbúð þótt einatt væri margt um mann- inn. Stúdentarnir sem bjuggu á garðinum löðuðust margir að fjöl- skyldunni, bekkjarfélagar barn- anna fjölmenntu. Oft mættu einnig til leiks þrír vaskir smásveinar, synir Kolbrúnar, dóttur Ágústu, en fyrir þeirra tilstilli varð Árni Böðvarsson einhver yngsti afi sem íslandssagan greinir frá. Ágústa gaf sig mikið að okkur félögum Sigga og varð fljótt sér- stök vinkona mín. Hún var marg- fróð og minnug og kunni frá ýmsu að segja sem fyrir hana hafði bor- ið í uppvextinum og síðar á lífsleið- inni. Ræðin og skemmtin, aldrei rætin eða umtalsill, en þó einstak- lega hispurslaus í tali og skóf ekk- ert utan af því ef til umræðu voru einhverjir þeir menn sem hún taldi til „gasprara" eða fólk sem var með hroka og yfirgang við lítil- magna. Hvers kyns látalæti þóttu henni aumkunarverð, var þó sjálf fædd á Látalátum og þótti verst að síðari ábúendur þar skyldu breyta nafni bæjarins. Ekki man ég hvort bærinn heitir nú frekar Fagrihvammur eða Aðalból, en hitt man ég að Ágústa flokkaði slíkan tepruskap hiklaust undir látalæti. Með tímanum gerðist ég ákaf- lega hændur að frásögnum henn- ar, sat þá löngum í eldhúsinu þar sem málin voru rædd yfir ágætum veitingum. Af þessum samveru- stundum okkar veitti hún mér þá heiðursnafnbót að kalla mig eld- húsprestinn sinn. Nú að leiðarlokum þakkar prest- urinn fyrir allar helgistundirnar þar sem hann var ætíð meira þiggj- andi en gefandi, þrátt fyrir nafn- bótina. Við Unnur vottum börnum Ág- ústu og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð við fráfall henn- ar. Þórarinn Eldjárn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.