Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 17 Synir duftsins vekja athygli erlendis FYRSTA skáldsaga Arnalds Ind- riðasonar, Synir duftsins, er komin út. í kynningu segir að Arnaldur Indriðason sé landsmönnum að góðu kunnur íyrir skrif sín í Morg- unblaðið um kvikmyndir og erlendar met- sölubækur: „Hvors tveggja gætir í bók hans; lesandan- um finnst oft sem hann sé að „lesa“ kvik- mynd. Sagan hefst á því að maður á miðjum aldri fyrirfer sér á geðsjúkrahúsi. A sama tíma er eldri maður brenndur til bana í öðrum enda bæjarins. Dauðsföll þessi tengjast á sjöunda áratugnum þeg- ar sá eldri var barnakennari og sá yngri nemandi hans. Á yfirborðinu er sagan einfóld en áleitnai- spurn- ingar kvikna að lestri loknum. Er réttlætanlegt að fórna einstakling- um fyrir heildina? Hversu langt má ganga í tilraunum á fólki? Hvers virði eru mannslíf?" Bókin hefur vakið athygli er- lendra aðila. Hún var kynnt á bóka- stefnunni í Frankfurt í október enda þótt hún væri ekki enn komin út. Bókaforlög í Hollandi, Finnlandi og Danmörku óskuðu eftir for- kaupsrétti að bókinni, japönsk um- boðsskrifstofa fór fram á að taka upp samstarf við útgefandann um að fá að kynna bókina fyrir útgef- endum í Áustur-Asíu og þekktur breskur umboðsmaður, sem tvö ár í röð hefur annast sölu á eftirsótt- ustu bókum bókastefnunnar í Frankfurt, hefur ákveðið að taka hana upp á sína arma í Evrópu og Ameríku og loks hefur þýskt kvik- myndafyrirtæki óskað eftir for- kaupsrétti á rétti til að gera þriggja þátta sjónvarpsseríu eftir bókinni. Fáheyrt er að íslensk skáldsaga veki slíka athygli áður en hún kem- ur á markað. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Synir duftsins er 295 síður prent- unnin í Odda. Hún kostar 3.480 kr. Aðalhlutverk í skoskri leik- ritaupptöku LEIKKONAN Bergljót Arnalds leikur aðalhlutverkið í leikritinu Dóttir sjávarkonungsins eftir orkneyska skáldið George Mackay Brown sem gefið verður út á geisladisk og snældu hjá skoska útgáfu- fyrirtækinu Saltire Soci- ety. Upptökur fara fram í Ed- inborg í nóv- ember en áætl- aður útgáfu- dagur er í byrjun næsta árs. Höfundur verksins, ljóðskáldið George Mackay Brown, lést á síðasta ári og er leikrit hans gefið út til minningar um þetta höfuðskáld Orkneyja. Félagið Saltire Soci- ety stendur vörð um skoska menningu og gefur m.a. út skáldsögur á snældum en þetta er í fyrsta sinn sem gefið er út leikrit. Verkið fjallar um þriggja ára stúlku, dóttur Eiríks 2. konungs yfir Noregi, sem varð drottning yfir Skotlandi á 13. öld. Þegar hún var sjö ára var ákveðið að sameina Skotland og England með því að gifta hana Eng- landsprinsi. Á leiðinni frá Nor- egi til Englands fékk hún lungnabólgu og dó. Verkið ger- ist á ferð drottningar til Eng- lands. Um borð í skipinu upplifir drottningin unga frelsið í fyrsta sinn og lætur sig dreyma um að losna undan skyldum sínum við hirðina og lifa fábrotnu lífi. Dóttir Sjávarkonungsins var áður flutt á Edinborgarhátíðinni 1993 og fór Bergljót þá einnig með hlutverk drottningarinnar. Bergljót stundaði leiklistarnáin í Edinborg. Leikstjóri verksins, Marillyn Gray, sá Bergljóti leika á skólasýningu og bauð henni hlutverk drottningarinnar. „Ég held að það hafi meðal annars verið vegna norræns útlits míns sem leikstjórinn ákvað að bjóða BergUót Arnalds mér hlutverkið og íslenski hreimurinn nýtist líka ágæt- lega,“ segir Bergljót. Sýningin hlaut mjög góða dóma á sínum tíma og því var ákveðið að ráðast í þetta til- raunaverkefni. Bergljót segir að til að byrja með fari upptökurn- ar til dreifíngar í Skotlandi, hvað svo sem síðar verði. „Fávitinn“ sýndur í bíó- sal MÍR RÚSSNESKA kvikmyndin „Fávit- inn“ verður sýnd í bíósal MIR, Vatnsstíg 10, í dag sunnudaginn 16. nóvember kl. 15. Kvikmyndin er frá árinu 1958 og byggð á fyrri hluta samnefndrar skáldsögu Fjodors Dostojevskís, sem komið hefur út á íslensku í þýð- ingu Ingibjargar Haraldsdóttur. Undirtitill myndarinnar er „Natasha Fiíippovna", sem er ein af aðalpersónunum í sögunni og í myndinni leikin af Borisovu, en Jak- ovlév leikur Myshkin fursta. Leik- stjóri er Ivan Pyriev, sá hinn sami og leikstýrði myndinni „Kúb- an:Kósakkar“. íslenskur texti. Aðgangur ókeyp- is. -♦-♦-♦■ Hobert-mynd frumsýnd í Nor- ræna húsinu GUNNAR Carlsson yfirmaður Leiklistar- og kvikmyndadeildar sænska sjónvarpsins í Gautaborg frumsýnir nýja sænska kvikmynd í Norræna húsinu í dag sunnudaginn 16. nóvember kl. 19.00. Einnig mun hann sitja fyrir svörum varðandi sænska kvikmyndagerð og samstarf við íslendinga. Myndin heitir á sænsku Spring för livet eða Hlauptu eins og þú ætt- ir lífið að leysa! Handritshöfundur og leikstjóri er Richard Hobert og meðal leikenda eru Lena Endre og Göran Stangertz. Það er Islensk-sænska félagið sem gengst fyrir vökusamtalinu við Gunnar Carlsson á sænsku. í TILEFN1150 ÁHA AFMÆLIS SIEMENS NÚ í ÁR S'lBmenS í 150 áí bjóöum við í nóvemberýmis Siemens heimilistæki á sérstöku afmælisverði meðan birgðir endast. Þú lendir sannarlega í afmælisveislu ef þú kemurtil okkar og kaupir þér tæki. Gríptu gæsina meðan hún gefst! SIEMENS elcftffftv með S/emens . 1U; Fjölvirkur bakstursofn með klukku. hb 28020EU Afmælistilboð [Þú sparar 9.627 kr.] V. 49.SOO lcr. stgr. tu2p Fjölvirkur+ undirbyggður bakstursofn með klukku tog bakstursvagni. he48021 ^ú^sparar12T598k^ 69.SOO lcr. Stgr. Keramíkhelluborð með áföstum rofum. eí9602ieu Afmælistilboö [Þú sparar 8.697 kr.] V 49.SOO lcr. stgr. Icæluiwn o<jr frystum meö Siemens 4É þ Rúmgóður kæliskápur með aðskildu frystihólfi. ks28V02 Afmælistilboö [Þú sparar 10.185 kr.] 49.SOO lcr. stgr. 5 1 Einstaklega sparneytin 247 lítra frystikista. GT2BK04 Afmælistilboö [Þú sparar 8.560 kr.] 39.SOO lcr. stgr. þvoum upp með Siemens Velvirkog hljóðlátfjögurra kerfa uppþvottavél. se34200 Afmælistilboö •e e 1iÍ5- 0| [Þú sparar 5.114 kr.] 59.SOO lcr. stgr. þtfoum og þurrUum með Siemens Þægileg þvottavél með 800 sn./mín. þeytivindingu. ___________WM 20820SN Afmælistilboö [Þú sparar 5.814 kr.] 49.SOO lcr. stgr. Frábær þurrkari með stóru lúguopi. wtbiooofg Afmælistilboö [Þú sparar 9.255 kr.] 49.SOO lcr. stgr. ryUsugum með Siemens >Létt og lipur 1300 W ryksuga á ótrúlegu verði. vsb2aoo Afmælistilboö [Þú sparar 3.020 kr.] 9.900 lcr. stgr. Sérstök 1500 Wafmælisryksuga. VS72A06 Afmælistilboö [Þú sparar 4.005 kr.] V. 14.900 kr.stgiT^) UMBOÐSMENN OKKAR A LANDSBYGGÐINNI: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Snœfollsbær: Blómsturvellir Grundarfjörður: Guðni HalTgrlmsson Stykkishólmur: Skipavík Búðordalur: Asubúö Siglu fjörður: Torgiö Akuroyri: Ljósgjafinn Húsavik: Öryggi Vopnol, Rarmagn Neskaupstaður: Rafalda Royöorf jörður; Rafvólaverkst. Árn Bruiðdalsvik: Stefón N. Stefánsson Höfn í Hornafirði: Króm og hvítt Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst. KR Hella: Gilsá Selfoss: Árvirkinn Grindavík: Rafborg Garður: Raftœkjav. Sig Ingvarss, Kof lavik: Ljósboginn Hafnarfjörður: Rafbúö Skúla. Álfaskeiöi SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 5113000 www.tv.is/sminor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.