Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Jenny Shipley verður næsti forsætisráðherra Nýja Sjálands „JÁRNFRÚ“ ANDFÆTL- INGANNA STÍGUR FRAM Konur leiða nú tvo stærstu stjórnmálaflokka Nýja-Sjálands sem er einsdæmi í vestrænu ríki. Ásgeir Sverrisson segír frá hallarbyltingunni í Þjóðarflokknum og hinum nýja leiðtoga hans, Jenny Shipley, sem taka mun fyrst kvenna við embætti forsætisráðherra landsins. Reuters JENNY Shipley kemur af fundi Jim Bolger, fráfarandi forsætisráð- herra Nýja-Sjálands, þar sem hún tilkynnti honum að dagar hans á leiðtogastóli væru taldir. Reuters HELEN Clark, leiðtogi Verkamannaflokksins, og vinsælasti stjórn- málamaður Nýja-Sjálands, samkvæmt skoðanakönnunum. SAGT hefur verið um Jenny Shipley að hún hafi verið því verst sem reyndist henni best og er þá átt við ný-sjálenska velferðarkerfið. Allan stjórnmála- feril sinn hefur hún barist gegn út- þenslu þessa kerfis sem hélt á tímabili lífinu í fjölskyldu hennar er hún var ung. Nú vara andstæð- ingarnir við því að hún muni láta kné fylgja kviði þar eð nú liggur fyrir að hún mun fyrst kvenna taka við embætti forsætisráðherra Nýja-Sjálands í næsta mánuði. Og konumar eru ráðandi í pólitíkinni á Nýja-Sjálandi um þessar mund- ir: helsti andstæðingur Jenny Shipley heitir Helen Clark og hún stýrir Verkamannaflokknum. Það vakti verðskuldaða athygli er þær fréttir bárust að hallarbylt- ing hefði verið gerð í ný-sjálenska Þjóðarflokknum og Jim Bolger forsætisráðherra verið steypt af stóli. Um leið varð ljóst að kona myndi í fyrsta skipti í sögu lands- ins setjast í stól forsætisráðherra. Og Ný-Sjálendingar geta nú hreykt sér af því að konur leiða tvo stærstu flokka landsins. Líklega er hér um að ræða einstakt tækifæri til rannsókna fyrir fræðimenn og aðra þá sem sérstakan áhuga hafa á framgöngu kvenna í pólitískum valdastöðum. „Helsti óvinur fólksins" Upphafning Jenny Shipley kem- ur á hinn bóginn ekki á óvart, löngum hefur verið horft til henn- ar sem framtíðarleiðtoga. Raunar segja menn á Nýja-Sjálandi að Jim Bolger, sem varð forsætisráðherra árið 1990, hafi ákveðið að fela henni öll erfiðustu ráðherraemb- ættin til að tryggja að hún væri jafnan neðst á vinsældarlistum al- mennings og ógnaði honum því ekki. Sú ráðagerð Bolgers mistókst þó svo að Shipley hafi lengi verið nefnd „helsti óvinur fólksins“. Hún hafði ekki verið lengi i stjómmálum er andstæðingarnir festu þessa nafngift við hana. Shipley, sem er 45 ára gömul, bauð sig í fyrsta skipti fram fyrir Þjóð- arflokkinn árið 1987 og náði þá kjöri. Vinkonan sem hvatti hana mest til þess að halda út á þessa braut átti einnig eftir að reynast umdeild í stjómmálum Nýja-Sjálands og oft vora henni ekki vandað- ar kveðjumar. Þar ræð- ir um Ruth Richardson, sem síðar varð fjár- málaráðherra og er þekkt víða um heim vegna þeirrar umbyltingar sem hún knúði fram í ríkisfjármál- um Nýja-Sjálands. Shipley beið í þrjú ár í stjórnar- andstöðu en nýtti tímann vel. Þeg- ar árið 1989 var stjómmálastéttin á Nýja-Sjálandi tekin að ræða um að þama væri kominn fram fram- tíðarleiðtogi. Árið eftir varð hún ráðherra velferðarmála, sem talið var eitt erfiðasta starfið innan rík- isstjómarinnar. Kom það í hennar hlut að verja stefnuna eftir að Ric- hardson hafði mundað kutann og skorið vænar sneiðar af velferðar- kerfinu. Margir lofuðu elju og ákveðni þeirra, öðram þótti með ólíkindum að tvær konur gætu gengið fram af slíkri hörku og mis- kunnarleysi. Þremur áram síðar tók hún við heilbrigðismálunum og mögnuðust persónulegar óvinsældir hennar þá um allan helming. Shipley end- urskipulagði, skar niður á báðar hendur og lét árásimar sem vind um eym þjóta. Um eitt era allir sammála, bæði fjendur hennar og fylgismenmþetta er samviskusöm kona. Lflrt við Thatcher Elja hennar og samviskusemi kom snemma í ljós í heimabænum, Marlborough á Suður-Eyju. Ung gekk hún í það heilaga en hafði áð- ur starfað sem grannskólakennari eins og hún hafði menntun til. Hún lét til sín taka í leikskólanefndum og skólaráðum áður en hún gerðist bæjarfulltrái og þaðan lá leiðin í landsmálapólitíkina. Shipley hefur verið líkt við Margaret Thatcher, sem var for- sætisráðherra Bretlands í tæp tólf ár, og er oft nefnd „Ný-sjálenska Járnfráin". Sá samanburður virð- ist að mörgu leyti réttmætur. Líkt og Thatcher er hún ákafur fylgis- maður írjálsra viðskipta, einka- framtaks og aðhaldsstefnu í ríkis- fjármálum. En það er fleira en hugmynda- fræðin sem sameinar þær tvær. Thatcher var ekki afsprengi hinn- ar pólitísku stéttar heldur kaup- mannsdóttir sem hélt tryggð við einfaldar smáborgaralegar hug- myndir og gildismat af slíkri sann- færingu að jaðraði við tráarlega vissu. Shipley er ekki heldur skil- getið afkvæmi valdakerfisins. Hún er prestsdóttir úr sveit og virðist gildismat hennar hafa mótast snemma. Hún kveðst hafa meðtek- ið jafnréttishugmyndir í æsku frá foreldum sínum en raunveraleik- inn hafi reynst annar er út í lífið var komið. Hún segist því hafa gerst „femínisti“ og það sé hún enn. Andstæðingar hennar í stjómmálunum era á öðra máli og kveðast ekki hafa orðið varir við að Shipley hafi fylgt þeirri hug- myndafræði í stjómmálastörfum sínum. Shipley þykir hafa til að bera sömu ákveðni og Margaret Thateher. „Isköld staðfesta" hafa löngum verið sögð ein- kunnarorð hennar og samherjar hennar minnast þess að hún sýndi engin merki ótta eða iðranar er andstæðingamir fóra um götur borga og brenndu bráð- ur í líki hennar á niðurskurðarár- unum. Líkt og Thatcher er hún stjómmálamaður sannfæringar- innar. Er hún hóf afskipti af stjómmálum var hún sannfærð um velferðarkerfið eins og það þekkt- ist þá á Nýja-Sjálandi hefði gengið sér til húðar og ynni gegn upp- runalegum markmiðum sínum. Þá vissu öðlaðist hún í krafti eigin reynslu þótt óneitanlega verði að teljast nokkuð sérstakt að niður- staða hennar skyldi verða þessi; faðir hennar lést er hún var ung- lingur og móðir hennar ól hana upp ásamt þremur systram henn- ar á ekknastyrk frá hinu opinbera. „Stíllinn" virðist einnig vera svipaður. Það var Shipley sjálf sem færði Bolger þau skilaboð að þingflokkurinn hefði ákveðið að nóg væri komið af forastu hans en þá var forsætisráðherrann að fara á fund með Strobe Talbott, aðstoð- aratanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Hún hafði þá öðlast sann- færingu fyrir því að ekki yrði hjá því komist að skipta um leiðtoga og vílaði ekki fyrir sér að færa for- sætisráðherranum fallna tíðindin. Það orð fer af Shipley að hún sé ekki aðeins dugleg og mikið hörku- tól heldur sé hún einnig bráðgreind. Mikið sjálfs- traust einkennir fas hennar allt og það gustar af henni enda er hún stórgerð og skjólgóð vel. Vinir hennar segja hana hlýja og greiðvikna. Óvinsæl rfldsstjóm Shipley, sem nú gegnir embætti samgönguráðherra og málefna kvenna, mun sjálf hafa skipulagt aðförina að Bolger og virðist um- talsverð andstaða ekki hafa komið fram við að hún tæki við leiðtoga- embættinu. Raunar höfðu vanga- veltur í þessa vera magnast um allan helming á síðustu sex mánuð- um eða svo. Engu að síður kom á óvart hversu rösklega var að mál- um staðið. Bolger var erlendis þegar hnífstungan var ákveðin og fallinn þegar hann sneri heim. Sér- lega óhagstæðar skoðanakannanir, undarlega ómerkileg spillingar- mál, sem flest hver tengjast þó samstarfsflokknum og sú tilfinning að forsætisráðherrann væri ófær um að taka ákvarðanir um grand- vallaratriði virðist hafa ráðið mestu um að þingfulltrúarnir ákváðu að ganga í lið með Shipley. Skoðanakannir sem birtar vora í liðinni viku gefa til kynna að kjós- endum hugnist breytingin vel. Alltjent mældist fylgi við Þjóðar- flokkinn 37% og hafði aukist um sjö prósentustig. Rík- isstjómin er hins veg- ar enn geysilega óvin- sæl, einungis um 10% kjósenda kveðast styðja hana. Fylgi við stærsta flokkinn, Verkamanna- flokkinn hafði minnkað en flokks- foringinn, Helen Clark, reyndist enn njóta mestra persónuvinsælda ný-sjálenskra stjórnmálamanna. Á Nýja-Sjálandi iða menn nú í skinn- inu eftir því að þær tvær takist á. Ólíkar og ósammála Helen Clark er einnig yfirlýstur „femínisti" og kannanir gefa til kynna að alþýða manna trúi henni. Clark hefur ráðist harkalega að Shipley fyrir yfirlýsingar hennar í þá vera og sagt að aðgerðir hennar í embætti hafi allar átt það sam- j eiginlegt að bitna sérlega hart á i konum í landinu. Kosningar eiga næst að fara fram síðla árs 1999 og hafa kann- anir leitt í ljós að staða Clark er sterk enda ímynd hennar almennt jákvæð á meðal þjóðarinnar. Clark er afkvæmi flokksvélarinnar, vinstrisinnuð menntakona sem vakti fyrst veralega athygli er hún t var kennari í stjórnmálafræði við Háskólann í Auckland. Hún er 1 dæmigerð fyrir flokkinn sem hún j nú leiðir en innan hans hafa konur oftlega verið í þungavigtarstörf- um. Clark hefur nú heitið því að auka félagslegan jöfnuð og endur- reisa velferðarkerfið. Bakgi-unnur þessara tveggja kvenna er eins ólíkur og hugsast getur. Clark er atvinnumaður sem hóf pólitíska þátttöku á fyrstu dög- j) um kvenfrelsishreyfingarinnar. | Hún er barnlaus, gífurlega metn- t aðarfull menntakona, borgarbúi " sem tekið hefur út pólitískan þroska sinn í flokksstarfi. Shipley er dreifbýlisbúi, bóndakona sem aldrei fór í háskóla heldur giftist Burton nokkram 21 árs og eignað- ist með honum tvö böm áður en þau keyptu sér býli. Á Nýja-Sjálandi er því gjarnan , haldið á lofti að landsmenn hafi *' lengi verið í ákveðnu forastuhlut- f. verki á stjórnmálasviðinu. Er þá k oft vísað til þeirra djúpstæðu kerf- isbreytinga, sem þar hafa verið reyndar á síðustu tíu árum eða svo og vora raunar hafnar í valdatíð Verkamannaflokksins. Ný-sjá- lenskar konur fengu kosningarétt fyrstar kynsystra sinna árið 1893 og nú er svo komið að konur fara fyrir tveimur stærstu stjómmála- ^ flokkum landsins. Er það í fyrsta i skipti sem slíkt gerist í vestrænu F lýðræðisríki. Með þessu móti held- I ur dirfska og óhefðbundin hugsun áfram að móta stjómmálalífið á Nýja-Sjálandi. Átök í vændum Shipley tekur ekki formlega við embætti fyrr en í næsta mánuði og raunar liggur enn ekki fyrir hvort | samstarfsflokkur Þjóðarflokksins í ríkisstjórn, er nefnist Nýja-Sjá- r land Fyrst (NSF), samþykkir I þessa ráðstöfun. Án þessa stuðn- ings heldur ríkisstjórnin ekld velli því meirihlutinn er eins naumur og hugsast getur. 120 menn sitja á þingi og hefur stjórnin aðeins eins sætis meirihluta. Af þessum 61 þingmanni leggur NSF til 17 full- trúa. Fylgi við NSF er nú hverf- andi ef marka má skoðanakannan- ir og eina von flokksins og leiðtoga [ hans, Winston Peters, um upp- | reisn æra virðist felast í því að * halda samstarfinu áfram. Shipley hefur raunar sagt að hún muni mynda minnihlutastjóm afráði NSF að stökkva frá borði. Jafnframt hefur hún boðað að ein- hverjum ráðherrum verði gert að taka pokann sinn - í þeim tilfellum þar sem „veikleika" sé að finna. g Hún hefur einnig kastað stríðs- hanskanum og sagt að miklir átakatímar séu í vændum: „Ég segi ykkur að við eigum í vændum magnaða pólitíska orrastu á næsta ári þegar okkar bíður að kynna málefnin fyrir þjóðinni og ég hef komist að þeirri niðurstöðu og því ákveðið að við munum þurfa á öll- um þeim tíma að halda til að skerpa áherslurnar og skýra val- kostina." Sýnt þykir að óhemju erfið verkefni bíði hennar vegna óvinsælda ríkisstjómarinnar og | samstarfsflokksins. Þá þykir hún ■ eiga við nokkurn ímyndarvanda að etja vegna niðurskurðarins sem hún stóð fyrir þótt að fyrstu við- brögð almennings hafi verið frem- ur jákvæð. Fréttaskýrendur á Nýja-Sjá- landi gera almennt ekki ráð fyrir að Shipley muni beita sér fyrir > breytingum á stefnu Þjóðarflokks- ins en þrátt fyrir það verður ekki annað séð en að algjör vatnaskil hafi orðið í stjórnmálalífinu þar. Kjósendum hugnast breyt- ingin vel Hörkutól, dug- leg og bráð- greind
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.