Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 SKOÐUIM MORGUNBLAÐIÐ LÆKNAR OG HNEFALEIKAR ÉG hlustaði á for- mann læknasamtak- anna, Guðmund Björnsson, líkja saman reykingum og afleið- ingum þeirra og iðkun hnefaleika. Þessu fylgdu engar nánari skýringar og ótrúlegt að lækninnn tali af reynslu. Ég vona að hann hafi aldrei reykt. Sennilega hefur hann heldur aldrei iðkað hnefaleika og hefur því enga reynslu af þeim. Ég hef aftur á móti reynslu af hnefaleik- um, sem ég hefí iðkað ásamt fleiri íþróttum í meira en 60 ár, þar af sem keppnisíþrótt frá 1935-1956 eða í yfir 20 ár. Ég hef á undanförnum árum heimsótt hnefaleikaklúbba í öðrum löndum, síðast núna á þessu ári í Rotterdam í Hollandi þar sem mér gafst kostur á að æfa með atvinnumönnum. í morgunviðtali Guðmundar á Bylgj- unni gerir hann fremur lítið úr rann- sóknum sem gerðar hafa verið, og taldi sig vita betur, þegar viðmæl- andi Guðmundar nefndi rannsóknir sem gerðar voru í Svíþjóð og sáu dagsins ljós 1990 eftir að einn þeirra lækna, sem að þeim stóðu, Yvonne Haglund M.D. varði doktorsritgerð um rannsóknimar, sem höfðu staðið yfír í 4-5 ár. Einnig lét Norðurland- aráð gera rannsóknir á hnefaleikum 1960, sennilega fyrir þrýsting frá fulltrúum íslands, sem gátu ekki hrósað sér af greinargerð með fmm- varpinu um bann við hnefaleikum frá árinu 1956, sem ég hef á tilfínn- ingunni að sé Alþingi íslands til skammar og er reyndar á furðulegu götustrákamáli. Kjaftur hæfir skel því Austurstræti í nágrenni alþingis- hússins er nú orðinn vettvangur sparkíþrótta og alls þess versta sem ein borg getur hýst. Upp úr 1960 skipaði Norðurlandaráð nefnd vegna fyrirspurnar til ráðsins um hvort hættulegt væri að iðka hnefaleika og rannsaka meiðsl og annað af völdum hnefaleika. Árið 1965 um miðjan desember var haldinn síðasti fundur nefndar- innar eftir að mjög miklar rannsóknir höfðu verið gerðar, en fjöldamargir læknar vora kallaðir til starfa fyrir nefndina. Það er álit nefndarinnar að lokinni rannsókn að meiðsli séu síst meiri í hnefaleikum en þau er íþróttamenn hljóta í öðram greinum íþrótta. Það er álit nefndar- innar að ekki beri að leggja bann við þessari íþrótt frekar en öðram. Þegar þetta gerist var Blom Hansen ráðuneytisstjóri í innanríkisráðu- neyti Dana. Hann gaf út yfírlýsingu til blaða. „Við í nefndinni höfum komist að raun um það eftir mikla vinnu að það er ekki svo ýkja hættu- legt að stunda hnefaleika. Fjöldi óhappa í þessari íþróttagrein er mjög lítill." Dæmi á borð við þetta kom einnig upp í Svíþjóð 1985. Sænska íþróttasambandinu var af sænska þinginu, falið að láta fara fram rannsókn á öryggi áhuga- hnefaleika í Svíþjóð og skyldi markmiðið vera að komast að því, hvort fyrrverandi og eða núverandi áhugahnefaleikarar hefðu orðið fyr- ir nokkram varanlegum heila- skemmdum. Sænska íþróttasambandið fékk færustu sérfræðinga Karolínska spítalans í Stokkhólmi til að fram- kvæma þessar rannsóknir, sem fóru fram í íþrótta-, taugalækninga- og bæklunarskurðdeildum við Karol- ínska spítalann. Nýjar reglur um áhugahnefaleika Guðmundur Arason TILKYNNING Kolbeinn Normann tannlæknir Hef tekið við rekstri Tannlækningastofu Ríkarðs Pálssonar, Ármúla 26, 108 Reykjavík. Tannsmiðurá staðnum. Upplýsingar og tímapantanir í síma 553 2320. gengu í gildi í Svíþjóð árið 1970. Þær reglur vora að öllu leyti sniðn- ar að reglum um ólympíska hnefa- leika. Einn af þeim sem unnu við þess- ar rannsóknir var Yvonne Haglund M.D., sem að loknum rannsóknum varði doktorsritgerð um niðurstöður rannsóknanna. Eg hefí með aðstoð ÍSÍ aflað mér bæklings þess sem inniheldur ritgerð hennar en titill bæklingsins er: „Swedish amateru boxing. A retrospective stury on possible chroning brain damage. Yvonne Haglund, Stokholm Sweden 1990.“ Ég birti hér samantekt er gerð hefur verið um helstu niðurstöður úr doktorsvörn Yvonne Haglund. „Markmið með ritgerð þessari var að meta varanlegar heilaskemmdir, sem hlutust í áhugamannahnefa- leikum í Svíþjóð og stundaðar hafa verið frá því að strangari reglur vora settar um hnefaleikaiðkanir áhugamanna í Sviþjóð og stundaðar hafa verið frá því strangari reglur vour settar um hnefaleikaiðkanir áhugamanna í Svíþjóð þ.e. frá 1970 eða um 15 ára skeið. Rannsóknin hefst árið 1985 og Yvonne Haglund læknir ver doktors- ritgerð sína, sem byggist á þessari rannsókn árið 1990, svo rannsóknin virðist hafa tekið 4-5 ár en þá hafa verið birtar (tilskildar) fjórar greinar um efnið eftir Yvonne Haglund, en meðhöfundar era G. Edman, O. Mureliur, L. Oreland, G. Bergstrand og H.E. Persson (prófessorar og læknar við Karólinska nema Ore- land sem er við Uppsalaháskóla). Rannsóknin fer fram við íþróttadeild bæklunardeildar og við taugalækn- ingardeildir Karolinska sjúkrahúss- ins í Stokkhólmi. Leiðbeinandi var prófessor Einar Eriksson við íþrótta- deild bæklunardeildar. Rannsakaðir voru 50 fyrrverandi áhugahnefa- leikarar, 25 sem háð höfðu margar keppnir (high match boxers) og 25 Ýmislegt gott, segir Guðmundur Arason, er um iðkun hnefa- leika að segja. með tiltölulega fáar keppnir að baki. Hnefaleikaramir vora bomir saman við tvo hópa 25 knattspymumanna og 25 fijálsíþróttamanna á sama aldursskeiði, og íþróttamennirnir allir vora svo bomir saman við fjórða hópinn sem samanstóð af venjulegu fólki héðan og þaðan. Þátttakend- urnir vora spurðir um íþróttaferil sinn, menntun, atvinnu, hjúskarpar- stétt, heilsufarssögu, snertingu við lífræn leysiefni, neyslu áfengis eða lyfja og lifnaðarhætti yfirleitt. Með- altalsfjöldi háðra keppna var 54,3 (25-180) í HM flokknum, og 5,5 (ö-15) í LM flokknum. Veralegur munur kom fram eftir félagslegri stöðu. Hnefaleikaramir voru minna menntaðir og stunduðu sjaldnar stjórnunarstörf. Þeir neyttu einnig áfengis og/eða lyfja í ríkari mæli, en það var þó að mestu áður en þeir hófu að iðka hnefaleika. Þegar rannsóknin var gerð var líf allra hnefaleikaranna og samanburðar- aðila í traustum skorðum félags- lega. Allir rannsóknaraðilar gengust undir venjulega læknisskoðun. Allir þátttakendur gengust undir víðtæka taugafræðilega rannsókn, þar á meðal minniháttar geðrannsókn. Einn HM hnefaleikari og þrír knatt- spymumenn sýndu lítilsháttar frá- vik frá eðlilegu ástandi en enginn verulegur munur fannst þó á hópn- um. Allir sýndu normal prófgildi. Persónuleikaskoðun Munur á persónuleikum var mældur með því að nota Karolinska prófíð með blóðflögu monoamine Höfum flutt stofur okkar í Læknastöðina Álftamýri 5 við Bogarapótek. Tímapantanir fyrst um sinn kl. 10.00—12.00 og 13.00— 15.00, virka daga í síma 5 200 100, fax 5 200 109. Arnbjörn H. Arnbjörnsson, Ágúst Kárason, Brynjólfur Jónsson, Gunnar Þór Jónsson, Sigurður Á. Kristinsson, Stefán Carlsson, Yngvi Ólafsson. Sérgrein bæklunar- og skurðlækningar. LEMJRH ORNS01 FI [6 SÆTAj l VERffl Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16 TM - HÚSGÖGN SíSumúla 30 - Sími 568 6822 oxidasa í virkni í íþróttamönnum og öðrum samanburðarhópum. Töluverður munur fannst á breyti- legum persónuleikaeinkennum. Yf- irleitt vora íþróttamennimir minna uppnæmir og féllu betur inn í sam- félagið en samanburðarfólkið. Hnefaleikaramir vora ekki meira fyir spennu og æsing en samanburð-. arfólkið og er það í samræmi við skort á veraiegum mun á MAO - virkni á milli hnefaleikaranna og samanburðarhópanna. Taugaraf- rænar rannsóknir - geislunarfræði sýndu engan marktækan mun á hópunum og engin merki um varan- legar heilaskemmdir komu fram hjá hnefaleikuram eða samanburðar- hópunum. Klínísk taugalífeðlis- fræðileg rannsókn Klínísk próf á borð við heilalínu- rit o.fl. var rannsakað. Engin meiri- háttar afbrigðileg merki sáust í heilalínuriti. Meira var um minni- háttar frávik í heilalínuriti hnefa- leikaranna en hjá knattspyrnu- mönnunum og fijálsíþróttafólkinu. Ekkert af frávikunum var í tengsl- um við fjölda keppna, fjölda ósigra í keppnum eða lengd hnefaleikafer- ils. Það fundust þannig engin merki um alvarlegar heilaskemmdir hvorki hjá áhugahnefaleikurum, knatt- spyrnumönnum eða fijálsíþrótta- mönnum. Taugasálfræðileg rannsókn Notað var staðlað taugasálfræði- próf, sem náði til snertiskyns, hreyfifærni, vitsmuna og minnis- verkefna. Aðeins á einu sviði kom fram munur á hópunum. HM-hóp- urinn gat síður bankað með fíngr- unum en hinir. Veraleg fylgni fannst á milli fjölda keppna og lengd hnefa- leikaferils og fíngraleikni. Fingra- leikni var ekki undir lágmarki hjá fleiram en tveimur hnefaleikuram. Enginn hnefaleikaranna var álitinn hafa ákveðin merki um skerðingu andlegs atgervis. Engin merki fund- ust því um verulega taugasálfræði- lega skerðingu. Heildarmat rannsókna í heildarmati allra rannsóknanna, sem framkvæmdar voru, fannst enginn veralegur munur á hópun- um. Nútíma áhugahnefaleikar í Sví- þjóð virðast því ekki leiða til alvar- legra, varanlegra heilaskemmda og ekki virðast þeir, hvað þetta snertir, frábragðnir knattspyrnu og fijáls- um íþróttum. Með 25 ára millibili hafa með háþróuðum tækjum á vegum fær- ustu sérfræðinga verið framkvæmd- ar rannsóknir sem skera áttu úr um hvort ástæða væri til að banna áhugamannahnefaleika, sniðna að reglum um ólympískra hnefaleika. í fyrra skiptið á vegum Norður- landaráðs, sem að lokinni rannsókn gaf út tilkynningu um að hnefaleika áhugamanna ætti ekki að banna á Norðurlöndum og í hinu síðara í Svíþjóð, sem einnig var jákvætt á sama hátt, ekki einungis fyrir hnefaleikaiðkanir áhugamanna heldur einnig fyrir knattspyrnu- og fijálsíþróttamenn. Að bera saman vinnubrögð Norðurlandaráðs og sænska þingsins, við þau vinnu- brögð, sem viðhöfð voru hér, er háttvirt Alþingi íslendinga viðhafði að sama tilfelli eru okkur iðkendum og áhugamönnum um áhugahnefa- leika lítt skiljanleg. Læknar þeir sem unnu þessar rannsóknir eru allir nafngreindir og auðvelt að sjá að það var fyllsta aivara á bak við rannsóknirnar. Einnig gefur það rannsókninni gildi að varin er doktorsritgerð á grunni þeirra. Það er i meira lagi dapurt að horfa og hlusta á þá neikvæðu umræðu, sem átt hefur sér stað að undanförnu um hnefaleika. Það er nefnilega ýmislegt gott um iðkun þeirra að segja. Mér reyndist íþrótt- in gott veganesti út í Iifið. Frá 15 ára aldri hefur iðkun hennar og agaðar reglur gert mig hæfari og heilbrigðari. Höfundur er framkvæmdasljóri GA-smíðajárns hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.