Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 20
htcvr/- ÍS vpor fl'-iHMMvo;/ ;h nru 20 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 Hálendis- plönturnar hörðu Dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir vann í áratug að rannsóknum í Þjórsárverum, sem eru undirstaða þess hvernig óhætt er að virkja þar. Nú rannsakar hún þarna fræmyndun hálendis- plantna sem er afdrifaríkt vegna afkomu og uppgræðslu á hálendinu. Elín Pálmadóttir --------------------------------------7-------- leitaði frétta af þessum rannsóknum á Islandi. Þóra Ellen gerði líka úttekt á mýrum, en þær binda ekki síður kolefni en tré sem nú eiga að auka okkar mengunarkvóta. xlunarvistfræði ís- lensku hálendisflór- unnar, svaraði Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor þegar hún var spurð hvaða verkefni hún væri nú með uppi í Þjórsárverum. Þetta er ákaf- lega forvitnilegt, því slíkar rannsóknir hafa engar verið gerðar hér fyrr, en skipta mjög miklu máli. Hvemig lifa hálendisplönturnar af við þær hörðu aðstæður? Þóra El- len er því fyrst spurð um tildrög þess að hún tók þetta fyrir. „Ég fékk fyrst áhuga á þessu verkefni þegar ég var að vinna uppi í Þjórsárverum fyrir Landsvirkjun, var þar uppfrá í 11 sumur. Þá tók ég fljótlega eftir því hve mikill munur var á blómgun milli ára. Við vorum komin uppeftir snemma í júlí. Ég fór að skrá þetta niður, skráði blómgun hjá 75 tegundum sem þama vaxa. Það kom í ljós að yfir 11 ára tímabil gat munurinn verið allt frá því að 1-2 tegundir væm í blóma í byrjun júlí, ekkert nema grávíðir og krækilyng, og upp 1 allar 75 tegundimar. Þegar ég fór að skoða þetta betur kom í ljós að það var sterk fylgni milli blómgunartímans og lofthita vik- urnar á undan. Ég hafði líka tekið eftir því að sumar tegundir blómguðust mjög seint. Þær dreifðu frjókomum seint og nokkr- ar tegundir virtust eiga mjög langt í land með að þroska fræ seint í ágúst.“ Ekki ferðaveður fyrir skordýr Hún segist í framhaldi hafa farið að velta því fyrir sér hver sé hinn almenni fræþroski plantna þarna: „AHir sem á hálendinu hafa verið vita að þar koma afleit sumur. Get- ur verið rigning og slagveður næstum allt sumarið. Þau sumur viðrar áreiðanlega illa fyrir skordýr að vera á ferli.“ Það vekur spurningar. Hvaða áhrif hefur það á skordýr sem bera frjókom á milli plantna? Ef skordýr era lítt á ferii, hvað gerist þá með plöntur sem treysta á skordýr til að bera frjókom milli blóma? Berast þá yfirleitt nokkur frjókom þessi sumur? Og hvað era tegundimar margar sem treysta á skordýrin í því efni? „Þarna era tegundir sem í öðram löndum era taldar vera frævaðar af skordýram. En þetta hefur ekkert verið rannsakað hér á landi. Reyndar vitum við ákaflega lítið um vistfræði plantna á hálendinu. Gömlu grasafræðingamir, sem skoðuðu gróður á hálendinu snemma á þessari öld, voru fyrst og fremst að leita eftir því hvaða teg- undir þar væra og hvers konar gróðursamfélög, en lítið að velta fyrir sér vistfræðinni. Verkefnin, sem unnin hafa verið undanfama tvo áratugi eða svo, hafa langflest tengst virkjunarframkvæmdum, verið úttektir í Þjórsárverum, svæðinu norðan Vatnajökuls og á Blöndusvæðinu. Við vitum því mjög lítið um vistfræði þessa stóra svæðis." Þóra Ellen segir að markmiðið með rannsóknunum, sem nú eru hafnar í félagi við þrjá aðra líf- fræðinga með styrk frá Rannsóknasjóði háskólans, Vís- indasjóði og Nýsköpunarsjóði námsmanna, sé að skoða æxlunar- líffræðina eins víðtækt og hægt er og að leita eftir því hvað það er sem takmarkar fjölda fræja og þroska þeirra. Ymislegt geti komið til greina. Takmarkast þroski fræja af því að lofthitinn er of lágur eða af því að sumarið er of stutt? Tak- markast fjöldi fræja af því að frjókom komast ekki milli plantna MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell DR. ÞÓRA Ellen Þórhallsddttir prófessor. ^ RANNSÓKNA^Tnprrx, v“lstri:KristínGre-terfd^1- sem unnið «<•»iMíristinn ■sen ogí^píei^Óiafsóóttir JiaUnrnv!0^Um- ** ra Ellen Þórhallsdóttir 8 Th°rodd- fræþroski. Meira að segja hugsan- legt að þurfi tvö góð sumur í röð til þess að fræ nái að þroskast. Það er spuming hvort því er þannig farið með tjarnastörina eða hvort eitt- hvað annað takmarkar. Okkur sýnist vera eins með lyfjagrasið. Þau fræ sem við höfum skoðað era öll tóm og engin spírun. Hvað því veldur vitum við ekki enn.“ Þóra Ellen segir ávinninginn af þessum rannsóknum aðallega tvenns konar. Annars vegar ætti þetta að veita innsýn í gangvirki arktískra vistkerfa og hvað kann að takmarka nýliðun í þeim. Það ætti líka að geta hjálpað til við að sldlja hvað takmarkar landnám plantna og gróðurframvindu, og gæti m.a. komið að gagni við hugsanlega upp- græðslu á hálendinu eða ef bæta þarf gróðurskemmdir eftir röskun. Eitt af stærri verkefnunum er að prófa hvað það er sem takmarkar fræframleiðsluna. Þá er tekið út úr það sem getur verið takmarkandi og jafnvel fleiri þættir prófaðir saman. Til þessa völdu þær gullbrá, sem er steinbrjótstegund með gul blóm og algeng í Þjórsárveram og á hálendinu, en er í útrýmingarhættu annars staðar í Evrópu. „Við tókum fyrir þrjá þætti til skoðunar“, upplýsir Þóra Éllen. „I fyrsta lagi hvort lofthiti sé tak- markandi fyrir þroska fræja. Setj- um þá utan um plöntuna glært plastskýli, sem okkur sýnist hækka lofthitann um 1-2 gráður. I öðru lagi beram við á plöntuna til að sjá hvort næring í jarðveginum sé tak- markandi. Og í þriðja lagi hand- frævum við, flytjum frjókornin á milli. Við teljum líklegt að tegundin sé frævuð af dýrum, og geram því líka tilraun með að útiloka skordýr með því að setja yfir plönturnar mjög fínriðna poka. Þetta er lítill og fíngerður gróður svo vandasamt er að setja þannig yfir plöntu að það skemmi hana ekki. En þessar tilraunii- era þess eðlis að útkoman fæst ekki fyn- en eftir nokkurn tíma. Gert er ráð fyrir því að tHraunfrnar með gullbrána standi í fimm ár.“ Viðhaldast með jarðstönglum Þóra Ellen minnir á að erfitt geti verið að greina áhrif veður- farsþáttarins, því hér á maður ekkert veður víst. Veðurfarið þama til fjalla er mjög breytilegt. Sumar plöntur þurfa tvö ár til að þroska fræ. A fyrsta ári myndar plantan blómhnappinn og það ákvarðar fjöldann, en seinna árið opnast blómin og fræ þroskast. Þannig getur veðurfar tveggja ára haft áhrif. Síðan þetta verkefni hófst hafa þær fengið tvö fremur köld sumur í röð. Á arktískum svæðum geta litlar sveiflur í um- hverfi haft afdrifaríkar afleiðingar. Við fimm ára tílraun skiptir því máli hvers konar árferði rannsóknafólk lendir á. vegna óhagstæðra skHyrða fyrir skordýr eða fyrir vindfrævun? Eða hafa plönturnar ekki nægUega miklar auðlindir, vantar næringar- efni, til að þroska öll fræ sem era frjóvguð?" Með henni tH að leita svara við þessu era Elsa Þórey Eysteinsdótt- ir, sem vinnur það sem hluta af sínu meistaranámi í líffræði, Kristín Grétarsdóttir, nýútskrifaður BS-líf- fræðingur, og Sólveig Ólafsdóttir, sem vinnur rannsóknaverkefnið tH BS-prófs. Auk þeirra var Tina Roth frá háskólanum í Kiel með þeim í sumar. Þær fóra af stað sumarið 1996 og af fullum krafti sumarið 1997. Elsa hefur dvalið bæði sum- urin í Þjórsárverum við gagnasöfn- un og séð um skipulagningu hennar og tilraunauppsetningu. Þær hafa verið svo heppnar að geta núna dvalið í svokölluðum Þúfuvatna- skála, sem er í eigu bræðra frá Kastalabrekku, sem góðfúslega leifðu þeim afnot af skálanum. Hann er í göngufæri við Þúfuver, þar sem aðalvinnan fór fram. Hvemig lifa plöntumar af? Þær stöllur hafa tekið fyrir 10 tegundir plantna. Þóra Ellen segir þær fylgjast nákvæmlega með blómgunarferlinu og aldinþroska hjá fimm tegundum. Skráð er hvenær blómin opnast, hvað þau era opin lengi, hvenær frjókornun- um er dreift og hvenær kvenhluti blómsins er fullþroskaður. Þá er fylgst með heimsóknum skordýra og þær skráðar, skordýrum safnað og skoðuð á þeim frjókomin, sem hægt er að telja undir smásjá. Síðan er þessum sömu plöntum safnað á haustin og fræin talin og flokkuð. Þá er séð hvaða hlutfall af eggjunum hefur frjóvgast og hvaða hlutfall af fræjum hafa náð þroska eða ekki náð þroska. Og gerð er spírunarprófun, skoðuð þau sem spfra og þau sem ekki gera það. „Komið hefur í ljós að þetta er mjög misjafnt milli tegunda," útskýrir Þóra Ellen. „Til dæmis hjá tjarnastör, sem er önnur af .stóru störunum í íslensku flóranni og áberandi þarna uppfrá, hún virðist hvorki hafa þroskað nein fræ 1996 né 1997.“ Hvernig í ósköpunum lifir hún þetta þá af? „Þetta er stóra spurningin. Rannsóknfr sýna að á hánorrænum svæðum - þá átt við lönd norðan við 70. gráðu norður - bregst fræþroski ákaflega oft og hjá mörg- um plöntustofnum dugar meðal- sumarið ekki til að fræ þroskist. Það er ekki nema í allra bestu sumrum að verður einhver Enn stendur eftir spurningin hvemig plönturnar lifi af ef þær ná alls ekki að mynda fræ? „Sumar hafa það sem kallað er klónvöxtur, þ.e. hafa jarðstöngla eða renglur, sem þær geta bæði breiðst út og viðhaldist með. Alltaf koma upp úr jörðinni nýir sprotar. Þó er þetta erfðafræðilega alltaf sami einstaklingurinn. Svona plönt- ur geta orðið mjög gamlar. Senni- lega er það rétt um sumar plöntur að sjaldgæft sé að nýr einstaklingur komist upp af fræi. En það á alls ekki við um allar tegundimar. Það era fyrst og fremst grösin og star- irnar, en margar af tvfldmblaða jurtunum hafa ekki þennan mögu- leika. Fyrir þær er eini endumýjun- armöguleikinn að ná að þroska fræ sem nýjar plöntur vaxa upp af. Lík- lega liggur hluti af svarinu við þess- ari spurningu, sem skiptir gífurlega miklu máli og menn hafa mikið velt fyrir sér, í því að plönturnai’ era langlífar. Óll velta á þessum svæðum er ákaflega hæg. Til dæmis verða blöð sígrænna plantna eldri en blöð sígrænna tegunda sunnar. Gangverkið í öllu keifinu er hér mjög hægt, sem er ein af ástæðun- um fyrir því að áhrifa raskana gætfr lengi.“ Þetta leiðir talið að því að nú er því spáð að með auknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.