Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 57
 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 57 FÓLK í FRÉTTUM MYNPBÖNP Tvær Athöfnin (La Cérémonie) Drama ★★ Framleiðandi: Yvon Crenn. Leik- sljóri: Claude Chabrol. Handritshöf- undar: Claude Chabrol og Caroline Eliacheff eftir sögu Ruth Rendell. Kvikmyndataka: Bernard Zitterman. Tónlist: Matthieu Chabrol. Aðalhlut- verk: Sandrine Bonnaire, Isabelle Huppert, Jacqueline Bisset og Jean Pierre Cassel. 101 mín. Frakkland. MK2 Prod./Háskólabíó. Útgáfud: 4. nóv. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. I f SOPHIE er ráðin sem þerna til auðugrar fjölskyldu. Hún kynnist bréfberanum Jeanne og reynast þær eiga margt sameiginlegt svo sem dulda fortíð. Það hefur löngum sýnt að Claude Chabrol hefur sérstakan áhuga á morðingjum og er það einnig hér. Reyndar fær áhorfandinn ekki að vita hvort þessar stúlkur hafi banað ein- hverjum áður en þær kynntust, þótt ýjað sé að því. Reyndar er allt á huldu með þær og allir endar lausir hvað þeirra persónur varðar; hvað þær vilja og hvers vegna þær verða vin- konur. Þótt sagan sé eftir Ruth Rendell er fléttan ekki það áhuga- verð að hér hefði þurft að grafa mun dýpra í persónulýsingunni. Sophie og Jeanne eru hins vegar skn'tnar, dónalegar og þar með fjar- rænar. Fjölskyldan sem Sophie vinnur fyrir er einnig frekar tepru- leg og óaðlaðandi. Ahorfandinn er því skilinn eftir úti í kuldanum, og kemur lítið við hvað er að koma fyr- ir þetta fólk. Leikararnir eru fínir og Sandrine Bonnaire og Isabelle Huppert eru með betri leikkonum Frakka í dag. Gamlar kempur eins og Jean Pierre Cassel og Jacqueline Bisset setja heimilislegan svip á myndina, en þrátt íyrir það fá þau því ekld breytt að myndin er bæði langdreg- in og ómarkviss. Hildur Loftsdóttir. Ótímabær andlátsfrétt MEXÍKÓSKA skáldið Octavio Paz kom fram í sjónvarpi á dögunum til að hrekja ótímabærar sögusagnir I um dauða sinn og gerði það með glæsibrag. „List- in að deyja er list- in að vera í felu- leik. Þetta er ein- hver sá viðkvæm- asti og erfiðasti leikur sem hægt er að leika og því verða menn að kunna að leika hann vel,“ sagði hið aldna skáld rámri röddu. Orðrómurinn komst á | kreik vegna ummæla evrópskrar fréttastofu sem dró hann til baka samdægurs. „Það hryggir mig að þeim sem eru ákveðnir í að drepa mig skuli liggja svona mikið á,“ sagði Nóbelsskáldið léttur í lund. Paz hefur verið veikur um ein- hvem tíma en ekki hefur verið greint frá því hvað hrjáir hann. Þekktasta verk hans utan Mexíkó er bókarlöng ritgerð um sálartetur mexíkósku þjóðarinnar sem heitir I „The Labyrinth of Solitude" eða Völundarhús einverunnar. MAUREEN Rorech og EmUy Kass, starfsmenn listasafnsins í Tampa, fýrir framan kjólana. Sýning á kjólum Díönu ►SÝNING á kjólum Díönu heit- innar prinessu var opnuð í lista- safninu í Tampa í Flórída nú í vikunni. Alls voru fjórtán kjólar til sýnis og munu þeir verða sýndir víðs vegar um heiminn á næstu mánuðum. Kjólarnir voru keyptir á uppboði hjá Christie’s en Díana gaf þá sjálf og rann ágóðinn til góðgerðarmála. Á sýningunni má einnig fínna tíu aðra kjóla sem aðrir eigendur hafa lánað. M ern það hlutabréfalíaupm 84.000 kr. í endurgf eiðslu á næsta ári Um áramótin rennur út sá tími sem fóik hefur til að tryggja sér skattaendurgreiðslu vegna hluta- bréfakaupa. Hjón sem fjárfesta fyrir 260.000 kr. og fullnýta þar með hámark vegna skatta- endurgreiðslu fá um 64.000 kr. til baka á næsta ári. Við hjálpum þér við að nýta skattaafsláttinn. Þú getur t.d. keypt með lágri útborgunafjárhæð og dreift kaupverðinu á boðgreiðslur - í allt að 12 mánuði. Fjárvangur hefur tíma fyrir þig. Almenni hlutabréfasjóðurinn sem Fjárvangur rekur er valkostur sem þúsundir íslendinga hafa nýtt sértil að tryggja sér skattaafslátt með lágmarks- áhættu vegna þeirrar áhættudreifingar sem felst í fjárfestingu í mismunandi atvinnugreinum. Fyrir þá sem vilja dreifa fjárfestingu sinni í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum býðst Hlutabréfa- sjóðurinn íshaf, sem er í vörslu Fjárvangs. Tryggðu þér skattaafsláttíiin nóna Hafðu samband við sérfræðinga Fjárvangs og leitaðu ráða um hagstæðustu ávöxtunina. Síminn er 540 5060. Þú getur einnig sent okkur tölvupóst: mottaka@fjarvangur.is FJÁRVANGUR L 0 G GIL T VEHOBRÉFAFYRIRTÆKI Fjárvangur hf.. Laugarvegi 170-172, 105 Reykjavík, sími 540 5060. fax 540 5061. www.fjarvangur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.