Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 27
MORGUNB LAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 27
stæði þeirra. Við gleymum því að
til þess að það geti öðlast sjálf-
stæði þurfa börnin fyrst að lifa í
skjóli þar sem þau njóta nálægðar
við foreldrana sem eru fyrirmynd-
irnar og þar sem grundvallarregl-
urnar eru á hreinu. Við foreldrarn-
ir gleymum því stundum að við er-
um lykilpersónur í lífi þeirra. Þau
horfa til okkar til að vita hvernig
þau eiga að hegða sér og hvað
skiptir máli í lífinu. Þau eru með
það alveg á hreinu að afskipti þýð-
ir væntumþykja. Þegar við leið-
beinum þeim um reglur og segjum
þeim hvað má og hvað ekki má þá
erum við að segja þeim að við elsk-
um þau.
Auðvitað fara börnin okkar
stundum á bak við okkur og stelast
til að gera það sem þau mega ekki
gera eins og til dæmis að horfa á
bannaðar kvikmyndir, þau fá
kannski að horfa á slíkar myndir
hjá vinum. En það er nauðsynlegt
að við séum hörð á því að slíkar
myndir séu þeim ekki hollar og
þau fái ekki að horfa á þær heima
hjá sér. Þetta gefur þeim öryggi,
þau finna að mömmu og pabba er
ekki sama um þau.“
Hve miklu eiga
foreldrar að stjórna?
Þórkatla segir að það sé auðvit-
að alltaf álitamál hve miklu for-
eldrarnir eigi að stjórna í lífi bam-
anna. „Þegar við erum að aðstoða
bömin við að velja verðum við að
skynja þarfir þeirra út frá því
hvemig þau em, hverjir hæfileikar
þerra em, geta og skapferli. Þetta
eigum við stundum erfitt með og
skynjum þau stundum eins og við
viljum hafa þau en ekki eins og
þau em. Við þurfum að sýna böm-
um okkur þá virðingu sem þeim
ber. Það gemm við með því að
upplifa börnin okkar eins og þau
eru. Þegar við skynjum börnin
okkar sem einstaklinga þá finna
þau að tekið er mark á hugmynd-
um þeirra og upplifunum og við
það öðlast þau innra öryggi. Það er
viss kúnst að sýna börnunum virð-
ingu en jafnframt veita þeim að-
hald. Við veitum þeim aðhald með
því að beita dómgreind okkar og
reynslu sem fullorðins fólks.
Þórkatla tekur dæmi úr eigin lífi
þar sem spumingin stóð um það
hvort hún ætti að láta dómgreind
sína ráða eða vilja sonar síns.
„Drengurinn, sem þá var tíu ára,
bað um að fá að fara niður á Ing-
ólfstorg og kaupa sér ís með vinum
sínum. Hann sagði að vinirnir
mættu allir fara. Klukkan var hálf
átta að kvöldlagi. Ég neitaði hon-
um um þetta og drengurinn varð
mjög svekktur. Ef ég hefði jarðað
mína reynslu sem ftillorðin mann-
eskja og tekið tillit til löngunar
hans í þessu máli þá hefði ég verið
að leggja hann í ákveðna hættu.
Það er ekki hollt fyrir tíu ára
stráka að vera einir niðri í bæ
klukkan hálf átta þó að sumarlagi
sé. Það er þarna sem vandinn oft
liggur. Við eigum að vernda börnin
okkar, kenna þeim muninn á réttu
og röngu og svo að setja okkur í
þeirra spor. En þegar við eram
þreytt og höfum unnið mikið þá
missum við stundum dómgreind-
ina og gefum eftir, en þá eram við
að svíkja börnin okkar um ábyrga
foreldra. Við verðum að hafa út-
hald í að setja mörk.
Mig langar líka til að ræða mál
sem fer alltaf svolítið í taugarnar á
mér og það er þessi mikla frammi-
stöðukrafa eins og ég kalla það.
Gleggsta dæmið er í íþróttunum,
þar sem alltaf er verið að keppa
um hver er bestur. Það gleymist
að börnin era í íþróttum til að leika
sér.
í þessu frammistöðukapphlaupi
öllu gleymum við líka hvers virði
það er að vera saman. I stað þess
að eiga góða stund saman, þegar
foreldrarnir eru ekki að vinna, þá
eyðum við miklum tíma í að spýt-
ast á milli staða með börnin, sem
er mikið aukaálag á fulla vinnu og
rekstur heimilis. Þegar ég var að
alast upp þá var hvíldardagurinn
alltaf haldinn heilagur, þ.e.a.s. við
gerðum fátt á sunnudögum og ég
man að mér leiddist stundum. En
ég held að ég hafi haft gott af því
að vera í ró. Við eram búin að
venja bömin á að vera alltaf með
skemmtiprógramm um helgar þó
okkur langi mest sjálf til að hggja
uppi í sófa með bók. Kannski er
þetta svona vegna þess að við er-
um með samviskubit og eram að
reyna að bæta fyrir tímaleysið yfir
vikuna. Ég held hins vegar að það
sé gott fyrir börnin okkar að vera
nálægt okkur þegar við eram að
hvíla okkur og slaka á.“
Vinnutíminn sveigjanlegur
og tómstundirnar felldar inn í
heilsdagsskólann
- Þú talaðir hér að framan um
að stjórnmálaflokkamir yrðu að
vera hluti af stuðningsneti fjöl-
skyldunnar, hvernig hugsar þú þér
það?
„Auðvitað verða yfirvöld að vera
með því þau verða alltaf að hafa í
huga hvaða áhrif ákvarðanir
þeirra hafa á fjölskyldueininguna.
Stundum finnst mér gleymast að
meta hvaða áhrif pólitískar
ákvarðanir hafa á fjölskylduna til
dæmis í launa- og lánamálum, í at-
vinnumálum, í skipulags- og
menntamálum. Hvaða áhrif hafa
til dæmis kjarasamningar kennara
á fjölskylduna? Mér finnst allt of
algengt að við setjum okkur í ein-
hverjar stellingar þegar við tölum
um fjölskylduna og slítum umræð-
una um hana úr samhengi við þá
málaflokka sem ég talaði um hér
að framan en það era mál sem
brenna á hverri einustu fjölskyldu.
- Hvað er það fleira sem við for-
eldrar þurfum að hafa í huga þegar
við eram að ala upp börnin okkar?
„Ég hef lagt á það áherslu í fyr-
irlestranum að foreldrar hafi út-
hald til að fylgja eftir því sem þeim
finnst rétt og að þeir séu^ sam-
kvæmir sinni sannfæringu. Ég hef
líka rætt það hve það er nauðsyn-
legt að við séum tilbúin að ræða
þau vandamál sem upp kunna að
koma og ráðgast við þá sem geta
aðstoðað okkur. Við þurfum ekki
að skammast okkar fyrir að vera
ekki fullkomin.
Ég var nýlega á ráðstefnu sem
haldin var á vegum Dagvistar
barna í Reykjavík og Foreldra-
samtaka í leikskólum borgarinnar.
Ráðstefnan bar yfirskriftina Fjöl-
skyldan og fyrirtækin - samvinna
eða samkeppni? Námstefna var
haldin fyrir stjórnendur í íyrir-
tækjum og stofnunum. Fjallaði
hún um þetta tvíþætta hlutverk
okkar, þ.e. starfshlutverkið og for-
eldrahlutverkið. Þarna töluðu bæði
foreldrar og stjórnendur fyrir-
tækja. Fannst mér námstefnan
gott framtak og gaf hún fólki tæki-
færi til að ræða þá erfiðu stöðu
sem margir foreldrar era í þegar
báðir vinna úti og hvernig hægt er
að hlúa að fjölskyldueiningunni."
Þegar Þórkatla er spurð að því
hvernig hún sjái fyrir sér hvaða
aðstæður henti best fjölskyldufólki
segir hún: „Vinnutíminn þarf að
vera sveigjanlegur, skóladagurinn
samfelldur þar sem búið er að
samþætta allar tómstundir inn í
heilsdagsskólann og í skólanum
þarf að bjóða upp á heitan hádeg-
ismat. Það er kominn tími til að við
viðurkennum mikilvægi uppeldis-
hlutverksins og að yfirvöld hætti
að skera við nögl fjárveitingar sem
koma bömunum okkar til góða.
Við íslendingar eram þekktir fyrir
það hve mikið við leggjum upp úr
húsnæði, hvort sem það era heim-
ili okkar, skrifstofur eða verslanir,
ekki vantar marmarann þar. En
þegar kemur að skólunum þá er
svo þröngt búið að þeim að kenn-
ararnir hafa ekki einu sinni sitt
eigið skrifborð til að vinna við. Ef
við hlúum ekki að bömunum okkar
og því umhverfi sem þau lifa í þá
gengur fátt upp í þjóðfélaginu.
Vert er að hafa í huga að fjölskyld-
an er griðland og þar njótum við
þeirrar tilfinningalegu nálægðar
sem við þörfnumst. Þar öðlumst
við kraftinn til að geta sinnt skyld-
um okkar út á við. Ef þungt er
vegið að þessu griðlandi þá stönd-
um við höllum fæti.
RMS magnari
Dolby Pro-Logic Heimabíókerfi
3 AV inngangar/ 3 AV útgangar
Tónjafnari m/Rock-Popp-Classic-Jazz-BGM
Super T-bassi
Tengi fyrir 4 fram hátaiara
2 hljóðnematengi
Fullkomin fjarstýring, sem getur lært.
DSP hljómkerfi
AV inngangur að framan
BBE hljómkerfi
Tengi fyrir auka bassahátalara
Stafrænt útvarp m/32 stöðva minni
120+120+120+60+60W RMS magnari
Dolby Pro-Logic Heimabtókerfi
3 AV inngangar / 3 AV útgangar
Tónjafnari m/Rock-Popp-Classic-Jazz-BGM
Super T-bassi
Tengi fyrir 4 fram hátalara
2 hljóðnematengi
Fullkomin fjarstýring, sem getur lært.
5 diska geislaspilari
DSP hljómkerfi
AV inngangur að framan
BBE hljómkerfi
Tengi fyrir auka bassahátalara
Fullkomið Karaokekerfi
Stafrænt útvarp m/32 stöðva minni
120+120+120+60+60W RMS magnari
Dolby Pro-Logic Heimabfókerfi
3 AV inngangar / 3 AV útgangar
Tónjafnari m/Rock-Popp-Classic-Jazz-BGM
Tengi fyrir 4 fram hátaiara
2 hljóðnematengi
Fuilkomin fjarstýring, sem getur lært.
Super T-bassi
DSP hljómkerfi
AV inngangur að framan
BBE hljómkerfi
Tengi fyrir auka bassahátalara
Fullkomið Karaokekerfi
Stafrænt útvarp m/32 stöðva minni
! 'l I l <
; M i i
MIKIÐ ÚRVAL HATALARA FRA
RADIOBÆR
Ármúla 38 • Sími 553 1133
' í L I ( < < ( J l| L I í i
UMBOÐSMENNAIWA UM LAND ALLT: Reykjavík: Heimskringlan Kringlunni - Hafnarfjörður: RafbúðSkúla-Grindavík: Rafeindaþjónusta
Guðmundar - Keflavik: Radiókjallarinn - Akranes: Hljómsýn -Borgarnes: Kaupfólag Borgfirðinga Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga
Hvamstangi: Rafeindaþjónusta Odds Sigurðssonar - Sauðárkrókur: Skagfirðingabuð - Búðardalur: Verslun Einars Stefánssonar
Bolungarvfk: Vélvirkinn - (safjðrður: Ljónið / Frummynd - Siglufjörður: Rafbær - Akureyri: Tölvutæki Bókval - Húsavfk: Ómur
Vopnafjörður: Verslunin Kauptún - Egilsstaðir: Rafeind - Neskaupsstaður: Tónspil Eskifjörður: Rafvirkinn - Seyðisfjörður:
Turnbræður - Höfn: Rafeindaþjónusta BB - Hella: Gilsá - Selfoss: Radiórás - Þorlákshöfn: Rás - Vestmannaeyjar: Eyjaradió
Eitt blað
fyrir alla!
- kjarni málsins!