Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 41 MINNINGAR RAGNA G.G. RAGNARSDÓTTIR + Ragna G.G. Ragnarsdóttir fæddist á ísafirði 5. nóvember 1937. Hún andaðist á heimili sínu, Stíflu- seli 10, hinn 6. nóv- ember síðastliðinn. Hún var dóttir hjón- anna Guðmundu Isleifsdóttur og Ragnars Veturliða- sonar. Ragna flutt- ist með foreldrum sínum til Reykja- víkur barn að aldri, og hófu þau búskap á Suðurlandsbraut 100. Eigin- maður Rögnu er Garðar Hall- grímsson ættaður frá Bolung- arvík, hann er starfsmaður hjá ísal. Börn þeirra eru: Sjöfn fædd 17. maí 1966. Maki: Rúnar Unnsteins- son, á hún 4 börn; Elísabet María, fædd 3. mai 1971. Maki: Ólafur V. Ól- afsson, eiga þau 1 barn; Hallgrimur Hjálmar fæddur 7. des. 1974. Maki: Björk Rafnsdóttir, eiga þau 2 börn. Einnig átti Ragna soninn Guðmund R. Ólafsson, f. 17. des. 1961. Útför Rögnu fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 17. nóvember kl. 13.30. Hún verður jarðsett í Fossvogskirkjugarði. Það fór fyrir mér, eins og flestum öðrum, dauðinn kemur alltaf jafn mikið á óvart. Þegar Garðar hringdi í mig og tilkynnti mér að hún Ragna vinkona mín væri dáin, varð mér fátt um svör, fannst það af ótrúlegt til að það gæti verið satt, þrátt fyrir að hún væri búin að vera mik- ill sjúklingur um ára bil. Við Ragna vorum búnar að þekkjast frá því við vorum innan við fermingu, áttum báðar heima við Suðurlandsbrautina og gengum í Laugarnesskólann, og er nú liðin um hálf öld síðan, þótt ótrúlegt sé. Ragna var afburða dugleg og ósérhlífín gekk að allri vinnu af festu og einurð. Hún vann í mörg ár á Barnaheimilinu að Silunga- polli, einnig vann hún á elli og hjúkrunarheimilinu Grund nú síðast á hjúkrunaheimilinu Seljahlíð eða þar til hún varð að hætta snemma vegna veikinda. Ragna var með afbrigðum mynd- arleg húsmóðir, hún bjó Garðari manni sínum og börnum einstak- lega snyrtilegt og smekklegt heim- ili, heimilið börnin og barnabörnin voru henni allt, og jafn ósérhlífin var hún við að passa barnabörnin þótt mikill sjúklingur væri orðin. Ragna var með afbrigðum gest- risin, þegar leiðin lá til Rögnu var maður varla sestur niður þegar borðið var orðið hlaðið kökum og aldrei vantaði kleinurnar á borðið, allt bakaði hún sjálf, hvað kvalin sem hún var, það var alveg undra- verð þrautseigja í þessari konu, það var bakað, þrifið og skúrað svo hvergi sást kusk á nokkrum hlut þrátt fyrir alla þá sjúkdóma sem hún gekk í gegnum og nú síðast ólæknandi hjartasjúkdóm sem leiddi hana til dauða. Ragna lá ekki á liði sínu ef hún sá að hennar var einhvers staðar þörf, þegar henni var boðið til veislu eða þar sem fólk var samankomið, var Ragna ævinlega komin í eldhús- ið að hjálpa til, naut ég sérstaklega hjálpsemi hennar við erfidrykkju mannsins míns og dóttur. Þá stóð Ragna í eldhúsinu og passaði upp á að nóg kaffi væri á könnunum og að ekki vantaði neitt á matar- borðið. Hún kom alltaf auga á hvar hennar var þörf. Ragna var skap- föst og sagði meiningu sína um- búðalaust ef svo bar undir en alltaf var hún réttlát. Hún var lífsglöð kona, hafði mjög gaman af að skemmta sér í góðra vina hópi. Hún hafði mikið yndi af góðri dægur- lagatónlist og átti hún mikið safn af slíkri tónlist. Ragna hafði mjög gaman af að ferðast og fóru þau hjónin í margar ferðir á sumrin, voru þau búin að koma sér upp góðum ferða- og útilegubúnaði, og festu þau kaup á nýjum tjaldvagni síðastliðið vor sem þau voru bæði stolt yfír, en örlögin hafa nú tekið í taumana og ferðast hún nú ekki meira í þeim vagni. Fyrir um tveimur árum fórum við í sumarbústað í Brekkuskógi ásamt fleiri vinkonum, var það sér- staklega skemmtilegur tími, þá var mikið grínast og mikið hlegið. Ég fór einnig í sumarbústað síðastliðið sumar og var þá oft haft á orði að nú vantaði Rögnu í eldhúsið. Nú er hún horfín á vit feðra sinna þar sem vinir, sem farnir eru, fagna endurfundum og getum við glaðst yfír að nú svífur hún í ljóma eilífðar- innar. Um leið og ég þakka Rögnu góða samfylgd votta ég Garðari, börnum hennar og barnabörnum mína dýpstu samúð og bið Guðs blessun- ar og sérstaklega bið ég Guð að styðja og styrkja Daníel, sem alltaf gat leitað til ömmu sinnar ef eitt- hvað bjátaði á. Á kveðjustundu fær huggað heilög trú, þitt himinljós nú aftur skín í heiði. I bústað Drottins björt þú skartar nú sem blómgvuð grein á lífsins æðsta meiði. (Ók. höf.) Guð blessi minningu Rögnu. Helga Gísladóttir. Ragna vinkona okkar er dáin eftir erfið veikindi, en ekki óraði okkur fyrir að daginn eftir að hún varð 60 ára myndi hún kveðja þetta líf. Hún sem alltaf var svo bjartsýn og jákvæð og ákveðin í að yfirstíga veikindin og nú átti hún að fara að taka þátt í meðferð sem hefur skilað góðum árangri í mörgum löndum. Vitur maður sagði einhvern tím- ann: „í lífinu er maður alltaf að heilsast og kveðjast og enginn veit hvenær maður kveður í síðasta sinn.“ Þannig er með okkur öll og nú kveðjum við Rögnu vinkonu okkar í hinsta sinn. Þá leita á hugann minningar um allar samverustund- irnar í gleði og í um 30 ára kynnum og vináttu. Svo margs er að minn- ast að það væri að æra óstöðugan að fara að tíunda það allt hér, en eitt stendur eftir eins og traust bjarg, sú vinátta og traust sem allt- af var hægt að sækja til Rögnu. Ef eitthvað bjátaði á eða við þurftum aðstoð eða hjálp var víst Formáli minn- ing'argreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem ijallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skóla- göngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. að Ragna var jafnvel búin að bjóða það áður en það væri orðað. Frekar en að vera að kveðja þig með löngu máli sem segði í orðum minna en hugurinn meinar og viil, kveðjum við þig með völdum erind- um úr ljóði sem Ólína Eiríksdóttir frá Víðiholti orti eftir systur sína: Þú gekkst þessa götu, sem Guð færði þér og gleðina lést alltaf skína, velvild og ánægja lagði að mér og ljómann þú vildir mér sýna. Leiðin var löng og lífíð var bjart og brosandi gekkst alla daga, þú margan hér gladdir sem leið átti hjá og kærleikans bandinu vafðir. Ég hlakka til fundar, er ferðina fer í kyrrðina og kærleikans veldið, kannski þú takir á móti mér hinum megin við tjaldið. Elsku Garðar, börn,tengdaböm og barnabörn, okkar dýpstu samúð- arkveðjur vegna fráfalls elskulegrar eiginkonu, móður og ömmu. Við munum öll minnast hennar sem trausts og góðs vinar. Hvíli hún í friði. Áslaug og Arnór. Elsku Ragna amma, þú varst mér alltaf svo góð, þú reyndir að gera allt sem í þínu valdi stóð til að hjálpa mér þrátt fyrir öll veikind- in. Ég bið Guð að geyma þig. Daníel Orn Sigurðsson. Hún amma var besta amma í heimi, hún var góður vinur og mjög barngóð. Hún átti afmæli 5. nóvem- ber og þá varð hún 60 ára og við komum öll í heimsókn. Hún var mjög ánægð með daginn og við lif- um í minningu þess. En hinn 6. nóvember frétti ég að amma mín væri farin frá okkur og við söknum hennar sárt. Steindór Smári Sveinsson. Elsku amma okkar, Ragna, er látin og okkur langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Það var alltaf opið hús hjá henni hvenær sem við vildum koma og það voru ófáar stundir sem við sátum og leir- uðum, teiknuðum og sungum sam- an. Hún hreinlega átti hvert bein í okkur öllum og hún vildi helst vera með okkur öll ef hún fengi að ráða, þrátt fyrir öll veikindin. Þótt amma sé dáin mun hún ávallt lifa í huga okkar, því hún var ekki bara amma heldur líka vinur í raun. Elsku amma, nú ert þú komin til Guðs og hann passar þig. Erna Björk Ólafsdóttir, Björn Freyr Rúnarsson og Davíð Már Rúnarsson. Elsku amma Ragna, það var allt- af svo gaman að koma i heimsókn til þín því þú sást alltaf til þess að mér og Heru Rán leiddist ekki, við vorum varla komin inn fyrir dyrnar þegar þú smelltir á okkur kossi en ég „Litli þverhausinn þinn“ eins og þú kallaðir mig sneri mér við því það mátti enginn kyssa mig. „Jæja, allt í lagi,“ sagðir þú en varst svo fljót að smella einum á mig. Svo fórstu inn í leikherbergi og náðir í dót handa Heru Rán til að leika með. Bauðst mér að mála eðateikna myndir, sem þú límdir upp á vegg í eldhúsinu þínu, leira eða púsla og ef mig langaði í bílaleik þá hjálpað- ir þú mér að setja saman gömlu bílabrautina hans pabba sem þú gróst upp fyrir mig rúmlega árs- gamlan með bíladellu. Svo lét ég bílana renna niður brautina sem lagði undir sig stofuna þína. Elsku amma, núna ertu komin upp til englanna sem munu passa þig. Þinn, Leó Garðar. Elsku amma Ragna, mamma og pabbi ætla að segja mér frá þér þegar ég verð stór því ég er svo lítil ömmudúlla eins og þú kallaðir mig og ekki farin að muna. Elsku amma, Guð geymi þig. Þín Hera Rán. Þegar bróðir minn hringdi og sagði mér þau sorgartíðindi að kon- an hans hún Ragna væri dáin var sem tíminn stæði í stað. Ragna var búin að vera á sjúkrahúsi í tæpan mánuð, en kom heim daginn sem hún var sextug, og töluðum við saman í síma þá um kvöldið. Dag- inn eftir kvaddi hún þetta jarðneska líf, það kom svo óvænt en þó ekki. Við sem eftir stöndum eigum svo erfitt með að sætta okkur við dauð- ann. Ragna var búin að vera mikill sjúklingur seinustu árin og átti að hafa hægt um sig, en það var eitt- hvað sem hún gat ekki sætt sig við. Fjölskylda hennar var henni allt og alla sína orku gaf hún til að sinna henni. Kannski gaf hún meira en hún hafði þrek til. Fjöl- skyldan gekk fyrir öllu og varð að hafa það sem allra best. Mig langar að þakka henni alla þá tryggð sem hún sýndi mér ávallt og kveðja hana með þessum fallegu erindum: Þig faðrai friður pðs og fái verðug laun, þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Við kveðjum þig með þungri sorg og þessi liðnu ár með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Vér munum þína höp hönd og hetjulega dug, og ríkan samhug, sanna tryggð og sannan öðlingshug. Guð blessi þig. Þú blóm fékkst grætt og bjart um nafn þitt er, og vertu um eilífð ætíð sæl vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Elsku Garðar, börn, tengdabörn og barnabörn, ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Þið hafið misst svo mik- ið. Megi algóður Guð styðja ykkur og styrkja. Ég veit að allar góðu og dýrmætu minningarnar eiga eft- ir að ylja ykkur jafnt á þessum erfiðu tímum sem um alla framtíð. Blessuð sé minning Rögnu. Ester Hallgrímsdóttir. Þó allir hljóti að fara þessa ferð að finna andans björtu heimakynni. Þá streyma um hugann minninganna mergð er mætur vinur kveður hinsta sinni. (Vilhj. Siguij.) Það er með hryggð í huga að ég sest niður til að minnast Rögnu, vinkonu minnar og starfsfélaga. Hún lifði nýlega 60 ára afmælisdag sinn, átti ljúfan dag á heimili sínu í faðmi fjölskyldu og góðra vina. Næsta dag var hún öll. Þegar vistheimilið Seljahlíð tók til starfa, réðumst við Ragna þang- að ásamt mörgu mikilhæfu sam- starfsfólki. Það var spennandi og gaman að taka þátt í að móta starf á nýjum stað, undir mildri en styrkri stjóm Aðalheiðar Hjartardóttur deildarstjóra, sem byggði starfíð upp með mannkærleika og réttsýni að leiðarljósi, jafnt gagnvart vist- fólki og starfsfólki. En einnig hún er látin langt fyrir aldur fram. Við Ragna störfuðum eingöngu á næt- urvöktum, þijár nætur í viku hverri, níu stundir í senn. Það fer ekki hjá því, að náin kynni myndist þegar tvær manneskjur eyða svo mörgum stundum saman í hverri viku árum saman. Ragna var harðdugleg og sam- viskusöm, glaðsinna og geðgóð, hafði því mjög góða nærveru. Aldr- ei man ég eftir að okkur hafi sinnast, eða slest hafí upp á vin- skapinn þótt báðar værum skap- miklar og hreinskilnar. Ragna vann við umönnunarstörf alla sína starfs- ævi, á bamaheimilum, leikskólum og síðustu árin við umönnun aldr- aðra. Öll sín störf leysti hún mjög vel af hendi. Hressileg framkoma og glaðlyndi hennar féllu í góðan jarðveg, ekki síst hjá vistfólkinu. Hún gerði aldrei mannamun, var eins við alla, háa sem lága. En slíkt þarf og á að vera aðal þeirra sem slíka vinnu gera að ævistarfí sinu. En fyrst og síðast vann hún fjöl- skyldu sinni, eiginmanni, börnum, tengda- og barnabörnum. Hún var v- alltaf boðin og búin að aðstoða og hjálpa til og voru þau hjónin mjög samstíga í því að létta undir með öðrum. Þeirra missir er því mikill og sár. Ragna átti við margs konar heilsuleysi að stríða um dagana, en var mjög hörð af sér, bar sig vel. Hún horfði frekar á björtu hliðamar en hinar dekkri. Hún var því trú- lega oft veikari en maður hugði. Hún sagði við mig í síðasta sam- tali okkar skömmu fyrir andlát sitt, en þá var hún í Sjúkrahúsi Reykja- víkur, að sennilega væri hún að verða búin, þrekið farið. Hún hafði reyndar haft það á orði þegar verið var að biðja hana um að hlífa sér, að hún ætlaði að lifa lífinu lifandi, meðan það entist. Og það gerði hún svo sannarlega. Ég veit að ég á eftir að sakna Rögnu minnar. Hún fór allt of fljótt. Það var ætíð hressandi að tala við hana, rifja upp ýmislegt frá sam- starfsárunum, bæði ljúft og sárt. Líka margt spaugilegt og eftir- minnilegt sem þá gerðist. Ég veit að ég mæli líka fyrir munn allra „næturdísanna", sem héldu þeim sið að hittast og eiga saman kvöldstund einu sinni á ári til að viðhalda góðum kynnum, rækta vináttuna og gera sér glaðan dag. Nú verður skarð fyrir skildi næst þegar við hittumst og Rögnu vantar í hópinn. Elsku Garðar, börn, tengdabörn og barnabörn. Við hjónin sendum ykkur hlýjar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa ykkur allar minningarnar um góða og hug- prúða konu, sem stóð meðan stætt var. Erla Bergmann. a. & FOSSVOGI Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna Fossvogi Sími 551 1266
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.