Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ % FÓLK í FRÉTTUM Varúlfur í París JULIE Delpy hefur leikið undir stjórn margra þekktra evrópskra leikstjóra, t.d. Kryztofs Kieslowskis og Bertrands Tavieni- ers, en þegar kemur að bandaríska kvikmyndamarkaðinum gæti hún verið algjör ný- liði. Hún stóð sig ágætlega í mynd Richards Linklaters „Before Sun- rise“ á móti Ethan Hawke og reyndi sitt besta í hinni mislukkuðu „Killing Zoe“ en tilboðin hafa ekki streymt inn frá Hollywood. Delpy hefur samt ekki gefið Bandaríkja- markað upp á bátinn. Næst fá bíó- gestir að sjá hana í hryllingsmynd- inni ,An American Werewolf in Paris“, sem Anthony Waller leik- 7. stýrir (kannski sumir muni eftir íyrirmyndinni, „An American Wer- ewolf in London"?). Delpy leikur þar Parísarstúlku sem breytist í varúlf þegar tunglið er fullt. FRÍÐA breytist i Dýrið. Julie Delpy skiptir um ham í „An Amer- ican Werewolf in Paris“. Tilboð óskast Mercedes Benz 300 SE árg. 1990. Bíll með öllum hugsanlegum búnaði. Verð kr. 2.900.000. Jaguar XZ6 4,2 árg. 1990. Bíllinn er sem nýr. Verð kr. 2.950.000. Upplýsingar í síma 896 1216. ERLENDAR Sigríður Beinteisdóttir fjallar um „Lets Talk About Love“ með Celine Dion sem kemur út á þriðjudag. ★★★ Mjög svo eigu- legur gripur EIN ástsælasta söngkona dagsins í dag Celine Dion hefur sent frá sér nýjan geisladisk, „Lets Talk About Love“. Við fyrstu hlustun greip hún mig ekki alveg eins og sú fyrri, „Falling Into You“, gerði, enda erfitt að toppa þvílíka met- söluplötu sem hún var. Þessi plata er öðruvísi að því leyti að hún er ekki alveg eins róleg og tilfinn- ingarík eins og sú fyrri, en engu að síður vinnur hún vel á og mikið af fallegum og góðum lögum. „Let’s Talk About Love“ hefur að geyma 16 lög, þrettán ný og 3 endurgerð lög. Á þessari plötu er ekki hægt að setja út á söng eða útsetningar frekar en á hennar fyrri plötum, enda fær hún fær- ustu menn með sér, til að útsetja bæði söng og tónlist. Celine reynir við ýms- ar nýjungar á þessari plötu eins og t.d. í lag- inu „Treat Her Like a Lady“ þar sem hún blandar saman söng og rappi og tekst mjög vel upp. I því lagi syngur Diane King með henni en Diane er höfundur þess. í laginu „Amar haciendo el amor“ syngur Dion á spænsku og ferst það alveg ágætlega úr hendi þó svo und- irrituð kunni nú betur við að heyra syngja á ensku eða á móðurmáli sínu frönsk- unni. Annars er þetta gott lag og eflaust hugsað fyrir suður- amerískan markað þar sem allt þarf að vera á spænsku. Einnig er að finna á plötunni dúett með Luciano Pav- arotti þar sem þau syngja saman, gamla lagið „I Hate You Then I Love You“ og gera alveg óað- finnanlega. Gamla Leo Sayer lagið JHp „When I Need You“ fær nýja útsetningu og fer Celine Dion nú betur með það en hann gerði á sín- um tíma að mínu mati. Laginu „Love Is In the Way“ sem var áður í flutningi Billy Port- er eru gerð mjög góð skil og fara söngur og útsetning mjög vel sam- an. Carole King og Bee Gees eiga hvor sitt lagið á plötunni, mjög fín lög þó svo að ég hafi heyrt betri lög eftir þessa höfunda. Topplag plötunnar finnst mér hins vegar vera dúettinn með Barbru Streisand sem er vel samið og skemmtilega útsett lag. Ég verð CELINE Dion og Barbra Streisand syngja dúett. að nefna það að þetta er það besta sem undirrituð hefur heyrt Barbru Streisand syngja. Sísta plötunnar finnst mér vera „Why Oh Why“ en annars er platan fín og mjög svo eigulegur grip- ur, en fyrir minn smekk hefði ég viljað fá meira af svona fal- legum lögum eins og voru á fyrri plötunni „Falling Into You“ þar sem hæfileikar Celine nýtast til fullnustu og rödd- in fær að njóta \ sín. Þegar ég tók við diskinum fannst mér eitt mjög sniðugt og Cehne þad Var að Dion mm diskurinn er svartur eða algjör nd stæða þann fyrri sem var hvítur, „góð hugmynd". Ég gef honum þrjár stjörnur af fjórum mögulegum. Eráfenai »ar»damál i ÞiWjj f iöisKyWH? AL-ANON samtökin á Islandi 25 ára AL-ANON samtökin voru stofnuð á íslandi þann 18. nóv. 1972 og verða því 25 ára 18. nóv. nk. AL-ANON er félagsskapur ættingja og vina alkóhólista. Við trúum að alkóhólismi sé fjölskyldusjúkdómur og að breytt viðhorf geti stuðlað að bata. AL-ANON samtökin hafa aðeins einn tilgang, að hjálþa aðstandendum alkólhólista. Opinn afmælis- og kynningarfundur verður þriðjudaginn 18. nóvember í Bústaðakirkju og hefst kl. 20.00. Kaffiveitinar verða að fundi loknum. Allir velkomnir. Tíu ára afmæli Mosfellsbæjar KÓR leikskólans Hlíðar söng fyrir gesti á hátíðinni. List ungu kynslóð- arinnar LISTAHÁTÍÐ unga fólksins var haldin um sfðustu helgi í Gagn- fræðaskóla Mosfellsbæjar. Hátíð- in var haldin í tilefni af 10 ára af- mæli Mosfellsbæjar og í boði ungu kynslóðarinnar var mynd- list, tónlist, leiklist, dans og bók- menntir. „Það voru fengin börn í leik- skólanum, grunnskólanum og gagnfræðaskólanum í Mosfellsbæ til að sjá um allt á hátíðinni. Þau sýndu listaverk sín og kynntu sjálf atriðin. Nemendur 10. bekkj- ar máluðu til dæmis veggmynd og sáu um kaffisölu á sunnudeginum. Auk myndlistarsýningar var boð- ið upp á tónlistaratriði þar sem skólahljómsveitin spilaði, boðið var upp á fiðluleik og yngstu börnin sungu,“ sagði Hallfríður Jóhannsdóttir leikskólakennari. Listahátíðin var vel sótt og voru foreldrar barnanna þar fremstir í flokki. „Börnin gerðu listaverkin sérstaklega fyrir há- tíðina og fannst mjög spennandi Morgunblaðið/Hallfríður Jóhannsdóttir ANNA Jóna leikskólakennari á Klettahlíð skoðar myndirn- ar með Jóhanni Frey. að sjá verkin sín á sýningunni og voru mjög stolt. Þau yngstu voru sérstaklega spennt yfir afrakstr- inum og voru dugleg að sýna hver ætti hvaða verk. Yngstu krakkarnir voru með kórsöng sem vakti mikla athygli," sagði Hallfríður. Tíu ára afmæli Mosfellsbæjar hefur verið fagnað með ýmsum hætti á árinu og var listahátíð unga fólksins liður í þeim hátíð- arhöldum. Á myndunum má sjá að unga kynslóðin er ekki síður listræn en hin eldri. NEMENDUR 10. bekkjar máluðu veggmynd í Gagnfræðaskólanum. Út með Spice Girls ►SPICE Girls stúlkurnar fengu óbliðar móttökur þegar þær komu fram á Ondas verðlaunahátíðinni í Barcelona nú í vikunni. Áhorfend- ur hrópuðu „út, út“ samhljóma með ljósmyndurum á meðan þær komu fram. Ástæðan ku vera sú að Spice Girls stúlkurnar neituðu að koma fram ef ljósmyndarar fengju að vera upp við sviðið. Og því fór sem fór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.