Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Gengisfall ráðherra Þingheimur hló aö samgönguráðherra þegar gjald-ij skrárbreytingar Pósts og síma hf. voru ræddar á Alþingi I á þriöjudag. ALÞINGI verður að fylgjast með tækniþróuninni og fá sér réttu græjurnar: „flæðilínu“... Verðlaun fyrir uppbygg- ingu miðborgarinnar GUNNARI Rósinkranz verkfræðingi, sem rekur fyrirtækið Gerpi ehf., var í gær afhent viðurkenning Þróunarfé- lags Reykjavíkur fyrir framlag hans til þróunar og uppbyggingar miðborg- ar Reykjavíkur. Þá hlaut Edda Sverr- isdóttir, eigandi verslunarinnar Flex í Bankastræti, hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar og samtakanna íslenskrar verslunar fyrir að hafa skarað fram úr í þjónustu og verslun við_ ferðamenn árið 1997. í ávarpi Guðrúnar Ágústsdóttur, formanns Þróunarfélags Reykjavíkur og forseta borgarstjómar, kom fram að til þess að efling miðborgarinnar heppnaðist þyrfti að vekja áhuga dugmikils og stórhuga fólks. „Upp- byggingarstarfið tekur til margra samvirkandi þátta sem stefna að sam- eiginlegu markmiði: Glæsilegri mið- borg með iðandi mannlífi, líflegu menningammhverfí og arðbæru við- skiptahverfí." Gunnar Rósinkranz hefur á und- anfömum árum staðið að byggingu fjölda húsa í miðborg Reykjavíkur, m.a. á Skólavörðustíg 10 og 16a, Pósthússtræti 13, Snorrabraut 27-29, Klapparstíg 35 og er nú að ljúka við byggingu að Laugavegi 35a. Viðurkenningin sem Gunnari var afhent er eftir listakonuna Ingu Elínu Morgunblaðið/Ásdís INGA Elín Kristínsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, hjónin Rósa Helgadóttir og Gunnar Rósinkranz, hjónin Gottskálk Friðgeirs- son og Edda Sverrisdóttir, sonur þeirra, Jón Eyþór Gottskálks- son og Ófeigur Björnsson. Kristinsdóttur. Verkið gleri og steinsteypu og „Vöxtur". er unnið úr ber nafnið Hvatningarverðlaun Njarðarskjöldurinn, sem Edda DINNBLálR YFIRBCIRÐIR l samKeppm vio az dna leiKioivur hefur 64 bita NINTENDO lelktölvan ótrúlega yfirburði. Til úöeigu á helstu myndbandaleígum. í>ýpró^aíu. / i HLJÓMCO Fókafenl 11 Siml 668 8005 UMBOOSMENN UM LAND ALLT Sverrisdóttir veitti viðtöku, er hvatn- ingarverðlaun, sem ætlað er að vekja athygli á því sem er nýtt og eftirtekt- arvert í ferðamannaverslun. Skjöld- urinn, sem Ófeigur Bjömsson gull- smiður gerði, er kenndur við Njörð, sem í árdaga var guð sæfarenda og var hann sagður fésæll mjög, en sæfarendur þess tíma stunduðu gjaman kaupskap. Verslunin Flex hefur jafnt og þétt aukið sölu sína til erlendra ferða- manna, auk þess að vera viðkomu- staður margra innlendra viðskipta- vina. „Hún hefur sýnt frumleika með því að fá til sín ferðamenn í borg- inni, jafnt ráðstefnugesti, skipafar- þega og einstaklinga, og skapað þægilega stemmningu í versluninni fyrir þetta fólk. Afgreiðslutími versl- unarinnar hefur verið sveigður að þörfum mismunandi ferðafólks og ráðstefnuhópa. Lipur þjónusta eig- anda og samstarfsfólks, ásamt glað- væru yfírbragði og móttökum skapa jákvætt viðhorf viðskiptavina til verslunarinnar," segir m.a. í umsögn úthlutunamefndar. Landsfundur Kvennalistans Landsfeður fræddir um jafn- rétti kynjanna Agneta Stark Landsfundur Kvennalistans stend- ur yfir nú um helg- ina. í tengslum við hann kom hingað til lands Agneta Stark hagfræðingur. Hún er sænsk og hefur undanfar- in ár verið með námskeið um stöðu kynjanna í Sví- þjóð. Nemendur hennar hafa aðallega verið lykil- menn í sænskum stjómmál- um og aðrir helstu ráða- menn þjóðarinnar. - Hvemig stóð á því að þú tókst að þér að fræða sænska ráðamenn um jafn- réttismál? „Árið 1991 fækkaði kon- um á sænska þinginu úr 38% í 33%. Margir Svíar óttuðust að þessi þróun væri ekki heillavænleg og ein þeirra sem hafði áhyggj- ur af þessu var konan Maria Pia Boithus. Hún safnaði saman hópi kvenna sem hún þekkti ekki per- sónulega en hafði álit á og byggði upp net sem hún kallaði „Stuðn- ingssokkurnar." Aðalhlutverk netsins var að styðja við bakið á konum í stjóm- málum. „Ég var ein af þessum konum í „Stuðningssokkunum" og við komum þeim skilaboðum áleið- is að ef hefðbundnir stjómmála- flokkar myndu ekki auka hlut kvenna í stjómmálum myndum við stofna eigin flokk, eins og íslenska Kvennalistann. Markmið okkar var að fá hefðbundnu flokkana til að taka við sér. Og þeir gerðu það því eftir kosningamar var 41% þingmanna konur og 50% ríkis- stjómarinnar. Mona Sahlin þáverandi aðstoð- arforsætisráðherra lagði til að stofnað yrði til námskeiðahalds um jafnréttismál. Hún fól mér þetta verkefni ásamt Birgittu Hedmann frá sænsku hagstof- unni. - Hvemig hefur gengið að fræða ráðamenn sænsku þjóðar- innar um jafnréttismál? „Frá árinu 1994 höfum við í hlutastarfi haldið alls um þijátíu slík námskeið fyrir til dæmis alla sænska biskupa, öl! ráðuneyti, aðalforstjóra ríkisfyrirtækja, blaðafulltrúa og rektora. Hvert námskeið tekur um þijár klukku- stundir og þátttakendur okkar eru skikkaðir á það.“ Agneta segir að námskeiðunum hafí verið ætlað að gefa þátttak- endum innsýn í stöðu kynjanna þegar mál eins og atvinnumál, laun, sjálfboðastörf, heilsugæsla og menntun em annarsvegar." Agneta segir að í þeim tilfellum sem Iaun kynjanna em ekki ýkja frábmgðin eins ogt.d. hjá prestum séu þau lág og karlmenn í virðing- armeiri stöðum en kon- ur. Hún bendir á að mestur sé launamunur- inn hjá háttsettum yfír- mönnum banka. Konur hafa þar miklu lægri laun en karlar í þeim fáu tilfellum sem j)ær gegna slíkum embættum. „Á námskeiðunum höfum við einnig gert grein fyrir stöðu kynj- anna í Svíþjóð miðað við á hinum Norðurlöndunum og annars staðar í heiminum. Það var álit Monu Sahlin að ráðamenn skiluðu betri árangri í starfí ef þeir vissu hvem- ig ástandi jafnréttismála væri háttað í Svíþjóð. - Hefur námskeiðahaldið skilað þeim árangri sem vonast var eftir? „Að sumu leyti og sérstaklega þegar kemur að skilningi á mis- munandi stöðu kynjanna í þjóðfé- ► Agneta Stark fæddist í Stokkhólmi árið 1946. Hún er prófessor í viðskiptahagfræði við háskólann í Örebrö og við Stokkhólmsháskóla. Agneta hefur verið viðriðin „Stuðn- ingssokkurnar" sem er net kvenna sem styður við bakið á konum í stjórnmálum. Hún hefur haldið námskeið á veg- um sænsku ríkisstjórnarinnar fyrir helstu ráðamenn sænsku þjóðarinnar um jafnréttismál. Eiginmaður hennar er Sven Lindquist rithöfundur og eiga þau einn son. laginu. Atvinnuleysi er vandamál í Svíþjóð. Þær málefnalegu um- ræður sem spunnist hafa í íjöl- miðlum um atvinnuleysi má til að mynda rekja til námskeiðanna. Konur eru ekki lengur atvinnu- lausar af því að þær eru konur. Það fylgja útskýringar núna þar sem kemur fram að vinnumark- aðnum er skipt í tvennt, fyrir konur og karla. Aukist hlutfall atvinnulausra kvenna kann skýr- ingin að vera niðurskurður í heil- brigðiskerfinu því þar eru konur í meirihluta. Sé um samdrátt í þungaiðnaði að ræða fjölgar at- vinnulausum karlmönnum. - Yfirskriftin á fyrirlestri þín- um er hvernig koma á landsfeðr- unum á jafnréttisnámskeið. Hvernig fara íslendingar að því? „í hveiju landi á sérstök aðferð við í öllum málum, líka þegar jafnréttismál eru annars vegar. Ég ætla að deila reynslu minni af námskeiðahaldinu og kannski geta Kvennalistakonur nýtt sér eitthvað af henni. “ - Hvernig er staða íslenskra kvenna ef miðað er við Svíþjóð? „íslenskar konur vinna mjög mikið en í stjórnmálum standa þær ekki jafnvel að vígi og stallsystur þeirra til að mynda í Noregi og Svíþjóð. Á íslandi eru sterkar hefðir sem hægt er að byggja á og kjör Vigdísar Finnbogadóttur á sínum tíma var mjög mikilvægt í jafn- réttisbaráttunni. Ungt fólk er áhugasamt um stjórnmál og um- hverfis- ogjafnréttismál eru ofar- lega í huga þess. Ég tel að það þurfí að skoða nýjar leiðir í jafn- réttisbaráttunni. Kvennalistinn hefur verið starfandi í 15 ár og öll stjómmálaöfl þurfa að skoða sig með jöfnu millibili og endur- skipuleggja starfsemi sína í takt við tíðarandann." Ráðamenn skikkaðir á námskeið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.