Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Kristinn SVEINBJÖRG Vilhjálmsdóttir og John Speight munu flytja ljóð eftir Schubert og Brahms í Gerðubergi. Ljóð Brahms og Schuberts í Gerðubergi JOHN Speight barítonsöngvari og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir pí- anóleikari koma fram á tónleikum í Gerðubergi í dag, sunnudag, kl. 17. Á efnisskrá eru sönglög eftir Franz Schubert og Johannes Brahms en tónleikarnir eru liður í kammer- og ljóðatónlistarhátíðinni Schubert- Brahms 1797-1897. Tónleikamir verða tvískiptir: Fyrir hlé munu Sveinbjörg og John flytja lög eftir Schubert en eftir hlé verður Brahms í brenni- depli. „Við byrjum á þremur lögum sem Schubert samdi við „fiski- mannakvæði" eftir Goethe, Baron Schlecta og Heine - einskonar „kvótalögum“,“ segir- John og skellir upp úr. „Síðan flytjum við sjö lög úr Svanasöngnum sem Schubert samdi við ljóð eftir Rell- stab. Eftir hlé munu ástarsöngvar Brahms frá ýmsum tímum ráða ríkjum.“ John segir að Schubert og Brahms séu gjörólík tónskáld og því muni þau Sveinbjörg þurfa að skipta um ham í hléi. Hafa þau margoft flutt ljóðatónlist Brahms á tónleikum en minna sinnt Schubert til þessa. „Sönglögin hans Schuberts eru fínlegri og gera meiri kröfur til tækni söngvarans en sönglögin hans Brahms. Hvað tilfinningar varðar er Brahms aft- ur á móti safaríkari - mörg laga hans eru þrungin tilfinningum." Tónleikarnir í Gerðubergi eru hinir fyrstu sem Sveinbjörg og John halda hér á landi í um tvö ár en þau komu nýverið heim eftir ársdvöl í Bandaríkjunum. Þau eru því á heimavelli í tvennum skiln- ingi, því John segir að ljóðatónlist- in sé sínar ær og kýr sem söngvara. „Ég hef aldrei litið á mig sem óperusöngvara." Tónleikarnir verða endurteknir í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju laugardaginn 22. nóvember næstkomandi. Morgunblaðið/Halldór EINSÖNGVARARNIR Bergþór Pálsson, Andrea Gylfadóttir og Harpa Harðardóttir æfa Sálumessu Lindbergs. Sálumessa Lindbergs flutt í Langholtskirkju KÓR Langholtskirkju ásamt stórsveit og einsöngvurum gengst fyrir tónleikum í Lang- holtskirkju dagana 22. og 23. nóvember næstkomandi. Á efnis- skrá verða verk eftir sænska tónskáldið Nils Lindberg. Megin verk tónleikanna er Requiem eða Sálumessa sem frumflutt var í St. Clara-kirkj- unni í Stokkhólmi árið 1993. Er verkið samið við hinn latneska texta sálumessunnar en tónlistin þykir hafa yfir sér blæ ólíkra menningarheima, - sorgartónn suðurríkjadjassins er ofinn sam- an við Gregorskan messusöng og þjóðlagahefð sænsku dalanna. Sálumessan er samin fyrir stóran kór, þijá einsöngvara og stórsveit, þar sem bætt hefur verið við tveimur hornum og jafnmörgum flautum. Einsöngvarar með Kór Lang- holtskirkju verða Bergþór Páls- son barítonsöngvari og sópransöngvararnir Harpa Harðardóttir og Andrea Gylfadóttir. fjölmargir stórsveit- arfélagar fá að spreyta sig í snarstefjun en meðal þátttak- enda í flutningnum verður tónskáldið sjálft, sem er í hópi kunnustu djasspíanista Svía. Sljórnandi verður Jón Stefáns- son. Aukinheldur mun stórsveitin, undir stjórn Sæbjörns Jónssonar, flytja þijú verk eftir Lindberg og Kór Langholtskirkju syngja sex kórlög úr flokknum „O mistress mine“ sem samið er við enska texta frá tímum Elísabetar fyrstu. Nýr skáld- skapur á Gráa kettinum Tónleikar Söng1- vina endurteknir TÓNLEIKAR Söngvina, kórs aldraðra í Kópavogi, verða í dag kl. 16, í Hjallakirkju, Kópavogi. Tónleikar þessir eru endurteknir frá síðastliðnu vori vegna fjölda áskorana. í Söngvinum eru yfir 50 söngvar- ar sem starfað hafa saman í kórnum í ellefu ár. Stjórnandi er Sigurður Bragason. Á GRÁA kettinum, nýju kaffihúsi við Hverfisgötu 16a, verður lesið upp úr fimm nýjum bókum i dag kl. 15. Félagsskapurinn Besti vinur ljóðsins, sem hefur verið endurvak- inn, stendur fyrir upplestrinum í samvinnu við eig- endur Gráa katt- arins, Jón Óskar og Huldu Hákon. Eftirtalin skáld lesa úr nýjum bókum: Sigurður Sigfús Daðason PáIsson les Úr ljóðabók smm, Ljóðlínuspil; Kristján Þórður Hrafnsson, les sonnettur úr bókinni Jóhann vill öllum í húsinu vel; Kristjón K. Guðjónsson, les úr bók sinni Óskaslóðin; Jón Kalman Stefánsson les úr skáldsögunni Sumarið bakvið Brekkuna og lesið verður upp úr ljóðabók Sigfúsar Daðasonar Og hugleiða steina. Þá munu gestir fá að hejTa upplestur skáldsins sjálfs af geislaplötu sem er nýkomin út. ♦ ♦♦ ERLENDAR BÆKUR Enginn er harð- ari en Hammer MICKEY Spillane: Skuggasund „Black All- ey“. Signet Fiction 1997. 320 síður. AÐ les enginn sakamálasögur til þess að komast inn að miðju,“ á bandaríski spennusagna- höfundurinn Mickey Spillane að hafa sagt einu sinni. „Þær eru lesnar til þess að fá úr því skorið hvernig þær enda. Ef endirinn er lélegur kaupir lesandinn ekki aftur sama höfund. Fyrsta blaðsíðan selur bókina. Síðasta síðan selur næstu bók.“ Spillane ætti að vita það. Hann er orðinn 78 ára gamall og er enn í fullu fjöri að senda frá sér reyfara með uppáhaldssöguhetju sinni, Mike Hammer. Sagt er að Spillane sé einn vinsælasti rithöfundur sem komið hefur fram á þessari öld. Einhvers staðar ' stóð að síðustu 12 sögur hans hefðu selst samanlagt í 140 milljónum eintaka um heim allan. Lygileg tala en ekkert lygilegri kannski en talan í nýjustu sögu hans. Þar hverfa 98 milljarðar Bandaríkjadala fyrir framan nefið á mafíunni og skattayf- irvöldum. Býsn af seðlum M i c k e y Spillane skrif- ar fyrir karl- menn eingöngu ef eitthvað er að marka þessa nýjustu sögu hans sem hann kallar „Black Alley“ Skuggasund. Titillinn er hugtak aðalsöguhetjunnar, einka- spæjarans Mike Hammers, yfir dauðann, sem er honum ætíð nálægur en þó sérstaklega í þessari sögu. Og Spillane, sem ekki hefur skrifað Hammerbók í ein sjö ár, fer mjög eftir sinni eigin reglu um spennandi upp- hafssíðu; Hammer er skotinn niður við höfnina í skotbardaga við mafíuna í New York og ligg- ur milli heims og helju næstu átta mánuði. Þegar hann snýr aftur kemst hann að því að gamall vinur hans og félagi úr stríðinu liggur fyrir dauðanum eftir aðra skotárás og áður en sá deyr seg- ir hann Hammer frá því hvernig honum hafi tekist að koma 98 milljörðum Bandaríkjadala und- an mafíunni, allt í seðlum. Hann deyr áður en hann getur sagt Hammer hvar hann getur fundið allt þetta fé, sem varla kemst fyrir nema í stærstu vöruhúsum. Mafíósinn Lorenzo Ponti er einn af þeim sem sakna peninganna og hann á í stríði við son sinn, Udo, er vill leggja glæpastarfsemina undir sig. Lorenzo er ekki sérlega hrifinn af Hammer því einkaspæjarinn skaut annan son hans til bana átta mánuðum fyrr. Gamaldags reyfari Spillane skrifar mjög í glæpa- sagnahefð Chandlers og Hammetts og reyfari hans er talsvert gamaldags. Það er engu líkara en hann sé að skrifa á fjórða áratugnum um fólk frá þeim þriðja. Stíllinn er ákaflega harðsoðinn, setningar Mike Hammers gætu komið frá Humphrey Bogart og aðalkven- persónan, Velda, gæti fengið hógværustu femínista til þess að blikna og blána. Sagan gerist í nútímanum, farsímar og tölvur eru komin til sögunnar, en persónumar, góðu gæjarnir og vondu gæjarnir, samskiptin milli þeirra, hugarheimur og hugmyndafræði öll er frá því fyrir miðja öldina. Hammer og félagar eru á mjög óræðum aldri en virka flestir eins og gamalmenni að tala um bannár- in og stríðið, sem lítur helst úr fyrir að vera seinni heims- er enn að senda frfsér bæk ** 8’aniaI1 en lnn Mike Hammer. sXfe"* *?*««*■ sund eða „Bluck Alley^ eða styrjöldin. Mike Hammer er mesti harðhausinn af þeim öllum. Hann er helsærður allan tím- ann, hreinlega við dauðans dyr, en kveinkar sér ekki. Sjálft nafnið, Hammer, er eflaust dregið af byssuhamrinum sem boðar dauða og eyðileggingu en í hans tilviki réttlæti. Hann er maður einfaldleikans og sér- kennilegrar festu í kynferðis- málum; hann neitar staðfastlega að sofa hjá einkaritara sínum og ástmey, Veldu, fyrr en þau eru gengin í hjónaband og hann get- ur ekki snúið sér almennilega að því fyrr en hann hefur upplýst hvað varð um milljarðana 98. Velda virkar eins og gæludýrið hans; alltaf reiðubúin að vera honum til aðstoðar, fegin hverju orði sem hann beinir til hennar, hæversk, hlýðin, þæg og góð, styrkari hægri hönd hans en eiginleg hægri hönd hans. Hún gætir þess að skyggja aldrei á mikilmennið. Spillane er orðinn 78 ára og sagan hans nýja, þótt oft sé hún skemmtileg aflestrar, virkar eins og Perry Mason sjónvarps- myndirnar sem gerðar voru með Raymond Burr eftir að hann varð gamall. Fullkomin tímaskekkja. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.