Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 33 fHwgmiHiifrtí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR DAGUR íslenzkrar tungu er hátíðlegur haldinn í dag, á fæðingardegi Jónasar Hall- grímssonar. í gær var haldið sérstakt málræktarþing af því tilefni en megináherzla er lögð á þátttöku skólabarna og m.a. er hleypt af stokkunum upp- lestrarkeppni grunnskólabarna. í samtali við Morgunblaðið í gær segir Jónmundur Guðmarsson, verkefnisstjóri dagsins m.a.: „Það er mikilvægt að gefa börn- um færi á að tjá sig um notkun tungumálsins. Máltilfinning þeirra hefur breytzt og það er mikilvægt að vekja þau til um- hugsunar um tungutak undir jákvæðum formerkjum. Við trú- um því að með því að gera fólk meðvitað um tunguna og að það er ævistarf að læra íslenzku, þá höfum við komið því sem við viljum til skila.“ Það er áreiðanlega rétt, að það er ævistarf að læra ís- lenzku. Og það er líka stöðugt og kannski vaxandi verkefni að veija íslenzkuna fyrir ágangi erlendra tungumála. Því miður skortir mikið á, að þjóðin öll geri sér grein fyrir því. Á mörgum sviðum þjóðlífsins skortir metnað til að standa vörð um tunguna. í sumum starfsgreinum verður til nánast óskiljanleg mállýzka. Fyrir Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. nokkrum árum var vikið að tungumáli flugfólks hér í blað- inu. Nú mætti segja það sama um þá sem starfa í tölvuheimin- um, sem oft tala þannig, að venjulegir íslendingar skilja ekki hvað þeir eru að segja. Þó hefur verið gert töluvert átak í að íslenzka orð og ýmiss konar hugtök, sem mikið eru notuð af þeim sem starfa á tölvusvið- inu. í fjölmiðlum er víða pottur brotinn í þessum efnum og er þar enginn undan skilinn. Þó er ástandið sennilega verst á hinum nýju, einkareknu út- varpsstöðvum. Það er nánast óhugnanlegt að hlusta á sumt af því, sem þar er borið á borð fyrir hlustendur. Þeir sem vinna að gerð auglýsinga og margvís- legs kynningarefnis mættu einnig hafa meiri metnað á þessu sviði og raunar má segja það sama um þá, sem starfa að markaðsmálum almennt. Við getum með engu móti komizt hjá þeim miklu áhrifum, sem við verðum fyrir frá öðrum þjóðum með tilkomu sjónvarps og sjónvarpssendinga frá öðrum löndum. Þessi áhrif eru mest frá enskumælandi þjóðum og barnaskapur að halda, að þau séu tungu okkar og menningu ekki hættuleg á margan hátt. En þeim mun öflugri verður við- leitni okkar að vera til þess að varðveita tungu okkar og sér- kenni hennar. Sú barátta fer fram á heimil- um fyrst og fremst, en einnig í skólum, í fjölmiðlum og raunar hvar sem er. Takist okkur að byggja upp metnað með þjóðinni allri til þess að varðveita tung- una og að fólk vandi sig í með- ferð málsins er engin hætta á ferðum. En af einhveijum ástæðum skortir þennan metnað alltof víða. Hvað veldur? Hvers vegna er unga fólkinu, sem tal- ar viðstöðulaust í útvarpsstöðv- unum sama um það, hvernig það talar og hvaða orð það notar? Dagur íslenzkrar tungu er ein aðferð til þess að vekja upp slíkna metnað en þessa baráttu verður að heyja alla daga ársins. NYTT ÁFALL PÓSTUR og sími verður nú fyrir hverju áfallinu á fætur öðru. Reiði almennings varð til þess að fyrirtækið lækkaði gjaldskrá sína á nýjan leik og nú hefur Samkeppnisráð komizt að þeirri niðurstöðu, að fyrir- tækið hafi misnotað markaðs- ráðandi aðstöðu með samningi við Félag íslenzkra bifreiðaeig- enda. Fullyrða má, að ekkert ís- lenzkt fyrirtæki hafi beðið slík- an álitshnekki í mörg ár sem Póstur og sími nú. Væntanlega verður það til þess að gjörbreyt- ing verður á viðskiptaháttum fyrirtækisins, sem hingað til hafa snúizt um það að kæfa í fæðingu alla hugsanlega sam- keppni. Vonandi hafa forráða- menn Pósts og síma hf. nú lært sína lexíu. Jafnvel stærstu og öflugustu fyrirtæki geta hrunið til grunna á skömmum tíma, ef þau ofbjóða viðskiptavinum sín- um. DAGUR ÍSLENZKR- AR TUNGU HELGI spjall Arfleifð Hómers í íslendinga sögum 1 • Monsarrat lýsir íslandi í The Cruel Sea þegar sjóliðarnir á Compass Rose koma til Reykjavíkur í febrú- armánuði og allt er sílað af frosti. Varðmenn á dekki blása í kaun og stappa niður fótunum til að halda* á sér hita; virða áhugalausir fyrir sér þetta undarlega eyland sem við þeim blasir þarsem föl síðdegissólin glampar og endurkastast af landinu sem rís einmana úr hafi og minnir á ísköku sem skilin er eftir á gluggakistu í eldhúsi einsog Mons- arrat kemst að orði. Sagan er áhrifamikil og stórvel gerð Iýsing á Atlantshafinu sem er höfuðpersónan og sjóköldum veru- leika heimsstyijaldarinnar; sjó- mennirnir eftirminnileg fómardýr hatursins og lifa í huga manns eins- og aðrar sársaukafullar minningar þessara ára. Sá sem lifði þau er ævilangt fangi þeirra. Sagan er raunsönn lýsing á tíma og aðstæðum og harla ólík sögu Nevil Shutes, On The Beach, um lífið á suðurhveli jarðar eftir kjarn- orkustríð á norðurhvelinu; ægileg saga um þá sem bíða geislavirkni- dauðans án þess geta flúið óhjá- kvæmileg endalok sín. Þessir karlar kunna að segja sög- ur. Þeir hafa efnið í hendi sér, per- sónusköpun og samtöl. Við gætum margt lært af samtalstækni þeirra, einkum Monsarrats. En hugmynda- flugið og reynsluna lærir enginn. Svo þekkja þessir karlar umhverfí sögu sinnar og sviðið allt til fulln- ustu og leiktjöldin í ætt við efnið. 2.i mörgum góð- um sögum einog On The Beach og The Europeans eftir Henry James - og sög- um af svipuðum toga og í sama anda - er einhverskonar skáld- sagnaandrúm sem útilokar nálægan veruleika lífsins sjálfs þótt allt sé á sínum stað á sviðinu og saga og samtöl renni einsog í lífínu sjálfu. En í öðrum sögum einsog The Cru- el Sea er veruleikinn sjálfur alltaf óhugnanlega nálægur, saltur og hrár; tilgerðarlaus og ósaminn eins- og lífið. Það er þessi veruleiki sem ryður sér til rúms í þeim skáldverk- um sem eftirminnilegust eru. Það er í þessum hráa veruleika sem persónur íslendinga sagna lifa sín auðnulausu örlög. Veruleikinn er ávallt á næstu grösum. Og samt eru þetta goðsögulegar persónur og ekki sannferðugar ef illa væri á málum haldið. En þær verða lifandi þáttur í umhverfí sínu og mynda samfélag sem er sprottið úr lífínu sjálfu en engum ímynduðum eða firrtum veruleika. Þær eru sprottn- ar úr hugarheimi manna sem hafa tök á list sinni. Að áliti Jónasar Hallgrímssonar var veröldin sköpuð úr slíkri hugarsýn; þ.e. hún spratt úr hugsun guðs og lýsir hugmynd- um hans um tilveruna. Hún er veru- leikinn sjálfur; hráskinnaleikurinn, andstæðurnar, átökin, lífið sjálft og dauðinn; leiksýning guðdómsins. Hellenar hinir fomu ortu slíkan veruleika úr umhverfi sinu. Kvæði Hómers eru spunninn úr umhverf- inu. Skáldskapur. Þau eru augsýnilega eftir mörg skáld en saman sett af endanlegum höfundi Illions- og Odysseifskviðu. í hetjum þessara sagnaljóða sjáum við ættareinkenni persónanna í Is- lendinga sögum en sá er munurinn að þær fjalla einungis um mannlífið en samfélag hellena er fléttað úr lífi guða og manna og samskipti þeirra með þeim hætti sem hellen- um var eiginlegur. Hetjur þeirra voru goðum líkar og goðin þeirrar gerðar að þau stungu ekki endilega í stúf þótt þau tækju virkan þátt í samfélagi mannsins. Ódysseifur vildi vera nafn segir Hómer og það vildu fleiri hellenskar hetjur. Ekki síður en hetjurnar í fomum íslenzkum sögum. Kleos segir við Hector, Kannski fengum við það hlutskipti úr hendi guðanna að geta lifað í þessu kvæði; það var hlutverk ljóðsins að varðveita orð- stír. Mér skilst kleos merki frægð, heiður; eilíf gloría; orðstír sem geymist mann framaf manni. Og það er augljóst að grískar hetjur töldu bezt um sig búið til frambúð- ar í kvæðum sem lifðu tortímingu samtíðarinnar. Þá gátu menn haldið áfram að syngja um hetjuna og afrek hennar. Ætli þetta minni ekki óþyrmilega á íslenzku konunga- kvæðin? Eina sanna hetjan í grísk- um fornskáldskap er dauð og einsog við þekkjum í íslenzkum fornsögum er hetjan mest í dauðanum. Frægð sem hetjan fær í dauðanum og lifír áfram í ljóðlist er eftirsóknarverð- ust alls. Þessi epíska ljóðlist er eilíf- ur söngur og deyr ekki. Helena fagra segir við Hector, Kannski hafa guðirnir veitt okkur þetta hlut- skipti til að við endum í kvæði sem kynslóðir syngja hver framaf ann- arri. M. REYKJAVIKURBREF AÐ ER SKEMMTILEG og ánægjuleg hugmynd hjá sveitarstjórn Gerða- hrepps að stefna að því, að sveitarfélagið verði reyklaust árið 2001. Forráðamenn sveitarfé- lagsins hyggjast ná samstöðu með félagasamtökum, fyrirtækj- um og öllum íbúum um að ná þessu mark- miði. í Morgunblaðinu í dag, laugardag, segir Sigurður Jónsson, sveitarstjóri Gerðahrepps, að „Þórður Marelsson, starfsmaður hreppsins í íþrótta- og æsku- lýðsmálum, hafi komið með þessa hug- mynd, sein hafí strax fengið jákvæðar móttökur. í framhaldi hefði farið fram skoðanakönnun meðal íbúa um, hvort þeir væru hlynntir því að taka höndum saman og vinna að slíku átaki og hefði niðurstað- an verið, að 72% svarenda væru hlynnt átakinu.“ Þetta framtak íbúa Garðsins á áreiðan- lega eftir að hafa áhrif á önnur sveitarfé- lög að fylgja í kjölfarið. Raunar er ekki ólíklegt, að það verði til þess að fjölmarg- ir aðrir setji sér þetta markmið líka svo sem starfsmenn fyrirtækja stórra og smárra. Það er löngu hætt að deila um skaðsemi reykinga. Öllum er nú ljóst, að reykingar draga fólk til dauða í stórum stíl eða hafa þau áhrif, að þeir, sem hafa reykt mikið um ævina verða fyrir alvarlegu tjóni á heilsu sinni. Talið er að um 300 íslending- ar deyi árlega vegna afleiðinga af notkun tóbaks. Tóbaksfyrirtækin eiga í vök að veijast. Dómsmálum á hendur þeim fjölgar ört. Clinton Bandaríkjaforseti hefur tekið for- ystu í baráttu gegn reykingum og í bar- áttu gegn tóbaksfyrirtækjunum. Viðbrögð tóbaksfyrirtækjanna hafa á margan hátt verið óhugnanleg. Þau beita gífurlegu fjár- magni sínu á óvenjulega ósvífinn hátt. Þetta hefur komið skýrt fram í frásögnum fyrrverandi starfsmanna þeirra, sem í nokkrum tilvikum hafa snúizt gegn þeim og skýrt frá því, sem gerzt hefur þar inn- an dyra. ísmeygilegum aðferðum er beitt til þess að skapa nýja tízku í reykingum, eins og varðandi vindlareykingar kvenna. Það hlýtur að vera áleitin spurning, hvort það sé yfirleitt veijandi, miðað við þær upplýsingar, sem fyrir liggja um skað- semi reykinga, að íslenzka ríkið hafi eina krónu í tekjur af innflutningi og sölu á vindlingum. Ber ríkinu ekki siðferðileg skylda til að láta alla þá fjármuni ganga til þess að vinna gegn reykingum og ann- arri notkun eiturefna? í þessu sambandi er ástæða til að vekja athygli á því, að þau hjálpartæki, sem nú eru á boðstólum til þess að aðstoða fólk við að hætta að reykja eru mjög dýr. Sum- ir eiga auðvelt með að hætta að reykja. Fyrir aðra er það stórfellt átak. Osagt skal látið, hvort svonefndir nikótínplástrar og svipuð hjálpartæki eru til góðs en það breytir ekki því, að þessar vörur eru dýr- ar. Er nauðsynlegt að svo sé? í samtali við Morgunblaðið í dag, laugar- dag, segir Sigurður Jónsson, sveitarstjóri Gerðahrepps, einnig: „Við neyðum engan til að hætta að reykja. Það breytir engu, þótt við setjum lög þar um eða sveitar- stjórn samþykki einhver boð eða bönn, enda tilgangurinn ekki sá með þessu átaki. Við viljum fá íbúa sveitarfélagsins með okkur á jákvæðu nótunum til að huga að þessum málum. Við viljum að sveitarfélag okkar hafi forystu meðal annarra sveitar- félaga til að ná þessu markmiði.“ Það er full ástæða til að hvetja önnur sveitarfélög á landinu til að feta í fótspor Gerðahrepps en jafnframt á þetta framtak að geta orðið öðrum fordæmi og þá ekki sízt einstökum vinnustöðum. Nú er vitað um 1.300 reyklausa vinnustaði að sögn Þorvarðar Örnólfssonar, formanns tóbaks- varnanefndar. Sums staðar hefur verið farin sú leið að hafa eitt reykherbergi á vinnustöðum. Það hefur hins vegar valdið margvíslegri óánægju. Fjarverur reykinga- fólks eru umtalsverðar og koma stundum niður á afköstum við vinnu. Þær geta líka valdið annars konar óþægindum á vinnu- stað, ef starfsmaður er ekki til staðar, þegar á þarf að halda. Þeir sem ekki reykja spyija gjarnan, hvort þeir geti stytt vinnu- tíma sinn, sem nemur fjarverum þeirra starfsfélaga, sem reykja. Þeir vinnustaðir, sem hafa bannað reyk- ingar alveg innan dyra hafa hins vegar staðið frammi fyrir því, að starfsfólk, sem reykir hópast þá saman utan dyra og húk- ir gjarnan undir húsvegg við reykingar. Það þykir ekki skemmtileg aðkoma fyrir viðskiptavini viðkomandi fyrirtækja. Á hinn bóginn er krafa þeirra, sem ekki reykja um reyklausan vinnustað mjög sterk, sem er skiljanlegt í ljósi þess, að nú er almennt viðurkennt, að reykinga- menn geta reykt krabbamein ofan í annað fólk. Þegar á allt þetta er litið er þess að vænta, að frumkvæði Gerðahrepps verði til þess að fleiri sveitarfélög svo og vinnu- staðir fylgi í kjölfarið og beiti sér fyrir nýju átaki til að útrýma reykingum alveg. Engir verða því fegnari en reykingamenn- irnir sjálfir, sem losna úr þeim fjötrum, sem tóbaksfyrirtækin og ávaninn hafa lagt á þá. Margir hafa trú á því, að með miklu átaki í auglýsinga- og kynningarmálum, sé hægt að hafa áhrif á hegðan fólks, hvort sem um er að ræða kaup á vöru eða þjónustu eða breytingu á lífsstíl. Og sjálf- sagt er mikið til í því. Þannig hefur aukin útivist fólks ekki sízt orðið að veruleika vegna þess, að mikill áróður hefur verið rekinn fyrir því af margra hálfu. Og þá vaknar sú spurning, hvort ekki megi beita sömu aðferðum með betri ár- angri en hingað til varðandi reykingar. Og þá ekki sízt gagnvart ungu fólki. Hér verður ekki fjallað um mjög umdeildar auglýsingar tóbaksvarnanefndar, en hins vegar má ætla, að einhverjum hluta þess hagnaðar, sem íslenzka ríkið hefur af sölu þessarar vöru væri vel varið til þess að stórauka kynningarstarf um skaðsemi reykinga og jafnframt til að ýta undir þann Iífsstíl fólks, að reykingar og ösku- bakkar séu álíka fomaldarfyrirbæri og hrákadallar fyrri tíðar. Breytingar á neyzlu áfengis Laugardagur 15. nóvember IVATNSMYRINNI Morgunblaðið/RAX ÞÓTT ÖÐRU MÁLI gegni um áfengi og sumir haldi því fram, að hófleg áfengisneyzla bæti heilsu fólks fer hitt ekki á milli mála, að þær fjölskyldur eru fáar á íslandi, sem hafa ekki á einn eða annan veg kynnzt illum áhrifum áfengis- neyzlunnar. Lífsstíll fólks við neyzlu áfengis hefur þó breytzt verulega. Þannig var gjarnan talað um þriggja martini hádegisverð í Bandaríkjunum fyrir tveimur áratugum, og þá átt við, að vinnufundir kaupsýslu- manna í hádegi enduðu gjaman í umtals- verðri áfengisdrykkju. Þetta var einnig alþekkt fyrirbrigði hér á landi á svipuðum tíma. Nú heyra slíkir vinnufundir í hádegi yfirleitt til liðinni tíð. Langflestir þeirra, sem nota hádegisverð í því skyni að ræða við viðskiptavini eða starfsfélaga drekka ekkert áfengi í hádegi enda eru menn þá óvinnufærir, það sem eftir er dagsins. Þeir sem enn stunda slíka drykkju em eftirlegukindur, sem hafa ekki áttað sig á þeim breytingum, sem orðið hafa á tíðar- andanum. Raunar eru langir hádegisverðir af þessu tagi líka að líða undir lok. í Inter- national Herald Tribune var fyrir nokkmm dögum skýrt frá því, að veitingastaðir í Bandaríkjunum bjóði nú upp á málsverði, sem taki svo skamma stund að afgreiða, að þeir, sem ræði viðskipti eða önnur mál yfír hádegisverði geti lokið þeim samskipt- um á 20 mínútum! Og jafnframt að at- hafnasamir kaupsýslumenn snæði þá gjarnan tvo hádegisverði á sama klukku- tímanum. Jafnframt því, sem hádegisdrykkja af þessu tagi hefur að mestu horfíð, hefur dregið mjög úr því að sterkir drykkir séu bornir fram í síðdegisboðum, afmælisveizl- um eða öðrum móttökum. í sumum tilvik- um er alveg hætt að bjóða áfenga drykki í móttökum opinberra aðila og er það vel. Kynning á vínmenningu annarra þjóða og þá ekki sízt þjóðanna á meginlandi Evrópu, hefur einnig orðið til þess að breyta neyzluvenjum fólks á áfengi. Áhrif- in af því eru sennilega jákvæð. Hið sama má segja um þá breytingu, sem orðið hef- ur eftir að leyft var að selja áfengan bjór annars staðar en í fríhöfninni í Keflavík. Að vísu hefur kráarmenningin, sem fylgt hefur bjórnum haft misjöfn áhrif, eins og sjá má í miðborg Reykjavíkur. En jafnhliða þéssum breytingum, sem yfirleitt hafa verið jákvæðar, þótt ekki eigi það við í öllum tilvikum, hefur það vandamál, sem fylgir ofneyzlu áfengis alls ekki horfið. Eftir sem áður eiga alltof margar íslenzkar fjölskyldur um sárt að binda vegna óhóflegrar drykkju. Nú er meira vitað um áhrif ofdrykkju eins einstaklings á nánasta umhverfí hans en áður. Þessi þekking hefur orðið til á nokkrum síðustu áratugum og niðurstöður margvíslegra rannsókna á þessu sviði í sjálfu sér stórmerkilegar. Það er t.d. alveg ljóst, að þau sálrænu áhrif, sem ofdrykkja einstaklings hefur á maka og börn getur fylgt börnum hins sama alla ævi og um leið haft margvísleg áhrif á þeirra börn. Þannig getur ofdrykkja eins manns haft skaðleg áhrif í eina til tvær kynslóðir. Framan af öldinni var bindindishreyf- ingin á íslandi í forystu fyrir baráttunni gegn áfengisneyzlu. Á síðari áratugum hafa margir fleiri komið við sögu og spurn- ingar raunar vaknað um það hversu árang- ursríkar baráttuaðferðir bindindishreyf- ingarinnar væru. Þegar litið er til þeirrar vakningar, sem hefur orðið á undanförnum árum til þess að efla baráttuna gegn tóbaksreykingum má spyija, hvort ekki sé tímabært að þeir, sem vilja vinna gegn áfengisneyzlu stokki upp spilin og leiti nýrra og árangursríkari aðferða til að draga úr áfengisneyzlu landsmanna. Enginn veit fyrirfram, hvort fyrsta síg- arettan verður til þess að draga neytanda hennar til dauða áratugum síðar. Enginn veit, hveijir verða spilafíkn að bráð, þegar þeir komast í tæri við spilakassana, sem góðgerðarsamtök og menningarstofnanir láta sér sæma að nýta sem tekjulind. Og engin veit fyrirfram, a.m.k. ekki enn sem komið er, hveijir bera hættu á áfengissýki í genunum, þannig að fyrsti drykkurinn geti orðið upphafið að því að eyðileggja líf heilu fjölskyldnanna. Þess vegna er ekki síður mikilvægt að beijast gegn áfengisneyzlu heldur en tób- aksneyzlu. Og það er ekki síður umhugsun- arvert, að íslenzka ríkið skuli hafa mikla tekjur af sölu drykkja, sem kalla slíka óhamingju yfír líf fjölmargra einstaklinga, sem dæmin sanna. Frumkvæði Gerða- hrepps EF RÉTT ER Á haldið getur frum- kvæði íbúanna í Garðinum orðið til þess að hleypa af stað nýrri öldu í baráttu gegn bæði tóbaksneyzlu og óhóf- legri áfengisneyzlu. Til þess að svo megi verða þurfa bæði önnur sveitarfélög og starfsmenn í fyrirtækjum, stórum og smáum, að grípa það tækifæri, sem Gerða- hreppur hefur skapað með ákvörðun sinni. Það er aðlaðandi hugmynd, sem grípur fólk, að sveitarfélög og önnur samfélög eins og vinnustaðir, að ekki sé talað um heimili, verði reyklaus í byijun nýrrar ald- ar. Og lífsstíll fólks vegna áfengisneyzlu hefur breytzt svo mjög að sú breyting opnar ákveðna möguleika fyrir þá, sem vilja vinna gegn áfengisneyzlu á raunhæf- an hátt. Það er raunsætt markmið að hafa náð umtalsverðum árangri í upphafi nýrrar aldar. En til þess þurfa margir að leggja hönd á plóginn. í Garðinum eru þijár verzl- anir, sem selja tóbak og ein þeirra hefur þegar komið þessari vöru þannig fyrir, að hún er ekki sýnileg. Tæplega getur það verið nokkurri verzlun til framdráttar að selja vöru, sem sannanlega dregur fólk til dauða og þess vegna væri ánægjulegt, ef fleiri verzlanir fylgdu fordæmi kaup- mannsins í Garðinum að hafa þessa vöru- tegund alla vega ekki fyrir allra augum. Fjölmiðlar geta haft mikil áhrif á við- horf almennings með öflugri upplýsinga- miðlun um skaðsemi tóbaks og þær hætt- ur, sem víða leynast, þegar áfengisneyzla er annars vegar. En jafnframt þarf til að koma skýr stefnumörkun Alþingis og ríkis- stjórnar. Það er tími til kominn, að Al- þingi taki um það grundvallarákvörðun, að þeir fjármunir, sem renna í ríkissjóð vegna tóbaksneyzlu gangi til þess annars vegar að efla kynningarstarfsemi um að tóbaksneyzla sé lífshættuleg og hins vegar til að greiða þann kostnað, sem heilbrigðis- kerfíð hefur af tóbaksneyzlu og hann er eins og allir vita mikill. Það er líka tíma- bært, að verulegur hluti þeirra tekna, sem ríkissjóður hefur af áfengisneyzlu þjóðar- innar renni til forvarna á þessu sviði, þ.e. til að kynna fólki hveijar afleiðingar áfeng- isdrykkju geta verið, til rannsókna á afleið- ingum ofdrykkju fyrir einstaklinga og fjöl- skyldur og til almennrar baráttu gegn of- neyzlu áfengis. Ef framtak Gerðahrepps verður til þess að skapa slíka öldu um landið allt þannig að verulegur árangur hafi náðst í byijun nýrrar aldar mun það hafa afar jákvæð áhrif fyrir ímynd íslands og íslenzku þjóð- arinnar á alþjóða vettvangi og stuðla bæði að sölu íslenzkra afurða erlendis og heim- sóknum útlendinga hingað til lands. Þann- ig getur slíkt átak skilað okkur beinhörðum tekjum. Þegar á allt þetta er litið verður ljóst, að þessu litla og fámenna sveitarfélagi á Suðurnesjum hefur ef til vill tekizt að hrinda af stað nýrri öldu, sem við sjáum ekki alveg fyrir til hvers getur leitt en getur einungis verið til góðs. „Þegar á allt þetta er litið er þess að vænta, að frumkvæði Gerðahrepps verði til þess að fleiri sveitarfélög svo og vinnustaðir fylgi í kjölfarið og beiti sér fyrir nýju átaki til að útrýma reyking- um alveg. Engir verða því fegnari en reykinga- mennirnir sjálfir, sem losna úr þeim fjötrum, sem tób- aksfyrirtækin og ávaninn hafa lagt á þá.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.