Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NOVEMBER 1997 29 unnar varð ég skyndilega djúpt snortinn og hugsaði: Hjálpi oss, þama er lík á leiðinni heim! Hún var í sömu stellingum og hún hafði and- ast, skórnir voru reimaðir á hana og hún hélt á ísöxinni sinni. Petta var svo raunverulegt að það var eins og það hefði gerst í gær en ekki fyrir tólf mánuðum. Ég fann til skelfing- ar, nú þegar við vorum komnir upp fyrir Gula haftið, því að ég vissi að við vorum komnir upp í dauðabeltið. En Islendingarnir voru ekkert að velta sér upp úr þessu. Skömmu síð- ar sást upp á tindinn. Ég man að Björn starði á hann og sagði: „Nú förum við upp!“ Ég var rétt að ná mér eftir síðasta áfanga og barðist við að ná stjórn á önduninni. En Björn var fullur sjálfstrausts. Is- lendingarnir voru staðráðnir í að komast upp - come hell or high wa- ter!“ Sherparnir sögðu okkur að það væri enginn í Suðurskarði, einungis birgðahrúgur og brotin tjöld eftir fárviðri síðustu daga. Oneitanlega minnti þetta okkur óþyrmilega á að ef eitthvað kæmi fyrir hjá okkur væri næstu hjálp að finna í ABC, tveimur dagleiðum neðar í fjallinu, allt of langt í burtu til að verða okk- ur til nokkurrar aðstoðar. Tindurinn á Genfarröðli virtist alltaf í sama órafjarska. Við þokuð- umst áfram á ógnarlangri ís- brekkunni - eins og maurar til að sjá. Smám saman komumst við þó á hæð við hann, fikruðum okkur þvert yfir hlíðina og náðum loks að röðlin- um. Tindurinn á honum gnæfði yfir okkur en við héldum áfram inn slakkann og skyndilega sáum við niður í Suðurskarð. Klukkan var hálf fjögur eftir hádegi og við vorum komnir í um 8000 metra hæð. Nú var skollin á þoka og við sáum ekk- ert upp á hrygginn þegar við fetuð- um okkur síðustu metrana að búð- unum í skarðinu. En það þýddi lítið að standa þarna og glápa í kringum sig. Það blés hraustlega á okkur í skarðinu og við urðum að komast í skjól. Sherparnir okkar höfðu í byrjun maí komist nokkrar ferðir upp í skarðið og skilið eftir súrefni, mat og tjöld. Við fundum tjald í hrúgunni og hófum að reisa það í hörkuátökum við storminn sem hvað eftir annað var næstum búinn að hrifsa það úr hönd- unum á okkur. En við höfðum sigur að lokum og Hall- grímur skreið inn til að byrja á eilífð- arverkefninu, að bræða snjó, á með- an hinir hjálpuðust að við að koma upp hinum tjöldunum. „ Chrisarnir og Nick voru saman í tjaldi, en Babu, Dawa bróðir hans og Pemba í þriðja tjaldinu. Við gáfum okkur góðan tima til að festa okkar tjald og staga vandlega til þess að það hreyfðist síður í rokinu og vistin yrði bæri- legri. Nú gátum við loks haft sam- band niður í aðal- búðir og tilkynnt um stöðuna. Sam- bandið var ekki gott en með því að færa talstöðina til í tjaldinu og snúa henni náðum við niðureftir. Við sögðum félögum okkar að nú ætluðum við að halla okkur og taka síðan ákvörðun um framhaldið klukkan tíu um kvöldið. Brátt barst veðurspá frá Herði: 45- 55 hnúta rok daginn eftir og svo til alveg sama spá næstu daga. Ekki var það gæfulegt. Nú reið á að safna kröftum, reyna að hita vatn, nærast og sofa svo fram eftir kvöldi. Þó að við værum spenntir að heyra hvað Babu og Nick segðu um horfurnar þá vorum við hins vegar ekki á því að yfirgefa hlýja svefnpokana og berjast við storminn að tjaldinu þeirra. Hver Ljósmynd/Hörður Magnússon Everest fjall Ljósmynd/Hallgrímur Magnússon Þriðju búðir PLÁSSIÐ er svo lítið í Lhotse-hlíðum að það þarf að tjalda ofan á beingödduðum tjaldbúðum fyrri Ieiðangra. Það var vissara að setja á sig mannbrodda áður en farið var út úr tjaldinu, því annars beið 1000 metra fall niður í Vesturdal. hreyfmg þarna uppi var erfið og minnsta verkefni krafðist langrar umhugsunar. Ætli tæki því nokkuð að gera þetta? Við létum okkur nægja að fara úr skónum, tróðum okkur svo í pokana í öllum fötunum og lágum eins og skötur. Loks tók- um við upp súrefnistækin og „staup- uðum okkur“ öðru hvoru til að hafa rænu á að halda áfram að bræða snjó. Margir hafa lýst því að þeim hafi ekki orðið svefnsamt í Suður- skarði vegna súrefnisskorts og há- vaðans þegar kári tekur í tjaldið. Ekki getum við tekið undir það. Við ^ Ljósmynd/Einar Stefánsson I gula haftinu GULA haftið var erflðasti hjallinn á milli þriðju búða og Suðurskarðs. sváfum ágætlega þrátt fyrir allar þessar truflanir. Þegar við vöknuðum loks um tíu- leytið var ekki að finna að veðrið hefði lægt. Vindurinn barði tjaldið eins og með stórri sleggju, úti var skýjað, lítið sást til tunglsins og því var næstum aldimmt. Babu hrópaði til okkar í gegnum storminn að oft blési hann minna þegar upp á hrygginn væri komið. Það var gott og blessað en fyrst urðum við að finna leiðina þangað og skýin héngu rétt fyrir ofan okkur. Én þó að skyggnið væri nánast ekki neitt voru allir ákveðnir f að láta á það reyna hvort hægt væri að komast upp. Við skyldum fara varlega og ekki hætta okkur of langt ef aðstæð- ur væru slæmar. Við fundum allir fyrir þreytu, enda hafði lúrinn ekki verið langur. Það tók okkur þess vegna nokkra stund að búa okkur og það var ekki fyrr en um miðnæturbil sem við lögðum af stað. Við könnuðumst auðvitað við leið- ina af myndum, en það sást lítið til fjallsins allan daginn eftir að við komum upp í skarðið og við höfðum því ekld séð það sem beið okkar í myrkrinu. Við vissum bara að leiðin lá upp í bratta snjóbrekku sem end- aði í giljum áður en hægt var að kom- ast á sjálfan suðausturhrygginn sem liggur síðan alla leið á tindinn. Eftir nokkurn gang eftir urðinni í skarðinu komum við í mikinn bratta og síðan komum við að mjög sprungnum ís. Þetta kom okkur á óvart. Við höfðum ekki búist við að þama væri annað en snævi þakin brekka. Það var nokkur kúnst að feta sig eftir íshryggjunum því nú kom í ljós að erfitt var að horfa niður fyr- ir súrefnisgrímunni. Hún byrgði sýn á fæturna og ekki var það til að auðvelda forina hvað geislinn af höfuðljósinu var mjór. Við rétt þok- uðumst áleiðis og leist fremur illa á að þurfa að fara aftur niður þennan kafla því þá yrði ennþá óþægilegra að sjá ekki fram fyrir sig. Veðrið var áfram jafn slæmt og eftir að við komumst loks upp fyrir ísinn var skollin á niðaþoka. Það var alveg ljóst að við yrðum í mestu vandræð- um með að finna leiðina upp við þessar aðstæður, um það voru allir sammála. Við töluðumst lítið við enda ekki auðvelt að hrópa á móti vindinum í gegnum súrefnis- grímuna. Loks námum við staðar og eftir nokkur orðaskipti var ákveðið að snúa við. Sú ákvörðun Ljósmynd/Einar Stefánsson Erfið nótt HALLGRÍMUR Magnússon veð- urbarinn eftir erfiða nótt. Fé- lagarnir urðu frá að hverfa eft- ir fyrri tilraun sfna til að sigra tindinn. Það skall á fárviðri, skafrenningur og fimbulkuldi eins og sjá má á andlitinu. Ljósmynd/Björn Ólafsson Síðasta hindrunin SIÐASTA hindrunin framundan rétt áður en þremenningarnir náðu á tindinn síðasta daginn. Hallgrímur horfir á síðasta hjallann, Hillary- þrep, áður en takmarkinu var náð. var næsta auðveld og aldrei þessu vant fann enginn til vonbrigða þeg- ar við snerum baki í fjallið og héld- um niður. Það var einfaldlega ekk- ert vit í því að halda áfram. Okkur reyndist ekki auðvelt að rata niður aftur. Það hafði fennt í slóðina og þó að við gengjum fram og aftur ofan við ísinn fundum við ekki hvar við höfðum komið upp. Því var ekki um annað að ræða en að finna nýja leið annars staðar. Það var síst auðveldara en við höfðum búist við að komast niður aftur og hvert skref varð að taka af mikilli varúð. Brátt tókum við eftir því að Chris Brown var orðinn ansi óstyrk- ur á fótunum. Hann átti í mestu vandræðum með að feta sig niður ójöfnumar án þess að sjá almenni- lega niður fyrir sig og var greinilega brugðið. CHRIS BROWN: „Ég var síð- astur upp ísþröskuldinn. Ég sökk upp að mitti í sprungu, en það var svo hvasst að Chris Watts, sem var bara tíu metra á undan mér, heyrði ekki hrópin. Ég komst ekki upp úr og var við það að láta skelfinguna ná tökum á mér þegar ég sá félag- ana fjarlægjast. Loks náði ég að krafla mig upp, kaldur og staðráð- inn í að þrauka, en sagði við sjálfan mig: Það er engin leið að komast upp í þessu veðri. Við verðum að snúa við. íslendingarnir voru sterk- ir og ákveðnir. Þeir klifu áfram og hinir eltu. Að lokum urðu allir sam- mála um að hætta við vonlausa upp- ferðina og einbeita sér að því að lifa af. Það var blindbylur en ég vissi að öryggið í tjöldunum í Suðurskarði var ekki langt undan. Ég varð skelfingu lostinn þegar við snerum við og ég sá ekki niður í skarðið. Leiðin gat verið beint niður brekk- una eða á aðra hvora hönd. Meira að segja Sherpamir vissu ekki ná- kvæmlega hvar við vomm. Mér varð hugsað til harmleiksins 1996 þegar fjallgöngumennirnir rötuðu ekki í tjöldin og urðu úti í skarðinu. Því laust niður í hugann að hér væri við sams konar aðstæður að etja. Ég viðurkenni að ég var orð- inn dauðhræddur. Ó, Guð, bara að ég sæi núna tjaldið mitt, hugsaði ég, bara að ég væri núna öruggur í pokanum mínum. Á stundum sem þessum hvarflar það að manni að þetta klifur sé vitfirring, við erum nú einu sinni bara að kljást við fjall.“ Það vai- ljóst að Chris var ekki fær um að fóta sig svo við tókum til okk- ar ráða. Ekki dugði að láta hann velta þama um koll. Þá yrði ekki annað úr leiðangrinum en að koma honum niður aftur. Björn fór því á undan, fann leið og leiðbeindi, en Hallgrímur gekk á eftir Chris og hélt í öxlina á honum ef hann skyldi detta. Einar vOdi hjálpa til og greip í myrkrinu í hönd sem hann sá og hélt þéttingsfast í hana. Taldi hann sig vera að styðja Brown niður bratta hlíðina. En þegar komið var niður var hendinni kippt til baka og Einar sá sér til undrunar að hann hafði í góðmennsku sinni stutt Watts sem hvorki þurfti né vildi handleiðslu sér yngri manna. En allt gekk þetta að lokum og við komum aftur í tjaldið tæpum tveimur tímum eftir að við fómm þaðan. Eftir að hafa tilkynnt um ævintýri næturinnar niður í aðal- búðir héldum við inn í draumalandið. Morguninn eftir vöknuðum við ótrúlega hressir. Þokunni hafði nú létt og við ákváðum að halda í göngutúr til að fá okkur ferskt loft þótt ekki væri eftir súrefni að slægj- ast utan tjalds á þessum slóðum. Við klæddumst öllum okkar fótum og skriðum út en skildum súrefnið eftir í tjaldinu. Síðan gengum við í gegn- um Suðurskarð og virtum fyrir okk- ur austurhlíð Everest sem er stór- brotinn heimur íss og kletta. Aðeins nokkram sinnum hafa menn reynt að klífa hana og það hefur einungis tekist eftir tveimur leiðum. Þarna sáum við líka hvar japanska konan, sem Sherparnir fóra með niður dag- inn áður, hafði haft vetursetu. Nú blasti við ágætis útsýni upp á suð- austurhrygginn fyrir ofan okkur og við gátum áttað okkur á leiðinni upp á hann. Hryggurinn og tindurinn of- an hans voru hins vegar huldir mikl- um stormskýjum og gi-einilega mannskaðaveður þar uppi. Við horfðum upp í þetta veðravíti og þökkuðum okkar sæla fyrir að hafa snúið við nóttina áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.