Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Sjáðu, þessum golfara gengur illa í dag ... Svo að hann ákveð- ur að ljúka þessu með því að ganga yfir Niagarafossana í jjolfpoka! Ha! Ha! Ha! Berðu bara kylfurnar, Magga... BREF TII. BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 SIGURVEGARAR á boccia-haustmóti 1997: í fyrsta sæti varð lið Hrafnistu, sem stendur fyrir miðju á myndinni, til vinstri er lið frá Furugerði 1, sem varð í 2. sæti, og til hægri stendur lið frá Aflagranda 4, en það varð í 3. sæti. Haustkeppni aldr- aðra innan FAIA Frá Þorsteini Einarssyni: I. HINN 25. september síðastliðinn háðu aldraðir liðakeppni í „pútti“ á stærri púttvellinum í Laugardal í Reykjavík, átján holu völlur og skyldu leiknir tveir hringir. Einnig skyldi keppnin vera á milli einstakl- inga. Tíu iið mættu til keppni auk tveggja sem voru með reynslu. Fjögpir komu frá félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Eitt frá félagsmiðstöð í Hveragerði. Eitt frá íþróttafélagi aldraðra í Kópavogi. Þijú sendi Nesklúbburinn á Seltjarnarnesi og úr fjölbýlishúsi í Reykjavík var eitt lið þátttakandi. Keppendur voru 39. Liðakeppnina og þar með bikar FÁÍA vann Vesturgata 7 (203 stig). Annað varð lið íþróttafélags aldr- aðra í Kópavogi (211 stig). Þriðja lið nr. I frá Nesklúbbnum (213 stig). Hin liðin hlutu stig sem hér gi-ein- ir: Hvergerðingar 216; Hrafnista, Rvík, 218; Gjábakki 222; íbúar Álf- heima 42, 223 stig; Nesklúbbur II, 230 og III, 242 stig; félagsmiðstöð- in í Árbæ náði 249 stigum. Einstaklingskeppnin fór þannig: Konur: Inga Ingvarsdóttir 1. verðlaun, 66 stig. Dagbjört Guð- mundsdóttir, Jóhanna Oskarsdóttir og Þorbjörg Jónsdóttir 2.-4. verð- iaun, með 73 stig. Karlar: Karl Sölvason, 1. verð- laun, 66 stig; Kristófer Snæbjörns- son, 2. verðlaun, 67 stig; Karl Helgason og Borgþór Jónsson urðu í 3.-4. sæti með 68 stig. Verðlaun afhenti formaður FÁÍA, Guðrún Nielsen. Mótinu lauk með veitingum í vallarhúsi gervi- grasvallar. Stjórnandi mótsins var Sigurður H. Hafsteinsson, starfsmaður þjón- ustumiðstöðvar vallanna í Reykja- vík. II. Hinn 20. október sl. bauð stjórn FÁÍA til keppni í boccia í íþrótta- húsi fatlaðra við Hátún. Tólf þriggja manna lið mættu, öll jirá félagsmiðstöðvum aldraðra. Úrslit urðu þau að lið Hrafnistu í Reykjavík varð í 1. sæti. í öðru sæti varð lið frá Furugerði en í þriðja sæti lið Aflagranda. í þessum liðum voru tveir karlmenn. Formað- ur, Guðrún Nielsen, afhenti Hrafn- istuliðinu farandbikar haustmóts FÁÍA í boccia. Mótsstjóri var Anna Henriksdótt- ir. Yfirdómari Ingi Bjarnar Guð- mundsson er meðdómarar frá fé- lagsmiðstöðvunum. Aðalfundur FÁÍA verður haldinn 29. nóvember nk. í félagsmiðstöð- inni í Árbæ, Hraunbæ 105, og hefst kl. 14. ÞORSTEINN EINARSSON, fv. íþróttafulltrúi ríkisins. Frelsi og bræðralag - bara ekki jafnrétti Frá Halldóri Jónssyni: ÞÁ HEFUR Alþingi unnið enn eitt stórvirkið í jafnvægisbyggðarmálum landsins með því að stórhækka símt- öl í þéttbýlinu og lækka þau úti á landi. Auðvitað erum við ein þjóð í einu landi og er þetta skref í þá átt að viðurkenna það, að landið á að vera eitt viðskipta- og menningarsvæði, þar sem öll aðstaða sé sem jöfnust. En hvers vegna getur þetta sama Aþingi ekki viðurkennt í þessu sam- bandi, að atkvæðisréttur íslendinga eigi að vera jafn, hvar svo sem þeir búi á landinu? Af hveiju getur landið ekki verið eitt kjördæmi þegar það er eitt símsvæði, eitt útvarpssvæði, eitt orkuveitusvæði, eitt sements- svæði o.s.frv.? Af hveiju fæ ég ekki tækifæri til að kjósa Halldór Blöndal? Hvers vegna skyldu sumir þegnar landsins verða að hafa þrefaldan atkvæðisrétt í alþingiskosningum á við aðra? Getur þannig kjörið Al- þingi yfirleitt tekið afstöðu í kjör- dæmamálinu? Skyldi vera hægt að kveðja saman sérstakt stjórnlagaþing um þetta mál einvörðungu? HALLDÓR JÓNSSON, verkfræðingur. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.