Morgunblaðið - 16.11.1997, Side 48

Morgunblaðið - 16.11.1997, Side 48
48 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Sjáðu, þessum golfara gengur illa í dag ... Svo að hann ákveð- ur að ljúka þessu með því að ganga yfir Niagarafossana í jjolfpoka! Ha! Ha! Ha! Berðu bara kylfurnar, Magga... BREF TII. BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 SIGURVEGARAR á boccia-haustmóti 1997: í fyrsta sæti varð lið Hrafnistu, sem stendur fyrir miðju á myndinni, til vinstri er lið frá Furugerði 1, sem varð í 2. sæti, og til hægri stendur lið frá Aflagranda 4, en það varð í 3. sæti. Haustkeppni aldr- aðra innan FAIA Frá Þorsteini Einarssyni: I. HINN 25. september síðastliðinn háðu aldraðir liðakeppni í „pútti“ á stærri púttvellinum í Laugardal í Reykjavík, átján holu völlur og skyldu leiknir tveir hringir. Einnig skyldi keppnin vera á milli einstakl- inga. Tíu iið mættu til keppni auk tveggja sem voru með reynslu. Fjögpir komu frá félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Eitt frá félagsmiðstöð í Hveragerði. Eitt frá íþróttafélagi aldraðra í Kópavogi. Þijú sendi Nesklúbburinn á Seltjarnarnesi og úr fjölbýlishúsi í Reykjavík var eitt lið þátttakandi. Keppendur voru 39. Liðakeppnina og þar með bikar FÁÍA vann Vesturgata 7 (203 stig). Annað varð lið íþróttafélags aldr- aðra í Kópavogi (211 stig). Þriðja lið nr. I frá Nesklúbbnum (213 stig). Hin liðin hlutu stig sem hér gi-ein- ir: Hvergerðingar 216; Hrafnista, Rvík, 218; Gjábakki 222; íbúar Álf- heima 42, 223 stig; Nesklúbbur II, 230 og III, 242 stig; félagsmiðstöð- in í Árbæ náði 249 stigum. Einstaklingskeppnin fór þannig: Konur: Inga Ingvarsdóttir 1. verðlaun, 66 stig. Dagbjört Guð- mundsdóttir, Jóhanna Oskarsdóttir og Þorbjörg Jónsdóttir 2.-4. verð- iaun, með 73 stig. Karlar: Karl Sölvason, 1. verð- laun, 66 stig; Kristófer Snæbjörns- son, 2. verðlaun, 67 stig; Karl Helgason og Borgþór Jónsson urðu í 3.-4. sæti með 68 stig. Verðlaun afhenti formaður FÁÍA, Guðrún Nielsen. Mótinu lauk með veitingum í vallarhúsi gervi- grasvallar. Stjórnandi mótsins var Sigurður H. Hafsteinsson, starfsmaður þjón- ustumiðstöðvar vallanna í Reykja- vík. II. Hinn 20. október sl. bauð stjórn FÁÍA til keppni í boccia í íþrótta- húsi fatlaðra við Hátún. Tólf þriggja manna lið mættu, öll jirá félagsmiðstöðvum aldraðra. Úrslit urðu þau að lið Hrafnistu í Reykjavík varð í 1. sæti. í öðru sæti varð lið frá Furugerði en í þriðja sæti lið Aflagranda. í þessum liðum voru tveir karlmenn. Formað- ur, Guðrún Nielsen, afhenti Hrafn- istuliðinu farandbikar haustmóts FÁÍA í boccia. Mótsstjóri var Anna Henriksdótt- ir. Yfirdómari Ingi Bjarnar Guð- mundsson er meðdómarar frá fé- lagsmiðstöðvunum. Aðalfundur FÁÍA verður haldinn 29. nóvember nk. í félagsmiðstöð- inni í Árbæ, Hraunbæ 105, og hefst kl. 14. ÞORSTEINN EINARSSON, fv. íþróttafulltrúi ríkisins. Frelsi og bræðralag - bara ekki jafnrétti Frá Halldóri Jónssyni: ÞÁ HEFUR Alþingi unnið enn eitt stórvirkið í jafnvægisbyggðarmálum landsins með því að stórhækka símt- öl í þéttbýlinu og lækka þau úti á landi. Auðvitað erum við ein þjóð í einu landi og er þetta skref í þá átt að viðurkenna það, að landið á að vera eitt viðskipta- og menningarsvæði, þar sem öll aðstaða sé sem jöfnust. En hvers vegna getur þetta sama Aþingi ekki viðurkennt í þessu sam- bandi, að atkvæðisréttur íslendinga eigi að vera jafn, hvar svo sem þeir búi á landinu? Af hveiju getur landið ekki verið eitt kjördæmi þegar það er eitt símsvæði, eitt útvarpssvæði, eitt orkuveitusvæði, eitt sements- svæði o.s.frv.? Af hveiju fæ ég ekki tækifæri til að kjósa Halldór Blöndal? Hvers vegna skyldu sumir þegnar landsins verða að hafa þrefaldan atkvæðisrétt í alþingiskosningum á við aðra? Getur þannig kjörið Al- þingi yfirleitt tekið afstöðu í kjör- dæmamálinu? Skyldi vera hægt að kveðja saman sérstakt stjórnlagaþing um þetta mál einvörðungu? HALLDÓR JÓNSSON, verkfræðingur. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.