Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 50
•30 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA Kjarni tilverunmr í hugvekju dagsins segir sr. Heimir Steinsson; Einföld bæn að kvöldi dags gæti orðið upphaf að samskiptum ykkar Krists. KÆRLEIKURINN, elskan, er einn af hornsteinum Nýja testa- mentisins: „Þú skalt elska Drott- in, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þín- um og öllum mætti þínum. Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ekkert boðorð annað er þessum meira.“ Þannig hljóða orð frelsarans Jesú Krists, eins og þau eru skráð í elzta guð- spjallinu, Markúsar guðspjalli (Mark.l2:30-31). í annað stað segir Kristur: „Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf“ (Jóh.3:16). Og í fyrsta Jóhannesarbréfí er að finna orð í miklu jafnvægi, sama efnis: „Guð er kærleikur, og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum" (l.Jóh.4:16). Elskan til náungans birtist í framkvæmd í hlýðni við kær- leiksboðorð Krists og önnur fyr- irmæli hans. Elskan til Guðs er leyndardómsfyllri. Eða hvernig fer maður að því að elska Guð af hjarta, sálu, huga og mætti? Og hvemig ber að skilja það, að Guð elskaði heiminn? Frammi fyrir slíkum orðum er oss hugg- un að ummælum Páls postula, er hann talar um „leynda speki Guðs“, sem Guð hefur opinberað oss „fyrir andann, því að andinn rannsakar allt, jafnvel djúp Guðs“ (l.Kor.2:7,10). Heimspekin eilífa Undanfarna tvo sunnudaga hef ég í hugvekjum hér í Morg- unblaðinu ijallað um kristna ein- ingarhyggju og einingarvitund. Sú hugsun, sem byggð er á ein- ingarreynslu, hefur verið nefnd „heimspekin eilífa“. Þau orð eiga vel við, hvort heldur sem litið er á innihald einingarhyggjunn- ar eða varanleika hennar í sögu kristninnar. Ég hef lengi lesið verk kris- tinna einingarhyggjumanna eða „mystika" mér til uppbyggingar. Vitnisburður þeirra er hollur til íhugunar. Fjölmargir kristnir menn staðreyna ítrekað djúpa einingarreynslu. Þeir upplifa samsemd sína við Guð. Aðrir vitna um gjöf heilags anda. Reynslan er margháttuð, birtist í ýmsum myndum og er túlkuð með mismunandi hætti. Gagn- legt er að skiptast á upplýsing- um og skoðunum um reynslu þessa. Nú mun ég enn sækja á sömu mið, en þessu sinni með beinni skírskotun til ofangreindra ritn- ingarstaða um kærleikann, elsk- una. Sögubrot frá Niðurlöndum Niðurlendingurinn Jan van Ruysbroek fæddist árið 1293 í námunda við Brussel. Fullvaxta gjörðist hann munkur af Agúst- ínusreglu og árið 1343 stofnaði hann Agústínusklaustur í Gro- enendael. Þar bjór Ruysbroek upp frá því til æviloka 1381. Ruysbroek var afkastamikill rithöfundur um trúarleg efni og sór sig mjög í ætt kristinnar einingarhyggju. Hann hafði áhrif á aðra einingarhyggju- menn, er eftir hann runnu, svo og á tilþrifamikla hreyfingu á Niðurlöndum, sem á 15. öld nefndi sig „Bræður samfélags- lífsins“ og iðkaði þá háttu, er kallaðir voru „nýja guðræknin". Þaðan liggja leiðir fram eftir öldum. - Rómversk-kaþólska kirkjan tók Ruysbroek í tölu hinna blessuðu árið 1908. Hugsuður elskunnar í ritum sínum leggur Ru- ysbroek fremur áherzlu á tilfinn- ingalegan innleika en rökhugs- un. Þegar hann nálgast Guð, nýtur hann ólýsanlegrar sælu og skynjar unað, sem engin orð fá lýst. Gagnkvæm elska Guðs og manns er uppspretta þessarar kenndar. Ruysbroek fer í grundvallar- atriðum sömu leið og meistari Ekkhart, sem hér var fjallað um fyrir viku. Hann leggur leið sína á brott frá sviptingum og aragrúa tímanlegs veruleika og tekur sér stöðu í kyrrðinni, þar sem átök og sundurgerð hlut- anna eru að engu orðin, en Guð heldur öllu í hendi sér í einka- syni sínum, Jesú Kristi. Þessi ferð á sér stað í hugskotinu og er óháð aðstæðum. Með ein- faldri viljaákvörðun geturþú lagt upp í þá ferð. Þegar komið er í innri áfanga- stað, verður ferðalangurinn fyrir óviðjafnanlegri reynslu: Ljós skín yfír leið hans, og ljómi þessa ljóss leikur um förumanninn og umvefur hann hlýju. Hann fyllist lotningu, og lofgjörð til Guðs streymir af vörum hans. Jafn- framt spyr hann sjálfan sig, hvers eðlis hún sé sú einstæða hrifning, sem hann nýtur í sælli upphafningu. Spurningin veldur honum hugarangri, en því angri léttir, er hann heyrir rödd úr ljós- inu. Röddin segir: „Sjá, ég er þinn og þú ert minn. Ég bý í þér og þú í mér.“ Nú sprettur fram lind við hjartarætur göngumanns. Hann skynjar kærleikseiningu allra hluta í Guði og allra manna, lif- enda og liðinna, engla og sér- hverrar skapaðrar skepnu. Kær- leikur Guðs ber hann uppi líkt og á öldufaldi, í öryggi og kyrrð. Síðan fer hann bylgju af bylgju umvafínn elsku Krists. Þannig kenndi Jan van Ruys- broek. Hvað um þig? Það er altalað, að nútíma- menn leiti mjög svara við ráð- gátum og leyndardómum tilver- unnar. Margs konar trúarlegar lausnir eru í boði. En ástæðu- laust er að leita langt yfir skammt. Jesús Kristur býður þér öll þau svör og hveija þá reynslu, sem þú þarfnast. Einkasonur Guðs bíður við dyr hugskots þíns og er reiðubúinn að ganga þar inn jafnskjótt ogþú opnar. Ein- föld bæn að kvöldi dags gæti orðið upphaf að samskiptum ykkar Krists. Morgunbæn hið sama. Einn góðan veðurdag er Drottinn tekinn að tala til þín, þar sem þú situr undir stýri bif- reiðar þinnar eða stendur við eldhúsborðið heima. Gangir þú í Guðs hús kann hann að um- vefja þig kærleika sínum og ein- ingu. Þú ættir að veita þér þann munað að nálgast kjarna tilver- unnar með þessum óbrotna hætti. ÍDAG BRIDS Umsjón Guómundur 1‘áll Arnarson ER SKYNSAMLEGT að vekja á grandi með fimm-spila há- lit? Um þetta hafa kerfisfræð- ingar deilt árum saman, án þess að niðurstaða hafi feng- ist. Nema þá sú, sem augljós er, að því fylgi bæði kostir og gallar. Helsti kostur þess að opna á grandi með slík spil er að sýna styrkinn rétti- lega strax, en mesti ókostur- inn er sá að stundum spila menn eitt grand þegar rétt er að vera í hálitarbút. En ein rök með grandopnuninni hafa sjaldan verið nefnd - nefni- lega hindrunargildið! Hér er spil úr Politiken-mótinu um síðustu helgi, sem varpar ljósi á þann anga málsins: Vestur gefur; enginn á hættu. .. , Norour ♦ ÁG62 r g ♦ G43 ♦ ÁK1084 Vestur ♦ KD7 V ÁD952 ♦ Á10 ♦ 732 Suður Austur ♦ 5 V K10743 ♦ 765 ♦ DG96 ♦ 109843 y 86 ♦ KD982 4 5 Ef vestur opnar á einu hjarta, er auðvelt fyrir norður að opnunardobla, en þá er leiðin í fjóra spaða greið. En það er ekki hlaupið að því fyrir NS að komast inn i sagn- ir ef vestur opnar á 15-17 punkta grandi. Með útsjónar- semi tókst Sigurði Sverrissyni og Aðalsteini Jörgensen þó að komast í fjóra spaða eftir opnun Helgemos á einu grandi: Vestar Noröur Austur Suður Helgemo Aðalsteinn Martens Sigurður 1 grand Pass 2 tíglar • Dobl 3 hjörtu 4 tlglar 4 hjörtu 4 spaöart Dobl Allir pass Þrátt fyrir lítinn styrk, not- ar Sigurður tækifærið og dob- lar yfirfærslu Martens til að sýna tígullit. Aðalsteinn teyg- ir sig í fjóra tígla, og Sigurð- ur lætur sig hafa það að fara [ fjóra spaða yfir fjórum hjört- um. Helgemo kom út með hjartaás og skipti yfir í lauf. Sigurður tók á ásinn, tromp- aði lauf og spilaði spaðatíu og lét hana rúlla. Þegar hún hélt, var eftirleikurinn auð- veldur: 590 og 8 IMPar. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Um innflutning á norskum kúm ÉG VIL þakka góð skrif Stefáns Aðal- steinssonar um þau umhverfisspjöll að flytja inn norskar kýr. Ein er sú spurn- ing sem Stefán kemur ekki inn á en hlýtur að vera stærsta mál neytandans, ef af innflutningi verður, og er sú hvort mjólkurafurðir úr norskri mjólk verða sérstaklega merktar, þannig að neytend- ur hafi val. Löggjöf um vörumerkingar tryggir þetta ekki og þyrfti að skerpa á, ef af innflutningi verður. Bragðgæði íslenskrar mjólkur þykja mér bera af mjólk í nágrannalöndunum. Bragðið veit ég ekki hvort ræðst af erfð- um kúnna eða grasinu, en þar sem norsku kýrnar þurfa miklu meira kjarn- fóður er lítil von til þess að mjólk þeirra verði jafngóð. Fyrir utan þau hollu prótín sem Stefán greinir frá er íslenskt smjör sérlega mjúkt og bragðgott og inniheldur meira af æskilegum fitusýrum. Ég hef heyrt því fleygt að sá sem gæti erfðabreytt kúm í Evrópubandalag- inu þannig að þær hættu að míga en skiluðu öllu út um spenana, yrði millj- arðamæringur, því mjólkin myndi eftir sem áður uppfylla reglugerðarákvæði. Látum slíkt ekki yfir okkur koma. Smjörneytandi. Uppeldi til árangnrs EINS og eflaust hjá mörg- um foreldrum, vakna hjá mér margar spumingar um uppeldi bamanna minna. Neikvæðar fréttir um aukið ofbeldi, skemmdarverk og fíkni- efnanotkun sannfæra okkur um að eitthvað sé að. Ég hef reynt að viða að mér greinum og bókum um sálfræði og uppeldi bama. Margt af þessu eru aðeins sálfræðilegar vangaveltur en lítið um hagnýtar leiðbeiningar. Nýlega rakst ég þó á bók sem kom mér heldur betur á óvart. Bókin heitir „Uppeldi til árangurs“ eft- ir Ama Sigfússon borgar- stjóraefni sjálfstæðis- manna. Bókinni er sér- staklega beint til feðra. Mælt er með að þeir taki virkari þátt í uppeldi bama sinna. Bókin er full af skýrum og haldbærum ráðum, bæði fyrir feður og mæður. Þetta er mikil- vægt í okkar nútímaþjóð- félagi, þar sem tímaleysi ræður rikjum og því nauð- synlegt að nýta tímann vel með börnunum okkar. í bókinni eru foreldrar hvattir til að snúa vörn í sókn, að gefast ekki upp þótt á móti blási í uppeld- inu. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa rekist á þessa bók. Ámi Sigfússon sýnir með því að skrifa þessa bók að hann lætur sér annt um hag barna og unglinga. Þetta er auð- vitað mjög mikilvægur eiginleiki hjá stjómmála- manni. Það eru slíkar áherslur sem munu nýtast okkur vel í framtíðinni í baráttunni fyrir betra mannlífi í borginni. Er þetta ekki einmitt maður- inn sem við þurfum sem borgarstjóra? Sveinbjörg Björnsdóttir. Tapað/fundið Gleraugu týndust GLERAUGU í gráu hulstri týndust. Finnandi hafi samband í síma 551 4822. Víkveiji skrifar... ÉTTBÝLI var fátt og smátt hér á landi fram á 20. öldina. Sjávarplássum óx ekki fiskur um hrygg fyrr en með vélknúnum skip- um á fyrstu tugum aldarinnar. Höfnin varð hjarta þeirra. Svo er enn í dag. Hún varð eins konar bakland afkomu og eigna fólksins við sjávarsíðuna. Á fyrstu öldum íslands byggðar voru engar hafnir, utan þær sem voru náttúrusmíð. Þær voru fyrst og fremst verzlunarhafnir. Á sumr- um voru þar haldnar kaupstefnur, þar sem skip stóðu uppi eða höfðu lagzt að. Á þjóðveldisöld voru þess- ar helztar, segir í íslandssögu Ein- ars Laxness: Eyrar og Hvítárvellir við mynni Hvítár í Borgarfirði, Straumíjörður á Mýrum, Dögurðar- nes á Fellsströnd og Vaðill við Breiðafjörð, Dýrafjörður, Borðeyri við Hrútafjörð, Blönduós við Húna- flóa, Kolbeinsárós (Kolkuós) við SkagaQörð, Gásir (Gáseyri) við Eyjaíjörð, Húsavík við Skjálfanda, Hraunhöfn á Melrakkasléttu, Krossavík í Vopnafirði, Gautavík í Berufírði, Hornafjörður, Vest- mannaeyjar og Eyrar (Eyrarbakki). Líkur benda til að á Eyrarbakka, Gásum og við Hvítárós hafí verið mest umleikis. xxx EGAR hafskip stækkuðu (og fækkaði) hófst leit að nýjum höfnum með öruggara skipalægi. Hvalfjörður var aðalhöfn landsins á 14. öld. Seint á þeirri öld óx kaup- sigling á hafnir við Faxaflóa, eink- um Hafnarfjörð, Kollafjörð og Grindavík. Nesvogur við Stykkis- hólm eykur og hlut sinn, sem og Siglufjörður nyrðra, og verzlunar- höfn í Eyjafírði flyzt frá Gáseyri að Oddeyri. Gaman væri að rekja hafnasög- una nær í tíma, en hér lætur Vík- veiji staðar numið. Reykjavíkur- höfn er í dag lang stærsta höfn landsins. Hún er í senn verzlunar- höfn, sem þjónar inn- og útflutn- ingi, og fiskihöfn, reyndar mun stærri fískihöfn en borgarbúar gera sér almennt grein fyrir. Sú sérstaða Reykjavíkurhafnar er þó eftirtektarverðust, að hún, ein hafna, stendur alfarið á eigin fót- um um stofnkostnað hafnarmann- virkja. Aðrar hafnir sækja 60 til 90% stofnkostnaðar síns í skattfé fólks og fyrirtækja - og í skatt- lagningunni er Reykjavík ekki und- anskilin! xxx KÓPAVOGUR hefur vaxið hrað- ar en önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Fólk og fyrir- tæki streyma til bæjarins. Fjölgun nam um 900 íbúum í fyrra, 5,1%. Vextinum hafa fylgt mikil umsvif, eins og verða vill þegar ný byggða- hverfi nánast spretta upp. Minni- hlutinn í bæjarstjóm segir að stjórn- endur fari of hratt í fjárfestingu. Bæjarstjórinn svarar í Ársskýrslu Kópavogsbæjar 1996: „Almennt er þetta atorku- og dugnaðarfólk [sem flykkzt hefur til Kópavogs] og með góðar tekjur, enda kemur það fram þegar bornar eru saman skatttekjur á íbúa að þetta er mjög að breytast síðustu árin þar sem skatttekjur á mann fóru úr 93 þúsund krónum árið 1994 í 104 þúsund krónur 1995 og nú í 120 þúsund krónur fyrir árið 1996. Þetta hefur þau áhrif á skuldastöðu bæjarins að þótt skuld- ir bæjarsjóðs hafí hækkað lítillega árið 1996, þá lækkar skuld á íbúa verulega á sama tíma.“ Og eitthvað gefa allar þessar nýju byggingar í fasteignasköttum. Fólksstreymið af landsbyggðinni hefur aldrei verið meira en á áratug- um svokallaðrar byggðastefnu. Fjáraustur, sem ekki er reistur á arðsemiskröfum, hefur ekki skilað þeim árangri sem vænst var. Hin allra síðustu árin bólar á réttum við- brögðum: Sameiningu og stækkun sveitarfélaga. Með því móti, og að- eins með því móti, getur landsbyggð- in boðið þau búsetuskilyrði, þá þjón- ustu við íbúa, sem ræður vali ungs fólks á framtíðarbúsetu. Unga fólkið horfir til starfsmöguleika, náms- möguleika, heilbrigðisþjónustu, menningarstarfsemi og samgangna. í þeim efnum standa stór sveitarfé- lög afgerandi betur að vígi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.