Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 64
MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Rax Aform um 20.000 m2 myndver UMSÓKN um 10-20 þúsund fer- metra lóð undir myndver hefur borist til Hafnarfjarðarbæjar og hef- ur bæjarráðið sent hana til bæjar- verkfræðings. Að baki umsókninni stendur íslenska myndverið með Björn Emilsson, dagskrárgerðar- mann á Ríkissjónvarpinu, í forsvari. Björn sagði að þetta hefði verið ár í undirbúningi, en væri þó í raun rétt komið af stað. Hann sagði að ís- lenska myndverið væri vinnuheiti á þessu verkefni. Á þessu stigi málsins vildi hann ekki segja hverjir stæðu að baki því. „Ég hef áhuga á að vinna að dag- skrá utan við sjónvarpsstöðvarnar í samræmi við þá stefnu, sem þær virðast fylgja, að færa dagskrárgerð út fyrir stöðvarnar," sagði hann. Ekki ákveðin lóð Björn kvaðst ekki hafa ákveðna lóð í huga, en hún þyrfti að vera þannig að hægt væri að reisa mynd- ver. Hann hefði einnig sótt um lóð í Reykjavík og Garðabæ. ---------------- Tækni í þágu ráðstefnu um tækni PÓSTUR og sími greip til tækni sinnar til að leysa vanda ráðstefnu sem haldin vai- undii- heitinu „Lands- byggðin og tæknin" á Akureyri í gær. Á ráðstefnunni var m.a. fjallað um stöðu verk- og tæknifræðinga á landsbyggðinni og áttu nokkir fyrir- lesarar frá Reykjavík að halda þar erindi. Þá hugðist Halldór Blöndal samgönguráðherra ávarpa ráð- stefnugesti. í gærmorgun var skollið á vitlaust hríðarveður á Akureyri og komust sunnanmenn hvergi. Þá var brugðið á það ráð að leita til Pósts og síma, sem kom á sjónvarpsfundi svo að ráðherrar og fyrirlesarar gætu hald- ið ávörp sín sunnan heiða og birst á skja í ráðstefnusal. Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðar- maður samgönguráðherra, sagðist telja vel við hæfi að leysa vanda ráð- stefnu um tækni með þessum hætti. Ný björgunarskip Slysavarnafélagsins liggja enn við bryggju Kröfur um nýjan ankerisbúnað tefja skráningu SEINT hefur gengið að fá íslensk haffærisskírteini fyrir fjögur ný björgunarskip Slysavarnafélagsins sem komið hafa til landsins á síð- ustu mánuðum, meðal annars vegna krafna um nýjan ankeris- búnað. Þór Magnússon, starfandi ' '*tieildarstjóri björgunardeildar SVFI, segir að nú sjái fyrir endann á málinu og fyrri tvö skipin fái von- andi skírteini sín um næstu ára- mót. Fyrsta björgunarskipið af þess- um fjórum er hollenskt og kom fyr- ir nærri ári til Neskaupstaðar. Næstu tvö skip voru keypt frá Þýskalandi og var þeim siglt tO Siglufjarðar og Isafjarðar snemma á síðasta sumri og það fjórða, einnig hollenskt, kom síðai- á sumr- '■rTtnu og fór til Rifs. Þýsku skipin, sem fóru á Siglu- fjörð og ísafjörð, hafa ekki fengið íslensk haffærisskírteini nema til bráðabirgða, m.a. vegna þess að ankeri þeirra þykja ekki nógu öfl- ug. Islenskar reglur krefjast tveggja um 100 kg ankera, sem staðsetja skuli á dekki með 27 metra keðjum. Þór Magnússon segir að alls vegi slíkur búnaður yf- ir 400 kg og segir þann þunga geta dregið úr þeim eiginleika skipanna að geta rétt sig við. Því hafi orðið að samkomulagi að hafa annað ankerið á dekkinu en hitt í sér- stakri geymslu aftur á sem grípa mætti tíl. Verið er að smíða anker- in og á að vera unnt að ljúka end- anlegum frágangi skipanna á næstu vikum. Komu fiinmta skipsins frestað Varðandi hollensku skipin, sem fóru á Rif og í Neskaupstað, hefur staðið á frágangi á ýmsum pappír- um í sambandi við íslenska skrán- ingu. Komst hún loks í gegn fyrir skipið í Neskaupstað, Hafbjörgu, 10. október síðastliðinn. Er búist við að skráning fyrir skipið á Rifi gangi í gegn á næstu dögum en fyrst þegar hún er komin á hreint er hægt að sækja um haffærisskír- teini. Vegna þessara tafa segir Þór hafa verið ákveðið að fresta komu fimmta skipsins til landsins, sem átti að fara til Raufarhafnar í haust, en það kemur frá Hollandi. Verður því siglt til landsins í apríl-maí á næsta ári og þá vonandi á íslensku haffærisskírteini, að sögn Þórs. Líflegt í Þorláks- höfn MIKLAR framkvæmdir hafa verið við höfnina í Þorlákshöfn og ýmislegt stendur þar fyrir dyrum. Ný hafskipabryggja var formlega tekin í notkun í gær. Hér eru sjómenn að taka inn net á nýja viðlegukantinum. Hug- myndir eru um frekari stækkun hafnarinnar. * Orðabanki Islenskrar málstöðvar á alnetinu tekinn í notkun í gær ' Afram stefnt að notenda- skílum Windows á íslensku FYRSTI samningur menntamála- ráðuneytisins við stofnun á sviði menningarmála um árangursstjórn- un var undirritaður í gær. Samning- urinn er við Islenska málstöð og miðar að því að styðja hana við rekstur og uppbyggingu orðabanka með því að greiða tímabundna áskrift að bankanum fyrir mennta- -4>tofnanir á framhalds- og háskóla- stigi. Er gert ráð fyrir að greiðslur menntamálaráðuneytisins verði 3,2 milljónir árið 1999 og 2,5 milljónir árið 2000. Eftir árið 2000 er orða- bankanum ætlað að standa undir rekstrarkostnaði með áskriftar- gjöldum eða öðrum sértekjum. Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra skýrði frá samningnum á mál- ræktarþingi íslenskrar málnefndar í gær, þegar hann opnaði orðabank- ann á alnetinu formlega. Meginhlut- verk bankans er að safna saman hvers kyns tækni- og fræðiheitum lig veita yfirsýn yfir íslenskan orða- forða í sérgreinum og nýyrði sem em efst á baugi. „Gildi orðabankans er ótvírætt fyrir alla, sem fjalla um sérfræðileg efni á íslensku í ræðu og riti,“ sagði menntamálaráðherra. Glímt við Microsoft Ráðherra rifjaði upp, að í stefnu “Anenntamálaráðuneytisins um upp- lýsingatækni væri að finna það markmið, að notendaskil Windows- stýrikerfisins verði á íslensku. „Segja verður eins og er, að erfið- lega hefur gengið að ná þessu markmiði. Þar er glímt við fyrirtæki auðugasta manns heims, Microsoft í eigu Biil Gates,“ sagði Björn Bjarnason. Hann vísaði til svara Ríkiskaupa við því erindi menntamálaráðuneyt- isins, að í útboðsgögnum við tölvu- kaup yrði sett fram sú krafa að not- endaskil Windows-stýrikerfisins yrðu íslenskuð. „Bent er á að á ís- landi séu tveir seljendur Microsoft- hugbúnaðar en Einar J. Skúlason sé aðalumboðsmaður. Hafi fyrir- tækið ítrekað beint þeim tilmælum til Microsoft, að notendaskilin verði íslenskuð. Svörin hafi verið á þann veg, að það sé of dýrt miðað við hinn fámenna íslenska markað. Microsoft heimili umboðsmönnum sínum ekki að þýða notendaskil á eigin vegum eins og IBM og Apple gera.“ Menntamálaráðherra sagði að áfram yrði unnið að því að ná mark- miði ráðuneytisins í þessu efni og takist ekki að íslenska Windóws- stýrikerfið verði annarra leiða leitað. Jónas á alnetinu Dagur íslenskrar tungu er í dag, sunnudag, á fæðingardegi Jónasar Morgunblaðið/Golli BJORN Bjarnason menntamálaráöherra opnar oröabankann hjá Magnúsi Gíslasyni. Hallgrímssonar. Vefsíða með verk- um Jónasar í enskri þýðingu Ric- hards N. Ringlers, prófessors í nor- rænum fræðum og enskum miðalda- fræðum við Háskólann í Wisconsin, verður opnuð við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni kl. 14 og opnar Björn Bjarnason síðuna frá Akui’- eyri. Einnig verður samkoma á sal Menntaskólans á Akureyri kl. 15 þar sem menntamálaráðherra af- hendir Verðlaun Jónasar Hallgríms- sonar. Fíkniefni á Akureyri TILKYNNT var um ólöglegt samkvæmi til lögreglunnar á Akureyri snemma í gærmorg- un og í framhaldi af því hafði hún afskipti af fólki sem leiddi til gruns um að það hefði fíkni- efni í fórum sínum. Við leit fannst eitthvað af fíkniefnum og voru nokkrir teknir til yfirheyrslu. Hjá rannsóknadeild lögreglunnar á Akureyri stóð rannsókn yfír í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.