Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Karlar tíl í tuskuna
Yngrí kynslóð karla fínnst sjálfsagt að ganga
í húsverkin til jafns á við maka sína en
konur hafa löngum kvartað yfir því, að segja
þurfi körlunum fyrír verkum. Hildur Frið-
riksdóttir velti fyrír sér hver skýríngin
gæti veríð og fann ýmsar fróðlegar upplýs-
ingar í nýútkominni skýrslu Ingólfs V. Gísla-
sonar félagsfræðings um viðhorf og vænting-
ar íslenskra karla til jafnréttis, heimilis-
starfa, uppeldis og fæðingarorlofs.
TILURÐ skýrslunnar „Karl-
menn eru bara karl-
menn“, sem nýútkomin
er hjá Jafnréttisráði, var
sá áhugi Karlanefndar ráðsins að
fá upplýsingar um hvað ungir ís-
lenskir karlar gera, hugsa og vilja.
í skýrslunni eru dregnar saman
niðurstöður viðtala, sem Ingólfur
V. Gíslason félagsfræðingur átti
við 25 karlmenn á aldrinum 20-35
ára. Komu þeir úr ýmsum stéttum
þjóðfélagsins, s.s lögreglumanna,
sjómanna, verslunarmanna, há-
skólamanna, slökkviliðsmanna og
tollvarða.
Ingólfur kannaði viðhorf við-
mælenda til æsku þeirra, og þá
aðallega tengsl við föður og hvern-
ig verkaskiptingu var háttað á
heimilinu, tengsl viðmælenda við
eigin böm, samskipti við maka,
viðhorf til mikilvægis vinnunnar,
heimilisstarfa og skiptingu þeirra,
stöðu kynjanna, væntinga til fram-
tíðar og karlmennskuímyndarinn-
ar.
Mismunandi „skítastuðuH“
Sem kvenmanni þykir blaða-
manni forvitnilegt að vita hvers
vegna karlar eiga sjaldnar frum-
kvæði að því að taka til þrátt fyr-
ir að þeir „láti þokkalega vel að
stjóm“ þegar þeir eru beðnir. Þeg-
ar fólk er spurt álits grípa margir
til þeirrar skýringar að „skítastuð-
ull“ karla sé yfirleitt hærri en
kvenna, þ.e. þeir eru ekki eins
smámunasamir og konumar og
þola lengur við. Svör fleiri en eins
karlmannsins í rannsókn Ingólfs
benda til, að þessi skýring geti
verið fullgild.
„Stundum ryksugum við saman
og skúrum. Hún skúrar alveg ör-
ugglega oftar. Hún vill helst gera
það annan hvern dag eða eitthvað
svoleiðis, oftar en mér finnst
þurfa, “ sagði einn þeirra. Og annar
sagði: „Að vísu er eitt og annað
sem stundum mæðir meira á henni
heldur en mér. Til dæmis á hún
það til að skamma mig stundum
því ég er ekki nógu duglegur að
kíkja í þvottakörfuna. Hún villfyll-
ast, finnst mér, alltof hratt. Mér
fmnst hún þvo af [dótturinni] alveg
ofboðslega mikið."
Ingólfur segir að undantekn-
ingalaust hafi mennimir sagt að
verkaskiptingin væri jöfn. Hann
bendir á að myndu tímamælingar
raunverulega sýna að svo væri
teldust það nokkur tíðindi, því síð-
ast þegar verkaskipting var könn-
uð í lífskjarakönnun árið 1988 var
verulegur munur milli kynjanna.
Mennirnir hlýða kallinu
Hann segir að þrátt fyrir um-
mæli karia um jafna verkaskipt-
ingu sé heimilið klárlega yfirráða-
svæði konunnar. Það sé hún sem
skilgreini hvað þurfi að gera og
hvenær það sé gert. Síðan „hlýði
mennirnir kallinu" þegar það komi,
allavega hvað varðar mjög marga
þætti heimilislífsins. Hann heldur
því fram að konan líti svo á að
taki hún ekki málin í sínar hendur
verði hlutirnir ekki framkvæmdir.
En körlunum getur einnig þótt
þeir órétti beittir og að konumar
misbeiti skilgreiningarvaldinu.
Ingólfur nefnir tvö dæmi því til
stuðnings.
„Henni fmnst ofsalega gaman
að skreyta heimilið, gera það fínt,
mér fmnst stundum alveg nóg um,
alis konar smáhlutir út um allt.
Ég er að reyna að aftra því að það
fjölgi sér alltof mikið, alls konar
fígúrur og svona styttur og skraut
og dót, blóm og... þurrkaðir blóm-
vendir sem safna bara ryki og
hrynja svo út um allt, “ sagði einn
karlanna.
„Þetta þykir ósanngjarnt," segir
Ingólfur og bætir við að innan
veggja heimilisins séu ákveðin verk
sem þurfi að vinna, s.s._ elda, þvo
upp, þvo þvott og þrífa. Ómögulegt
sé að halda því fram að blómarækt-
un sé frekar nauðsynlegur þáttur
heimilishaldsins en að dútla sér við
bílabraut. Þess vegna verði menn
að skilgreina heimilisstörfin vilji
þeir komast að sanngjarnri og eðli-
legri niðurstöðu um verkaskiptingu
kynjanna.
Hitt dæmið sem Ingólfur vísar
til er að körlum finnst einkennilegt
að alltaf þurfí að þrífa á laugardög-
um þegar fótboltinn er í sjónvarp-
inu. „Konum finnst laugardagseft-
irmiðdagur í raun góður tími til
að þrífa vegna þess að þá sé hvort
sem er ekkert annað við að vera.
Körlum finnst hins vegar að þá sé
einmitt „eitthvað í gangi“ sem
komi í veg fyrir að þeir geti tekið
til. Þeim fínnst fótboltinn fyllilega
jafnast á við heimboð, afmæli eða
eitthvað slíkt. Maður spyr sig hvort
ekki sé hægt að hliðra þarna til
svo allir séu sáttir.“
Mega karlmenn ekki
þvo þvotta?
Ingólfur fullyrðir að karlmenn-
irnir vilji gjaman taka þátt í heimil-
ishaldinu en þeir rekist oft á fyrir-
stöðu, svipaða þeirri sem konur
lendi í sem millistjórnendur á
vinnustöðum þegar þær komist
ekki hærra. „Karlar mega sumt
en ekki allt inni á heimilinu," seg-
ir hann kankvís og útskýrir nánar
hvað hann á við. „Framan af við-
tölunum hélt ég að um tilviljun
væri að ræða þegar hver karlinn
á fætur öðrum tók fram að hann
þvoði ekki þvotta, sem virðist fyrst
og fremst vera vegna ótta kvenna
við að þeir eyðileggi fötin. Það er
í raun svolítið fyndið, því margir
þeirra höfðu búið einir áður en
þeir fóru í sambúð og umgengust
þvottavél með eðlilegum hætti.“
Hann segist því hafa orðið nokk-
uð ánægður þegar einn þeirra
sagðist vissulega þvo. Síðar kom
í ljós að ekki var allt sem sýndist,
því fram kom að hann sorteraði
ekki þvottinn. Honum sagðist svo
frá: „Að vísu hefur maður ákveðna
tilfmningu fyrir því [hitastilling-
unni] en það er meira hún [eigin-
konan] sem sér um að sortera en
ég sé um að setja í þvottavélina
og taka úr henni, síðan sér hún
yfirleitt um að bijóta saman og
strauja." „Mér sýnist á öllu að
körlunum sé bægt frá þessum
þætti heimilisstarfanna,“ segir
Ingólfur.
Annað er sem hann segir að
körlunum sé ekki treyst fyrir og
það er að velja daglegan klæðnað
á börnin. Sumir þeirra voru svolít-
ið sárir þar sem þeir töldu sig al-
veg geta ráðið við það. „Það var
ekki að þeir ofklæddu eða van-
klæddu börnin heldur þótti fataval-
ið ekki nógu smekklegt. Fatnaður
virðist skipta konur mun meira
máli en karla. Einnig virðist ekki
óalgengt að konan kaupi öll fötin
á heimilinu og þar með talið á
karlinn líka.
Þá sér konan einnig um tengslin
útávið, s.s. við stórfjölskylduna og
vini. Það er hún sem man eftir að
hringja á afmælum, skrifa jóla-
kortin, kaupa afmælisgjafir og
halda þessum tengslum.“
- Hvað gera þá karlarnir?
„Þeir gera það sem þeim er
sagt,“ segir Ingólfur hinn rólegasti
og lætur ekki slá sig út af laginu.
„Konan segir að nú þurfi að drífa
í jólakortunum. „Þú skrifar utan á
umslögin og ég inn í kortin,“ segir
hún og þá gera þeir það. Þær
minna á að mamma hans eigi af-
mæli og spytja hvort hann ætli
ekki að hringja í hana og þeir gera
það. Svo má ekki gleyma því að
það færist í aukana að karlmenn-
irnir sjá um eldamennskuna og
jafnvel innkaupin."
- Kemur þessi ráðsmennska
ekkert inn á karlmennskuímynd-
ina? Eru karlarnir alveg sáttir við
að þeim sé sagt fyrir verkum?
„Langflestir virðast sáttir og
eins og sumir sögðu: Þetta skiptir
þær máii en ekki mig. Er þá ekki
bara eðlilegt að þær ráði þessu?
Þó voru einstaka menn sem vildu
stærri hlut fyrir sjálfan sig og þá
sérstaklega gagnvart börnunum.“
Tengsl við föður
Ingólfur segist ekki hafa séð
neina tengingu á milli aukinnar
áherslu karlanna á þátttöku í upp-
eldinu og tengsla þeirra við eigin
föður. Þeir sem áttu föður sem tók
mikinn þátt í uppeldinu tóku hann
sér til fyrirmyndar. Hinir, sem
voru miklu fleiri, litu á tengsla-
leysi við föður sem víti til varnað-
ar. „Ég held að þetta tengist við-
horfunum í samfélaginu. Frá því
um 1970 hefur verið lögð meiri
áhersla á þátt feðra í bamaupp-
eldi. Ljósmæður segja mér að á
þeim tíma hafi dottið andlitið af
eiginmönnunum þegar þeir voru
spurðir hvort þeir vildu vera við-
staddir fæðinguna. Nú ganga báð-
ir foreldrar að því sem vísu að feð-
ur séu viðstaddir."
Hann segir konur hins vegar
ekki nægilega eftirgefanlegar í
sambandi við að treysta körlunum
alfarið fyrir bömunum. Þær hafi
tilhneigingu til að „leiða þá inn í
hlutverkið“, sem í sjálfu sér sé
ekki undarlegt, en menn verði að
hafa í huga, að líkt og með upp-
eldi á börnum geti einstaklingur
ekki orðið fullþroska fái hann aldr-
ei að þreifa sig áfram og reka sig
á. „Sé of mikið haldið aftur af
karlmönnunum við umönnun
barnsins segir sig sjálft að smám
saman missa þeir áhugann og leita
fremur út í bílskúr, þar sem þeir
geta þó fengið að þreifa sig áfram
óáreittir."
Karlmenn almennt jákvæðir
Ingólfur segir að margt í við-
tölum við karlmennina hafi komið
sér á óvart. í fyrsta lagi hafi þeir
verið mun jákvæðari en hann hafði
reiknað með. „Síðan hef ég verið
skammaður fyrir það að þetta hefði
ég átt að vita,“ segir hann og bros-