Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ HUGH Whitemore er höfundur leikritsins, sem frumsýnt var í Comedy Theatre um miðjan október og heitir Afsagnar- bréf (A Letter of Resignation). Nafnið er sótt til afsagnar Profumos, sem var vamarmálaráð- herra í ríkisstjórn Macmillans og varð að segja af sér 1963 eftir að hann hafði logið að þinginu um samband sitt við vændiskonuna Christine Keeler, en háttsettur starfsmaður sovézka sendiráðsins átti líka vingott við hana. Þunga- miðja leikritsins er þó framhjáhald eiginkonu Macmillans og áhrif þess á hann sem mann og stjórnmála- mann. Það liggur í loftinu að vegna þessa hafí hann ekki getað tekið á máli Profumo með þeim hætti, sem ef til vill hefði bjargað honum og ríkisstjóm hans. Leikritið gerist sumarkvöld eitt 1963 í Skotlandi, þar sem Macmillan-hjónin era í fríi til veiða. Þangað koma ritari for- sætisráðhemans og starfsmaður leyniþjónustunnar til þess að skýra Macmillan frá afsögn Profumos vamarmálaráðherra vegna sam- bands hans við vændiskonuna Christine Keeler. I frásögn þeirra félaga er málið rakið það ítarlega, að jafnvel þeir, sem ekki þekkja til raunveraleikans, fá af því góða mynd. Það kemur fram í máli for- sætisráðherrans, að hann hefur aldrei getað hert sig upp í það að ræða framhjáhald Profumos við hann persónulega, heldur fékk hann til þess annan ráðherra, sem ekkert varð ágengt. Þess vegna var aldrei gripið í taumana, heldur málið látið dankast áfram þar til það nú springur í ósannindum Profumos og afsögn hans. Þeir félagar, ritarinn og leyni- þjónustumaðurinn, sem Julian Wadham og John Wamby leika, hverfa af sviðinu tii að fá sér eitt- hvað í gogginn hjá ráðskonunni, sem Doreen Andrew leikur. For- sætisráðherrann situr einn eftir og lætur hugann hvarfla til baka til þess, að kona hans segist þunguð eftir annan mann, sem hún sé ást- fangin af og að hún geti ekki hugs- að sér að slíta því sambandi. Macmillan biður hana um að yfír- gefa sig ekki og það verður úr að þau halda hjónabandinu og hún fram hjá því. Þetta atriði þeirra hjóna var eitt það viðkvæmasta í leikritinu. Það er Clare Higgins sem fer með hlutverk lafði Dorothy Macmillan og innileikinn í þessu atriði var mjög svo fallegur. Leikritinu vindur svo fram ýmist í samtíð eða að forsætisráðherrann rifjar upp eldri atvik. Edward Fox fer afburða vel með hlutverk Macmillans, raddbeitingin og per- sónusköpunin era framúrskarandi. Reyndar sá ég í blöðum að brezkir gagnrýnendur líktu honum sumir við skjálfandi rostung, en einn sagði þó, að hann væri meiri Maemillan en Macmillan hefði nokkurn tímann verið sjálfur! Ein- ræður hans og móralskar vanga- veltur um breytta tíma og hnign- andi siðferði verða aldrei leiðinleg- ar, því þær eru kryddaðar gaman- sögum svo áhorfendur ná að stikla á hlátursteinum yfír straumþung- ann. Þetta er frásögn um mannlega reisn, þrátt fyrir tog milli tveggja heima og ráðvillu gagnvart breytt- um siðferðilegum gildum. En þótt efnið kunni að virka þungt, er leik- ritið bráðskemmtilegt. Edward Fox er óhemju sterkur á sviðinu, en hinir leikaramir fara líka á kostum í sínum hlutverkum. Bretum þykir Profumo-málið æði margtuggið orðið og mál að linni. En það skerpti örugglega á erindi leikritsins við Breta nú, að það var framsýnt um svipað leyti og íhaldsmenn héldu flokksþing sitt og William Hague leiddi þá til nýrrar siðvæðingar, sem hökti nú aðeins þegar einn þingmaður íhaldsflokksins, Piers Merehant, sagði af sér vegna (ástar-) sam- bands við 18 ára aðstoðarkonu sína. JUDI Dench fékk gdða dóma fyrir leik sinn í hlutverki leikkonunnar Esme Allen í Sýn Amys hjá Royal National Theatre. Með henni á myndinni er Samantha Bond, sem leikur dóttur hennar, Amy. Leikhúsmolar úr Lundúnaferð Brezki leikarinn Edward Fox fer með hlutverk Harolds Macmillans í nýju leik- riti á sviði Comedy Theatre í London. ______Freysteinn_____ Jóhannsson fór í leik- húsið og segir frá sýn- ingunni og fleiru, sem boðið er upp á í leik- húsum Lundúnaborgar þessa dagana. EDWARD Fox fer á kostum í hlutverki Harolds Macmillans í nýju leikriti á sviði Comedy Theatre í London. Hinar konunglegu tignir Edward Fox lék á sínum tíma Játvarð VIII við góðan orðstír, en hann sagði af sér konungdómi 1936 til að giftast Wallis Simpson. Og nú er á fjölum Playhouse Theatre leikritið Hinar konunglegu tignir (,,HRH“) eftir Snoo Wilson, sem segir af hertogahjónunum af Windsor við landstjórastörf á Ba- hamaeyjum. Bretar tóku til þess að það væri vart við hæfí að auka á erfiðleika konungsfjölskyldunnar með því að hefja sýningar á leikritinu skömmu eftir lát Díönu prinsessu og ævi- söguírafársins, sem á eftir kom, og í kjölfarið á söngleiknum Alltaf (Always), sem fjallaði um konung- inn fyrrverandi, konu hans og kon- ungsfjölskylduna með þeim hætti, að þeim konunglegu var ekki skemmt. Reyndar gekk söngleik- urinn víst líka fram af almenningi, þannig að sýningartíminn varð hlutfallslega mun styttri en kon- ungdómur Játvarðs VIII. Stelur senunni Með hlutverk hertogans fer Cor- in Redgrave, en það er Amanda Donohoe í hlutverki Wallis sem sögð er stela senunni. Hún þykir túlka með einstæðum hætti beiska fyririitningu í garð mannsins, sem afsalaði sér krúnunni, gat ekki tryggt henni konunglegan titil, en virðist ala með sér vonir um að komast aftur til hásætis fyrir tilstilli Hitlers. Litið leikkonulán Leikkonan Judi Dench hefur lengi verið í miklu uppá- haldi hjá mér. Það bar því vel í veiði, þegar ég átti leið um London á dögunum, að hún var að leika í Sýn Amy (Amy’s Vi- ew) hjá Royal National Theatre og hlaut fyrir hástemmt lof gagnrýnenda. Því miður reyndist þetta eina sýningin í London, sem uppselt var á allar sýningai’ fram í nóvember og miðar aldrei á lausu. Til stendur að leikritið verði tekið upp í öðra leikhúsi, annað hvort í þessum mánuði eða strax á nýju ári og þótt Judi Dench verði þá ekki í leikara- hópnum er engu að síður ástæða til að sjá leikritið. Leikritið er eftir David Hare og leikstjóri er Richard Eyre, sem nú hefur látið af starfi Þjóðleikhús- stjóra. Það gerist á 15 áram og fjallar um samband leikkonu, sem Judi Dench leikur, við sína nán- ustu, einkum dóttur og tengdason. Segja má að ég hafi ekki notið leikkonuhylli í þessari ferð, því önnur leikkona, sem mér er kær, var sýnd veiði en ekki gefin. Eg hafði lesið, að Maggie Smith væri væntanleg á svið Theatre Royale í A Delicate Balance eftir Edward Albee, en þetta leikrit færði honum hans fyrstu Pulitzer-verðlaun. En svo fór, að framsýnt var í vikunni eftir að ég fór frá London. Leikstjóri er Anthony Page, en þau Maggie Smith hafa áður unnið saman með góðum ár- angri í leikriti eftir Albee. Þessu leikriti hefur oft verið líkt við fyrri verk Albees; Hver er hræddur við Virginiu Woolf? Text- inn þykir reyndar ekki eins safa- ríkur, en siðferðiskreppan hins vegar verri. Maggie Smith leikur drykkfelld- an kvensvark sem hefur setzt upp hjá systur sinni og mági (Eileen Atkins og John Standing) og einnig koma við sögu fullorðin dóttir þeirra hjóna, sem enn leitar skjóls hjá pabba og mömmu þegar hjóna- bandið ýfist og loks leita vinahjón þeirra þarna athvarfs. Wilde um víðan völl Nýjasta leikrit Toms Stoppards Að uppgötva ástina (The Invention Oscar Wilde of Love) þykir afbragðsgott. Það er sýnt á Cottesloe-sviði Þjóðleikhúss- ins og fjallar um skáldið og fræði- manninn A. E. Housman. John Wood leikur hann á efri áram, þeg- ar hann lítur um öxl yfir farinn veg og rökræðir við sjálfan sig tvítugan um ástina, lífið og listina. Hlutverk unga Housman er í höndum Paul Rhys. Housman varð ástfanginn af samstúdent sínum við Oxford, en sá endurgalt ekki tilfínningar hans, heldur kvæntist og flutti til Ind- lands. Housman hélt tilfinningum sínum alla tíð hjá sér, en fann þeim farveg í ljóðum sínum. Oscar Wilde hélt hins vegar hvergi aftur af sér. Hans mál æxl- uðust þannig að hann var dæmdur í fangelsi fyrir samkynhneigð og áreitni við unga menn. Housman sendi Wilde bók, þegar sá síðar- nefndi losnaði úr fangelsi. Þeir hittust aldrei í raun, en Stoppard kemur á fundi þeirra í leikritinu og varpar þar með fram þeirri spurn- ingu, hvor viðbrögðin séu betri við bælingu, að sleppa fram af sér beizlinu, eins og Wilde gerði, eða að halda aftur af sér að dæmi Housmans. Oscar Wilde er víðar á ferðinni í London en í leikriti Stoppards. Kvikmynd um ævi hans, Wilde, var framsýnd í síðasta mánuði. Hún hlaut mikla umfjöllun í fjölmiðlum og margt var sagt og skrifað um lífshlaup Wildes, en minna um skáldskapinn. Einn gagmýnandi sagði, að það væri barnalegt að hefja Oscar Wilde til skýjanna, þar sem hann, ef hann væri á lífi nú, ætti á hættu að vera á bamaníð- ingalistanum í Bretlandi. Bamabam skáldsins talaði hart gegn kvikmyndinni og sagðist hafa hafnað boði framleiðenda um að vera þeim til ráðgjafar, vegna þess að kvikmyndin legði of mikla áherzlu á samkynhneigð Wildes, en hins vegar fengju aðrar hliðar hans og skáldskapurinn ekki að njóta sannmælis. Það var svo ef til vill tilviljun að um líkt leyti og kvik- myndin var framsýnd kom út ný ævisaga Wildes, einmitt eftir þetta bamabarn hans. Það er Stephen Fry sem leikur Oscar Wilde í kvikmyndinni. Hann er sjálfur frægur fyrir orðheppni, hefur skrifað bækur og þykir hafa útlitið og margt annað með sér í hlutverkið. Fyrst líf Oscars Wildes er nú svo mjög til umfjöllunar með Bretum, má ekki minna vera en að hann birtist okkur í eigin penna. Sjálfur var hann enginn fyrirmyndareigin- maður, en leikrit skrifaði hann og eitt þeirra, Fyrirmyndareiginmað- ur (An Ideal Husband) er nú sýnt í Haymarket Theatre Royal. Leik- stjóri er Peter Hall og það era Martin Shaw og Kate O’Mara sem leika aðalhlutverkin. í Reykjavík og London I eina tíð var það tæpast til, að sömu leikhúsverk væra á fjölunum í Reykjavík og London og ár gátu liðið þar á milli svo ekki sé nú talað um kvikmyndirnar. Nú er öldin önnur. Margar kvik- myndanna sem era sýndar í London má samtímis sjá hér og svo vill til, að tvö leikrit sem nú era sýnd í Reykjavík geta menn líka séð í London; Listaverkið, sem sýnt er nú í Loftkastalanum, geng- ur enn í London á sviði Wyndhams Theatre, og þeir sem hafa séð Hár og hitt í Borgarleikhúsinu geta séð brezka útgáfu þess í Duchess Theatre í London. Og óperan Svona eru þær allar (Cosi fan tutte), sem nú er sýnd í Islenzku óperunni er líka sungin í London. Þá er söngleikurinn Yndisfríð og ófreskjan (Beauty and the Beast) sýndur í The Dominion Theatre, en stutt er í að ný brezk leikgerð þessa ævintýris verði framsýnd í Þjóðleikhúsinu. Og leikrit Bens Eltons, Poppkorn, sem Þjóðleik- húsið í Reykjavík sýnir í vetur, er nú sýnt á sviði Apollo Shaftesbury í London.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.