Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ sálfræðinga." Hún brosir. „Pekking þessa fólks getur orðið okkur for- eldrum til góða og það getur hjálp- að okkur að búa til stuðningsnet í kringum fjölskylduna.“ - Skólinn hefur gagnrýnt for- eldra fyrir að vilja ýta uppeldinu yfir á hann og sagt að það sé ekki í verkahring hans að ala upp börnin okkar. „Það er rétt að skólinn á ekki að taka við uppeldinu af okkur for- eldrununum. En skólinn verður alltaf að vera foreldrum til stuðn- ings. Þar er fólkið með púlsinn á líðan barnanna í skólanum. Því verða foreldrar og skólafólk sífellt að vera að tala saman. Foreldrar verða að trúa því að það sé til ein- hvers að miðla þekkingu um barn- ið inn í skólann og öfugt. Foreldr- ar verða líka að standa með skól- anum en foreldrar, kannski í van- mætti sínum í uppeldishlutverk- inu, eiga það til að mæta kjarabar- áttu kennara af skilningsleysi, svo ég nefni dæmi um það sem betur mætti fara. Það er einnig hlutverk 1 foreldranna að veita skólanum að- hald, láta vita hvað þeim finnst um starfið og láta í ljós sínar eigin skoðanir á því hvers þeir telja að börnin þarfnist. Það er skoðun mín að frumkvæðið að aukinni sam- vinnu foreldra og skóla eigi að koma frá skólanum. Mér hefur þótt skólinn allt of feiminn við að taka afstöðu til mála sem snerta börnin“, segir hún. | „Ég get tekið dæmi um tölvuleiki. Þar er um að ræða gífurlegt úrval. Það er erfitt fyrir foreldra að setja sig inn í hvaða leikir eru æskilegir og hvaða leikir eiga ekki að koma inn á heimilið. Foreldrar þurfa að fá hjálp frá fólki sem hefur þekk- ingu til að geta vegið og metið hvað skal velja. I skólunum er | uppeldismenntað fólk sem ætti að , geta leiðbeint foreldrunum. Ann- ai-s finnst mér vanta umræðu milli * skólafólks og foreldra um hver eigi að gera hvað. Línurnar þurfa að vera skýrari í þeim efnum.“ Kirkjan, miðstöð umræðna um fjölskylduna Það kemur fram í máli Þórkötlu að henni finnst kirkjan einnig hafa brugðist í leiðbeinandahlutverk- t inu. Eins og málum sé háttað nú sé | það meginhlutverk prestanna að | fræða um kristna trú og sinna prestverkum eins og skírnum, fermingum, giftingum og jarðar- förum. „Kirkjan hefur verið ódug- leg við að veita svör við uppeldis- legum spurningum og þannig styrkja foreldrana. Sú kristilega siðfræði sem við byggjum okkar samfélag á er of fjarlæg í umræð- , unni og óaðgengileg. Auðvitað get- um við notið hennar við messur en * það form eitt og sér dugir foreldr- I um ekki. Ég sé fyrir mér að kirkj- an gæti nýst sem miðstöð um- ræðna um fjölskylduna. Þarna er húsnæði sem hægt er að nýta í þeim tilgangi, ég er alltaf svo praktísk ,“ bætir hún við kímin. „Þarna gætu til dæmis farið fram umræður um uppeldi þar sem leitt væri saman fólk úr hinum ýmsu !' greinum og foreldrar gætu hlustað ^ á og tekið þátt í umræðunum og | þannig styrkt sig í uppeldishlut- verkinu." - Það er nokkuð algeng hugsun hjá nútíma foreldrum að ekki sé æskilegt að innræta börnunum ákveðnar skoðanii’, viðhorf og gild- ismat því þau eigi að fá tækifæri til að þroska sín eigin viðhorf, hvað segir þú um þetta? h „Ég er á öndverðum meiði. Það skiptir máli að bömin fái skýr t skilaboð um þær grandvallarregl- P ur sem ríkja í þjóðfélaginu. Að þau skilji muninn á réttu og röngu og hvað er hollt og óhollt. Þau verða að hafa eitthvað til að miða við. Síðar geta þau sjálf ákveðið hvort það sem þeim var innrætt sé það sem þau vilja tileinka sér. Við Islendingar höfum lagt mik- : ið upp úr því í uppeldinu að gera I börnin okkar sem sjálfstæðust. Við | teljum að það sé barninu hollt að | læra að bjarga sér sjálft, því fyrr- því betra og á því byggist sjálf- ÞÓRKATLA ásamt börnum sínum, þeim Hrefnu og Sturlu. Morgunblaðið/Kristinn. Skiptir máli að börnin fái skvr skilaboð IFYRIRLESTRUM sínum hef- ur Þórkatla einkum fjallað um þær breyttu aðstæður sem blasa við foreldrum í nútímasamfé- lagi og hvaða áhrif þær hafa á fjöl- skylduna. Hún segir það allt öðru- vísi að ala upp barn í stórborg en í litlum bæ eins og Reykjavík var fyrir fjörutíu árum og það taki kynslóðirnar tíma að aðlagast þessum breytingum. „Það verður að segjast eins og er að mín kyn- slóð sem alin er upp hjá heima- vinnandi mæðrum á í nokkram vandræðum með uppeldishlut- verkið," segir Þórkatla, í upphafi samtals okkar, þar sem við sitjum við eldhúsborðið heima hjá henni. Þórkatla rekur sálfræðistofu auk þess sem hún heldur fyrirlestra og þannig hefur hún kynnst viðhorf- um annarra foreldra sem hún seg- ir mjög fróðleiksfúsa um þessi mál. „Það er tiltölulega stutt síðan að uppeldið var talið einkamál hvers og eins,“ heldur hún áfram. „Það viðhorf hefur verið ríkjandi að við lærðum uppeldi á því hvernig við sjálf voram alin upp. Fjöldi fólks er þó að gera sér grein fyrir því að þjóðfélagið sem það ólst upp í var einfaldara og á margan hátt öðru- vísi en nú er. Sú breyting að báðir foreldrar Uppeldi er ekki neitt sem kemur af sjálfu sér ________heldur þarf til þess tíma og alúð.____ Breytingar í þjóðfélaginu eru örar og foreldrar þurfa sífellt að taka afstöðu til nýrra hugmynda og tilboða af ýmsu tagi. Til þess að geta mætt þessum breytingum vantar foreldra meiri stuðning í foreldrahlutverkinu, segir Pórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur í viðtali við Hildi Einarsdóttur. Þórkatla er vinsæll fyrirles- ari um uppeldismál og hefur haldið sínar tölur víða um land. Sjálf á hún tvö börn og þekkir því af eigin raun hvað foreldrar eru að glíma við. vinna utan heimilis veldur vanda sem þjóðfélagið hefur ekki komið til móts við. Vandræðin skapast þó ekki síst af því að við vitum betur en kynslóðirnar á undan okkur hvað börnin þurfa til að verða sæmilega heilbrigðir einstakling- ar. Það styrkir okkur en veikir líka. Það er eins og þessi mikla ábyrgð sem við finnum til hafi fyllt marga foreldra óöryggi gagnvart uppeldishlutverkinu. Við þetta bætist að hin góðu og gömlu gildi um hvað er að vera góð manneskja eru á undanhaldi. Við tölum sjaldnast um slíka hluti við börnin okkar. Kristinni trú, sem var okk- ur haldreipi í siðferðilegu tilliti, er lítið sinnt og ekkert annað hefur komið í staðinn. En það er nauð- synlegt að foreldrar hafi einhvern grann til að byggja uppeldið á.“ Foreldrar þarfnast meiri stuðnings Þórkatla leggur á það áherslu að foreldrar þarfnist meiri stuðnings í starfi sínu sem uppalendur. „Breytingarnar eru svo örar að foreldrar þurfa sífellt að vera að taka afstöðu til nýjunga og tilboða af ýmsu tagi. Allt frá tölvudýram upp í utanlandsferðir með hand- boltaliðinu. Hvað á að leyfa börn- unum? Hvað á að örva hjá þeim? Við viljum öll að börnin þrosld eig- inleika sína og það erum við sem eigum að hjálpa þeim að velja. Við þurfum einnig að vega og meta hve mikil áhrif við eigum að hafa á val þeirra. Stundum finnst mér foreldrar svo hjálparlausir þegar þeir eiga að fara að aðstoða börnin við þetta val og finnst þeir þurfi meiri stuðning." - Hvaðan finnst þér að stuðn- ingurinn eigi að koma? „Við eigum nóg af vel menntuðu fólki í skólunum, innan kirkjunnar, í stjómmálaflokkunum, við eigum heimspekinga, uppeldisfræðinga og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.