Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 43 SÍMON JÓNSSON + Símon Jónsson fæddist í Reykjavík 5. nóvem- ber 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. nóvember síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Jóns Sím- onarsonar bakara- meistara og Hann- esínu Á. Sigurðar- dóttur. Símon var yngstur þriggja systkina. Eftirlif- andi systkjni eru: Sigurður Ó. Jóns- son, kvæntur Önnu K. Linnet, og Jóhanna G. Jónsdóttir, gift Ólafi Maríussyni. Símon var starfsmaður Landsbanka íslands til margra ára. Menntun sína hlaut hann í Kennaraskóla íslands og lauk hann þar námi sem fullgildur kennari. Símon var ógiftur og barn- laus. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju á morgun, mánudag, og hefst athöfnin klukkan 10.30. Símon, mágur minn hefur lokið göngu sinni. Við söknum hans og kveðjum hann með þakklæti. Þakk- læti fyrir að vera með okkur allt okkar lífshlaup, í gleði og sorg. Símon hafði kviku listamannsins, hafði mikið yndi af göfugri tónlist og fallegri myndlist. Þó að hann skapaði ekki list sjálfur, mátti sjá á heimili hans hve mikill listunn- andi hann var. Heimili hans var sérstakt. Símon átti ekki börn sjálfur en hann fylgd- ist vel með uppvexti og þroska systkina- barna sinna. Hann gladdist ekki síður en foreldrar þeirra, þegar vel gekk á hátíðar- og heiðursdögum þeirra. Símon var heim- spekilega hugsandi og þegar undur og stór- merki alheimsins voru til umræðu var hann í essinu sínu. Símon trúði staðfastlega á líf eftir þetta líf og var óhræddur við umbreytinguna. Megi ljós hins hæsta sem öllu ræður, vísa honum veginn. Ólafur Maríusson. Látinn er á Sjúkrahúsi Reykja- víkur elskulegur mágur minn, Sím- on Jónsson. Hann var sonur hjón- anna Hannesínu Á. Sigurðardóttur og Jóns Símonarsonar, bakara- meistara. Símon var yngstur þriggja systkina en þau eru Jó- hanna Guðrún og Sigurður, sem er elstur. Símon var nýorðinn 66 ára er hann lést 10. nóvember, en af- mælisdagurinn hans var 5. nóvem- ber. Við Símon vorum miklir og góðir vinir, nánast eins og systkin. Hann var ljúfur og góður í við- móti, ég veit að ég á eftir að sakna hans mikið. Símon var sannkallaður MAGNHILD ENGER STEFÁNSSON + Magnhild Enger Stefánsson fæddist í Noregi 7. nóvem- ber 1910. Hún lést á Elliheimil- inu Grund 26. október síðastlið- inn. Bálför Magnhild fór fram í kyrrþey 3. nóvember. Þriðjudaginn 14.4. 1992 birtist grein í Dagblaðinu á íþróttasíðu með yfirskriftinni: „Ég barðist fyrir mömmu.“ Þetta var á íslandsmóti fatlaðra í borðtennis og Elsa Stefánsdóttir „kom, sá og sigraði". Hún vann íjögur gull á þessu móti og hún vann þau fyrir móður sína, sem lá þungt haldin á Elli- heimilinu Grund. Núna, fímm árum seinna, fékk móðir Elsu loksins frið. Hún dó 26. október sl. Hver var móðir Elsu Stefánsdótt- ur? Við vitum öll hvað Elsa hefur verið stórkostlegur íþróttamaður fatlaðra og er jafnvel enn í dag, en hvað vitum við um móður henn- ar? Móðir Elsu var Magnhild Stef- ánsson. Hún fæddist í Noregi 1910 og giftist 1935 heiðursmanninum Stefáni Stefánssyni. Stefán var bóksali hjá Eymunds- son í mörg ár og var síðan sjálfstæð- ur bóksali á Laugavegi 8. Elsa og ég kynntumst fyrir 50 árum og hefur vinátta okkar haldið fram á daginn í dag, þó að ég búi erlendis. Magnhild, móðir Elsu og eigin- kona Stefáns, var hlédræg kona. Hún stóð aldrei í fremstu röð á opinberu sviði, en hún stóð alltaf með fjölskyldu sinni. Hún var ótrú- lega sterk og hugrökk kona, og húr tók á móti örlögum lífsins eins og hetja. Mörg önnur móðir hefði misst kjarkinn eftir árið 1955, þegar mænuveiki fór yfir ísland og náði tökum á eldri dóttur hennar, á Elsu vinkonu. Magnhild gafst ekki upp. Hún var alltaf jákvæð og hvatti dóttur sína að lifa áfram, já, að lifa lífinu eins og heilbrigð kona. Og Elsa fylgdi þessu ráði móður sinnar. Hún er vel gift í dag, góðum manni, Garðari Steingrímssyni, og þau hjónin eiga einn son, Stefán Hinrik. Hjónin Magnhild og Stefán héldu upp á gullbrúðkaup sitt þremur mánuðum áður en Stefán dó á jóla- dag 1985. Hjónin Magnhild og Stefán voru samhent í daglegu lífi og báru mikla umhyggju - ekki aðeins fyrir fjöl- skyldunni, heldur líka fyrir náttúr- unni. Þau áttu lítinn sumarbústað í Grafarvogi og eyddu þar margri góðri stund. Þau elskuðu bæði garð- yrkju og enn í dag standa falleg og sterk birkitré í Grafarvogi, sem þau hjónin settu í jörð fyrir tugum ára. Sumarbústaðurinn er horfinn, en ósk mín er, að þessi birkitré megi standa í mörg ár til minningar um Magnhild og Stefán. Hjónin Magnhild og Stefán Stef- ánsson eru loksins sameinuð. Guð blessi þau. Mér þótti vænt um þessi hjón. Lieselotte Singer-Guðjónsson. listunnandi. Safnaði allskonar mál- verkum eftir þekkta listamenn og öðrum listmunum ásamt góðum og merkum bókum. Heimili hans í Sólheimum 23 lýsir því vel hve mikill fagurkeri hann var, enda var það eins og maður væri að koma á listasafn. Snyrtimennskan var líka í fyrirrúmi hjá honum enda átti hann ekki langt að sækja hana. Hann var einnig mikill tónlistarunn- andi og átti mikið og gott safn af hljómplötum með þekktum óperu- söngvurum. Hann hélt mikið upp á Maríu Callas, Tebaldi og Pavarotti og fleiri þekkta listamenn. Þá var hann einnig mikill bókamaður og víðlesinn og ekki kom maður að tómum kofunum hjá honum er við ræddum um uppruna hans og ætt- ir. Þá var hann sko í essinu sínu enda var hann brunnur af fróðleik um það efni. Ég vil þakka Símoni, mági mín- um, fyrir vináttu og hlýju sem hann hefur sýnt mér og mínum frá því að við kynntumst fyrst. Með sárum söknuði kveð ég þig og þakka þér samfylgdina. Guð blessi þig, Símon minn. Þín mágkona, Anna Það er margs að minnast þegar hugsað er til Símonar frænda. Frá því ég man eftir mér hefur Símon alltaf verið með í öllu hjá fjölskyldu minni og eru margar gleðistundirn- ar á Bræðró hjá ömmu og afa í minningunni frá því ég var lítill. Símon ólst upp á Bræðraborgarstíg 16 og bjó í foreldrahúsum þar til hann eignaðist sitt eigið heimili, fyrst á Framnesveginum og síðar í Sólheimum 23. Símon starfaði hjá Landsbanka íslands í tugi ára og síðustu árin var hann fulltrúi í víxladeild aðal- bankans í Austurstræti. Símon frændi, eins og við frændsystkinin kölluðum hann alltaf, var mikill list- unnandi og fagurkeri eins og hans fallega heimili bar vott um. Hann hafði gaman af því að ferðast og gerði mikið af því í gegnum tíðina, en síðastliðin þrjú ár hefur heilsan hamlað því. Hann lést fyrir aldur fram úr krabbameini eins og allt of margir ættingjar og vinir okkar hafa gert, en hann bar sig eins og hetja í gegnum sín erfiðu veikindi og þeg- ar við hittum hann síðast þá dáðist hann að þessu frábæra fólki sem vinnur við lækningar, hjúkrun og þjálfunarstörf. Ég og hluti fjöl- skyldu minnar er því miður erlendis þegar hann verður kvaddur hinstu kveðju á morgun, en héðan þar sem við erum, kveðjum við Símon frænda í hjörtum okkar. Blessuð sé minning hans. Símon Ólafsson og fjölskylda. isdrykkjur 'VsWA9ohð/ið GflPi-mn Simi 555-4477 ALFHEIÐUR ÁSTMARSDÓTTIR + Álfheiður Ástmarsdóttir fæddist í Reykjavík 7. mars 1985. Hún lést á heimili sínu, Hraunteigi 19 í Reykjavík, 5. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hall- grímskirkju 12. nóvember. Álfheiður frænka, það var synd að þú skyldir veikjast og fara svona ung, aðeins 12 ára gömul. Þegar við fréttum þetta fannst okkur skrýtið að þú værir farin til himna. Okkur brá og vildum ekki trúa þessu. Foreldrar þínir og bróðir voru heppin að eiga þig, svona góða og hjálpsama. Stundum stríddu Guðjón og Björn bróðir þinn þér vegna þess að þú tókst að þér öll börn hvenær sem þú gast verið með þeim. Öllum sem þekktu þig þótti vænt um þig. Svo varst þú svo mikill prakkari. Ég man er þið átt- uð heima í Mosfellsbæ og þú ætlað- ir að saga fótinn undan stól. En pabbi þinn sá þig og stoppaði leik- inn, enda sat hann í stólnum. Eftir þessa erfiðu daga fyrir foreldra þína og bróður var þetta á endanum besta lækningin. Megi Guð styrkja fjölskyldu þína í gegnum lifið. Þú sagðir okkur einu sinni, að þú ætlaðir að verða ljósmóðir eða hjúkrunarkona er þú yrðir stór. Þess vegna fínnst okkur við hæfí að enda þessa minningargrein um þig með þessu fallega versi úr sálmi eftir langömmu okkar sem hún hefur ort til þín. Hún vildi hjálpa og huggun ljá og hjúkra þeim er veika sá. Við engla söng og lífsins ljós, nú lifir þessi fagra rós. (Rósa B. Blöndals.) Þínir frændur, Guðjón, Sævar og Arnar Ingólfssynir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíð- um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, KRISTÍN GUÐLEIFSDÓTTIR ÓLAFSSON, lést á heimili sínu í Kaupmannahöfn miðvikudaginn 12. nóvember. Jarðarförin fer fram frá kirkju Sankt Lukas Stiftelsen fimmtudaginn 20. nóvember kl. 13.30. Vinum á íslandi, er vildu minnast hennar, er bent á Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Felix Ólafsson, Kristinn Fridrik, Pia, Felix, Magnús, Ólafur, Karen, Hanna Kristín, Eva, Anna, Michael, Sarah og systkini hinnar látnu. t Ástkær faðir okkar og sonur, HARALDUR HARALDSSON, lést föstudaginn 7. nóvember. Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 17. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd annarra vandamanna, Guðbjörg Ragnarsdóttir, Þórunn Haraldsdóttir, Haraldur Haraldsson. t Bróðir okkar, SÍMON JÓNSSON, til heimilis f Sólheimum 23, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morg- un, mánudaginn 17. nóvember, kl. 10.30. Sigurður Ó. Jónsson, Jóhanna G. Jónsdóttir. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AGNESAR KRAGH, Seljahlíð. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Selja- hlíðar, Hjallaseli 55. Hanna Fríða Kragh, Sveinn Jónsson, Páll Júlfusson, Mai Wongphoothon, Hans Kragh Júlfusson, Guðrún Alfonsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.