Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997
MINIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
'H
>
í
s
»
(
t
Elsku hjartans mamma mín, systir, amma,
langamma og tendamamma,
ÓLÖF ARNBJÖRG JÓNSDÓTTIR
frá Vestra Skagnesi,
Mýrdal,
Kaplaskjólsvegi 55,
lést miðvikudaginn 12. nóvember.
Sigríður Jóna Clausen,
Aðalheiður Jónsdóttir,
Eyjólfur Þórður Þórðarson,
Ólöf Arnbjörg Þórðardóttir,
Aðalheiður Elín Þórðardóttir,
Jóhanna Jóna Gunnlaugsdóttir,
Jón Hlynur Gunnlaugsson,
Gunnlaugur Jónsson,
Jóna Ingunn Pálsdóttir,
Pétur Ragnar Pétursson,
Halldór Hafsteinsson,
Einar Þráinsson,
Karen Ósk Hrafnsdóttir
og barnabarnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okkar
og afi,
GARÐAR H. SVAVARSSON
kaupmaður,
Vakursstöðum I,
Vopnafirði,
(Brekkubyggð 12, Garðabæ),
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðju-
daginn 18. nóvember kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið.
Hulda Guðrún Guðjónsdóttir,
Sigríður Guðmundsdóttir,
Haukur Geir Garðarsson, Katrín Sæland Einarsdóttir,
Sigríður Huld Garðarsdóttir, Karl Eggertson,
Heimir Garðarsson, Katrín Karlsdóttir,
Skúli Garðarsson, Sigþrúður G. Sigfúsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær faðir okkar og tengdafaðir,
HAUKUR ÞORSTEINSSON
rafvirkjameistari,
sem andaðist fimmtudaginn 6. nóvember
síðastliðinn, verður jarðsunginn þriðjudaginn
18. nóvember.
Kveðjuathöfn verður frá Fossvogskirkju kl.
10.30. Jarðsett verður að Breiðabólsstað í
Fljótshlíð sama dag kl. 14.00. Rútuferð frá Fossvogskirkju.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er
bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Valgerður Hauksdóttir, Níels Rask Vendelbjerg,
Þorsteinn Hauksson, Steinunn Sigurðardóttir,
María G. Hauksdóttir, Steinar Guðsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HULDU SVEINBJÖRNSDÓTTUR,
Engihjalla 11,
Kópavogi.
Svava Hauksdóttir, Hilmar Adolfsson,
Ragnheiður Hauksdóttir, Gunnar Guðmundsson,
Sveinbjörn Hauksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem
auðsýnt hafa okkur vináttu, hlýhug og samúð
vegna fráfalls og útfarar eiginmanns míns,
föður, tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR ÓLAFSSONAR
fyrrv. verkstjóra
hjá Mjólkursamsölunni,
Kópavogsbraut 59,
Kópavogi.
Sigríður Pálsdóttir,
Ólafur Guðmundsson, Lilja Ólafsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir,
Ólöf Ólafsdóttir,
Guðmundur Ólafsson.
HARALDUR
HARALDSSON
+ Haraldur Har-
aldsson var
fæddur 11. október
1958. Hann lést af
slysförum hinn 7.
nóvember síðastlið-
inn. Hann var sonur
Guðbjargar Ragn-
arsdóttur, f. 3.2.
1930, dóttur Ragn-
ars Guðmundsson-
ar, fyrrv. spari-
sjóðsstjóra, og Reg-
ínu Magnúsdóttur;
og Haraldar Gísla-
sonar, fyrrv. fram-
kvæmdarstjóra
Sambands sveitarfélaga á Suð-
urnesjum, f. 28.9. 1928 d. 29.1.
1983, sonar Gísla Jónssonar,
fyrrv. alþingismanns, og Hlín-
ar Þorsteinsdóttur. Börn
þeirra, auk Haraldar, eru:
Ragnar, Margrét og Gísli. Guð-
björg og Haraldur slitu sam-
Minn Jesú, andláts orðið þitt
í mínu hjarta geymi.
Verði það einnig síðast mitt
er sofna ég burt úr heimi.
(Hallgrímur Pétursson.)
Elsku litli bróðir minn er farinn
heim til Guðs þar sem pabbi tekur
á móti honum. Halli var litli bróðir
minn. Hann var sá fjórði í röðinni
af stórum systkinahóp. Hann hafði
svo gott hjarta og vildi öllum vel.
Orlögin höguðu því svo að hann
hafði mest samband við mig, sem
hann kallaði alltaf „Möggu systir“,
en hann elskaði systkinin sín öll
heitt og vildi halda hópnum saman,
en allir voru komnir út og suður, til
Ameríku, Danmerkur, út á land.
Allir nema ég og Halli sem bjuggum
lengst af í Hlíðunum. Því deildum
við gleði og sorg með bömunum
okkar og mökum. Núna ertu dáinn
og kemur ekki inn úr dyrunum hress
og ferskur, með bros á vör og athug-
ar hvað sé í pottunum, hvort Gunn-
ar sé duglegur í skólanum, Gísli sé
þægur og Hulda passi sig á strákun-
um. Hringir ekki með jöfnu millibili
og spyrð: „Er ekki allt í lagi Magga
mín?“ eða „Hefurðu nokkuð heyrt
frá systkinunum, er ekki allt í lagi
hjá mömmu?“ Þú varst alltaf svo
góður við mömmu og hafðir svo
náið samband við hana. Alltaf varstu
boðinn og búinn að hjálpa og tilbú-
innað veija þá sem minna máttu sín.
Eg sakna þín óskaplega, elsku
bróðir, og bið Guð að geyma og
varðveita þig þangað til við hittumst
á ný.
Bömunum þínum litlu, Þómnni
og Halla, ætla ég að líta eftir fyrir
þig áfram eins og þú hefur oft beð-
ið mig og saman munum við öll
minnast þín í kærleika og þökk.
Þín systir,
Margrét Haraldsdóttir
og fjölskylda.
„Því að svo elskaði Guð heiminn,
að hann gaf son sinn eingetinn, til
vistir. Systkini
Haraldar sam-
mæðra eru: Gunn-
ar Asgeir og Reg-
ína Sól, börn Guð-
bjargar og Gunn-
ars Bjarnasonar,
fyrrv. hrossarækt-
arráðunautar.
Systkini samfeðra
eru: Soffía, Ingólf-
ur og Björn Hlyn-
ur, börn Haraldar
og Bjargar Ing-
ólfsdóttur.
Haraldur eign-
aðist tvö börn, Þór-
unni og Harald, með Sigrúnu
Þorsteinsdóttur sem var sam-
býliskona hans til margra ára.
Þau slitu samvistir.
Útför Haraldar fer fram frá
Háteigskirkju á morgun,
mánudag, og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
þess að hver, sem á hann trúir,
glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“
(Jóh. 3 :16.)
Elsku Halli minn.
Það er sárt að sjá þig yfirgefa
þennan heim. Þú varst yndisleg
sál. Ég mun aldrei gleyma prakk-
arasvipnum sem kom á þig þegar
þú varst að stríða. Þú varst alltaf
að segja sögur og þá var alltaf
leikið með og maður gat hlegið
endalaust.
Þegar þú komst í heimsókn í
Stigahlíðina var alltaf kátt á hjalla.
Því fleiri því betra. Þú varst mikill
fjölskyldumaður, vildir helst hafa
alla ættina í kringum þig eins og
hún lagði sig.
Okkur kom vel saman, þú ráð-
þagðir mér um lífið og tilveruna.
Ég á margar góðar minningar um
þig sem ég mun aldrei gleyma því
að þær voru svo spes.
Guð blessi þig elsku besti frændi
minn. Þín verður sárt saknað.
Þín frænka,
Hulda.
„En ég, Drottinn, er Guð þinn
frá Egyptalandi; annan Guð en
mig þekkir þú ekki og enginn frels-
ari er til nema ég. Það var ég sem
hélt þér til haga í eyðimörkinni, í
landi þurrkanna."
(Hósea 13, 4-5.)
Það er erfitt að trúa því að hann
Halli bróðir minn sé horfinn frá
okkur. Halli átti alltaf stóran hlut
í mínu hjarta eins og flestra sem
kynntust honum. Hann var góður
vinur og hafði alltaf lag á að róa
órótt hjarta.
Halli var góður gestgjafi og
ómissandi í öllum fjölskylduboðum,
þar sem hlutverk hans var ætíð
að vera skemmtilegur. Það átti
Halli ekki erfitt með því hann var
fæddur grínisti og gerði óspart
grín að sjálfum sér og öðrum. Við
Halli áttum margar yndislegar
stundir saman, þar sem við bæði
göntuðumst og töluðum um alvar-
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
LILJU G. ODDGEIRSDÓTTUR,
Háaleitisbraut 103,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir sendum við til starfsfólks
deildar 11- E á Landspítalanum fyrir ómetanlega
tímum.
Ólafur H. Ólafsson,
Baldína H. Ólafsdóttir, Kristján Sigurjónsson,
Ólafur E. Ólafsson, Jóhanna Reynisdóttir,
Oddgeir H. Ólafsson,
Ásta Sigurðardóttir,
barnabörn.
legri hluti. Þau eru ófá samtölin
sem við áttum saman í einrúmi og
ræddum öll heimsins mál, því hjá
Halla var ekki komið að tómum
kofanum. Halli var greindur og
víðsýnn maður sem hafði ákveðnar
skoðanir á hlutum hvort sem um
var að ræða málefni líðandi stund-
ar eða lífið sjálft.
Halli var alltaf svo jákvæður og'
vildi öllum vel. Halli var gefandi
og vildi láta gott af sér leiða og
það gerði hann. Hann hafði mikla
verndartilfinningu gagnvart börn-
um sínum, systkinum og foreldrum
og vildi gera sitt besta til að vera
góður faðir, sonur og bróðir.
Elsku Halli minn, ég sakna þín
og á erfitt með að skilja_ að ég
muni ekki sjá þig aftur. Ég veit
að þú munt fylgjast með mér og
halda áfram að gefa mér ráð, en
það verður á annan hátt en áður.
Ég bið Guð að vernda og blessa
fallegu börnin þín tvö, Þórunni og
Harald, og styrkja þau í lífinu.
Þín systir,
Regína Gunnarsdóttir.
Elsku Halli, það tekur mig sárt
að þurfa nú að senda þér hinstu
kveðju. í samskiptum okkar og í
huga mínum var einkum tvennt
sem einkenndi þig. Annars vegar
varstu með eindæmum stríðinn og
slepptir aldrei góðu tækifæri til að
striða iitiu systur. Sérstakiega er
mér minnisstætt þegar þú fannst
upp á því á unglingsárum mínum
að kalla mig ýmist Fíu fúlu eða
Fíu fúlegg og hafðir gaman af
hversu illa ég tók því.
Hins vegar einkenndust sam-
skipti okkar af verndartilfinningu
þinni. Við systurnar höfðum oft
gaman af hversu heilagar við gát-
um verið í þínum augum. Hápunkt-
urinn var þó þegar þú varst einn
með okkur þremur og gekkst vask-
lega fram í að vernda okkur og
veija í alla staði.
Halli minn, lífið fór ekki alltaf
um þig mjúkum höndum og þú
veist vel að á stundum þraut okkur
þrek til að styðja þig og styrkja.
Nú leiðir hann pabbi gamli þig
aftur og það á ljúfari leiðum, en
seinna verðum við saman á ný, við
aðrar og betri aðstæður. Þangað
til mun ég ylja mér við minningarn-
ar.
Soffía.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína, .
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Elsku Halli, ástin mín.
Ég vil þakka þér fyrir þau kynni
sem ég hafði af þér. En, Halli, þú
kenndir mér svo mikið, þú varst
svo mikill diplómat og sagðir alltaf
það besta um alla. Þú kenndir mér
að elska, og það er nokkuð sem
ég gleymi aldrei. Og ég mun búa
að því sem þú kenndir mér.
Ég veit hversu vænt þér þótti
um börnin þín, þau voru þér efst
í huga, og þú beiðst eftir því að
þú kæmir heim og að við tvö sam-
an gætum reynst þeim vel. Ég
kynntist þér, og þú varst maðurinn
sem ég hafði þráð allt mitt líf, og
ég hlakkaði til framtíðarinnar með
þér. Við ætluðum að gifta okkur.
Ástin mín, ég bið Guð að varð-
veita þig og blessa. Ég elska þig.
Sína.